Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTIUDAGUR -27ví OKTÖBER 1988. Fréttir dv Þing Alþýðusambands íslands í næsta mánuði: Þeim fer fjölgandi sem horfa á forsetastólinn - Ásmundur Stefánsson hefur enn ekld svarað þvl hvort hann gefur kost á sér Þing Alþýðusambands íslands nálgast en þaö verður haldiö síöari hluta nóvembermánaðar. Nokkuð er síðan baktjaldamakkið. sem alltaf fylgir svona þinghaldi, hófst. Ás- mundur Stefánsson, forseti sam- bandsins, hefur enn ekkert sagt um það hvon hann gefur kost á sér áfram en þeim fjölgar sem telja að hann muni ekki gera þaö. Ástæðurn- ar fyrir því eru sagðar margar. í dag verður haldinn miðstjórnarfundur hjá Alþýðusambandinu og búast sumir við að Ásmundur muni þar gefa ákveðið svar. Aðrir sem DV hefur rætt viö segja að svo verði ekki, hann sé einfaldlega ekki búinn að gera upp hug sinn. Vegna þessa eru nokkrir aðilar farnir að líta til forsetastólsins. Eins og málin standa í dag er ekki vitað um neinn sem hefur ákveðiö að bjóða sig fram gegn Ásmundi Stefánssyni, gefi hann kost á sér. Þó hafa nokkrir viðmælendur DV fullyrt að það verði boðið fram gegn Ásmundi en þeir hafa ekki viljað nefna nein nöfn. Gefi Ásmundur kost á sér verður að telja líklegt að hann nái kjöri, þótt það sé alls ekki víst. Fari svo verður slagurinn um fyrsta og annan vara- forseta harður. Forsetaslagurinn Eins og skýrt hefur verið frá í DV hefur verið þrýst á Pétur Sigurðsson, formann Alþýöusambands Vest- fjarða, að gefa kost á sér. Pétur sagði í samtali við DV aö hann væri að skoða það mál. Samkvæmt heimild- um DV er hann enn heitur, jafnvel heitari en þegar DV ræddi við hann á dögunum. Þó er talið óliklegt að Pétur gefi kost á sér gegn Ásmundi nema Alþýöuflokkurinn leggi kapp á það. Nú er vitað um tvo aðra menn sem hafa áhuga á forsetastólnum hjá Al- þýðusambandinu en það eru Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju og Landssambands iðnverka- fólks. Báðir eru þessir menn þaul- reyndir í verkalýðshreyfingunni. Það er alveg vist að Guðmundur Þ. Jónsson fer ekki fram gegn Ás- mundi Stefánssyni. Aftur á móti Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson væri hann til í slaginn ef Ásmundur gefur ekki kost á sér. Eins mun Guð- mundur hafa áhuga á varaforseta- sæti ef Ásmundur yrði kjörinn. Þeir eru ekki margir sem hafa jafnmikla reynslu og Guðmundur innan verka- lýöshreyfingarinnar. Guðmundur er alþýðubandalagsmaður en óvíst er aö hann hafi fullan stuöning flokks- ins til forsetakjörs en hann hefur aftur á móti á bak við sig mjög stórt sérsamband. Karl Steinar var farinn að hugsa um forsetastólinn hjá Alþýðusam- bandinu í fyrrahaust en vegna anna taldi hann þaö of mikið fyrir sig. Þá var Karl Steinar forseti efri deildar Alþingis og jafnframt var þá búist við að Kjartan Jóhannsson alþingis- maður yrði bankastjóri. Þá heföi Karl Steinar oröið fyrsti þingmaður krata í Reykjaneskjördæmi. Síöan hefur margt breyst. Hann er ekki lengur forseti efri deildar og líkur fara minnkandi á að Kjartan verði bankastjóri á næstunni. Þessar breyttu aðstæður hafa orðið til þess að Karl er aftur farinn að líta forseta- Ásmundur Stefánsson Guðmundur Þ. Jónsson hefur ekki svaraö þvi kominn inn i myndina enn hvort hann gefur sem forsetaframbjóö- kost á sér áfram sem andi ef Asmundur hœtt- forseti ASÍ. ir. stólinn hýru auga. Ekki er vitað hvort hann er tilbúinn að fara fram á móti Ásmundi, flestir telja það ólík- legt. Fari Ásmundur fram mun Karl hafa áhuga á fyrsta varaforsetasæt- inu. Toppfundur í vændum hjá krötum Þar sem þeir Pétur Sigurösson og Karl Steinar eru báðir alþýðuflokks- menn munu þeir ekki fara að keppa sín í milli um forsetastólinn. Þess vegna hefur verið ákveðiö að