Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. MTÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. 17 íþróttir íþróttir Islandsmótiö í handknattleik: Fjórir leikir í 1. deild í kvöld Skotland: Rangers skellti Celtic á Ibrox Glasgow Rangers jók forystu sína í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi er liðið sigraöi nágranna sína í Glasgow Celtic, 4-1. Leikurinn fór fram á heimavelii Rangers, Ibrox, að við- stöddum 40 þúsund áhorfendum. Celtic fékk óskabyrjun því eftir aðeins 45 sekúndur lá knötturinn í marki Rangers. Chris Morris, varnarleikmaður Celtic, skoraði með hörkuskoti af 20 metra færi. Leikmenn Rangers tvielfldust við mótlætið og áður en fyrri hálf- leikm: var allur voru þeir búnir aö ná forystu, 3-1, með mörkum frá Terry Butcher, Mark Walters og Ian Ferguson. Tiu mínútum fyrir leikslok var Mark Walters aftur á ferðinni er hann skoráöi íjórða mark Rang- ers. Þetta var þriðja viðureign hð- anna á keppnistímabilinu og hef- ur Rangers sigraö i tveimur þeirra en Celtic í einni. Dundee United, sem er í öðru sæti, varð að sætta sig við jafn- tefh á heimavelh gegn Aberdeen, hvort höið skoraði eitt mark. Mark Aberdeen skoraði Charhe Nicholas sem lengst af sínum knattspyrnuferh hefur leikið með Arsenal. Úrslit Rangers - Celtic........ 4-1 SL Mirren - Ðundee.....1-1 Dundee. Utd. - Aberdeen.1-1 Hamilton - Motherwell..0-2 Staöa Rangers ...22 15 3 4 35-15 33 D.Utd...22 11 8 3 29-12 30 Aberdeen.22 8 12 2 27-20 28 Celtic..22 12 2 8 46-31 26 Hibs....21 8 7 6 22-17 23 -JKS Keppni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik hefst að nýju í kvöld eftir þriggja vikna hlé. Fjórir leikir eru á dagskrá og hefjast allir kl. 20, nema leikur KA og FH kl. 20.30.' Þeim fimmta, viðureign Gróttu og Breiða- bliks, hefur verið frestað fram í apríl þar sem nýja íþróttahúsið á Seltjarn- arnesi er ekki tilbúið. Stórleikur kvöldsins er viðureign Stjörnunnar og KR i Digranesi. KR er í öðru sæti og vann átta af níu leikjum sínum í fyrri umferðinni en Stjarnan er í þriöja sæti og vann sex síðustu leiki sína fyrir áramót eftir aö hafa tapað þremur fyrstu leikjun- um. KA og FH hafa verið á svipuðu reki í deildinni og mætast á Akureyri. KA kom mjög á óvart með því að leggja FH-inga að velli í Hafnarfirðinum í fyrri umferðinni en síðan hefur Ak- ureyrarliðiö verið heldur mistækt, eins og reyndar einnig FH-ingarnir. Fram og Valur leika í Laugardals- Tveir liðsmenn íslenska landsliðsins í alpagreinum taka þátt í heims- meistaramótinu í alpagreinum sem Guðrún Kristjánsdóttir. höllinni og miðað við gengi liðanna fyrir áramót ættu Valsmenn ekki að eiga í teljandi erfiðleikum þar. Loks eigast ÍBV og Víkingur við í Eyjum og þar er bitist um mikhvæg stig í fahbaráttunni. Staðan í deildinni fyrir leikina í kvöld er þannig: Valur..........9 9 0 0 243-179 18 KR.............9 8 0 1 233-201 16 Stjarnan.......9 6 0 3 201-184 12 FH.............9 5 0 4 232-216 10 KA.............9 4 0 5 202-202 8 Grótta.........9 3 1 5 187-202 7 Víkingur.......9 3 1 5 232-248 7 Fram...........9 1 3 5 192-223 5 ÍBV..........9 1 2 6 184-214 4 UBK..........9 1 1 7 191-228 3 í 2. deild karla mætast Ármann og Haukar í Laugardalshöhinni kl. 19 í kvöld og kl. 20 hefjast tveir leikir í 1. deild kvenna. Valur og Víkingur mætast á Hlíðarenda og Haukar og FH í Hafnarflrði. - VS fram fer í Vail í Colarado í Bandaríkj- unum dagana 29. janúar til 12. febrú- ar. Þau sem fara til Colorado eru Guðrún Kristjánsdóttir og Örnólfur Valdimarsson. Guörún Kristjánsdóttir keppir í svigi 6. febr. og í stórsvigi 11. febr. Örnólfur Valdimarsson keppir í risa- svigi 7. febr., stórsvigi 9. febr. og í svigi 