Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. Fréttir Loönuskipin biða drekkhlaðin við bryggjur á Eskifirði. DV-myndir Emil Loðna alls staðar Enúl Thorarensen, DV, Eskifiröi: fara sem landað hafa á Austfjarða- en alls hefur verksmiðjan tekið á ___ höfnum. Á fimmtudag höfðu borist móti sjötíu þúsund tonnum frá því Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel tæplega þrjátíu þúsund tonn frá ára- haustvertíð byijaði. Þá eru einnig síðustu daga og stutt fyrir skipin að mótum til bræðslunnar á Eskiíirði tahn með sex þúsund tonn af síld. Bræðslan á Eskifirði hefur ekki við að bræða þann mikla afla, sem borist hefur. Myndin var tekin á fimmtudag og er af stærstu loðnuþró landsins. Hún er full af loðnu. Akureyri: Fjárhagsáastlun lögð fram í dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Frumvarp að íjárhagsáætlun árið 1988 fyrir Ákureyrarbæ verður lagt fram til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar í dag. ' Niðurstöðutölur á rekstraráætlun eru 931 milljón og 5Ó0 þúsund krón- ur, á eignabreytingar eru færðar 114 milljónir, niðurstöðutölur á áætlun um eignabreytingar eru 259 miiljónir króna. Við gerð fjárhagsáætlunar voru lagðar tii grundvallar verðiagsfor- sendur þær sem samþykktar voru í bæjarráði í okt. sl. en þar er miðað við 18% álag á gildandi launataxta 1. okt. sl. og 25% hækkun vöru og þjónustu frá árinu 1987. Bæjarráð hefur vísað frumvarpinu til afgreiðslu bæjarstjórnar en í bæj- arráði gerðu Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, og Sigurður Jó- hannesson, Framsóknarflokki, sér- staka bókun. Þau eru talsmenn minnihlutaflokka í bæjarstjórn en meirihlutann skipa Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur. Bókun minni- hlutans er þannig: „Við höfum unniö að gerð fjár- hagsáætlunar bæjarsjóðs og gerum ekki athugasemd við að frumvarpið verði lagt fram til fyrri umræðu eins og það liggur nú fyrir. Þetta frum- varp ber með sér miklar þrengingar í fjármálum bæjarfélagsins þar sem tekjur duga varla fyrir núverandi rekstri, hvað þá nýjum framkvæmd- um. Við áskiljum okkur að sjálfsögðu allan rétt til athugasemda og breyt- ingatillagna í bæjarstjórn og milli umræðna.“ Helstu tekjuliðir á árinu verða 499 milljónir króna af útsvörum, 152 milljónir vegna aðstöðugjalda og 163 milljónir sem eru skattar af fasteign- um. Helstu útgjaldaliðir eru 214 milljónir króna til félagsmála og al-. mannatrygginga, 122 milljónir til fræðslumála og 51 milljón króna til umhverfismála. Skoskur tónlistarkennarí til Bíldudals: Mikill áhugi hjá breskum á starfinu Sigurjón ]. Sigurðsson, DV, ísafirði: Ralph Hall, sem kennir við tónlist- arskólann í Bolungarvík, tók að sér ,að athuga hvort hægt væri að fá tón- listarkennara frá Bretlandseyjum til starfa á Bíldudal. Hann augiýsti og ekki færri en 35 höfðu áhuga á starf- inu. Allt vel menntað tónlistarfólk, flest meö réttindi til kennslu auk starfsreynslu. Ráðinn var skoskur tónlistarkennari til starfsins og er hann kominn til Bildudals. Talsvert hefur veriö um það á und- anfórnum árum að útlendingar hafi annast tónlistarkennslu við tónlist- arskóla og grunnskóla á Vestfjörðum og reyndar víðar. Yfirleitt hafa þetta verið góðir hljóðfæraleikarar og ágætir kennarar. Bæjarrráð Sauðárkróks: Vilja fá svæðis útvarp Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bæjarráö Sauðárkróksbæjar hef- ur sent útvarpsráði erindi þess efnis að útvarpsráð láti kanna möguleika á því að koma á fót svæðisútvarpi á Norðurlandi vestra. Samkvæmt heimildum DV mun frumkvæðið að þessu hafa komið frá hópi manna sem tengjast á einn eða annan hátt biaðinu Feyki sera er óháð fréttablað á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Það