kalla saman toppfund hjá verkalýðsfröm- uðum Alþýðuflokksins einhvem næstu daga til að stilla strengina í þessu máli. Samkvæmt heimildum DV er talið líklegra aö Karl Steinar verði fyrir vahnu ef flokkurinn þarf að velja á milli þessara tveggja manna vegna þess að Pétri mun ekki vera það fast í hendi að fara í fram- boð. Annað vandamál, sem kratar eiga eftir að leysa, er mál Guðríöar Elías- dóttur, sem verið hefur annar vara- forseti Alþýöusambandsins. Hún er mjög virt í verkalýðshreyfingunni en hún er orðin fullorðin og telja marg- Pétur Sigurósson hefur Karl Steinar Guónason fylgi sem forsetafram- alþingismaóur aftur bjóöandi. kominn inn i myndina sem hugsanlegur fram- bjóóandi til forseta. ir kratar að tími sé til kominn að yngja upp. Guðríður mun aftur á móti sækja það nokkuð fast að sitja áfram. Það er einnig ólíklegt aö kratar fái bæði forseta og varaforseta þannig að þeim liggur á að fá ákveð- ið svar frá Ásmundi Stefánssyni um hvort hann gefur kost á sér áfram og taka þá ákvöröun út frá því hvort boöiö veröur fram gegn honum. Miklar breytingar i miðstjórn Ljóst er að nokkrir reyndir verka- lýðsforingjar munu ekki gefa kost á sér til miðstjórnar Alþýðusambands- ins að þessu sinni. Þar má nefna Guðmund J. Guðmundsson, for- mann Verkamannasambandsins, Guðjón Jónsson, fyrrum formann Málm- og skipasmiðasambandsins, Jón Helgason, fyrrum formann Ein- ingar, og Aðalheiði Bjamfreðsdóttur alþingismann. Þá er talið líklegt að Björn Þórhallsson og Benedikt Dvíðsson gefi ekki kost á sér. Mikil eining hefur ríkt innan mið- stjómar sambandsins alveg þar til í haust að taka þurfti afstöðu til niður- færsluhugmyndarinnar. Ásmundur Stefánsson hefur fengið að ráða ferö- inni alveg þar til á þessu ári. Eitt af þvi sem veldur hiki Ásmundar við að halda áfram er fyrirsjáanleg breyting á miðstjóminni. Gera má ráð fyrir að með tilkomu yngra fólks verði ekki sama rósemin og verið hefur og að Ásmundur hafi ekki sömu tök og áöur á miðstjómar- mönnum, svo ekki sé nú talað um ef nýir varaforsetar taka við af Birni Þórhallssyni og Guðríði Eliasdóttur. Á þingi BSRB í síðustu viku riðluð- ust öll flokksbönd. Nær allir sem DV hefur rætt við eiga von á því að eitt- hvað svipað gerist á þingi Alþýðu- sambandsins. Sumir spá því að fjórð- ungssamböndin muni reyna að stilla saman strengi og ef svo fer geta þau ráðið ferðinni að mestu leyti. Vitað er að stjómarflokkamir þrír reyna nú allt sem þeir geta til aö hafa áhrif á þingið og að skipta með sér embætt- um, eins og áður hefur verið skýrt frá í DV. Þaö hefur hins vegar komiö í ljóst aö verkalýðsforingjar em ekki jafnleiðitamir og fyrr við forystu flokkanna. Ef svo fer að flokkslínur bresti er engin leið aö spá um úrslit á þinginu. Mjög margir verkalýðsforingjar, sem DV hefur rætt við, segja að Al- þýðusambandið sé orðiö svo mátt- laus stofnun að hætta sé á að það lið- ist í sundur og að forystan verði í framtíðinni hjá flórðungssambönd- unum. Einn viðmælenda DV sagðist í heinskilni ekki sjá neinn tilgang í því lengur að halda lífl i Alþýðusam- bandi Islands, aðstæöur frá því Al- þýðusambandiö var og hét væru orðnar svo breyttar. Það besta sem hægt væri að gera í stöðunni væri að efla sérsamböndin og fiórðungs- samböndin. Það getur því orðið um tímamótaþing að ræða hjá Alþýðu- sambandi íslands síðari hluta nóv- ember. -S.dór í dag mælir Dagfari Fangavemdin Enn hitnar í kolunum í Vernd. Eins og Dagfari hefur áður greint frá sitja nú tvær stjómir í þessum félagsskap, vegna ósamkomulags um það hverjir eigi að stjórna félag- inu. Nú hefur önnur stjómin látið bera út nokkra vistmenn fanga- hjálparinnar í Teigunum og í raun- inni ríkir hersátursástand í Lauga- teignum þessa dagana. Lögreglan