Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Fréttir RíkissjóðshaHi síðustu flögurra ára: 20 milljarðar bíða almennings á næstu árum spá fl ármálaráðuneytisins frá 1 sumar byggði á áframhaldandi þenslu Rekstrarstaða ríkissjóðs í lok hvers mánaðar 1988 Á þessu línuriti má sjá hvernig rekstrarhalli ríkissjóös hefur þróast á fyrstu niu mánuöum þessa árs. Til samanburðar má sjá hvernig fjármálaráöuney- tiö hefur spáö þróuninni. Ólafur Ragnar Grímsson ljármála- ráðherra hefur lýst því yfir að hann vllji koma á einhverjum af þeim skattahækkunum sem koma til framkvæmda með fjárlögum næsta árs. Ástæðan er sú að ef ekkert verð- ur að gert mun verða um 3 til 4 millj- arða halli á ríkissjóði í ár. í þeim fjárlögum sem Alþingi sam- þykkti milli jóla og nýárs á síðasta ári var gert ráð fyrir um 26 milljón króna tekjuafgangi. í framkvæmd hefur ríkissjóður hins vegar eytt 5 prósent meira en sem nemur þeim skatti sem landsmenn hafa greitt til hans. í hvert sinn sem ríkissjóður hefur innheimt 1.000 krónur hefur hann eytt 50 krónum betur. 20 milljarða halli á fjórum árum Ef ekki verður gripið til aukinnar skattheimtu fyrir árslok mun ríkis- sjóður þurfa að taka erlent lán til að greiða upp hallareksturinn. Það stefnir í að með halla þessa árs verði uppsafnaður rekstrarhalli rík- issjóðs undanfarinna íjögurra ára orðinn um 20 milljarðar. Með öðrum orðum má segja að á árunum 1985 til 1988 hafi stjórnvöld eytt 20 millj- örðum um efni fram. Slegin hafa verið lán, að langstærstum hluta er- lend, til að íjármagna tapreksturinn. Eins og áður sagði munu þau lán verða greidd með sköttum komandi ára ásamt vöxtum. Hallarekstur rík- issjóðs að undanfórnu leggur því í framtíðinni þyngri skattbyrðar á skattgreiöendur. Þessi skattheimta jafngildir um 80 þúsund krónum á hvert mannsbarn. 700 milljónir verða að 4.000 Um mitt ár í fyrra spáði Þjóðhags- stofnun að halli rikissjóðs yrði um 2,6 milljarðar í árslok. Þá greip ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar til að- gerða til að minnka þennan halla um 1,1 milljarð. Niðurstaðan í árslok varð hins vegar um 2,7 milljarða halli. Nú spáir fjármálaráðuneytið sjálft um 3 til 4 milljarða halla. Sú spá er byggð á rekstrarhalla eftir fyrstu níu mánuði ársins. Hann var þá um 5,2 milljarðar. Samkvæmt áætlun ráðu- neytisips frá í sumar átti rekstrar- hallinn í lok september ekki að vera nema um 3 milljarðar. Samkvæmt þeirri áætlun átti rekstrarhallinn í árslok að verða 700 milljónir „ef ekk- ert óvænt gerist" eins og það var orðað í tilkynningu ráðuneytisins. Ráðuneytið misreiknaði sig á minnkandi þensiu Það hefur í raun fátt gerst óvænt síðan ráöuneytið sendi þessa áætlun frá sér um miðjan júlí. Það 2 millj- arða tekjutap sem ljóst er að ríkis- sjóður verður fyrir í ár var að mestu þegar komið fram í júní og júlí. Auk- inn vaxtakostnaður ríkissjóðs lá fyr- ir þar sem ákvarðanir ríkisstjómar- innar um tvær gengisfellingar voru teknar mánuðum áður en áætlunin var gerð. Það óvænta sem gerst hefur er fyrst og fremst ákvaröanir ríkis- stjórnarinnar um aukin útgjöld. Ástæðan fyrir því hversu áætlun fjármálaráðuneytisins frá því í sum- ar skeikar mikið miðað við þaö sem blasir viö í dag er fyrst og fremst sú aö ráðuneytið tók merki um minnk- andi þenslu í minni söluskattsinn- heimtu i júní og júlí sem tímabundið vandamál. Spáð var aö þessi sam- dráttur í söluskattsveltu væri til- kominn vegna þess að menn héldu að sér höndum vegna óljóss efn- hagsástands. Það var síðan ekki fyrr en tölur um innheimtu í ágúst og september lágu fyrir auk fleiri merkja um að stórlega hefði dregið úr þenslu aö fjármálaráðuneytið spáði því að ríkissjóður næði ekki að bæta sér upp tekjutapið frá í sum- ar á síðustu mánuðum ársins. -gse „Ein á for- setavaktinni“ - ný bók um Vigdísi Ein elsta og stærsta bókaútgáfa í Frakklandi, Hachette, stofnuð 1826, fór þess á leit fyrir nokkru við Stein- unni Sigurðardóttur, skáld og blaöa- mann, að hún ritaöi bók um forseta íslands. Bókin, Ein á forsetavaktinni - dagar í lífi Vigdísar Finnbogadótt- ur, kemur út fyrir jól hjá Iðunni. Hún verður síðan þýdd á frönsku og gefin út af einu af mörgum undirfyrirtækj- um Hachette, Edition No.l (Numero Uno), í nýrri ritröð um þekkta stjórn- málamenn og fleira frægðarfólk. Steinunn er nú í Þýskalandi að lesa upp úr verkum sínum en undanfariö ár hefur hún oft sést