Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 50
50 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Afmæli Gísli Kristjánsson Gísli Kristjánsson útgerðarmað- ur, Hrafnistu á Skjólvangi í Hafnar- firði, er níutíu og fimm ára í dag. Gísli er fæddur í Sandhúsi í Mjóa- firði og ólst þar upp. Hann var sjó- maður 1905-1923 og útgerðarmaður á Norðfirði í rúm tuttugu ár og bæjarfulltrúi í fyrstu bæjarstjórn Neskaupstaðar 1929. Gísli var út- gerðarmaður á Akureyri í um tíu ár og hefur búið í Hafnarfirði frá 1955 og vann þar ýmis störf fram á níræðisaldur. Gísli kvæntist 26. maí 1923 Fanný Kristínu Ingvarsdóttur. f. 17. desember 1904. Foreldrar Fannýjar voru Ingvar Pálmason, alþingismaður og útvegsb. á Norð- firði. og kona hans. Margrét Finns- dóttir. Börn Gísla og Fannýjar eru Margrét. f. 6. ágúst 1924. gift Jóni Egilssvni. fvrrv. forstjóra Ferða- skrifstofu Akureyrar. og eiga þau ijögur börn: Ingvar. f. 28. mars 1926. ritstjóri Timans og fyrrv. ráðherra og alþingismaður. kvæntur Ólöfu Auði Erlingsdóttur og eiga þau fimm börn; María, f. 3. maí 1927, gift Heimi Bjarnasyni, aðstoöar- borgarlækni í Rvík, og eiga þau sjö börn; Kristján, f. 30. nóvember 1930, skipstjóri og nú starfsmaður SÍF í Rvík, var kvæntur Erlu Baldvins- dóttur og eiga þau fimm börn; Ás- dis, f. 8. júlí 1935, fóstra í Kópavogi, gift Kristni Gestssyni, píanókenn- ara Tónlistarskólans í Kópavogi, og eiga þau íjögur börn; Tryggvi, f. 11. júní 1938, skólameistari MA og deildarstjórimenningarmálanefnd- ar Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn, kvæntur Margréti Eggerts- dóttur kennara og eiga þau sex börn. Gísli og Fanný eiga þrjátíu og eitt barnabarn og fjörutíu og átta barna- barnabörn. Systkini Gísli eru Rebekka, er lát- in. gift Sveinlaugi Helgasyni, tré- smið á Seyðisfirði; Hjálmar, er lát- inn, b. i Mjóafirði, kvæntur Sigur- veigu Einarsdóttur; Svanbjörg; Jón, er látinn, verkamaður í Keflavík, kvæntur Jónu Baldvinsdóttur, og Sigríður, var gift Einari Ólafssyni, afgreiðslumanni í Austurbæjarapó- teki í Rvík, sem er látinn. Foreldrar Gísla voru Lars Kristj- án Jónsson, verslunarmaður í Sandhúsi í Mjóafirði, og kona hans, María Hjálmarsdóttir. Kristján var sonur Jóns, b. í Stöð í Stöövarfirði, Magnússonar. Móðir Jóns var Guð- rún, systir Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar, alþingisforseta á Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðs- sonar ráðherra. Guðrún var dóttir Ara, b. á Skútustöðum, Ólafssonar og konu hans, Þuríðar Árnadóttur, miðkonu Helga Ásmundssonar, ætt- föður Skútustaöaættarinnar. Móðir Kristjáns var Rebekka Larsdóttir Kristjáns frá Hljesey við Norður- Jótland og konu hans, Soífiu Árna- dóttur. Móðir Árna var Guðný, móðir Þórðar Pálssonar á Kjarna, ættföður Kjamaættarinnar. Guðný var dóttir Árna, b. á Austari-Krók- um, Bjarnasonar. Móöir Soffiu var Þuríður Þorkelsdóttir, b. á Austari- Krókum, Bjarnasonar, bróður Árna, og konu hans, Aldísar Hall- grímsdóttur, ömmu Þuríðar Hall- grímsdóttur, konu Jóns Þorsteins- sonar, prests í Reykjahlíð, ættföður Reykjahlíðarættarinnar. Móðurbróðir Gísla var Vilhjálm- ur, b. á Brekku, afi Vilhjálms Hjálm- arssonar, fyrrv. ráðherra. María var dóttir Hjálmars, b. á Brekku í Mjóa- firði, bróður Vilhjálms á Brekku, afa Vilhjálms, afa Vilhjálms Einars- sonar, skólameistara á Egilsstöðum, Tómasar Árnasonar seðlabanka- stjóra og Margrétar Árnadóttur, móður Valgeirs Guðjónssonar söngvara. Vilhjálmur var langafi Hjálmars Vilhjálmssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra, föður arkitekt- anna Helga og Vilhjálms. Hjálmar var sonur Hermanns, b. í Firði, Jónssonar pamfíls, b. í Kolsstaða- Gisli Kristjánsson. gerði, Jónssonar. Móðir Maríu var Jóhanna Sveinsdóttir, b. á Eldleysu í Mjóafirði, Hermannssonar, bróður Hjálmars á Brekku. Móðir Sveins var Ragnhildur Konráðsdóttir, syst- ir Guðrúnar, konu Vilhjálms á