Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 12
36 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. FÓTAAÐGERÐARSTOFA fþróttir DV KRISTINAR er flutt úr Hjallabrekku 2 að snyrtstofunni Hrund, Grænatúni 1 Kóp. Opið frá kl. 13-18 virka daga. SNYRTISTOFAN HRUND Öll almenn snyrting. Vorum að byrja með líkams- nudd og sogæðanudd. Erum með 20% afslátt af ilmvötnum, rakspírum o.fl. FÚTAAÐGERÐARSTOFA SNVRTISTOFAN KRISTlNAR HRUND SiMI 43434 SiMI 44025 Belgíska knattspyman: Fimmti sigurinn hjá Anderiecht í róð Utboð Vesturlandsvegur í Norðurárdal 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 3,6 km, fyllingar 75.000 m3, skeringar 17.500 m3. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og í Borgarnesi frá og með 11. april 1988. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. maí 1988. V Vegamálastjóri / FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DROPLAUGARSTAÐIR heimili aldraðra, Snorrabraut 56 Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á hjúkrunardeild heimilisins. Starfsfólk á vistdeild og í eldhús, ræst- ingu, þvottahús o. fl. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9 og 12 f.h. virka daga. REYKJKJÍKURBORG JlcUCMVl Stö^CCl Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða SJÚKRALIÐA í HEIMAHJÚKRUN Dagvaktir og næturvaktir. Fullt starf og hlutastörf eftir samkomulagi. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Heilsuverndar- stöðvarinnar og hjúkrunarframkvæmdastjóri Heima- hjúkrunar í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 18. apríl 1988. Matarfræðingar óskast Eldhús Vífilsstaðaspítala. Matarfræðingar óskast til sumarafleysinga frá 15. maí til 15. september. Möguleiki á lengri ráðningu ef um semst. Fullt starf. Vinnutími 07.30-15.30. Unnið þriðju hverja helgi. Umsækjendur þurfa að hafa matarfræðingspróf eða sambærilega menntun. Nánari upplýsingar gefa Þuríður Hermannsdóttir eða Friðgerður Guðnadóttir, sími 42800. Reykjavík, 11. apríl 1988. RÍKISSPÍTAIAR STARFSMANNAHALD Holland: PSVorðið meistari Van Basten fljótur í gang ítalska knattspyman: • Diego Maradona skoraði sigurmark Napoli i gær og er markahæstur i ítölsku 1. deildinni með 13 mörk. Félagi hans, Careca, kemur næstur með 11. Símamynd/Reuter PSV Eindhoven tryggði sér hol- lenska meistaratitilinn í knattspyrnu á laugardaginn með því að sigra AZ ’67 Aalkmar, 1-0. Markaskorarinn Wim Kieft geröi sigurmarkið með skalla fimm mínútum fyrir leikslok. PSV á enn eftir að leika fjóra leiki og keppinautarnir, Ajax, fimm en samt er titillinn í höfn. PSV hefur haft mikla yfirburði í vetur eins og sést á töflunni fyrir neðan og eru fyrir nokkru komnir yfir 100 marka múrinn. Ajax vann Willem II, 3-1, með mörkum frá Witschge, Verlaat og Winter. Ajax og PSV eiga bæði gullna möguleika á aö leika til úrslita í Evr- ópumótunum í knattspymu eftir frækna frammistöðu í undanúrslit- unum í síðustu viku. Staða efstu liða í Hollandi: PSV............30 25 4 1 106-23 54 Ajax...........29 20 4 5 68-33 44 Twente.........30 13 9 8 55-36 35 Feyenoord.....27 13 7 7 5840 33 Venlo..........30 12 9 9 37-31 33 -VS - Winterslag nýtti ekki færin gegn Kortrijk Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Fimmti sigur Anderlecht í röð varð að veruleika á laugardagskvöldið án þess þó að hðið þyrfti að sýna góðan leik á heimavelli sínum gegn Cerle Brugge. Leikmenn Anderlecht sóttu stíft en sköpuðu sér ekki verulega hættuleg færi lengi vel gegn Cerle Brugge. Cerle svaraði oft með beittum skyndisóknum. Fyrsta færið kom á 17. mínútu og það var Arnór Guðjo- hnsen sem átti hörkuskot en