Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 13 „Reykjanesbrautin er löngu úr sér gengin og annar engan veginn þeirri umferð sem þar er daglega," segir hér. Lesendur Nauðgunarmálin: Lítið á þeim að græða? Björn Halldórsson skrifar: Ég hef veriö aö fylgjast meö skrif- um um skýrslu þá sem svokölluð „nauðgunarmálanefnd" (var nú ekki hægt aö fmna betra nafn á nefnd- ina?) hefur sent frá sér. Ég verð nú að vera sammála þvi sem fram kem- ur í lesendabréfi í DV fóstud. 4. þ.m. þar sem segir að hvemig sem á mál- ið sé litið sitji mikil hræsni í fyrir- rúmi hjá nefnd þessari. Fram hefur komið að einn nefndar- manna ætlar að gefa út „sinn hluta“ skýrslugerðarinnar í bók til að selja nú fyrir jólin. Þetta virðist gert með sérstöku leyfi dómsmálaráðuneytis- ins sem hefur þó séð sig tilneytt til að gefa út fréttatilkynningu (án und- irskriftar) um máhð. í tilkynningunni er skýrt frá og viðurkennt að einn nefndarmanna æth að gefa út bók með „sínum parti“. Ennfremur segir þar að ráðu- neytinu hafi verið kunnugt um þessa fyrirætlan félagsfræðingsins. - Hins vegar aftekur ráðuneytið að þær konur, sem félagsfræðingurinn hafi átt viðtal við, séu gerðar að féþúfu eða rannsóknin hafi verið gerð í eig- inhagsmunaskyni. Ég sé nú ekki betur en framburður nefndra kvenna hljóti að koma viö sögu í væntanlegri bók um nauðgan- ir þannig að um einhvern „ávinn- ing“ hlýtur að verða að ræða af út- gáfu skýrslunnar í bókarformi, auk þess sem greitt hefur verið fyrir skýrslugerðina af hálfu hins opin- bera. En það sem mér fmnst þó kyndug- ast í fréttatilkynningu dómsmála- ráðuneytisins er lokasetning hennar sem er þessi: „Varðandi aðdróttanir um gróðasjónarmið vill ráöuneytið taka fram, að sú þóknun, sem Sigrún fékk fyrir störf sín í nauðgunarmála- nefnd og það sem hún kann að fá í höfundarlaun fyrir bókina verði hún „best seller“, eru varla sanngjarnar greiðslur fyrir það mikla og óeigin- gjarna starf sem Sigrún vann fyrir nefndina.“ - Er ráðuneytið aö gefa í skyn að það sjálft hafi ekki greitt sannvirði fyrir skýrslugerðina og ekki verði hlutur forlagsins betri þegar þar að kemur? - Kannski ráðu- neytið æth að semja upp á nýtt við nauðgunarmálanefnd til að geta þá staðið aö „sanngjörnum greiðslum"? - Það er svo sem ekki að spyrja að hinu opinbera þegar almannafé er annars vegar! Síur í úrvali Purolator Samgöngur við Suðurnes 8154-8412 hringdi: Alfreð Þorsteinsson heitir maður og er forstjóri í Reykjavík og verið fuhtrúi Framsóknarflokksins í borg- arstjórn. Hann hefur flutt tillögu um að ReykjavíkurflugvöUur verði lagð- ur niður og innanlandsflug flutt til Keflavíkurflugvallar þar sem er nú ný og glæsfleg flugstöð sem hæglega getur tekið við innanlandsfluginu lika þar sem umsvif í Atlantshafs- flugi hafa dregist saman. Alfreð Þorsteinsson viU einnig láta byggja flug- og farþegaafgreiðslu í Mjóddinni, öðrum megin Breiðholts- brautar. Þar er enn óbyggt land- svæði. Síðan viU hann leggja eintein- ung fjarri byggð, langt fyrir ofan Hafnarfjörð, suður heiði tíl Keflavík- ur. Ferð með slíku farartæki myndi vara svo sem 15 mínútur og segir sig sjálft hversu mikfl lyftistöng þetta mannvirki myndi vera fyrir Suður- nesin. Suðumesjamenn, sem myndu vUja vinna á höfuðborgarsvæðinu, svo og þeir sem stunda skóla í Reykjavík og þúsundir flugfarþega, gætu notað þetta samgöngutæki. Þetta myndi Uka fjölga atvinnutækifærum hér syðra. - Þetta er mál sem hrinda þarf í framkvæmd sem fyrst. Reykjanesbrautin er löngu orðin úr sér gengin og annar engan veginn þeirri umferð sem þar er daglega. Einnig er að skapast stórhætta vegna umferðar sem komin er upp fyrir Reykjanesbraut, austanverða. Þessi vegur var byggður um 1960 tU að létta á Strandgötunni í Hafnarfirði og um han fór öU umferð tU Suðumesja áður. Nú er umferðin um Reykjanes- brautina, milh Engidals og Hvaleyr- arholts, orðin slík sem var á Strand- götunni áður. Vegur sá, er lagður var úr Mjódd í Kaplakrika, hefði átt að hggjá fyrir ofan Ásfjall og koma á Reykjanes- braut við Straumsvík til að hún þjón- aði umferð tíl Suðurnesja og létti þá slysa- og umferðarþunga af Hafnar- fjarðarvegi. Þeir hafa ekki horft langt fram í tímann, þeir sem hönnuðu þennan vegarspotta. Það tekur lengri tíma að aka frá Hvaleyrarholti til Reykja- víkur heldur en frá Keflavík að Hval- eyrarholti. Ég legg til að Alfreð Þorsteinsson verði þingmaður fyrir þá Suður- nesjamenn svo að hugmynd hans nái fram að ganga því ekki hafa allir léð þessari hugmynd lið. Skemmst er að minnast þess er þingmaður einn, búsettur á Suðurnesjum, beitti neit- unarvaldi á þingi er verið var að koma flugstöðvarmálinu úr hlaði og var gert tU þess að lengja lífdaga fyrr- verandi ríkisstjómar. Það er nú orðið langt síðan stór- skáldið Einar Benediktsson var með hugsjónir sínar um stórfelldar virkj- unarframkvæmdir og sölu á orku til Bretlands. Þá þótti hann draumóra- maður en nú er þetta tæknUega mögulegt. Sumir menn sjá aðeins verksmiðjur sem spúa eitri út í loft- ið, verksmiðjur sem aðrar þjóðir vUja bægja frá sér. - Kannski Alfreð Þorsteinsson sé eins og Einar Bene- diktsson, maður á undan sinni sam- tíð. Flutningur ReykjavíkurflugvaU- ar og hraðlest miUi Reykjavíkur og Suðumesja era framkvæmdir sem munu sjá dagsins ljós og verða lofað- ar af komandi kynslóð. En úr því sker framtíðin. Hringið í síma 27022 milli kL 10 og 12 eða skrifið Spáðu í kúlumar kannski brosir gæfan við þér Láttu vélina velja eða treystu á eigin tölur. Sumir nota afmælisdaga, aðra dreymir tölumar. Kannski rætist stóri draumurinn þinn á laugardaginn. Og ekki er öll nótt úti þótt þú fáir ekki milljónir í þetta sinn. Ef heppnin er með getur bónustalan fært þér hundmð þúsunda. Mundu bara að vera með. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 ■ : ■: * I § c tn 5J p W >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.