Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Útlönd Nýr forseti tek- urviðíPanama Spamaður í vamar- málum V-Þjóðverja Gizur Helgason, DV, Þýskalandi: Fjármagnsskortur og almenn fólksfækkun eru ástæðurnar sem ríkisstjórnin í Bonn gefur fyrir þeirri ákvörðun, sem tekin hefur verið, að fækka töiuvert í varnar- liði Vestur-Þýskalands. Síðastlið- inn þriðjudag var haldin ráðstefna í v-þýska varnarmála- ráðuneytinu til þess að hrinda í framkvæmd ákvæðum í tíu ára áætlun um v-þýsk vamarmál. Eftir fundinn kom meöal annars í ljós að ætlunin er að fækka verulega embættum sem fastráð- ið er í innan hersins þannig að aðeins brýnustu embætti verði setin - hver sem þau nú eru. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 19 22 Lb.Sb, Ab Sparireikningar 3jamán. uppsogn 20,5 25 Ab.Sb 6mán. uppsogn 21,5 27,5 Ab 12 mán. uppsogn 23 30.5 Ab 18mán.uppsogn 32 lb Tékkareikningar, alm. 8 12 Ab Sértékkareikningar 10 25 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3.5 4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb Innlánmeðsérkjörum 19 34 Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,75 7 Vb. Ab, Sb Sterlingspund 7,75 8,25 Úb Vestur-þýsk mörk 2 3 Ab Danskarkrónur 7.75-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 29,5 35 Sp Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupqengi Almennskuldabréf 31 37 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 32.5 39 Sp Utlán verötryggó Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 30,5 34 Lb.Bb SDR 7,75-8,25 Lb.Bb, Sb Bandaríkjadalir 8,75 9.5 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 11 11,5 Úb.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5 5,75 Ub Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 51,6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR Överótr. feb. 88 36.4 Verdtr. feb. 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalafeb. 1958 stig Byggingavisitala feb. 344 stig Byggingavísitala feb. 107,4stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1 . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,664 Einingabréf 2 1,551 Einingabréf 3 1,674 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2.660 Lifeyrisbréf 1.346 Markbréf 1,374 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,363 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 384 kr Flugleiðir 255 kr. Hampiðjan 138 kr Iðnaðarbankinn 1 55 kr Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 135 kr Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnurri af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum. Þjóðþing Panama skipaði í gær nýjan forseta eftir að hafa rekið Eric Art- uro Delvalle úr embætti. Hinn nýi forseti er Manuel Solis Palma sem gegnt hefur embætti menntamála- ráðherra í ríkisstjórn landsins. Þjóðþingið tók þá ákvörðun að reka Delvalle úr embætti eftir að hann krafðist þess að Manuel Antonio Noriega, hershöfðingi og yfirmaður hers Panama, segði af sér. Noriega hefur undanfarið verið gagnrýndur harkalega af Bandaríkjamönnum sem telja hann flæktan í ýmiss konar afbrotamál. Fyrr í vikunni lét Del- valle undan þrýstingi og rak Noriega sem neitað hafði að segja af sér. Sagö- ist forsetinn fyrrverandi gera það vegna ásakana um að hershöfðing- inn væri flæktur í eiturlyfjamál. Yfirmenn hers Panama reyndust hins vegar tryggir Noriega og end- uðu átökin milli hans og Delvalle meö því að hinn síöarnefndi var sett- ur af. Þótt Delvalle teldist þjóðhöfð- ingi Panama hefur lengi veriö ljóst að Noriega er í raun sá er stjómar landinu. Eftir að Palma hafði verið tilnefnd- ur til þess að gegna forsetaembætti ávarpaöi hann þingmenn og um tvö hundruð stuðningsmenn sína sem saman voru komnir í þingsal. For- dæmdi hann við það tækifæri þaö sem hann kallaði lygaherferð á hend- ur Panama og sakaði bandaríska utanríkisráðuneytið um að hafa beitt diplómatískum, efnahagslegum og áróðurslegum þrýstingi á fyrrver- andi forseta. Eric Arturo Delvalle lýsti því yfir í gær að hann teldi sig enn vera for- Gizux Helgason, DV, Þýskalandi: Bandaríkjastjórn hefur hafnað beiðni flugfélagsins SAS um fleiri lendingarstaði í Bandaríkjunum. Sendinefnd frá skandinavíska flugfé- laginu hefur setið