Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 2
2 Fréttir FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. Ferskfískútflutningun Tvöfalt kerfi í uppsiglingu Ferskur þorskur þarf brátt að fara í gegnum tvöfalt kerfi til að komast úr landi. Útflytjendur ferskfisks verða að taka upp nýtt kerfi til aö framkvæma þá skömmt- un sem opinbera kerfið mælir fyrir um. Vikulega veitir utanríkisráðu- neytið einstökura skipum ogbátum leyfi til að flytja út helming þess magns af ísuðum þorski og ýsu sem hvert skip og bátur seldi á erlenda raarkaði í fyrra. Reglur um útflutning voru settar fyrir þrem vikum og hafa reynst illa í framkvæmd. Það hefur komið fyrir að bátum hafi verið úthlutaö útílutningsmagni sem dugir ekki til að fylla heilan gám. Útgerðar- menn hafa þvi orðið að velja á milli þess að senda út hálftóma gáma eða hætta við útflutning. Utfiytjendur fá kvótann Með blessun stjórnvalda hafa stórir útflyljendur tekið þann kost að fá útgcrðarmenn til að afsala sér útflutningskvótanum í hendur út- flutningsfyrirtækja sem síðan deila vikulegum útflutningsleyfum á einstaka báta Þetta er hagræðing fyrir útflytjendur sem geta tekið tillit til aðstæðna hjá hveijum báti en það gera reglur utanríkisráðu- neytisins ekki. Tvö stærstu útflutningsfyrirtæk- in á ferskfiski eru þegar búin að taka upp nýja kerfið og fleiri muna líklega fylgja í kjölfarið. Þeir aðilar sem DV talaði viö segja aö nauö- syniegt sé aö bregðast með ein- hveijum ráðum við þeirri óreiðu sem skapaðist þegar takmörkun ferskfiskútflutnings skall fyrir- varalaust á í byijun mánaðarins. Hættuleg þróun Viðmælendur DV bentu eimiig á þá hættu sem tvöfalda kerfið skap- ar ef það festist í sessi. Á síöustu misseruro hefiir það færst í vöxt að útflutningsfyrirtæki taki að sér að sjá um útflutning fyrir útgerðar- menn sem áður fluttu fiskinn beint á erlenda markaði. Það gæti farið svo að skömmtunarkerfið fyrir út- flutning á ferskum fiski yrði þann- ig að fyrst úthlutaði ráðuneytið útflutningsfyrirtækjum leyfi til að flylja út tiltekið magn af fiski og síöan myndu útflutningsfyrirtækin deila því magni niöur á einstaka báta. Sjómenn og útgerðarmenn myndu lenda í þeirri aðstöðu aö fá litlu ráðið um hvert og hverjum þeir seldu sinn fisk. Fyrir er kvóti á fiskveiðar og meö sölukvóta væri búið að múlbinda heila stétt manna sem gæti enga björg sér veitt. „Þaö er augljóst mál aö þetta op- inbera skömmtunarkerfi býður heim ýmsum sóöaskap,” sagði gá- maútflytjandi viö DV í gær „og vandséð hvernig hægt er aö komast hjá rangindum og ósanngirniþegar kerfið er einu sinni komið á.” pv Þessi myndarlega hámeri komi í trollið hjá togaranum Víði frá Hafnarfirði. Skepnan vó 80 kiló áður en Jakob Júliusson hjá fiskbúðinni Sæbjörgu gerði úr henni mat. Fiskurinn af hámeri er tvilitur, fölrauður og leirljós. Á næstu dögum geta sælkerar bragðað hámeri á 2-3 veitingastöðum í borginni. Laganeminn sem féll á fjórða ári: Athugar fleiri leiðir „Eg er mjög vonsvikin yfir þessum málalokum en ég átti ekki von á ann- ars konar málsmeðferð, þannig að þetta kemur mér ekki á óvart. Laga- deildin