í fylgd með for- seta íslands, á Ítalíu, í Frakklandi, í Húnavatnssýslu. „Steinunn hefur skyggnst undir yfirborðið á hinu glæsilega samkvæmislífi. Hún hefur velt fyrir starfsaðstæð- um og starfsháttum Vigdísar Finn- bogadóttur og hvemig forseta viö höfum eignast í henni. Þetta er mjög persónuleg bók,“ segir Heimir Páls- son hjá Iðunni. -ihh Þorlákshöfn: Mertlinum lokað um mánaðamótín „Það var alveg sama frá hvaða sjónarhorni menn litu á málin. Þaö er ekki möguleiki til aö reka Mei- tilinn lengur. Uppsagnir starfs- manna munu því koma til fram- kvæmda um næstu mánaðamót og Meitillinn hættir starfsemi," sagði Ólafur Jónsson, stjórnarformaður Meitilsins í Þorlákshöfn. Stjórn fyrirtækisins kom saman til fundar í gær. Þar var ákvörðun um lokun fiskvinnslu Meitilsins tekin. Fyrirtækið rekur tvo togara, Jón Vídalín og Þorlák. Mun útgerö þeirra verða haldið áfram. Þá rekur Meitill- inn ýmiss konar þjónustustarfsemi í Þorlákshöfn og verður henni einnig haldið áfram. Það eru rétt um hundr- að starfsmenn í fiskvinnslunni sem veröur sagt upp um mánaðamótin -JSS Arni Gunnarsson litur til Halldórs Asgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, úr ræðustóli á Alþingi og hvetur til hvalveiðibanns næstu árin. DV-mynd: GVA Umræður um baun við hvalveiðum a Alþingi: Salan ekki áhyggjuefni heldur fiskkvótamir - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Að sögn Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegsráðherra þurfa íslend- ingar ekki að hafa áhyggjur af því að vörur þeirra seljist ekki á erlend- um mörkuöum. Það væri nær fyrir okkur að hafa áhyggjur af því hve mikið má veiða, til lengri tíma litið muni afstaða þeirra fyrirtækja, sem ákveðið hafa að hætta að kaupa af okkur, breytast. Þetta kom fram viö umræður um hvalveiðibann en þau Hreggviður Jónsson og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir hafa lagt fram lagafrumvarp þar aö lútandi. Sjávarútvegsráðherra rakti í ræöu sinni tilurð málsins og vitnaði þar til samþykktar Alþingis um að mót- mæla hvalveiöibanni. Sagöi Halldór að augljóst væri að vilji Alþingis Matthias A. heföi þá verið aö hvalir væru nýtan- leg auðlind sem bæri að nota. Sagöist hann hingað til hafa unnið í góöri trú um að hann væri að vinna sam- kvæmt vilja Alþingis. Kom fram í máh Halldórs að hann taldi ekki rétt að breyta afstöðu íslendinga vegna undangenginna atburða. Guðrún Helgadóttir sagði að stefna sjávarútvegsráðherra í hvalamálinu hefði gert íslendinga að viðundri á alþjóðlegum vettvangi og að erfitt væri að vera íslendingur þessa dag- ana þegar umhverfismál bæri á góma. Þá sagði Árni Gunnarsson að frá- leitt væri að samþykkja þessi lög en hins vegar bæri að breyta um afstöðu í málinu eins og kemur fram í þingsá- lyktunartillöguhans. -SMJ Mathiesen: Vill rannsókn ríkisendur- skoðunar á fjárlögum - fyrsta skipti sem þingmaöur fer fram á slikt „Már finnst eðlilegt aö fá ríkisend- urskoöun til að gera úttekt á fram- kvæmd fjárlaga eins og þeir gerðu í ágúst. Eg hef því leitað til forseta Alþingis um að þeir hlutist til um það,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæöisflokksins, en hann sendi forsetum Alþingis bréf í gær þar sem hann fer fram á úttekt ríkisendurskoðunai a stöðu A-hluta ríkissjóðs þann 30. september 1988 og horfur í árslok þessa árs. Matthías sagði aö hann beitti þarna fyrir sig ákvæðum í lögum um ríkis- endurskoðun frá 1986 en sagði um leió að þetta væri í fyrsta skipú sem þingmaður færi fram á slíkt. Sayði hann að vegna yfirlýsinga um stöðu rikissjóös undanfarið væri eðlilegt að þessi úttekt færi fram og þar eð í ljós hefði komið að úttekt ríkisendur- skoðunar frá því í ágúst hefði að mestu verið rétt þrátt fyrir yfirlýs- ingar Jóns Baldvins um annað. I skýrslunni vill Matthías að eftir- farandi komi fram: 1. Hvaða tekjustofnar hafa gefið minni tekjur en áætlun fjárlaga 1988 gerði ráð fyrir og orsakir þeirra breytinga metnar. 2. Hvaða útgjaldaliðir hafa helst hækkað frá áætlun fjárlaga 1988 og gerð grein fyrir ástæðum þeirra hækkana. 3. Yfirlit yfr aukafiárveitingar sam- þykktar til septembtrloka 1988. 4. Yfirlit yfir starfsmannahald hjá ■'áðv’neytum og ríkisstofnunum (A- Muta) til 30. september samanborið við sl. ár. 5. Hvaða áhrif efnahagsaðgerðir nú- verandi ríkisstjórnar hafi á afkomu ríKissjóös. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.