markvörður Cerle, Dewriendt, varði með því að slá boltann út - þaöan fór hann til Nilis sem skaut, en aftur varði Dewriendt vel. Þaðan fór bolt- inn til Andersen sem gaf á Keshi, hann gaf á Eddy Kmcevic sem skor- aði, 1-0. Góður endapunktur á hraðri og skemmtilegri lotu. Stuttu seinna átti Nihs skot í stöng eftir sendingu frá Kmcevic, en stað- an í hálfleik var 1-0. Strax í byijun seinni hálfleiks gaf Andersen á Arnór sem var í góðu færi en hitti boltann illa og fór skotið framhjá. Síðan kom annað markið, Amór gaf á Nilis sem bmnaði upp kantinn og gaf fyrir, þar sem Amór var kominn ásamt Kmcevic, báðir stukku upp og hafði Krncevic aðeins betur og skallaði boltann glæsilega í vinkilinn fjær, 2-0. Arnór fékk síðan á 82. mínútu boltann frá Janssen fyr- irliða, á auðum sjó í miðjum teig og var á fullri ferð og þrumaði hörku- skoti - en boltinn fór í utanvert hliðamet marksins, við markvinkil- inn. Með smáheppni hafði hann því getað skorað tvö mörk í leiknum. Áberandi var að leikur Anderlecht gekk mjög vel þar til kom að víta- teignum. Leikmenn vom þá ragir að skjóta og mörg skotanna geiguðu illa. Góð upphitun eftir sem áður fyrir bikarleikinn gegn Mechelen á mið- vikudaginn. Það er heimaleikur, sá fyrri milli liðanna í undanúrslitun- um. • Winterslag fékk færi á færibandi gegn Kortrijk. Fyrirliðinn Denier það besta þegar hann lét verja frá sér vítaspymu. Guðmundur Torfason lék allan leikinn með Winterslag og tókst ekki að nýta sér tvö mjög góð færi - markvörður Kortrijk, Deman, hefur sennilega spilað þarna sinn besta leik á tímabilinu. Var hann sem berserkur í markinu og varði allt hvað af tók. „Spila ekki í 2. deild“ „Eg er ánægður með að hafa getað leikið allan leikinn, þrátt fyrir að ökklinn sé enn stokkbólginn. Við átt- um að vinna, en fómm illa með góð tækifæri. Ef við follum verð ég ekki áfram hjá félaginu, þar eð ég hef lít- inn áhuga á að spila hér í 2. deild,“ sagði Guðmundur við DV eftir leik- inn. Belgíska knattspyman Anderlecht-Cerle Brugge.2-0 Winterslag-Kortrijk.....0-0 Beerschot-Mechelen.....0-1 Waregem-Racing Jet......0-0 Gent-Antwerpen.........1-1 Beveren-Standard Liege..1-0 Club Brugge-St. Truiden.2-1 Liege-Lokeren...........3-0 Club Bmgge. 28 19 4 5 64-31 42 Antwerpen...28 17 8 3 51-24 42 Mechelen..28 19 3 6 42-22 41 Liege.....28 12 13 3 44-22 37 Anderlecht...28 14 8 6 52-23 36 Gent.........28 8 5 15 30-48 21 Lokeren......28 7 7 14 30-39 21 Winterslag....28 7 5 16 27-66 19 RacingJet....28 6 5 17 19-50 17 - Maradona skoraði sigurmark Napoli úr aukaspymu Marco Van Basten, hollenski markakóngurinn, var ekki lengi að finna leiðina í netmöskvana á ný eft- ir fimm mánaða fjarveru vegna ökklabrots. Hann kom inn á sem varamaður hjá AC Milano gegn Em- poli í gær og skoraði sigurmarkið, 1-0, með glæsilegu skoti utan vita- teigs í bláhornið á marki gestanna. Diego Maradona sá samt til þess að Napoli héldi fjögurra stiga for- skoti sínu í deildinni. Hann tryggði meisturunum 1-0 sigur á Inter Milano þegar hann skoraði á snilld- arlegan hátt úr aukaspymu á 21. mínútu. Úrslit á Ítalíu í gær: Ascoli - Juventus.............1-1 Como - Avellino...............0-0 Fiorentina - Pisa.............0-0 AC Milano - Empoli............1-0 Napoli - Inter Milano.........1-0 Roma - Sampdoria.............0-2 Torino - Pescara.............2-0 Verona - Cesena..............0-1 Staöa efstu liða: Napoli........25 18 5 2 48-15 41 ACMilano......25 14 9 2 35-11 37 Roma..........25 13 7 5 36-21 33 Sampdoria.....25 12 8 5 35-23 32 Torino........25 7 13 5 29-25 27 -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.