Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 56
ol0lLASrOo ÞRÚSTUR 68-50-60 VANIRMENN LOKI Gæti ég ekki fengið þennan bréfbera í hverfið til mín? 13unm JÓLASVUNAR STEKKJASTAUR íslensku jólasveinamir eru sagðir vera þrettán talsins. í dag kemur sá fyrsti til byggða. Hann heitir STEKKJASTAUR 12 DAQAR TIL JÓLA Ekið á Ijósastaur Bíl var ekið á ljósastaur í Grinda- '^l'ík á föstudagskvöld. Fimm manns voru í bílnum - enginn slasaðist al- varlega. Bíllinn er mikið skemmdur - ef ekki ónýtur. -sme MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. I F R É 1 > ( r T /V. S 1 25 K O T 1 Ð • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Keflavík: Fékk ávfsun upp á 2,2 milljónir í pósthólflð Henni brá heldur en ekki í brún, konunni í Keflavík sem fékk ávísun upp á 49.848,79 dollara eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna í póst- hólfið hjá sér. Ávísunin var frá Flugleiðura og átti að fara upp á KeflavíkurQugvöll en lenti fyrir vangá í pósthólfi konunnar. Henni hefur nú verið skilað til réttra að- ila. Það var á föstudaginn sem konan, er ekki vill láta nafns síns getið, fór í pósthólf sitt til að sækja póstinn. Þá var þar umslag merkt Plugleiö- um, stílað á pósthólflð. Konunni fannst ekkert athugavert við þótt hún væri að fá bréf frá Flugleiðum þar sem hún hafði nýverið pantað dagsferð með félaginu til útlanda. En þegar hún opnaði umslagið reyndist vera í því ávísun upp á 49.848 dollara rúma eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Meö fylgdu einnig reikningar sem Flug- leiðir hugðust greinilega greiða á Keflavíkurflugvelli og var ávísunin sýnilega ætluð til þess. Konan haföi þegar samband við Flugleiðir en þar sem liðið var á fóstudaginn tókst henni ekki að ná í neinn þar. Það var ekki fyrr en á laugardag sem hún náði sambandi við manninn sem skrifaði undir ávísunina. Sendi hann síðan eftir ávísuninni suður til Keflavíkur í gær, þannig að hún er nú komin til síns heima. Konan sagði að ávísunin hefði ekki verið yflrstrikuö heldur stiluð á gjaldkera. Kvað hún fróða menn hafa sagt sér að ekkert mál væri að skipta slíkri ávísun ef hún væri t.d. millifærð erlendis frá. -JSS Hættur að skilja Alþýðuf lokkinn - segir Ólafur Ragnar Grímsson „Menn verða að fara að gera sér grein fyrir því að jöfnuði verður ekki náð nema þeir sæki þá tekjuöflun sem þarf. Það er búið að ákveða það mikinn niðurskurð til viðbótar við þann sem kom fram í fjárlagafrum- varpinu og mér hefur heyrst það á einstaka ráðherrum Alþýðuflokks- ins að þeir séu ekki spenntir fyrir frekári niðurskurði. Það eru því ekki aðrir kostir en að auka tekjurnar ef menn ætla aö ná jöfnuði í ríkis- búskapnum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í morg- un um þá niðurstöðu þingflokks- fundar Alþýðuflokksins að sam- þykkja ekki nema tveggja prósentu- stiga hækkun tekjuskatts í stað þriggja eins og gert var ráð fyrir í tillögum Ólafs Ragnars. „Ég mun ræða við Jón Sigurösson og Steingrím Hermannsson á eftir. Við munum taka ákvörðun um hvort þessi afstaða Alþýðuflokksins frestar því að frumvarpið verði lagt fram.“ - Alþýðuflokkurinn samþykkti að bíða með að taka endanlega afstöðu til frumvarpsins þar til ljóst væri hver yrðu afdrif annarra tekjuöflun- arfrumvarpa. „Þeir ætla kannski að bíða fram í janúar. Ég er hættur að skilja Al- þýðuflokkkinn ef þetta er rétt.“ - Hvaða áhrif hefur afstaða Alþýðu- flokksins á afkomu ríkissjóðs? „Það kemur ekki mikiö framlag í gegnum tekjuskattsfrumvarpið til að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. Al- þýðuflokkurinn hefur löngum verið harður á því að það ætti að vera tekjuafgangur á ríkissjóði. Ég bíð því eftir að þeir útskýri hvernig þeir ætla að gera það ef þetta er niður- staða þeirra þingflokks," sagði Ólaf- ur Ragnar. Að sögn Ólafs Ragnars var frum- varpið tilbúið í öllum þeim útgáfum sem til greina komu. Það verður því hægt að leggja það fram ef Steingrím- ur og Jón Sigurðsson samþykkja það á eftir. Alþýðuflokkurinn: Jólasveinarnir fara nú að koma til byggða, einn á eftir öðrum. Sá fyrsti, Stekkjastaur, var að í alla nótt við að setja eitthvað gott í skóinn hjá börnun- um og hafði meira en nóg að gera. Fjarskyldir ættingjar Stekkjastaurs, Jóli og félagar, voru ekkert að láta bíða eftir sér og stungu klementinu að þægu börnunum sem áttu leið um Laugaveginn um helgina. Af eftirvænting- unni í svip mömmu má ráða að hún hafi lika verið þæg og góð - við pabba. DV-mynd Brynjar Gauti Samþykkir aðeins 2 pró- sent hækkun tekjuskatts Alþýðuflokkurinn er aðeins tilbú- inn að samþykkja 2% hækkun á Veðrið á morgun: Rigning suðvestan- lands Vaxandi suðaustanátt og rign- ing verður á Suðvestur- og Vest- urlandi en hægari og í fyrstu þurrt í öðrum landshlutum. Hit- inn verður 0-7 stig. „Þetta hangir allt saman og það verður að sjá til lands í þeim efnum sém ekki gerir ennþá. Þess vegna höfum við ekki verið tilbúnir að fara nema upp í 2% í hæsta lagi,“ sagði Eiður. Eiður sagði að þeir alþýðuflokks- menn væru tilbúnir að fallast á nið- urskurðarhugmyndir íjármálaráð- herra í stórum dráttum þó þeir vissu- lega óttuðust að sums staöar væri veriö að seilast fulllangt. -SMJ -gse I tekjuskatti en flármálaráðherra tel- ur 3% hækkun nauðsynlega. Að sögn Eiös Guðnasonar, þingflokksfor- manns Alþýðuflokksins, vilja al- þýðuflokksmenn sjá hvernig öðrum tekjuöflunarfrumvörpum reiðir af í þinginu áður en tekjuskattsfrum- varpið verður afgreitt. Alþýðu- flokksmenn héldu langan þing- flokksfund í gærkvöldi þar sem farið var yfir fjárlagagerðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.