fundi í Washington með bandarískum flugumferðaryfir- völdum undanfariö en náði ekki að hagga fyrri ákvörðunum Banda- ríkjamanna í þessum efnum. Þetta er í annað sinn á einu ári að yfirvöld í Bandaríkjunum neita bón Skand- inava sem telja að lendingarheimild- ir þeirra í Bandaríkjunum séu mun seta Panama og bað hann Bandaríkin um aðstoö við að halda embætti sínu. Delvalle tók þó fram i viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS að hann vildi ekki að Bandaríkjamenn takmarkaðri en heimildir banda- rískra flugfélaga til lendinga í Skandinavíu. SAS bauð Bandaríkjamönnum ótakmarkað flug til allra þeirra staða í Skandinavíu sem þeir hefðu áhuga á og auk þess mættu Bandaríkja- menn sjálfir ráða verðlagi farmiða á leiðum þessum. Á móti vildu þeir fá heimild fyrir SAS til flugs til fleiri staða í Bandaríkjunum en SAS hefur nú. Samgöngumálaráðherrar Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar munu ræöa þessi mál á fundi sínum 9. beittu hernaðarlegri íhlutun til að leysa mál sín. Sendiherra Panama í Bandaríkjun- um hefur þegar lýst stuðningi sínum við Delvalle. mars næstkomandi. Sá orðrómur er á kreiki að hugsanlegt sé að skand- inavísku löndin þrjú segi upp flug- umferðarsamningi sínum viö Bandaríkin en éins og er má SAS fljúga til Los. Angeles, Seattle, New York, Chicago og Anchorage. Verði samningnum sagt upp fellur allt flug niður á miili Bandaríkjanna og Skandinavíu með flugvélum SAS og bandarískra flugfélaga. Fulltrúar annarra flugfélaga, sem reka flug á þessum leiðum, fylgjast því náið með framvindu þessa máls. Manuel Solis Palma, sem verið hefur menntamálaráðherra Panama,var i gær útnefndur til þess að gegna embætti forseta landsins eftir að þingið þar hafði rekið Eric Arturo Delvalle úr embættinu. Símamynd Reuter Prófmál um fóstureyðingar Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Réttarhöld eru nú hafin í bæjar- réttinum í Osló þar sem meðal annars verður reynt á þaö hvort verðandi faðir geti neitað þungaðri konu sinni um fóstureyöingu. Robert Hercz geröi sambýliskonu sinni barn fyrir rúmu ári. Konan vildi’gangast undir fóstureyðingu en Hercz neitaði. Til að koma í veg fyrir fóstureyðingu fór Hercz með mál sitt í gegnum þrjú dómstig en án árangurs. Á endanum lét sam- býliskonan eyða fóstrinu án vit- undar Hercz. Hann ákvað þá að stefna norska ríkinu fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir fóstur-drápiö, eins og hann kallaði það. í upphafi réttarhaldanna, sem nú fara fram, lagði Hercz áherslu á að hann stefndi ekki fyrrum sambýl- iskonu sinni og að hennar nafn myndi ekki koma fyrir í réttar- höldunum. Hercz segist ætla að fara meö þetta mál í gegnum öll dómstig og til mannréttíndadóm- stólsins í Strasbourg ef með þarf. Lendingarstríð SAS og Bandaríkjanna Undirbúningur Undirbúningur stendur nú yfir í aðalstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins fyrir leiðtogafund banda- lagsins en hann mun veröa haldinn þar í næstu viku. i mörgu er að snúast fyrir slíkan fund enda von á helstu leiðtogum að- ildarríkja NATO til fundarins. Á meðfylgjandi mynd er verkamað- ur aö reisa palla sem ætlaðir eru fjölmiðlafólki. Námumenn mótmæla Til átaka kom milli lögreglu og námumanna í Lorraine í Frakk- landi í gær. Átökin áttu sér staö fyrir utan skrifstofuhúsnæöi námufyrirtækis eins en námu- mennirnir voru þangað komnir til að mótmæla aðgerðum fyrir- tækisins gegn félögum þeirra sem eru í verkfalli. Logregluverkfall , Umferðarlögreglumenn efndu í gær til víðtækra aðgerða fyrir framan ráðhús Rómaborgar. Lög- reglumennirnir eru í verkfalli um þessar mundir og gengu til aðgeröanna til þess að leggja áherslu á kröfúr sínar um betri vinnuskilyröi, hærri laun og auknar mannaráðningar. Að- gerðir þeirra ollu miklu umferð- aröngþveiti á nokkrum stööum í borginni. Sprengja Lögreglan í Suður-Kóreu fann í gær heimatilbúna sprengju á hillu í bókasafni Bandarísku menningarstofnunarinnar í borginni Kwangju þar í landi. Sprengjan átti fyrir löngu að vera sprungin þegar hún fannst en tímabúnaöur hennar reyndist vera gallaöur..Lögreglan lokaði í gær menningarstofnuninni með- an frekari leit fór fram þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.