12. febr. Fararstjóri keppenda verður Siguröur Einarsson, lands- liðsþjálfari Helmut Maier og aðstoð- .arþjálfari Bjarni Þórðarson. Keppendur veröa við æíingar í Aspen í Colorado frá 25. janúar en þar eru aðstæður líkar því sem eru í Vail. í byrjun ferbrúar fer hópurinn til VaU og undirbýr sig endanlega fyrir keppnina. -JKS Örnólfur og Guðrún keppa á HM á skíðum - fara á HM í alpagreinum í Colorado^ Fram varð Reykjavíkurmeistari í innanhússknattspyrnu í karlaflokki í gærkvöldi. Liðið vann þá ÍR, 7-3, í hreinum úrslitaleik þar sem hinn efnilegi leikmaður, Anton Markússon, fór hamförum í liði Fram. Á myndinni fagna dreng- irnir úr Safamýri sigri sínum á mótinu en fyrirkomulag var með nokkuð nýjum hætti. Leikið var á stærri mörk en áður og tefldi hvert lið fram markverði og fjórum sóknarmönnum. Lið meistaranna var skipað þeim Guðmundi Steinssyni, Kristjáni Jónssyni, Viðari Þorkelssyni, Steini Guðjóns- syni, Antoni Markússyni, Pétri Arnþórssyni, Ólafi Ólafssyni, Pétri Ormslev, Birki Kristinssyni og Ómari Torfasyni. Á myndinni er einnig Ásgeir Elíasson þjálfari og Vilhjálmur Hjörleifsson liðstjóri. I. * DV-mynd HH/JÖG ■ llfÍÍllt ■ ' . : 'i/' ' >' Eddy Edwards fagnar hér persónulegum sigri á ólympiuleikum en þar náði hann því markmiði sinu að komast klakklaust fram af pallinum. Nú er kappinn meiddur og má sætta sig við að keppa ekki næstu dagana. Símamynd Reuter Sirkustilþrif á Suðurnesjum - er bikarmeistarar ísraels unnu íslenska landsliöiö, 68-96 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það er mjög gott fyrir strákana að spila gegn þessu sterka hði en þetta er án efa eitt besta félagslið í Evrópu. Það sýndi góðan leik gegn okkur, liðsmenn sýndu hvers þeir voru megnugir. Allir leikmenn mínir gátu hins vegar meira en báru of mikla virðingu fyrir stjörnun- um. Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að sjá þessa kappa leika en þetta er merkisviðburður í íslenskum körfuknattleiksheimi." Þetta sagði Lazlo Nemeth landsliðs- þjálfari í gærkvöldi en íslenska liðið beið þá lægri hlut fyrir ísraelsku bikarmeist- urunum, Hapoel Galil Elyon, 68-96 (34-52). ísraelsmenn fengu rokbyrjun í leikn- um í gærkvöldi sem fór fram fyrir þétt- skipuðu húsi í Grindavik. Á upphafs- kaflanum yfirspiluðu þeir' íslenska liðið og var bilið orðið nokkurt eftir aðeins sex mínútur eða 6-21. Þá bar mikið á Or Goren, ísraels- manni, en hann geröi 4 þriggja stiga körfur á þessum mínútum en 15 stig alls. Eftir þetta fór íslenska hðið að sýna sitt rétt andlit og svaraöi með 9 stigum gegn tveimur. Fram að leihléi höföu síðan ísraels- mennirnir ráðin og sýndu gríðarlegar sirkuskúnstir og virtust okkar menn stundum agndofa á sama hátt og áhorf- endur. Það sama var síðan uppi á teningnum í seinni hálfleiknum nema hvað ísraels- mennirnir hvíldu þá sína bestu menn og leyfðu varamönnum að spreyta sig. Þá virtust íslensku leikmennirnir hrein- lega spila undir getu, voru klaufar og báru bersýnilega of mikla virðingu fyrir þessum þekktu og snjöllu andstæðing- um. Bæði voru ísraelsmennirnir í liðinu gríðarlega flinkir og tveir Bandaríkja- menn hreinlega frábærir. í íslenska liöinu voru þeir Guðmundur Bragason og Valur Ingimundarson mest áberandi ásamt Jóni Kr. Gíslasyni sem átti ágæta spretti. Þá var Guðjón Skúlason hittinn í síð- ari hálfleiknum. Stig íslands: Guðmundur Bragason 15, Jóhannes Kristbjörnsson 12, Magnús Guðfinnsson 10, Valur Ingimundarson 10, Guðjón Skúlason 8, Matthías Matthí- asson 4, Jón Kr. Gíslason 4, Henning Henningsson 3, Birgir Mikaeísson 2. 