hefur verið kölluð á vettvang og tvísýnt er um úrslit þessarar orr- ustu, sem fram fer milli hinna tveggja stjórna. Eldri stjómin hef- ur búið um sig í húsakynnunum sjálfum og getur því fylgst náiö með viöbrögðum vistmannanna, sem þar búa. Ef vistmennirnir verða uppvísir að því aö hallmæla sflórn- inni, eða hafa samúð með þeim sem eru reknir úr húsinu, þá er um- svifalaust kallað á lögregluna og mennimir bornir út. Eins og mál standa um þessar mundir virðist fangaverndin vera að snúast upp í andhverfu sína. Fyrrverandi fangar, sem hafa leit- að á náöir Verndar og flutt inn í Laugateiginn í góöri trú, em hund- eltir og eiga það yfir höfði sér að lögreglunni sé sigað á þá, loksins þegar þeir eru sloppnir úr prísund- ini á Litla Hrauni. Sumir þeirra em búnir að sitja inni í fiöldamörg ár og hafa hlakkað til þess lengi aö ganga um sem fijálsir menn. Þeir vissu líka um Vernd sem mundi hjálpa þeim að komast á réttan kjöl í lífinu og áttu sér vísan samastaö í Laugateignum þar sem gott og göfugt fólk mundi taka á móti þeim. En þeir hafa uppgötvaö að lífið utan fangelsismúranna er ekkert grín. Þeir hafa fariö úr öskunni í eldinn. Þeir eiga fótum sínum fiör aö launa undan lögreglu og Vernd- arsamtökum og sjálfsagt eiga þeir þá ósk heitasta að komast aftur inn fyrir fangelsismúrana, þar sem þeir em óhultir fyrir lögreglu og heift hinna flekklausu og frjálsu borgara. Einn fyrrverandi fangi- var svo seinheppinn að fá ekki vinnu eins og lög Vemdar gera ráð fyrir. Sjálfsagt stafar það atvinnu- leysi af þeirri göfugmennsku þjóð- félagsins að hafa ekki áhuga á starfskrafti með útbíað sakavott- orö. Veslings maðurinn hefur alls staöar komið að lokuðum dyrum og hefur nú mátt gjalda þess, með því að vera rekinn úr fangavernd- inni, af því fangavemd er ekki fyr- ir fanga sem fá ekki vinnu. En fyrrverandi fangar veröa að skilja að það verður að hafa röð og reglu, þegar út í alvörulífið er kom- ið. Þaö er ekki hægt að hafa það náðugt og leggjast inn á gistiheim- ili hjá góðhjörtuðu fólki í þeirri trú, aö allt sé í góöu lagi undir verndar- væng þessa sama fólks. Vemd ger- ir líka greinarmun á góöum fóng- um og vondum fóngum. Góöir fangar era þeir sem beygja sig í duftið fyrir réttri sflóm og standa meö stjóminni þegar hún vill reka vondu fangana út. Vondu fangamir em þeir sem ekki standa með réttri stjórn og vilja standa með hinum föngunum þegar lögreglan ber þá út. Annars hefur lögreglan verið rugluð í ríminu með öllum þessum látum í Vemd. Á hún að gegna þessari sflóm eða hinni stjóminni, á hún að taka menn fasta og gera þá aö föngum, eða á hún að taka fanga til að taka þá fasta? Á hún að stinga fyrrverandi föngum í Steininn til að forða þeim frá Verndinni eða á að taka Verndina fasta til aö forða föngunum frá henni? Þetta þvælist nokkuð fyrir lögregluliðinu í Laugateignum og ekki nema von. Tilgangur Vemdar var í upphafi sá aö vemda fyrrver- andi fanga fyrir ofsóknum og aðk- asti þegar þeir eru sloppnir út, en nú sitja menn uppi með umsátur í Laugateignum vegna þess að verndin hefur snúist upp í ofsókn og aðkast, sem færist allt í aukana eftir því sem vemdin eykst. Eitt hefur þó unnist viö þetta til- stand allt. Fyrrverandi fangar eru nú loksins orönir þeir píslarvottar, sem þeir eiga aö vera. Þaö hefur loks sannast sem síbrotamenn hafa haldið fram, það er aö segja, aö það em ekki þeir sem em slæmir við þjóðfélagið heldur þjóðfélagið sem er slæmt við þá. Píslarvottarnir í Laugateignum, sem eru í umsátri heima hjá sér, eiga yflr sér tugthús- vist ef Vemd fær að ráða. Það er enginn leikur að fá að ganga laus. Mikið hljóta þeir að sakna frið- helginnar í fangelsunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.