Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. ÁG©ST 1988. F orsetakosningar í Bandaríkj unum DV George Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana: Hinn trúi þjónn George Bush á í erfiðleikum með að vekja þá athygli sem hann vill á framboði sínu til forseta í Banda- ríkjunum. Aftur og aftur eru það neikvæðu hliðarnar sem koma fram. Hann þykir ekki nema skugginn af Ronald Reagan. Á með- an situr varaforsetaefnið Dan Qua- yle undir ámæh fyrir lausung og heigulshátt. Sjálfur er Bush sakað- ur um að skorta þá djörfung sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa. Til að reka þann áburð af forseta- efninu benda stuöningsmenn hans á áratugareynslu hans af innanrík- ismálum og alþjóðamálum. Bardagamaðurinn Til vara eru þeir óþreytandi að riíja upp feril Bush sem flugmanns í heimsstyríöldinni síðari. Stríðs- reynsla hefur lengi þótt kostur á forseta í Bandaríkjunum en það kann aö duga Bush skammt. Bush hefur og lagt nokkuö á sig til að minna á stríðsferil sinn. Fyr- ir skömmu gaf Bandaríkjamaður- inn Samuel Hynes út bók sem hann kallar Fhghts of Passage. Bókin fjallar um bandaríska flugmenn í Kyrrahafsstríðinu. Bush hefur hampað þessari bók mjög og sent höfundinum þakkarbréf og sagt að þetta sé besta bók sem hann hefur lesið. George Bush stjórnaði fjórum flugvélum sem enduðu flugferðir sínar með brotlendingum eftir bar- daga. Allar báru þær nafn Barböru, kærustunnar hans. Hann fór í 58 leiðangra og sneri heill aftur. Á mihi herfara minnast menn, sem voru með Bush í flughernum, hans sem léttlynds náunga sem sótti öl-' stofur stíft og var hrókur alls fagn- aðar. Þessar sögur eiga að gefa þá ímynd af Bush að hann sé ekki eins heflaður náungi og hann lítur út fyrir að vera. Hann bendir einnig á vinnu sína við olíuvinnslu í Texas á yngri árum. Þeir sem þekkja Bush segja að hann sé ekki óvenju- lega prúður maður og ekki heldur tiltakanlega harður í hom að taka dagsdaglega. Hitt benda þeir á að forsetaefnið geti verið með prúð- ustu mönnum og einnig hranaleg- ur ef hann vill það viðhafa. Af ríkum kominn Bush er kominn af auðugu fólki á austurströnd Bandaríkjanna. Faðir hans var Prescott Bush öld- ungadeildarþingmaöur. Bush-ætt- in er reyndar ekki þekktust fyrir þátttöku í stjórnmálum heldur íþróttum. Móðir hans, sem enn er á lífi, var fræg tennisstjama. Faðir- inn stundaði golf af miklum krafti og afinn lék póló. Sá hét George Walker Bush og við hann er kennd Walkerkeppnin í golfi sem er ein helsta golfkeppin í heiminum. Faðirinn þótti harður náungi og félagar Bush í skóla sögðu að gamli maðurinn hefði drottnað yfir syn- inum. „Ég hugsaði aldrei út í hver væri munurinn á okkur feðgum,“ er haft eftir Bush þegar hann er spurður út í þetta atriði. „Gamli maðurinn var sá stóri þarna uppi og ég litli strákurinn héma niðri.“ Bush stundaði framhaldsnám í Philhps Andover Academy, skóla sem fjölsóttur var af yfirstéttar- drengjum af austurströndinni. í þessum skóla þóttu menn ánægðir með sjálfa sig og skólann sinn. Námiö þótti ekki ýkja frumlegt og skólastjórinn starfaði eftir þeirri reglu að óttinn væri undirstaða menntunar. Nemendur skólans lögðu stund á íþróttir af meira kappi en námið. Þar á meðal naut fótbolti af evrópsku gerðinni vin- sælda. Bush var fótboltamaður í fremstu röð og er talinn einn af þeim bestu sem nokkru sinni hefur verið í skólanum. Enginn