Brekku. Gísli dvelur á sjúkradeild Hrafnistu þessa dagana. Til hamingju með daginn Hans Pedersen Hans Pedersen, Þingvallastræti 42, Akureyri, er áttræður í dag. Hans er fæddur á Norður-Jótlandi og ólst þar upp. Hann var vinnu- maöur á Jótlandi 1921-1931 og í námi á búnaðarskóla í Vesturdal 1931-1932. Hans kom til íslands 1932 og vann eitt sumar í Gróðrarstöð- , inni á Akureyri og var fjósamaður á Möðruvöllum í Hörgárdal 1932- 1936. Hann var b. á Fornhaga í Skriðuhreppi í Eyjafirði 1936-1939 og stofnandi bindindisfélags í Skriðuhreppi ásamt Stefáni Val- geirssyni síðar alþingismanni. Hans var b. á Ósi í Arnarneshreppi 1939- 1941 og sjómaður á Hauganesi á Árskógsströnd 1941. Hann var mjólkurpóstur hjá KEA á Akureyri 1941-1942 og vann viö bátasmíðar hjá Kristjáni Nóa Kristjánssyni á Akureyri 1942-1943. Hans var bú- stjóri á kúabúinu Nýrækt á Akur- eyri 1943-1944 og vann viðjárna- bindingar í Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 1944. Hann vann við smíðar á Akureyri 1944-1945 og í Gróðrar- stöðinni á Akureyri 1945. Hans vann í Skógerö Iðunnar á Akureyri 1946- 1962 og vann á sumrin viö byggingu loranstöðvarinnar á Snæfellsnesi, á jarðýtu í Eyjafirði og í síld á Raufar- höfn. Hann var bústjóri á svínabú- inu Grísabóli á Akureyri 1963-1982 og hefur síðan unnið við viðgerðir í Minjasafninu á Akureyri. Hans kvæntist 1944 Rósu Rögn- valdsdóttur, f. 1. apríl 1917. Foreldr- ar hennar voru Rögnvaldur Sig- urðsson, b. og sjómaður á Litlu- Brekku á Höfðaströnd, og kona hans, Guðný Guðnadóttir. Dætur Hans og Rósu eru Ragna Guðný Pedersen, f. 3. janúar 1938, gift Sveini Þorbergssyni, b. á Syðri- Reistará í Arnarneshreppi og eiga þau tvær dætur, og Hildur María Pedersen, f. 20. febrúar 1952, gift Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni, listmálara á Akureyri, og eiga þau fimm börn, tvær dætur og þrjá syni. Hans var tíundi í röðinni af fimmtán Hans Pedersen. systkinum og eru þau öll látin nema Hans og Henrik bróðir hans sem býr í Odinsvéum. Foreldrar Hans voru Kristen Peder Blichsted, f. 2. janúar 1864, húsasmiður, og kona hans, María Jakobsen, f. 24. maí 1872. Kjuregej Alexandra Argunova. 85 ára_______________ Anais Númina Árnadóttir, Kárastíg 2, Reykjavík. 80 ára Lára Lárusdóttir, Skallagrímsgötu 1, Borgarnesi. Kristján Sigurðsson, Víkurbraut 28, Grindavík. Múlasýslu. Sveinn Finnsson, Eskiholti 1, Borgarhreppi, Mýra- sýslu. Valgerður Lárusdóttir, Fremri-Brekku, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Sveinn Guðmundsson, Lagarási 10, Eiðahreppi, Suður- Múlasýslu. 40 ára Kjuregej Alex- andra Argunova Kjuregej Alexandra Argunova i ólst þar upp. Hún tekur á móti gest- listþjálfi, Langholtsvegi 135, Reykja- um að heimili sínu á Langholtsvegi vík,erfimmtugídag. Kjuregej Álex- 135 kl. 17-19. andra er fædd í Jakutja í Síberíu og 75 ára Sigurbjörn Guðbrandsson, Hörpugötu 6, Reykjavík. Guðlaugur Pálsson, Barði, Haganeshreppi, Skagaíjarð- arsýslu. Fanný Guðmundsdóttir, Hoitsgötu 41, Reykjavík. 60 ára Friðný G. Ármann, Bjarkargrund 26, Akranesi. Jónas Helgfell Magnússon, Uppsölum, Eiðahreppi, Suður- Múlasýslu. 50 ára Dóra Björk Leósdóttir, Austurvegi 16, Þórshöfn, Norður- Guðbjartur Á. Ólafsson, Húnabraut 2, Blönduósi. Ingunn O. Jónsdóttir, Viðiteigi 6D, Mosfellsbæ. Þráinn Sigurðsson, Hamarsminni 22, Djúpavogi, Suð- ur-Múlasýslu. Sóley Sigursveinsdóttir, Smiðjustig 2, Búðahreppi, Suður- Múlasýslu. Ásdís Pálmadóttir, Hrannarbyggö 9, Ólafsfirði. Sigurjón Már Guðmannsson, Ljósabergi 36, Hafnarfiröi. Jóhanna María Finnbogadóttir, Vestmannabraut 67, Vestmanna- eyjum. Hákon H. Pálsson, Vesturgötu 77, Akranesi. Sveinn Magnússon, Suöurgötu 20, Reykjavik. Óskar Pálmason, Svarfaðarbraut 11, Dalvík. Tilmæli til afmælisbarna Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að ber- ast í síðasta lagi þremur dögum fyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.