Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 27. ÁGtlST 1988. £J Breiðsíðan ■ - WÆ- * Jll, I •» ■ ■ / IpP Æ&fít ,É rg^so I ** * S hmL V9| JpJ' "W 2000 krónum ríkari Þeir voru margir sem kepptu i maraþonhlaupinu sl. sunnudag. Ekki er að efa að slíkt hlaup gerir menn hressari i bragði og bjartsýnni. Veðrið var ekki sem best þennan dag en þessir miklu hlauparar létu það ekki á sig fá. Það er því ekki úr vegi að verð- launa einn hlauparann og sá sem hefur lent meö hring utan um höfuð sitt er nú tvö þúsund krónum rikari. Sá má vitja pen- inga sinna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. -ELA/DV-mynd Brynjar Gauti Nýtt andlit í Sjónvarpinu: „Alltaf haft áhuga á fréttum" - segir Ólöf Rún Skúladóttir „Mer bauðst aíleysingastarf a frettastof- unni í rúmán mánuð og þáði það,“ sagði Ólöf Rún Skúladóttir, nýr fréttamaður á Sjónvarpinu, í samtali við Breiðsiðuna. Ólöf Rún starfaði áöur sem fréttamaður á Bylgj- unni en missti vinnuna um síðustu mánaða- mót ásamt fleiri starfsmönnum er fréttastof- an var lögð niður í þáverandi mynd. Ólöf sagðist kunna vel við sig á Sjónvarpinu enda væri þar gott fólk, þar á meðal nokkr- ir fyrrverandi samstarfsmenn af Bylgjunni. „Starfið er mjög ólíkt á þessum tveimur vinnustööum. Frétt tekur mun lengri tíma í vinnslu í sjónvarpi en útvarpi. Núna vinn ég um þrjár fréttir á !ag á móti sex til tíu í útvarpi. Einnig er maður háðari öðrum starfsmönnum, tökumanni, hljóðmanni og klippara," sagði Ólöf Rún ennfremur. Hún stundaði nám í fjölmiðlun í Kalifor- níu í tvö ár eftir að hafa tekið BA-próf í ensku og þýsku í Háskóla íslands. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á fréttum en starfaði ekki viö íjölmiðlun fyrr en eg kom heim úr námi. Þá vann ég um tveggja mánaða skeið á fréttastofu Stöðvar 2. Á Bylgjunni byrjaði ég síðan í desember 1987 og líkaði alltaf mjög vel þar. Mér fannst því synd þegar fréttastofan var lögð niöur.“ Ólöf Rún er gift og tveggja barna móðir. Aðaláhugamál hennar er hestamennska. „Ég á tvo hesta og ver drjúgum tíma í þá,“ sagði hún. Bömin, sem eru tveggja og fimm ára, fara oft með foreldrum sínum í hest- húsið. „Þau eru ekki orðin nógu gömul til aö riða út en fá þó oft að fara á bak," sagði Ólöf Rún. Ekki sagðist hún vita hvort um áfram- haldandi starf yrði að ræða hjá Sjónvarp- inu. „Það kemur bara í ljós,“ sagöi hún. „Það er mjög góður starfsandi á fréttastof- unni og mér hefur líkað vel þar þennan mánuð," sagði Ólöf Rún Skúladóttir, 26 ára, nýtt andlit á skjánum. -ELA Ólöf Rún, fréttamaður Sjónvarps, ásamt börnum sínum, Skúla Hauki, tæpra fimm ára, og Hjördisi Hugrúnu, 2ja ára. DV-mynd JAK Fegurðardrottning íslands: Þjónar matargest- um á Hótel Tanga Fegurðardrottning íslands, Linda Pétursdóttir, hefur haft æriö starf í sumar sem þjónustustúlka í sal Hótel Tanga á Vopnafirði. „Það hefur verið mjög mikil umferö hér, ferðafólk, bæði innlent og erlent, og ekki síst allir laxveiðimennirnir,“ sagði Linda í samtah við Breiðsíðuna. Hún viður- kenndi að gestir tækju því vel að fa matinn borinn á borð af fegurðar- drottningu landsins. „Hótehð er lílið, tekur aðeins 24 gesti en um síöustu helgi voru hér 75 manns í mat,“ sagði hún. Gisti- rými hótelsins er engan veginn nægi- legt fyrir alla þá ferðamenn sem hingað koma. Hefur eigandinn þvi boðið gistingu heima hjá sér einnig. „Þorpsbúar koma hér líka oft og það er einmitt svo skemmtilegt að vinna hér því mannlífið er margbreytilegt." Linda sagði að til stæði að stækka hótehð fyrir næsta sumar og hún taldi það ekki ólíklegt að hún kæmi aftur til starfa þá. „Hér eru ekki vin- veitingar en líklegast breytist þaö i vetur,“ sagði hún. Linda er nú á forum til Reykjavik- ur en hún mun stunda nám í Ár- múlaskólanum í vetur á nýmála- braut. Þá fer hún til London i lok október en 17. nóveraber tekur hun þátt í keppninni Miss World. „Ég verð að segja að ég bæði hlakka til og kvíði fyrir. Ég hef aldrei komiö til London en á von á því að það sé gam- an að koma þangað,“ sagði Linda ennfremur. Hún er þegar farin aö undirbúa feröina enda þarf hún aö fara meö átta síðkjóla raeð sér og það tekur tima að útvega þá. „Jórunn Karls- dóttir ætlar aö sauma fyrir mig Kjóla og einnig hafa mér verið boðnir kjól- ar að láni,“ sagði Linda. Undirbúningurinn fyrir keppnina tekur þrjár vikur og býst Linda við að vera ein þann undirbúningstíma. „Ég veit að þaö kemur hópur Islend- inga út fyrir keppnina til að fylgjast með henni,“ sagöi liún. Ekki býst Linda við að vinna með skólanum í vetur en sagöi þó að sýningarstörf gætu komið til greina. -ELA Linda Pétursdótttr tyrir Iraman hótelið á Vopnaf- Irði. Það er ekki amalegt að láta fegurðardrottn- ingu bera matinn á borð fyrir sig. DV-mynd Gunnar Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.