Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 15
15 Stórmæli „Stríð er atleiðing þess að ekki tekst að halda spennumun milli félags- hópa undir atakamarki," segir greinarhöfundur. Það eru mikil stórmæli aö leggja til að hér veröi sett upp alþjóðleg friðarstofnun, sérstaklega þegar orðin stríð og friður eru nær einu hugtökin sem mannkynið hefur til að lýsa því ástandi sem annars er skynjað fremur en skilið. Viðhald friðar er erfitt, dýrt, mannfrekt, vanþakklátt og reisn- arlítið fyrir þá sem að því vinna. En hvað er viöhald friðar? Viðhald friðar er að ná fram sams konar og jafnmiklum hugarfarsbreyting- um í félagshópum og stríð annars mundi hafa gert. Þetta er hlutur sem verður afskaplega erfitt að kyngja fyrir mikinn fjölda manna. En til þess að hægt sé að viðhalda friði verða menn að skilja þetta. Því aðeins verða menn tilbúnir að færa þær fórnir sem til þarf til viö- halds friðar. Og séu menn þessu ósammála þá er rétt að rekja þessa fullyrðingu hér að framan niður til lögmálsins um viðhald orkunnar og reyni ein- hver að mótmæla þvi lögmáli er það vonlaust mál fyrir hann eða hana. Vitið þið hvers vegna þið hlæið, grátið eða eruð stressuð? Það er vegna þess að orkuskiptin í heilan- um eru háð lögmáhnu um viðhald orkunnar. Þetta er vegna þess að heilinn lærir að þekkja ákveðna heimsmynd sem er sönn fyrir heil- ann. Til þess að valda því verkefni að tlytja mann í gegnum líf sitt þá verður heihnn að læra reglur og viðmiðanir til að fara eftir. Það er hægt að hugsa sér að heilinn tæki alltaf nýjar ákvarðanir en það er seinlegt, orkufrekt og álag fyrir til- finningalífið. Þegar heUanum berast boð, sem eru ekki í samræmi við þær reglur og viðmiðanir sem heilinn notar og boðin fá ekki staðist, þá veröur heilinn að vísa boðunum frá. En þaö er nú svo að boðin eru í orku- formi og lögmálið segir að orka geti hvorki orðið til úr engu né KjáQaxinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri eyðst í ekki neitt, því verður að vísa boðunum frá. Og heilinn hend- ir boöunum í ruslið, það er að segja breytir þeim í boð um vöðvasam- drátt sem við köUum hlátur. Svipað gildir um grát, reiði, stress og svo framvegis. í reynd er mikill hluti samtíma geðbrigða vegna tak- markana sem heUinn hefur á með- höndlun orku í boðum. Áherslustýring í heila Við getum sagt til einföldunar að um tvö atriði sé aöaUega að ræða í boðflutningi og túlkun í heilanum. Annars vegar eru orkuboð frá skynjun og hins vegar eru efnaboð sem breyta bæði túlkunarhæfni og meðhöndlunarhæfni á orkuboðum. Þau efni, sem slíku valda, skulum við kalla boðefni. Við vitum aö menn veröa örari viö Utinn áfengis- skammt en sljóir við mikirin, áfengi er dænú um boóefni, en þau eru miklu fleiri. Það sem þau gera er að mynda eins konar mynstur hugsunar, þaö er aö segja mynda áherslur í hugsun. Efni, sem valda kynhvöt, leiða hugsun á þær braut- ir, efni, sem valda metnaði, leiða hugsun á þá braut. En við getum bætt við þriðja at- riöinu, það er áunnin hugsanatúlk- un vegna þess að hugsunarferli hefur verið endurtekið mjög oft. Það t.d. aö vera íslendingur er hug- mynd og áunnið hugsanaferli. Það að vita hvemig fólk gerir og sæmi- lega siðað fólk hegöar sér er áunn- in hugsunartúlkun. Þegar menn verða varir við frávik frá áunnu hegðunarmynstri er það álag á orkunotkun í heilanum að túlka það. Það leiðir sjálfvirkt af sér spuminguna um rétt og rangt. Þannig hatast menn við aðra menn vegna litarháttar vegna þess að heilinn segir að það sé rangt að hafa slíkan litarhátt. Það er því áherslustýring í