má einnig sjá í leiðara síðasta tölublaðs Feykis að þetta er leið- arahöfundi biaðsins mikið kapp- mál en þar segir m.a.: „Fyrsta skrefið, sem við þurfum að stíga er að sjá til þess að hér í kjördæminu verði komiö á fót svæðisútvarpi. Með þvi móti er hægt að gjörbreyta fréttamiðlun af sviðinu. Það skiptir okkur miklu máli að geta verið sjálfstæðir í fréttamiðlun en ekki háðir mið- stýringarvaldi í Reykjavík eða á Akureyri. Því nefni ég Akureyri að til stendur að Svæðisútvarp Akur- eyrar og nágrennis þjóni Norður- landi vestra. Er sú hugmynd að gera Norðurland vestra að hjá- leigukoti frá Eyjaijarðarsvæðmu hvað varðar útvarpsmál er trúlega runnin undan rifium Fjórðungs- sambands Norðlendinga." „Mjóg osann gjamt og rangt Gyifi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Ég visa því alfariö á bug að eitt- hvað hafi komið frá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga um þetta mál sem skaðað gæti Norðurland vestra,“ segir Valtýr Sigurbjarnar- son, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga, um leiðara i síðasta tölublaði Feykis sem geíinn er út á Sauðárkróki. í leiðaranum er rætt um svæðis- útvarp á Noröurlandi vestra og þar segir m.a.: „Með því móti er hægt að gjörbrey ta fréttamiðlun aí'svæð- inu. Það skiptir okkur miklu máli að geta verið sjálfstæðir í frétta- miðlim en ekki háðir miðstýringar- valdi í Reykjavík eða Akureyri. Þvi nefni ég Akureyri að til stendur að svæðisútvarp Akureyrar og ná- grennis þjóni Norðurlandi vestra. Er sú hugmynd, að gera Noröur- land vestra að hjáleigukoti frá Eyjafiarðarsvæðinu hvað varðar útvarpsmál, trúlega runnin undan rifium Fjórðungssambands Norð- iendinga...“ „Ég tel það mjög ósanngjarnt og rangt að halda þessu fram,“ segir Valtýr. „Þvert á móti hefur Fjórð- ungssambandið bent á nauðsyn þess að efla starfsemi ríkisútvarps- ins á Norðurlandi vestra. Menn þurfa ekki annað en lesa sam- þykktir Fjórðungsþinga til þess að sannfærast um þaö,“ sagði Valtýr. Akureyri: Ungliðahreyfing Boigaraflokks Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Tilgangur félagsins er að vinna að almennu stjórnmálastarfi í anda stefnumála Borgaraflokksins hverju sinni, auk fræðslustarfs og aimenns félagsmálastarfs," segir í lögum Fé- lags ungra borgara á Norðurlandi eystra sem stofnað var um helgina. Stofnfélagar voru 18 talsins og hlaut félagið nafnið Seyður. Félagar geta orðið þeir sem eru á aldrinum 16-32 ára. Formaður var kjörinn Guðjón Andri Gylfason en aðrir í stjórn Ásvaldur Friðriksson, Hildur Magnúsdóttir, Guðmundur Guðjóns- son, Guðni Thorarensen, Snorri Kristjánsson og Árni Jóhannesson. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar: Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sfiórn Iðnþróunarfélags Eyjafiarð- ar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að ráða Sigurö P. Sigmundsson hag- fræðing sem framkvæmdastjóra félagsins frá 1. febrúar en Sigurður var einn fimm umsækjenda um stöð- una. Sigurður fluttist til Akureyrar í haust og tók við starfi framkvæmda- stjóra Fiskmarkaðar Norðurlands. í gær var greint frá samkomulagi sem stjóm fiskmarkaðarins gerði við stjórn iðnþróunarfélagsins um að Sigurður veitti fiskmarkaðnum for- stöðu næstu þrjá mánuði í hluta- starfi. Að þeim tíma loknum verður það fyrirkomulag endurskoðaö. Þar sem starfsemi fiskmarkaðarins er nú komin í fastar skorður er ekki talin þörf á framkvæmdastjóra í fullu starfi við óbreyttar aðstæður. Það hefur valdið aðstandendum Fiskmarkaðar Norðurlands nokkr- um áhyggjum að togarar á Norður- landi hafa ekki selt afla í gegnum fyrirtækið og hafa umsvif markaðar- ins verið minni en ella af þeim sökum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.