Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd Fulltrúi Fatah byltingarráósins i Líbanon og franski málamiðlarinn með mynd af einum gíslanna í haldi hjá skæru- liðum Abu Nidal, eftirlýsta hryðjuverkamannsins. Símamynd Reuter Telpumar ekki lausar á næstunni Ékki er von til þess að skæruliða- samtök Abus Nidal, eins mest efir- lýsta hryðjuverkamanns heims, láti á næstunni lausar tvær franskar telpur sem eru í haldi í Líbanon. Franskur málamiðlari átti í gær við- ræður við skæruliðana sem eru Palestínumenn. Kvað hann þá ekki vilja að neitt skyggði á atburðina á herteknu svæðunum. Málamiölarinn kom til Beirút á sunnudaginn. Hann hefur ekki feng- ið að sjá telpurnar sem eru systur, fimm og sex ára gamlar. Vitni sáu hann á tali við skæruliða nálægt borginni Sidon á sunnudagskvöld. Vitað er að samtökin eru með bæki- stöðvar bæði í suöurhluta landsins og Bekaadalnum í austurhlutanum. Það var í nóvember sem samtök skæruliða Abus Nidal kváðust hafa rænt telpunum ásamt sex fullorðn- um af snekkju undan Gazasvæðinu. Skæruliðar sögðust myndu sleppa telpunum en hafa ekki gefið upp neinar áætlanir um frelsun full- orðnu gíslanna sem þeir kalla njósnara gyðinga. Um er aö ræða móður telpnanna og fimm Belga sem sagðir eru vera rómversk-kaþólskrar trúar. Að sögn skæruliða ól móðirin stúlkubarn í desember. Skæruliðar hafa ekki borið fram neinar kröfur í sambandi við af- hendingu gíslanna en ekki er talið útilokað aö þeir fari fram á skipti á arabískum föngum í ísrael. Norðmenn í herférð gegn eyðni Berjast við múginn Lögregla og hermenn á Filipps- eyjrnn lentu í höröum átökum í gær við múg manna sem efndi til upp- þota i mótmælaskyni við fram- kvæmd kosninga þeirra sem nýveriö fóru fram á eyjunum. Sök- uöu mótmælendur ríkisstjóm landsins um að hafa svindlað í kosningunum til þess að koma sín- um frambjóðendum að. í broddi fylkingar mótmælamanna fóru nokkrir frambjóðendur sem biöu ósigur í kosningunum. Óeiröir vegna kosninganna hafa nú staðiö í tvo daga samfleytt í Man- ila, höfuðborg Filippseyja. Lögreglan beitti í gær táragasi til að dreifa mannijöldanum. Að sögn íbúa í úthverfum Manila lét í gær tveggja ára gamaU drengur lífið, vegna köfnunar af völdum táragassins. Lögreglan í borginni vildi ekki staöfesta þessar sögusagnir. Ríkissjónvarpið á Filippseyjum skýrði frá því í gær að tuttugu manns heföu meiðst í átökunum og að nokkrir hefðu verið handteknir. Franski útvarpsmaðurinn Rene Traraoni setti í gær nýtt heimsmet í hraðmælgi. Tramoni, sem starfar við útvarpsstöð í Nice á frönsku Rivierunni, tókst að ryðja út úr sér einum fimm hundruð sextíu og þrem oröum á einni mínútu. Bætti hann þar með fyrra heimsmet bandaiáska útvarpsmanns- ins John Moshitta, en það var aðeins fimm hundruð fimmtiu og tvö orö á mínútu. Á meðfylgjandi ljósmynd sést Tramoni, sigurglaöur eftir að hafa sett nýtt heimsmet Svo virðist sem hann hafi farið úr kjálkalið í átökunum við hið talaða orð, enda ef til vill engin furða. Réðust á þjóðvarðliða Talsmenn Shi’ita í Líbanon sögöu í gær að hersveitir þeirra hefðu ráð- ist á stövar þjóövarðliða, sem fylgja Israelum að málum, í