Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Iþróttir FærSævartvo leiki í bann? - ekM með gegn Sovétmönnum í vor Svo kann aö fara að Sævar Jónsson verði dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brottrekstur sinn í landsleiknum í Berlín í gær. Brot hans telst vera alvarlegs eðlis þar sem hann hrinti mótherja og aganefnd Alþjóða knattspymusambandsins lítur slík atvik alvarlegri augum en þegar um er aö ræða hrein leikbrot. Óruggt er'aö Sævar verður í banni í næsta leik íslands í heimsmeist- arakeppninni sem er gegn Sovétmönnum í Moskvu þann 31. maí næsta vor. Lendi hann í tveggja leikja banni missir hann einnig af leik íslands og Austurrflds á Laugardalsvellinum þann 14. júní. Fimm íslenskir leikmenn eru komnir með eitt gult spjald í keppn- inni og fara í bann ef þeir fá annaö. Það eru þeir Pétur Ormslev, Olaf- ur Þórðarson, Gunnar Gíslason, Atli Eövaldsson og Guömundur Torfa- son. -VS Sagt eftir leikinn í Berlín: Línuvörðurinn lét flaggið falla niður - öll vafaatriöi þeim í hag, segir Atli „Dómgæslan hafði geysilega mikil áhrif á leikinn. Öll vafaatriði vora dæmd heimaliðinu í hag og Þjóðverj- amir gengu á lagið og voru með si- felldan leikaraskap. Þetta pirraði okkur mjög og setti okkur úr jafn- vægi,“ sagði Ath Eövaldsson, fyrir- liði íslenska landsliðsins, í samtali við DV í gærkvöldi. „Fyrra markið var ólöglegt í a!la staði, Guðmundi Torfasyni var hrint frá boltanum áður en hann barst til Thom. Línuvörðurinn fór upp með flaggið en lét það falla niður aftur þegar austur-þýski þjálfarinn hljóp í áttina til hans.Síðan var það ekkert annað en vítaspyrna þegar Sigurði Grétarssyni var haldið niðri og síðan sparkað í hann áður en hann náði til boltans í dauðafæri í síðari hálf- leiknum. Brottrekstur Sævars var fáránlegur, Þjóðverjinn lét sig detta með tilþrifum og hélt um andlitið eins og hann hefði veriö sleginn þótt Sævar hefði aðeins ýtt viö honum. Við komum inn á völlinn og ætluöum að berjast og gera okkar besta en vorum brotnir niður á þennan hátt og náöum okkur aldrei á strik,“ sagði Atli. Guðni Kjartansson „Fyrri hálfleikurinn var daufur hjá íslenska liðinu, okkar menn vora ragir og lentu undir of mikilli pressu. Það var grátlegt að fá þetta mark á sig því það var greinilega ólöglegt. En liðið lék betur í seinni hálfleik, kom framar á völlinn og tók meiri áhættu. Það var furðuleg ráöstöfun hjá dómaranum að reka Sævar út af því fyrr í leiknum hafði Gunnari Gíslasyni veriö hrint á nákvæmlega sama hátt beint fyrir framan hann en þá fékk Þjóðverjinn ekki einu sinni tiltal," sagði Guðni Kjartans- son, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. „En það er ekki hægt að kenna dómaranum um allt. Við erum auð- vitað ekki sáttir við að hafa tapað en ég er ánægður með baráttuna í liðinu í síðari hálfleiknum og hún jókst þegar Sævar var rekinn út af,“ sagði Guðni. Bjarni Sigurðsson „Vörnin fyrir framan mig var mjög þétt allan leikinn og það var ergilegt að fá þetta ólöglega mark á sig. Dóm- gæslan var hreinn skandall, þarna var á ferð besti dómari Noregs en hann ræður alls ekki við alþjóðlega leiki. Hann missti strax tökin á leikn- um. Hann er yfirburðadómari í norsku knattspyrnunni og það segir sína sögu um hvernig málin era þar,“ sagði Bjarni Sigurðsson, mark- vörður íslenska landsliðsins og norska 1. deildar hðsins Brann. „Þegar Thom skoraði fyrra markið sá ég boltann ekki fyrr en of seint því það vora margir fyrir framan mig sem byrgðu mér sýn. Ég átti heldur enga möguleika á að koma í veg fyrir seinna markið, Thom fékk tíma til að taka boltann niður, ég náði að snerta boltann en skotiö kom á versta stað,“ sagði Bjami. -VS • Sigurður Grétarsson sækir að marki Austur-Þjóðverja í leiknum í Berlín i gærkvöldi en Jörg Stiibner er til varnar. Til vins Ernst við öllu búnir. Þeir Sigurður og Guðmundur áttu erfitt uppdráttar í íslensku framlinunni og náðu lítið að ógna austui Þýskir þurftu aé - umdeild atvik 1 Berlin þegar Austur-Þýskaland va Sterkasta landsliö sem ísland hefur teflt fram á þessu ári náði sjaldan aö ógna marki Austur-Þjóðverja í Berlín í gær. í eitt einasta skipti var austur-þýska markiö í teljandi hættu, fimm mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Guð- johnsen