bókmenntamaður Bush náöi ekki viðlíka góðum árangri í náminu eins og íþróttun- um. Þegar Bush hefur verið spurð- ur hvaða bók hafi haft mest áhrif á hann þá benti hann á áðumefnda Fhghts of Passage. Sú bók er þó ekki tahn með merkari bók- menntaverkum. í skóla segist hann hafa lesið ýmsar bækur sem skyldulesningu og skrifað um þær ritgerðir. Kennari hans frá þessum ámm gefur honum þó þá einkunn að hann hafi hvorki verið „fram- legur né hugmyndaríkur". Á unghngsáram Bush var útivist mjög í tísku meðal barna auðugra manna af austurströndinni. Óbyggðaferðir voru taldar nauð- synlegur þáttur í uppeldi þessara krakka. Þá þótti sjálfsagt aö stunda erfiðisvinnu á sumrum til að styrkja líkama og sál. Það var í þessum anda sem Bush réðst í olíu- vinslu í Texas. Hann reyndi síðar að ná fótfestu í stjómmálum fylkis- ins án mikils árangurs enda demó- kratar þar öflugir. Það var á árunum eftir 1950 að maður að nafni Richard M. Nixon veitti þessum unga og framagjarna manni athygli. Bush átti eftir að vera í fóruneyti Nixons allt þar til Nixon hrökklaðist frá völdum. Bush gerði sér vonir um að veröa varaforsetaefni Nixons í kosning- unum árið 1968. Svo fór þó ekki og Bush hagnaðist aldrei á samskipt- um sínum við Nixon. Tapaði fyrir Bentsen Bush setist í fuhtrúadeildina árið 1968 og haíði hug á að komast í öld- ungadeildina árið 1970 en tapaði í Texas fyrir Lloyd Bentsen sem nú er varaforsetaefni Dukakis. Þá hóf hann að vinna fyrir Bandaríkin hjá Sameinuðu þjóðunum að undirlagi föður síns. Þar barðist hann hart fyrir hagsmunum Taiwan, á sama tíma og Nixon og Kissinger voru með leynd aö undirbúa stjórn- málasamskipti við Kína. Bush vissi ekkert um það þar til stefnunni var breytt og allur hans málflutningur að engu gerður. „Ég ht ekki svo á að ég hafi veriö svikinn," segir Bush þegar hann riíjar máhð upp. „Það hefði komið sér betur fyrir mig að vita hvað var að gerast en það er of mikið sagt að ég hafi verið svikinn.“ Bush sneri þó ekki baki við Nixon við þessi vonbrigði og hélt áfram að vinna fyrir hann viö endurkjö- rið í forsetaembætti árið 1972. Nix- on hreinsaði þá mjög til í starfsliöi sínu én Bush var ekki einn af þeim sem urðu aö taka pokann sinn. „Hann gerir aht fyrir málstaðinn," á Nixon að hafa sagt við John Erlichman. Þetta var á þeim tíma þegar grunsemdir um hneyksh sem síðar var kennt við Watergate voru að vakna. Þá var sagt aö Nix- on kreföist ekki gáfna af sínum mönnum heldur trúmennsku. Hreinsunardeildin Eftir að Nixon náði endurkjöri haföi Bush hug á aö fá sæti í ríkis- stjórninni en fékk ekki. Þess í stað gerði Nixon hann að formanni lartdsnefndar flokksins. Þetta var starf sem Bush var tregur til að taka en gerði samt með þeim orð- um að „ekki gengi aö bregðast for- setanum". Nú tóku við dagar Wat- ergatehneykslisins. Þaö kom í hlut Bush að vería flokkinn með öllum ráðum. Bush tók trúanleg þau orð forsetans að menn hans heföu ekk- ert misjafnt aöhafst og að demó- kratar og blöðin bæru ábyrgð á öh- um látunum. Þar kom auðvitað að Bush gerði sér grein fyrir að honum haföi ver- ið sagt ósatt eins og öhum öðrum. „Ég fann að ég hafði verið blekkt- ur,“ segir Bush um þetta atriði. „Ég nota orðið svik ekki oft en mér fannst ekki rétt að þessum málum staðið eins og ég hef oft sagt.