12 menn léku fyrir íslands hönd og fengu allir að spreyta sig. Stigahæstir í liði ísraelsmanna voru Or Goren, sem gerði 27 stig, Terry Mart- in, sem gerði 22 stig, Wayne Freeman, sem gerði 18, og Brad Leaf sem gerði 14 stig. Dómarar voru Tékkinn Ljublomir Kotleba, sem talinn er einn besti dómari heims, og íslendingurinn Kristinn Al- bertsson. Dæmdu báðir mjög vel. Tveir dómarar „strikaðir út“ - hafnað af dómaranefnd FIFA, segir heimildarmaður DV Aðildarþjóðir alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, mega samkvæmt reglu tilnefna tíu milhríkjadómara árlega. íslend- ingar tilnefndu sex að þessu sirmi og voru það þeir Sveinn Sveins- son. Þorvarður Björnsson, Frið- geir Hallgrímsson, Guömundur Haraldsson, Óli Ólsen og Eyjólfur Ólafsson. Eftir því sem áreiðanlegar heimildir DV herma hlutu þeir Friðgeir og Þorvarður ekki náð fyrir augum dómaranefndar FIFA en hún metur hvort til- nefndir aðilar séu hæfir. Eftir því sem tíðindamaður blaðsins segir stóðstFriðgeir ekki þolpróf en átti möguleika á að taka það aftur en gerði ekki. í samtah við DV í gærkvöldi sagðist Friðgeir hafa fallið á þol- prófinu vegna meiðsla sem hann væri nú loks að ná sér af. Að öðru leyti kvaðst hann ekkert þekkja til þessa máls. Hvað Þorvarð áhærir sagði heimildarmaður DV dóraara- nefndarmenn hafa skoöað ein- kunnir hans. Sagði tíðindamað- urinn að Þorvarður hefði átt tvo slæma leiki og þótt hann hefði átt aðra góða þá vægju hinir slöku þyngra þegar litið væri á heild- ina. -JÖG Fiðurlausi öminn tók slæma kollsteypu - Eddy Edwards meiddist í skíöastökki Hinn vinsæh breski skíðastökkv- ari, Eddie „Örn“ Edwards, varð fyrir slæmum meiðslum í æfingastökki í austurrísku borginni Innsbruck í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús með brotið viðbein, heilahristing og fleiri áverka. Horfur eru á að þátt- töku hans í skíðastökkmótum vetr- arins sé þar með lokið. Eddie Édwards sló í gegn á vetrar- ólympíuleikunum í Calgary fyrir tæpu ári. Hann naut gífurlegrar hylh áhorfenda þrátt fyrir að stökkva mun skemmra en aðrir keppendur. Edwards stökk um 50 metra í gær en besta æfmgastökkiö átti Finninn Ari-Pekka Nikkola sem sveif 110 metra. -VS Liverpool vann Villa Liverpool sigraði Aston Villa, 1-0, á Anfield Road í gærkvöldi í 1. deild ensku knattspymunnar, Ronnie Whelan geröi markið. Við sigurinn er Liverpool í 4. sæti deíldarinnar með 31 stig en sem fyrr er Vhla í neðri hlutanum. -JKS l i í | I Hoddle bestur Franska knattspyrnutíma- ritið France Football útnefndi í gær Glenn Hoddle besta er- lenda knattspymumanninn sem leikur með frönsku liði. Þetta er í fyrsta skipti í 20 ára sögu þessa kjörs að heiðurinn fellur breskum leikmanni í skaut. Hoddle gekk til liðs við Monaco fyrir hálfu öðru ári og átti drjúgan þátti í vel- gengni liðsins sl. vetur er það varö franskur meistari. Þá var hann valinn knattspyrnu- maður ársins í landinu. Það sem af er þessu tímabili hefur hann skorað 10 mörk fyrir félagið. Næstir á eftir honum í kjör- inu urðu Vestur-Þjóðverjinn Karl-Heinz Förster, sem leik- ur með Marseilles, og Júgó- slavinn Mehmed Bazdarevic sem leikur með Sochaux. Stephane Paille frá Sochaux var við sama tækifæri vahnn besti franski leikmaðurinn í 1. deildinni. -VS Karfa í kvöld ísraelska körfuboltahðið Hapoel Galh Elyon leikur í kvöld klukkan 20 við ÍBK í íþróttahúsinu í Keflavík. Leikurinn er fjáröflunarleik- ur fyrir nýtt íþróttahús sem er í byggingu í bænum. Garðbæingar og aðrir stuðningsmenn Stjörnunnar. Nú mætum við öll og hvetjum Stjörnuna til sigurs. Stjórnin Fyrsti stórleikur ársins í kvöld kl. 20.00 í Digranesi. STJARNAN - KR KR í 2. sæti deildar- innar og Stjarnan er 1 3. sæti. Hvað gerir hið létt- leikandi Stjörnulið á móti KR-veldinu? 1 7 í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.