Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989. 3 Fréttir w Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra: Utgerðin kallar yfir sig auðlindaskatt - hafni útgeröarmenn tilraimum til aö fækka fiskiskipum „Útvegsraenn og sjómenn standa frammi fyrir því að fiskiskipaflotinn er rekinn með 9 prósent halla sam- kvæmt mati Þjóðhagsstofnunar. Þessi halli verður ekki lagfærður til skamms tíma með fækkun fiski- skipa. Mér er það ljóst. En til lengri tíma er'hægt að gera fiskiskipaflot- ann arðbærari méð því að fækka fiskiskipum. Það er skylda mín að benda á leiðir til þess aö gera flotann arðbærari. Þetta er ekki einkamál sjómanna og útvegsmanna. Þetta er hagsmunamál allrar þjóðarinnar," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra um tillögur sínar um úreldingu tíunda hluta fiskiskipa-. flotans. - Hvaðertilráðatilaðmætaþessum hallarekstri ef fækkun fiskiskipa skilar ekki árangri nema þegar til lengri tíma er litið? „Aö sjálfsögðu snýst það um tekju- skiptingu innan sjávarútvegsins. Fiskverð verður að endurspegla það sem það kostar að ná í fiskinn. Þaö er vonlaust mál að leysa rekstrar- vanda útgerðarinnar ávallt meö því að sækja haröar í fiskistofnana. Þeg- ar upp er staöið er það sú leið sem - útgerðarmenn vilja fara. En með því er verið að eyðileggja framtíðar- hagsmuni og ég mun ekki standa að því.“ - Útgerðarmenn hafa sagt að þessar tillögur séu fyrstu skrefm í átt að auðlindaskatti. „Það munu standa eftir rúm 98 prósent af öllum veiðiheimildum þrátt fyrir þann kvóta sem úrelding- arsjóðurinn fær. Ég hafna því algjör- lega að þetta sé einhver vísir að auð- lindaskatti. En ef menn þverskallast við tilraunum til þess að fækka fiski- skipum eru menn að kalla yfir sig slíkan skatt.“ - Það hefur einnig verið bent á að úreldingin kæmi af sjálfu sér ef kvótakerfið hefði lengri gildistíma. „Gott og vel. í fyrsta lagi getur ekki orðið af því fyrr en eftir tvö ár. í öðru lagi er engin trygging fyrir því að meirihluti Alþingis samþykki það,“ sagði Halldór. -gse KARATEFÉLAG VESTURBÆJAR Byrjenda- og framhaldsnámskeiö hefjast 9. janúar. Innritun hafin. Uppl. í síma 12335 og 12815. SHOIOKÁtf KtiHWÍK Setti sölumet í fyrshi veiðiferð sem skipstjóri Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Togararnir Hólmanes SU 1 og Hól- matindur SU 220 frá Eskifirði gerðu feikna góðar sölur erlendis á nýja árinu. Hólmanes seldi 117 tonn í Bre- merhaven 2. janúar fyrir 11 milljónir og 570 þúsund krónur. Meðalverð reyndist krónur 98,95 fyrir kílóið. Aflinn var að mestu upsi og karfi. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar hjá LÍÚ er þetta hæsta meðalverð í íslenskum krónum sem fengist hefur fyrir ísfisk á þýska markaðnum til þessa. Skipstjóri í þessari eftirminni- legu veiðiferð var Már Hólm og er þetta fyrsta veiðiferð hans sem skip- stjóri í siglingu. Hólmatindur landaði 100 tonnum í Hull 4. janúar. Þar voru seld 80 tonn fyrir 8,7 milljónir króna. Meðalverð 109 krónur kílóið. 20 tonn voru send til Bremerhaven, upsi og karfi, sem seldust fyrir 1900 þúsund krónur eða um 94 krónur kílóið. Heildarverð hjá Hólmatindi fyrir þessi 100 tonn er því 10 milljónir og 600 þúsund krónur eða 106 krónur kílóið sem er afargott verð. Þess má að lokum geta að báð- ir þessir togarar seldu á fyrsta sölu- degi í viðkomandi löndum á þessu nýbyrjaða ári. Veruleg aukning á útgerð línubáta Jóhann Jónsson, DV, Seyöisfiröi: Veruleg aukning hefur að undan- fórnu átt sér stað á útgerð línubáta frá Seyðisfirði. Vélsmiðja Seyðis- fjarðar hefur byggt fimm báta frá sumrinu 1978 til ársins 1988 og er með tvo í smíðum til viðbótar. Annan þeirra á að afhenda í janúar á þessu ári. Fjórir af þessum bátum eru hér og einn hefur farið til Bolungarvíkur. Góð reynsla er af þessum bátum sem eru 9,9 tonn hver. Þeir hafa ásamt allmörgum opnum trillum og eldri bátum, sem róið hafa með línu og handfæri, lagt upp á árinu 1400 til 1500 tonn bæði á Seyðisfirði og annars staðar. Nokkur áhugi hefur verið hjá ungu fólki á skólaaldri að læra beitningu en skortur á vinnuafli hefur háð línuútgerð mikið. Virðist þarna vera um hugarfarsbreytingu aö ræða varðandi þessa atvinnugrein og hef- ur fólki meðal annars verið leiðbeint við beitningu í sumar. í fyrsta lagi lendir Arnarflugs- mg vélin á hádegi þannig að þú átt kostw á fjölmörgum tengiflugum með KLM. í öðru lagi er allt undir einu þaki á Schiphol og því mjög auðvelt og fljótlegt að fara á milli véla. Síðast en ekki síst, meðan þú bíður eftir tengifluginu getur þú gert góð kaup í stærstu og ódýr- ustu fríhöfn Evrópu. Við köllum það 100.001 tollfrjálst tilboð. Traust flusfélas KLM Royal Dutch Airlines

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.