heila sem ræður miklu um félagslega virkni ein- staklinganna og það veröur ekki sniðgengið ef menn ætla að fara í friðarviðhald. Eðli stríðs Stríð er afleiðing þess að ekki tekst að halda spennumun milli félagshópa undir átakamarki. Náttúrulegur tilgangur stríðs er að gera út um hvaö sé rétt og hvað sé rangt. Stríð án þess að láta þann sigraða finna fyrir ósigri lýkur ekki slikri deilu, né heldur dugar að vinna ekki sigur Eðh þess friðar, sem ríkt hefur a iðnaðarsvæðum jarðarinnar, er að það er stríð í þriðja heiminum þar sem tekist er á um sannleikann og leiknum er ekki lokið. í rauninni geisar þriðja heimsstyrjöldin sem hófst strax eft- ir þá númer tvö. Það er óhugsandi að halda friðinn án þess að setja upp viðmiðunarreglur fyrir deilur milli félagshópa þannig að þeir sætti sig hver við annan. Málið er það að þau orkuskipti í heila, sem fara fram viö sigur og ósigur, verða annaðhvort að fara fram eða báðir eða allir verða að tileinka sér sann- leiksviömiðanir sem þeir sætta sig við. Og það er nauðsynlegt að setja sig inn í sjónarmið andstæöra aðila og skilja eðli viðmiðana þeirra til þess að sættast við þá. Eðli þess aö halda viö friði er sem sé áætlun og framkvæmd á áætlun um sannleiksreglur sem eru eins fyrir alla menn og áætlun um al- þjóðlega staðlaða hegðun og góða siði til hliðar við sérstaka félags- hópssiði, sem ahir eru tilbúnir að virða sem einkamál manna ef þeir gera sér grein fyrir mismun al- þjóðlegrar staðlaörar hegðunar og félagshópsbundinnar hegðunar. Alþjóölegt mál Eftir alllanga athugun veröur ekki annaö séð en að alþjóðlegt tungumál geti ekki verið annað en árás á hjarðreglueinkenni nær allra manna, slíkt talað mál er því næsta óframkvæmanlegt. Það sem hægt er aö gera og er fremur auð- velt er að taka upp táknmál heyrn- arlausra sem samskiptamál milh ólíks fólks. Þá er á engan hallað. Best væri ef flugfélög, skipafélög, hafnarverkamenn og fólk í ferða- manna- og veitingarekstri tæki sig saman um að koma táknmálinu í framkvæmd. Það mundi borga sig fyrir þessa aðila. Menn, sem ekki geta haft tjáskipti, geta ekki skilið hver annan og búa sér í staðinn til skýringar sem eru rugl. Þaö Uggur nú fyrir að hér á ís- landi er til þekking til þess aö sýna með rökum fram á eðli stríða og eöli friðarviðhalds, rök sem eru í samræmi við það sem við þekkjum sannast af náttúrunni. Slíka stofn- un er hægt að setja upp og hægt að vinna vísindavinnu til þess aö sannfæra fjölda erlendra manna um nauðsyn slíkrar stofnunar. Þetta er ekki verk sem við kom- umst hjá að vinna, það blasir við eins og önnur verk sem augljóst er að viö veröum að vinna. Það er fé- lagshópsregla íslendings. Þorsteinn Hákonarson „Þaö sem hægt er að gera og er fremur auðvelt er að taka upp táknmál heyrn- arlausra sem samskiptamál milli ólíks fólks“ Nýtt álver „Þau rök, sem heyrast hérlendis meö byggingu nýs álvers, eru sprottin af hreinum hagvaxtar- og gróðasjónarmiðum... “ segir meðal annars í greininni. Nýverið ákváðu íjögur álfyrir- tæki að hafa samstarf um að gera hagkvæmniskönnun á smíði nýs álvers í Straumsvík. Hagkvæmnis- könnun er fínt orð yfir könnun á því hvort þessi fyrirtæki muni græða á þessu álveri eða ekki. Það er ekki verið að spá í hagkvæmni út frá náttúruvernd, hagkvæmni út frá jafnvægi í byggö landsins eða hagkvæmni út frá tannvernd, aö dæla flúoríði út í andrúmsloftið. Það er heldur ekki verið að kanna þetta með hagsmuni okkar íslend- inga í huga, þessi fyrirtæki eru ekki í jólasveinaleik, þau vilja bara græða. Græningjar á móti Það eru margar góðar ástæður