suðurhluta Líbanon í gær. Sögðust þeir hafa fellt eða sært meir en þrjátíu manns í árásinni. Sögöust árásarmennirnir hafa beitt stórskotaliði, handsprengjum og vél- byssum í árásinni á stöðvarnar, sem mannaðar voru ísraelskum her- mönnum og stuöningsmönnum þeirra úr rööum suöur-líbanska hersins. Stöövar þessar eru nærri einum af bæjum kristinna manna í Líbanon, Jezzine, rétt við öryggissvæði það sem ísraelar liafa tiltekið við landa- mæri ísrael og Líbanon. Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: í baráttunni gegn útbreiðslu eyðni ætla norsk yfirvöld aö leggja áherslu á upplýsingaherferðir og betri heilsugæslu, segir í þingyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram í lok síðustu viku. í Noregi er töluvert rætt um hvern- ig best megi hefta útbreiðslu eyðni. Meðal annars var lagt til að eyðni- prófa alla þjóðina með reglubundnu Seldu fölsuð verk eftir Goya Brynhildur Ólafsdóttir, DV, Spáni: Spænska lögreglan hefur komið upp um umfangsmikla fólsun lista- verka og dreifingu þeirra. Þegar hafa fjórir menn, sem tengjast mál- inu, verið handteknir. Samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglunnar er um að ræða sjötíu eftirmyndir af málverkum, þar á meðal verkum eftir Goya, Zurbar- án og Manet, sem seldar hafa verið sem frummyndir. Talið er að barónessa nokkur, argentínsk aö uppruna, standi að mestu leyti á bak við þessi samtök en hún hefur áður verið dæmd fyr- ir listaverkafólsun, þar á meðal á verkum eftir Picasso og Dali. Einn- ig tengist málinu forstöðumaður listaverkasafns í Sevilla, auk tveggja ef ekki fleiri manna sem höfðu það fyrir aðalstarfa aö selja ríkum og voldugum arabahöfðingj- um afraksturinn. Lögreglan, sem verið hefur á slóð falsaranna í tæp tvö ár, heldur nú meðal annars uppi fyrirspurnum á meðal hstastúdenta til að reyna að finna hugsanlega höfunda hinna fólsuðu málverka. millibili. Einnig var lagt til að prófa alla Norðmenn sem leggjast á sjúkra- hús. Þessar aðgerðir áttu að vera skyldubundnar og þvinga skyldi þá sem neituðu éyðniprófun. Ríkisstjórnin og heilbrigðisyfirvöld hafa nú skorið úr um að það þjóni ekki sínum tilgangi að þvinga fólk til að gangast undir eyðnipróf. { staö þess er ætlunin að upplýsa fólk um eyðni og smitleiðir sjúkdómsins. Þá er og stefnt að því að bæta menntun og þekkingu hjúkrunarfólks í eyðni og gera aðstöðuna betri til að taka á móti eyðnisjúklingum. Sýna ekki forsetann Ronald Reagan Bandaríkjaforseti reynir nú allt sem hann getur til að fá bandariska þingið til að samþykkja áframhaldandi aðstoð við konti'a- skæruliða í Nicaragua. í kvöld hyggst forsetinn ávarpa bandarísku þjóðina í sjónvarpi, i þeirri von aö snúa óákveðnum þingmönnura til stuönings við sig, en þrjár af helstu sjónvarpssamsteypum Bandarikjanna hafa lýst því yfir að þær muni hugsanlega ekki sýna ræðu forsetans. NBC og ABC sögðust ekki ætla að sýna ræðuna þar sem allir þekktu orðið röksemdir forsetans fyrir aðstoð og CBS kvaðst í gær ekki hafa tekið ákvörðun enn. SPICER Erum að taka upp m.a. hjörulidi, dragiiði, spindiikúiur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.