“ Eftir að ákveðið var að Gerald Ford tæki við forsetaembættinu bjóst Bush við að hljóta umbun erfiðisins við að vería flokkinn. Hann gerði sér enn á ný vonir um að verða vahnn varaforseti. Enn varð Bush að láta í minni pokann því Nelson Rockefeher fékk emb- ættið. Bush var hins vegar gerður að sendifuUtrúa í Kína. Það var kaldhæðnislegt hlutskipti eftir að hann hafði barist gegn því að Kína fengi aðUd að Sameinuöu þjóðun- um. Loks varaforseti Honurn var þó ekki ætlað að fara í útlegð því heimafyrir höföu flokksmenn hans nóg af verkefnum fyrir mann með óflekkað mannorð. Bush var því enn kominn í það hlutverk að vera góði strákurinn sem settur var í leiðinlegu máhn þegar hann var gerður að yfir- manni CIA. Stofnunin lá sem oft fyrr og síðar undir ámæli og það kom í hlut Bush aö bæta þar úr: Árið 1980 þótti Bush kominn tími til að hann leitaði eftir útnefningu flokks síns th forsetaframboðs. í baráttunni fyrir útnefningu reynd- ist það Bush fjötur um fót að hann haföi í raun og veru ekkert merki- legt afrekað í stjórnmálunum. Hann haföi verið sendur mhli verka og aldrei náð að sanna hæfi- leika sína th að stjórna. Hann var bara hesti maðurinn úr hreinsun- ardeUdinni hjá repúblUíönum. í baráttunni kom þó líka í ljós að hann var maður þijóskur og ófús að gefast upp. Hann hætti þó nógu snemma að keppa viö Ronald Reag- an til að koma til greina sem vara- forseti. Nú kom hka loksins að því að hann fengi það embætti og enn var hann kominn í hlutverk þjóns for- setans. Hann lenti strax í skugga forsetans og það háir honum nú í kosningabaráttunni. Hlutur hans í svoköhuöu íran-kontrahneyksli hefur heldur ekki orðið honum til framdráttar. Enn er hann kominn í þá stöðu að hafa ekki fengið að fylgjast með því sem raunverulega gerðist. Hann hefur forðast að svara ítarlega fyrir hvað hann vissi um þetta mál. Flestir eru þó á því að hann hafi ósköp htið vitað. Útlitið ekki bjart Bush hefur ekki náð góðri stöðu í skoðanakönnunum fyrir forseta- kosningarnar. Sjálfur segir hann að þetta stafi af því að hann hafi ekki náð að koma skoðunum sínum á framfæri. Hann hefur líka bent á að hann hafi verið í erfiðri ábyrgð- arstöðu undanfarin átta ár og það komi •niður á vinsældunum. Þá hefur sýndarmennska verið borin á hann. Hann vih gera mikið úr tengslun sínum við Texas en samt hta flestir á hann sem dæmigerðan mann af austurströndinni. Þættir eins og þessi^ hafa áhrif því margir kjósendur meta frambjóðendur mest eftir því hversu trúverðugir þeir eru. Einkalífið í lagi í fjölskyldulífmu á Bush ekki við vandamál að stríða. Hami giftist ungur æskuástinni Barböru og þau eiga þrjá syni og eina dóttur. í kosningabaráttunni hafa barna- börnin einnig komið fram í dags- ljósið og Bush hefur oftsinnis minnt á hve gaman honum þykir að vera með þeim. Þetta er aht í góðu lagi fyrir ímynd hins trausta fjölskyldumanns. Barbara segir að Bush sé orðinn yíirvegaðri maður en áður en hann varð varaforseti. Hún segir að hann taki mótlæti síður nærri sér. Bush segjst hka vera sáttari við sjálfan sig en gagnrýnendur hans eru. Hann getur þó ekki talist umdeild- ur maöur. Gagnrýnendumir efast helst um styrk hans sem stjórn- málamanns því hann hefur til þessa ekki verið í hlutverki leið- togans heldur hins trúa þjóns. -GK Með fjölskyldunni fyrir þrjátiu árum. Einkalífið hefur engum vandræðum valdið hjá Bush. ímynd Texasbúans er ekki sú skrautfjöður sem Bush hefur vonast eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.