Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. 31 fþróttir um helgina: Einn af úrslitaleikj- um úrvalsdeildar Körfubolti Einn þýðingarmestu leikjanna í úrvalsdeildinni í vetur fer fram á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið kl. 20. Þar eigast viö Valur og Haukar sem berjast um sæti í 4-liða úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitil- inn. Aðrir leikir í deildinni um helgina eru UMFN-Þór í Njarðvík kl. 20 í kvöld, fóstudagskvöld, og ÍR-Breiðablik í Seljaskóla kl. 14 á morgun, laugardag. 1. deild karla: Reynir-ÍA............-..fó. 20.00 HSK-Tindastóll..............fó. 20.00 ÍS-Tindastóll...(Hagask.)la. 12.30 1. deild kvenna: ÍBK-ÍR......................la. 14.00 UMFN-Haukar.................la. 14.00 Blak Rétt er að benda áhugamönnum á að talsveröar breytingar hafa verið gerðar á mótaskrá fyrir þessa helgi. Leikir á íslandsmótinu eru sem hér segir: 1. deild karla: Þróttur R.-Þróttur N ..fó. 20.00 HK-KA „fó. 20.00 HSK-KA ,..la. 10.30 HSK-KA ,..la. 14.00 Fram-HK ...la. 13.00 ÍS-Þróttur R ...la. 14.15 Víkingur-Þróttur N ...la. 15.30 1. deild kvenna: Þróttur R.-Þróttur N ...fó. 18.30 HK KA ...fó. 21.15 TIRK Víkineur ...fó. 21.15 KA-Víkingur Vogask. la. 9.30 Víkingur-Þróttur N. Vogask. la. 10.45 Víkingur-HK Skíði Þrjú mót eru á dagskrá skíöa- fólks um helgina. Fvúlorönir keppa í alpagreinum á Siglufirði, ungling- ar 15-16 ára i alpagreinum við Reykjavík og á Ólafsfirði er Fjarð- argangan, fyrsti liður íslands- göngunnar á þessum vetri. Handbolti Keppnisfólk í meistaraflokkum er í fríi þessa helgina en víða er keppt í yngri flokkum. Þar er leikin umferð í 2. flokki karla, 2. flokki kvenna, 4. flokki karla, 4. flokki kvenna og 6. flokki karla. Keppt er m.a. í Reykjavík, Garðabæ, Hafnar- firði, Kópavogi, Hverageröi, Njarð- vík, Vestmannaeyjum og á Selfossi. Glíma Axlartakamót, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, verður haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudaginn og hefst kl. 16.30. Þar mætast margir sterkir kappar, m.a. bæði júdómenn og glímumenn. Á sama stað er á laugardag kl. 14 haldið þorramót GLÍ en þátttak- endur þar verða tæplega þijátíu. Júdó Sveitakeppni JSÍ fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardag og hefst kl. 10 um morg- uninn. Keppt er í karlaflokki og flokki drengja 15 ára og yngri. Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands innanhúss er haidið um helgina í Laugardals- höll, Baldurshaga og á Laugar- vatni. Keppt er kl. 10 á laugardag og sunnudag í Höllinni, 13.30 báða daga í Baldurshaga og kl. 18 á sunnudag á Laugarvatni en þar er keppt í stangarstökki. Fimleikar Unglingamót Fimleikasambands íslands fer fram í Laugardaishöll og hefst kl. 14.30 á laugardag og kl. 14 á sunnudag. Keppendur verða um 200 frá tíu félögum. -VS • Glimumenn verða mikið á feröinni um helgina bæði i axlartakamóti og í hlnni hefðbundnu glímu. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráóuneytiö ORÐSENDING TIL LAUNA- GREIÐENDA frá fjármálaráðuneytinu Samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda skal launagreiðandi skila mánaðarlega því stað- greiðslufé sem honum bar að halda eftir. á greiðslu- tímabilum síðasta mánaðar. Gjalddagi skilafjár vegna janúarmánaðar 1988 var 1. febrúar sl. Eindagi greiðslunnar er 15. febrúar nk. Atfiygli er vakin á því að hafi greiðsla ekki borist viðkomandi gjaldheimtu eða innheimtumanni ríkis- sjóðs í síðasta lagi á eindaga reiknast álag á vanskilin. 10. febrúar 1988 Fjármálaráðuneytið Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bók- menntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Gréiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag séað jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1988 nemur 3.810.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 30. mars nk. Reykjavík, 10. febrúar 1988 Menntamálaráðuneytið YVvO Bolludagurinn er á mánudaginn og þá kætast sjálfsagt margir sælkerar. Sumir vilja þó heldur aö menn drekki heilnæma vatnið okkar, að minnsta kosti heilbrigðisráðherra. Við fengum sælkerann Sigmar B. Hauksson og ráðherrann Guðmund Bjarnason í bollueinvigi. Hver vann? Spurning morgundagsins... „Ég hef aldrei hætt að vera bítill,“ segir Þorsteinn Eggertsson í við- tali við DV þar sem hann segir frá gerð þáttanna um Bítla og blómabörn. „Það vakti vissulega athygli ferðamanna er ég kom ark- andi berfættur eftir Abbey Road, klæddur eins og Paul McCartney.“ Þorsteinn hefur frá heilmörgu að segja í Helgarblaðinu á morgun. Skákáhuginn er landann að kæfa og nú bíða menn eftir næsta sigri Jóhanns Hjart- arsonar. Það má ekki gleyma yngstu skákmeist- urunum og þeim sem enn eru að læra. Ólafur Ólafs- son er skákkennari og margir þekktustu skákmenn landsins lærðu listina af honum. Ólafur er í viðtali við Helgarblaðið á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.