er mjög ósveigjanleg og hefur alitaf verið. Ég átti ekki von á því að mæta skilningi þar,“ sagði laganemi sem féll á fjórða ári í annað sinn. Eins og áður hefur komið fram skiptist laganám í hluta. Menn hafa tvær tílraunir tfl að komast í gegnum hlutapróf, eins og önnur próf í Há- skólanum. Fafli menn hins vegar í annað skiptið á öðrum hluta, eins og viökomandi laganemi, þarf hann að hefja nám aftur að nýju á fyrsta ári og einkunnir hans þurrkast út, að almennri lögfræði undanskilinni. Fulltrúar nemenda á defldarfundi báru upp þá tillögu að þessum nem- anda yrði veitt undanþága vegna sérstakra ástæðna, en ákvæði eru um það í reglugerð Háskólans, og fengi að þreytá próf í þriðja skiptið. Þessi tfliaga var felld með sex at- kvæðum kennara gegn þremur at- kvæðum nemenda. „Ég ætla aö athuga hvað er hægt að gera í þessu máli en þaö mun koma í ljós á næstu dögum. Það kem- ur vel tfl greina að skjóta málinu til háskólaráðs ef þess er nokkur kost- ur,“ sagði laganeminn. -JFJ Fullbúið matvælaeftirlit: Kostnaðurinn tugir milljóna „Við erum fyrst og fremst að biðja um þrjár nýjar stöður. Fyrir tveimur stöðum er lagaheimild. Sérfræðingur í alifuglasjúkdómum er ný staöa á vegum yfirdýralækn- is. Hins vegar er óráðið í stöðu ráðunautar í alifuglarækt hjá Bún- aðarfélaginu en staðan hefur verið heimfluð og gert er ráð fyrir stöðu fræðslufulltrúa hjá Hollustu- vernd,“ sagöi Ingimar Sigurðsson, formaður salmonellunefndarinnar svokölluðu. í skýrslunni er gert ráð fyrir au- knu eftirliti og nýjum stöðum og því var Ingimar spurður um það hvort hér væri ekki verið að ræða um kostnaðarsamt kerfi. Ingimar sagöi að áherslan yrði lögð á innra eftirlit fyrirtækja í matvælaiðnaði sem auðvitað myndi hafa kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin, eins og það að ráða matvælafræðing til fyrirtækisins og það að sjá til þess að starfsfólk fengi fræðslu áður en það hæfi störf. „Opinbert eftirlit veröur einnig aukið en það hefur verið að aukast að undanfömu. Spurning er hvern- ig þetta matvælaeftirlit verður skipulagt en það sem fyrst og fremst þarf er stuðningur við það eftirlit sem er fyrir, þá bæði rann- sóknarþjónustu og fræðsluþjón- ustu. Til þess þarf fleiri starfsmenn hjá Hollustuvernd en eins og nú er háttað eru engar efnarannsóknir hjá Hollustuvemd þrátt fyrir ákvæði um slíkt í lögum frá árinu 1976. Hins vegar eru mjög góðar gerlarannsóknir en þær em of- hlaðnar," sagði Ingimar. Hvaö þarf mikið fjármagn til að slíkt eftirlit komist á ? „Ef Hollustuvemd á að fá góða matvælarannsóknaraðstöðu og góða efnarannsóknaraðstöðu tfl að geta sinnt slíkri eftirlitsþjónustu þá erum við að tala um nokkra tugi milljóna, þó að ég muni ekki nákvæma tölu,“ sagði Ingimar Sig- urðsson. JFJ „Hafið þessa skýrsluað engu -segir Gunnar Bjamason, fymim ráðunautur, um salmonelluskýrsluna „Þessir nefndarmenn setja sök- ina alla á framleiðendur en leita ekki eftir hættunni þar sem hún er mest, í matargerð. Sýking verð- ur af því að varan er ekki með- höndluð rétt. Þetta eftirlitskerfi er hreinasta húmbúkk og algerlega ónauðsynlegt. íslensk