Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 5 Fréttir Þykkvabæjarkartóflur: / Beita bændur refsiaðgerðum Fimm bændur fá ekki uppgert fyrir desember og engin dreifing Þykkvabæjarkartöflur hf. hafa ekki enn gert upp desembersölu sína upp við þá fimm bændur sem neituðu að auka hlutafé sitt í fyrir- tækinu um síðustu áramót. Þeir bændur, sem keyptu aukið hlutafé, hafa hins vegar fengið uppgert. Fyrirtækið virðist því vera að beita þá bændur, sem ekki höfðu trú á hlutafjáraukningunni, hefndarað- gerðum. Magnús Ársælsson, bóndi í Há- koti, sagði í samtali við DV að hann hefði, ásamt fjórum bændum öðr- um, fengið endurskoðanda til þess að meta reikninga fyrirtækisins fyrir árið 1987. í þeim kom fram að eigið fé fyrirtækisins væri neik- vætt um 17 milljónir króna. Stuttu áður hefði Jón Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sent frá sér bráðabirgðatölur þar sem eigið fé var talið neikvætt um 1,2 milljónir króna. Endurskoðandinn hafði talið að fyrirhuguð 12 milijón króna hlutafjáraukning væri allt of lítil. Hún myndi ekki nægja til þess að rétta við fyrirtækið. Bænd- urnir hefðu því ákveðið að hætta ekki sínu fé í þessa tilraun. Viðbrögð framkvæmdastjórans viö þessari ákvörðun var að rifta sölusamningum við bænduma. Þeir vora til fimm ára og enn langt þar til þeir rynnu út. Vegna þessa geta bændurnir ekki dreift kartöfl- um sínum. Bæði er að dýrt er að kaupa sig inn í annað dreifingar- fyrirtæki og eins er allt of mikið af kartöflum í landinu og því vart rúm fyrir nýja félagsmenn í öðrum fyrirtækjum. Þann 15. mars var síðan gjalddagi á skuld Þykkvabæjarkartaflna við bændur vegna sölu í desember. Þá bar svo viö að fyrirtækið lét víxla þessara fimm bænda falla, þótt það stæði í skilum við þá sem keyptu hlutafé. Samtals nemur skuld fyr- irtækisins við bænduma um 500 þúsund krónum. -gse Beltagrafan vinnur að dýpkun hafnarinnar. DV-mynd Sig. Ægisson Djúpivogur Smábátahöfnin dýpkuð Sigurður Ægissan, DV, Djúpavogi: Verið er að dýpka smábátahöfnina hér á Djúpavogi og er það verk unn- ið með beltagröfu. Var orðin full nauðsyn að stækka viöleguláss smá- bátanna því að um 35 trillur munu hafa landað afla hér í fyrrasumar og gert er ráö fyrir einhverri fjölgun þessara báta nú í sumar. Að sögn Ólafs Ragnarssonar þarf einnig nauðsynlega að dýpka við hafskipabryggjuna. Er höfnin þar nú svo grunn orðin að togari staðarins þurfti að bíða flóðs um daginn til að komast að bryggju. Poppinnflytjendumir Splrt: Skulda borginni rúrna milljón vegna Boy George Úrskurður BHMR er okkur í hag ,JÉg hef sagt mina skoðun í þessu máli og ef framkvæmda- stjórn Sjónvarpsins á að koma saman á sérstökura fundi á fimmtudaginn út af þessu máli þá vona ég að hún komist að nið- urstöðu í samræmi við dóm Iaganefhdar BHMR sem er búin að úrskurða að aðgerðir frétta- manna séu sanngjamar,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastióri Sjónvarpsins. Ingvi Hrafn sagði að þessi úrskurður væri sigur fyrir sig og fréttamenn og með honum væru aðgerðir aöstoðar- framkvæmdastjórans gerðar ógildar. Um afstöðu útvarpsstjóra í þessu máli sagöi Ingvi Hrafn að hann hefði fengið bréf frá Mark- úsi Emi fyrir páska þar sem innihald viðtalsins í Nýju lífi hefði verið rætt. Annaö vissi hann ekki um afstöðu útvarps- stjóra. -SMJ Fyrirtækið Split, sem flutt hefur inn erlendar poppstjörnur, skuldar æskulýösráði eina milijón króna. Það er vegna húsaleigu fyrir Laugar- dalshöli vegna tónleika Boy George og vegna tækjaleigu fyrir sömu tón- leika en einnig vegna leigu á tækjum í tengslum við tónleika Cocks Robin. „Það er búið að sýna þeim alltof mikla biðlund, þolinmæði og sam- starfsvilja. Þeir skulda ennþá húsa- leigu upp í Reiðhöll. Þeir virðast telja sig geta labbað á milli húsa og skilið eftir sig skuldahalann," sagði Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs, um forráðamenn Spht. Ómar sagði að þessi skuld yrði inn- heimt með þeirri hörku sem þyrfti. Þegar hann var spurður hvort þeim yrði ekki sýnd velvild vegna menn- ingargildis starfseminnar sagði Ómar: „Ég er ekki þeirrar skoðunar að hægt sé aö flokka það sem þeir fluttu inn í Laugardalshöll nú síðast sem menningu, þótt margir popptón- listarmenn geti fíokkast undir slikt.“ Aöstandendur Split eru tveir Eng- lendingar, sem búsettir eru hér, Bobby Harrison og Tony Sandy. -gse Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir marsmánuð er 15. apríl. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið FÓTAAÐGERÐARSTOFA KRISTÍNAR er flutt úr Hjallabrekku 2 að snyrtstofunni Hrund, Grænatúni 1 Kóp. Opið frá kl. 13-18 virka daga. SNYRTISTOFAN HRUND Öll almenn snyrting. Vorum að byrja með líkams- nudd og sogæðanudd. Erum með 20% afslátt af ilmvötnum, rakspírum o.fl. FÚTAAÐGERÐARSTOFA SNYRTISTOFAN KRISTÍNAR HRUND SÍMI 43434 SiMI 44025 Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald- inri að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, á morgun fimmtudaginn 14. apríl 1988 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram til- laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Toyota Corolla 1987 Peugeot 205 1987 Citroen BX 14E 1987 Skoda 120L 1986 Skoda 130 1986 Honda Quintet 1982 Citroen Axel 1986 Citroen GSA Pallas 1982 Citroen GSA Pallas 1982 Fiat 127 1982 Daihatsu Charade 1981 Fiat 131 1980 Lada 1979 Yamaha C540 snjósleði 1984 Bifreiðarnar verða til sýnis fimmtudaginn 14. apríl í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 10-16. Tilboðum ósk- ast skilað fyrir kl. 17.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf„ Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERNDGEGNVÁ TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.