Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 13
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 13 Uppáhaldsmatur Quiche Lorraine á danska vísu að hætti Kristínar Astgeirs „Þetta er frábær partíréttur og góður kvöldmatur af léttara tag- inu,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, kennari í Kvennaskóldnum og kvennalistakona, er hún lét okkur hafa uppáhaldsuppskriftina sína. Kristín þurfti ekki að hugsa sig um er hún var beðin að gefa lesendum DV uppskrift. Hún býður upp á böku að dönskum sið sem eflaust á eftir að verða prófuð á mörgum heimilum á næstunni. Uppskriftin dugar fyrir fjóra. Deigið: 200 g hveiti 90 g smjör/smjörvi 1 eggjarauða 'A tsk. salt Fylling 125 g léttsteikt beikon, smátt skorið 100 g skinka 1 blaðlaukur, meðalstór, skorinn í sneiðar og mýktur á pönnu í einni msk. af smjörva 100 g rifinn sterkur ostur, t.d. sterk- ur Gouda 5 eggjarauður 3 dl kaffirjómi örhtið salt og pipar, og ef óskað er eftir sterkari bragöi þá cayennepip- ar Deigið er hnoðað og kælt í ísskáp í hálfa til eina klukkustund, Síðan er það flatt út og sett í hringlaga leirform þannig að deigið nái upp á barmana. Gott er að baka deigið í 10-15 mín. viö 200° hita áður en fyllingin er sett í en það er ekki bráðnauð- synlegt. Fyllingin: Beikoninu, skinkunni, blaðlauknum og helmingnum af ostinu’m er blandað vel saman og dreift yfir botninn. Eggjarauðurn- ar eru þeyttar, rjóma og kryddi blandað saman við og loks er þvi sem eftir er af ostinum bætt út í blönduna. Þá er blöndunni hellt yfir botninn. Formiö er sett í ofninn og rétturinn bakaður í um þaö bil 40—45 mínútur við 200° hita eða þar til eggjablandan er orðin stíf og gullinn litur kominn á herlegheit- in. „Rétturinn er borinn fram með hrásalati aö ég tali nú ekki um glas af rósavíni. Þetta er algjört nammi namm." -ELA Kristin Ástgeirsdóttir mælir með bökunni sem partírétti. DV-mynd KAE Jólagjafahandbók DV APkK TIL HJAiPAR — gegn vimuernum — ÁHEITASÍMINN 62 • 35 • 50 Sextíu og tveir svo byrjar baga bræður og systur hlýðið á þrjátíu og fimm ég held til haga hverju sem okkur gagnast má fimmtíu hjartans höfðinginn, hringdu nú elsku vinur minn GfRÓNÚMERIÐ 62 • 10 • 05 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK © 62 10 05 OG 62 35 50 VERSLANIR Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 8. desember nk. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í jólagjafahandbókinni, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Þverholti 11, eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst - í síðasta lagi föstudaginn 25. nóv. nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.