bú em í toppástandi og kjúklingarækt er eini búskapurinn sem er í sam- ræmi viö nútímann á alþjóðlega visu ef frá em skilin nokkur svínabú. Ef þessi nefnd telur eitt- hvað athugavert viö búin á hún að birta nöfn þeirra búa sem eitthvað er að hjá. Ég lít á þessa eftirlits- menn eins og grænfriðunga, þeir eru settir yfir einhvern hlut af því þeir hafa ekkert að gera. Eg tel að verið sé aö blekkja ráðherra af embættismönnum sem vilja meiri vinnu,“ sagði Gunnar Bjarnason, fyrrnm ráðunautur ríkisins um kjúklingarækt, um nýútkomna salmonellaskýrslu. Gunnar haföi margt viö nýút- komna skýrslu að athuga, sagði matareitrun vera sjaldgæfa hér- lendis enda væm íslendingar hraust þjóð. Ekki væri við fram- leiðendur að sakast heldur þá sem matreiddu matvælin því salmon- ella væri allt um kring. Sagðist Gunnar óttast að hér væri stefnt ,út í mikla yfirbyggingu sem engu myndi skila nema auknum kostn- aði fyrir bæði ríkissjóð og kjúkl- ingabændur. „Þessi salmonellamál hafa verið blásin upp. Ríkið skyldi þó ekki vera að stöðva kjúklingaát með þessu? Fóðrið er skattlagt, virðis- aukaskattur kemur ofan á afurð- irnar á meöan ríkið á kindakjöts- framleiðsluna. Það kæmi mér ekki á óvart þó ríkið vildi ná markaðn- um og skemma söluna á hollasta kjötinu sem er kjúklingar. Ég vil aöeins segja við neytendur og íjár- málaráðherra: Gerið ekkert með þetta eftirlit, hafið þessa skýrslu að engu,“ sagði Gunnar Bjamason. -JFJ Ástandið ekki svona svart - segir kjúkiingabóndi um salmonelluskýrsluna „Astandið í kjúklingaframleiðslu er ekki jafnsvart og gefið er til kynna í þessari skýrslu. Búin hér- lendis em með því besta, en ég þekki tfl búa í Danmörku, Hollandi og Þýskalandi, enda byggð upp á síðustu árum. Aðbúnaður er þvi mjög góður hér þó að tfl séu undan- tekningar eins og í öllu,“ sagði Bjami Ásgeir Jónsson, varaform- aður Félags kjúklingabænda. í salmonellaskýrslunni segir að í alifuglarækt ríki skipulagsleysi, þekkingarleysi og eftirlitsleysi hins opinbera. Bjami sagði að markað- urinn væri frjáls og því ekkert skipulag á framleiðslunni en auð- vitað hefðu menn skipulag hver á sínu búi. Vandamál væru alls stað- ar í slíkri framleiðslu og erlendis væri salmonella í öllu kjöti. Það væri þvi of mikið gert úr því að kjúklingar væru aðalvandamálið. „Hins vegar em góðir punktar í þessari skýrslu, eins og til dæmis að stofnað verði embætti dýra- læknis sem hafi sérþekkingu í fuglasjúkdómum. Þetta vantar al- veg hér og því getum við tfl dæmis ekki bólusett fuglana," sagði Bjami Ásgeir. Bjami sagði aö athuga þyrfti hver ætti að borga fyrir aukið eftirlit, almannasjóðir eða búin sjálf. Ef kostnaðurinn ætti að leggjast á búin myndi slíkt koma fram í vöm- verðinu og með þvi yrði kjötið ill- seljanlegra. Hið opinbera ætti að fjármagna þetta eftirlit eins og ann- að heflbrigðiseftirlit. „Við skulum ekki gleyma því aö núna em dýra- læknar í sláturhúsum og í tengsl- um við bú og í flestum sláturhúsum fer fólk reglulega í heilbrigðisskoö- un,“ sagði Bjami Ásgeir Jónsson. JFJ - sjá einnig bls.42

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.