fyrir því að viö græningjar erum á móti þessum áformum og er sú helsta e.t.v. mengunin. Að sjálf- sögðu munu þessi fyrirtæki lofa öllu fogru í því efni. Það gerðu tals- menn ísal líka, en í könnun, sem gerð var árið 1986 á mengun frá álverinu, kom í ljós að flúoríðs- mengun var vel yfir þeim mörkum sem þeir höfðu lofað að virða í upp- hafi. Sem vinnustaður er núverandi álver heilsuspillandi vinnustaður með háa tíðni atvinnusjúkdóma og má gera ráð fyrir hinu sama í nýju álveri. í sambandi við byggðarþróun má minnast á það að bygging virkjana myndi skapa atvinnu á lands- byggðinni en þar yrði aðeins um tímabundna atvinnu að ræða þar sem á hinn bóginn yrði um lang- varandi atvinnuuppbyggingu að ræða á suðvesturhorninu. Nóg er KjaUarinn Kjartan Jónsson verslunarmaður misvægið fyrir. Sú staðreynd að þetta eru fjöl- þjóðaauðhringir ætti í raun og veru að vera næg ástæða til þess að hafna þessum áætlunum. Fjöl- þjóðaauöhringir eru stærðar sinnar og eðhs vegna þannig að þar komast engin mannleg eða þjóðleg sjónarmið að. Þeir hafa sýnt það og sannað úti um allan heim að þeir eru vísir til þess að loka verk- smiðjum, einn, tveir og þrír, þótt það þýði að heilu byggðarlögin leggist í eyði ef verksmiðjurnar skila ekki nægilegum arði eða ef ódýrara vinnuafl fæst annars stað- ar. Við ættum ekki að leggjast með hveijum sem er, jafnvel þótt þeir borgi vel. Rök meö álveri Þau rök, sem heyrast hérlendis með byggingu nýs álvers, eru sprottin af hreinum hagvaxtar- og gróðasjónarmiðum en meira að segja út frá þeim sjónarmiðum gengur dæmið ekki upp. Helstu rökin með nýju álveri eru: - Það er gjaldeyrisskapandi - Það er atvinnuskapandi - Það er gott fyrir nýtingu náttúru- auðlinda okkar, þ.e. rafmagns. Þessum rökum má svara með því að það er langt í að við förum að sjá eitthvað af þessum gjaldeyri. Sá gjaldeyrir, sem við höfum fengið hingaö til vegna raforkusölu til ál- versins, hefur varla gert meira en að borga vexti og afborganir af þeim lánum sem við tókum vegna byggingar virkjana vegna þess. Við lifum á tímum síaukins hraða í tækniþróun þannig að fram- kvæmdir í gamaldags stóriðju, sem ekki skila neinu fyrr en eftir ára- tugi, eru út í hött. Þaö er rétt aö nýtt álver er at- vinnuskapandi. Galhnn er bara sá að hvert þessara starfa kostar okk- ur a.m.k. 25 milljónir í virkjunar- framkvæmdum. Það væri hægt að skapa margfalt fleiri störf fyrir þetta fjármagn á öðrum sviðum. í áætlunum um nýtt álver kemur fram að það myndi kaupa meira en helming af seldri raforku til stóriðju. Svo stór aðili hefði okkur alveg í vasanum í samningum um raforkuverð. Vegna þess hve htið þjóðfélag við höfum hér getum við ekki átt svo mikið undir einum aðila. Það yrði okkur of dýrkeypt ef eitthvað bæri út af. Undirskriftasöfnun Af þessum ástæðum hafa Samtök græningja hafið undirskriftasöfn- un þar sem skorað er á ríkisstjórn- ina að hætta við öll áform um nýtt álver. Bendum við á að við þurfum ekki nema brotabrot af þessu f]ár- magni, sem stendur til að binda í þessum framkvæmdum, til þess að gera stórátak í að vinna betur okk- ar aöalútflutningsvöru, fiskinn okkar. Einnig höfum við mikið af vel menntuðu fólki og ættum því að einbeita okkur að atvinnu- rekstri þar sem sú menntun fær að njóta sín, einbeita okkur að því sem okkar helstu framtíðarmögu- leikar liggja e.t.v. í, íslensku hug- viti. Kjartan Jónsson „Sem vinnustaður er núverandi álver heilsuspillandi vinnustaður með háa tíðni atvinnusjúkdóma og má gera ráð fyrir hinu sama í nýju álveri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.