skaut þvert fyrir það úr þröngu færi - en þar með er það líka upptalið. En Austur-Þjóðverjar þurftu ólöglegt mark og verulega hhðholla dómgæslu til að brjóta niður íslenska Uðið, sem þar með beið sinn fyrsta ósigur í þess- ari heimsmeistarakeppni. Enn skorar Thom gegn Islandi Það vora eftir sem áður Austur-Þjóð- veijar sem réðu ferðinni lengi vel í leiknum og uppskára sanngjarnan sig- ur, 2-0. Sem fyrr var Andreas Thom íslendingum eríiður, hann geröi bæði mörkin og hefur því skorað sex mörk í síðustu þremur viöureignum þjóðanna. Það fyrra með skoti af stuttu færi eftir homspymu á 35. mínútu og það síðara tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hann fékk boltann óvaldaður á vítateig íslands og var fljótur að afgreiöa hann í markiö með hörkuskoti. Fyrra markið var meira en lítið vafasamt því Guð- mundi Torfasyni var greinilega hrint frá boltanum áður en hann barst til Thom. Sævar rekinn út af íslendingar léku meö tíu leikmenn síðustu 20 mínúturnar eftir að Sævari Jónssyni hafði veriö vísað af leikvelli. Sævar tók upp hanskann fyrir Ólaf Þórðarson sem var felldur gróflega og stjakaði við þeim seka. Einar Halle, norski dómarinn, var ekki í vafa og dró umsvifalaust upp rauöa spjaldiö. Mjög strangur úrskurður, ekki síst eftir hið grófa brot Austur-þjóöveijans sem hefði verðskuldað spjald og annað sem á undan var gengið í leiknum. Upp úr aukaspyrnunni sem dæmd var á brotið virtist Sigurði Grétarssyni vera haldiö niðri þegar hann var að komast í dauða- færi fyrir miðju marki Austur-Þjóð- verja. Sókn Austur-Þjóðveija var linnulítil allan fyrri hálfleikinn. Þeir léku hratt óg af krafti og sköpuðu sér nokkur ágæt færi. Bjami Sigurðsson varði í þrígang vel, tvisvar frá Kirsten og einu sinni frá Döschner, Thom átti skot í stöngina utanverða og Steinmann var hárs- breidd frá því að reka tána í boltann fyrir opnu marki á síðustu sekúndum hálfleiksins. í seinni hálfleik bökkuðu heimamenn talsvert, ætluðu greinilega ekki að tefla á tvær hættur einu marki yfir, og sýndu ekki sama öryggi í leik sínum. íslenska hðið náði undirtökunum á miöjunni á löngum köflum en miðjumennirnir fengu engan frið til að byggja upp sókn- ir - Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen náðu nokkrum sinnum að losa um sig á miðjunni en ekkert kom út úr því og í heild voru sóknaraðgerð- ir íslenska Uðsins of hægar og máttlitlar til að þær sköpuðu einhveija hættu í þýska vítateignum. Það vantaði líka meira hugmyndaflug, ekki síst til að nýta þær aukaspymur sem gáfust á vaUarhelmingi Austur-Þjóðverja. Bjarni og Guðni bestir Af íslensku leikmönnunum komust • Atti Eðvaldsson bar sama númer og Gunnar Gíalason f sidari hálfleiknum. AUi fór í ranga peysu í leikhl dómaratríóið og eftirlitsmenn tóku ekki eftir neinu fyrr en 1 leiks: Það vakti mikla athygU í lands- hvorki dómaratríóiö né eftirUts- sjálflr fyrr en að leiknum loknum get í Austur-Þýskalandi,“ heyrðist leiknumígærkvöldiaðAtUEðvalds- dómarinn, þannig aö ekkert var gert ég ekki skiUð að þetta hafi einhvem Sigfried Held, landsliösþjálfari Is- son lék síöari hálfleikinn í peysu til að breyta þessu. Ég fór til þeirra eftirmála," sagði Guðni Kjartahsson, lands, segja við Einar Halle dómara númer 2, eins og Gunnar Gíslason. eftir leikinn til að ganga úr skugga aðstoðarþjálfari íslenska Uðsins, í þegar hann vísaöi Sævari Jónssyni Atli haíði veriö númer 3 í fyrri hálf- um að áminningin sem AtU fékk yrði samtaU viö DV. af leikveUi. Held var mjög óhress leiknum. ekki lærð á Gunnar, því þá hefði meö frammistöðu Halle eins og í leikhléinu skiptu margir íslensku Gunnarveriðdæmduríleikbannþar margir aðrir og í fréttaskeyti frá Re- leikmminanna um peysur, fóru í semhannvarbúinnaöfáspjaldáöm- Heldóhress uterí gærkvöldivarhafteftirhonum stutterma peysur í staö síðerma, og í keppninni Þeir sögðust ætla aö „How long have you been on að dómarinn hefði lagt íslenska Uðiö AtUtókpeysunúmer2ímisgripum. gera athugasemd út af þessu atviki hoUday in DDR," eða á íslensku í einelti. „Það virtist enginn taka eftir þessu, en fyrst þeir tóku ekki eftir þessu „hvað ertu búinn aö vera lengi í fríi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.