Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. REYKJKIÍKURBORG Jtautevi Stödwi ÞJÓNUSTUÍBÚÐiR ALDRAÐRA DALBRAUT 27 Starfsfólk vantar í eftirtalin störf: Eldhús 75% starf. Vinnutími frá kl. 8.00-14.00. Unn- ið aðra hverja helgi. Dagdeild. 50% starf við ræstingu. Vinnutími frá kl. 15.00-19.00 virka daga. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 á milli kl. 10.00 og 14.00. t t BLAÐ BURÐARFÓLK cc otttvrw atcblA .Jkf Ármúli ******************* Safamýri i ^ t % % * % *** **í A A A A AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 K SÍMI 27022 Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf i rekstrarfræðum á háskólastigi miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og fram- leiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlanagerð, starfs- mannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lög- fræði og félagsfræði, félagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raunhæf verk- efni og vettvangskannanir í atvinnulífinu auk fyrir- lestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Tveir vetur frá september til maí hvort ár. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötúneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Barnagæsla á staðnum. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 27.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónu- upplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sér- stök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækj- endum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyr- ir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfs- reynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Allt að 20 umsækjendur hljóta skólavist í Rekstrarfræðadeild. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000. Fjöldi verslana hér selur svokallaðar heilsuvörur. i 31 i Ginseng: Hafa skal það sem sannara reynist í elstu kínversku lyfjaskránni, (sennilega elstu lyfjaskrá í heimi) sem er 2000 ára gömul, er getið um ginseng. Þar er því haldið fram að neysla ginsengs komi fólki í andlegt jafn- vægi, dragi úr spennu, bæti minni, skerpi sjón og örvi hugsun, svo dæmi séu nefnd. Fyrstu sagnir um lækninga- og hressingarmátt gin- sengs eru frá Kóreu, sennilega um 5000 ára gamlar. Engar gamlar as- ískar heimildir greina frá skaðleg- um áhrifum eða aukaverkunum ginsengs. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar og í dag vinna hundruð há- menntaðra vísindamanna um allan heim að rannsóknum á ginsengi. Rannsóknir þessar standa með sem mestum blóma í Austurlönd- um ijær enda kosta stjórnvöld þar rannsóknir af þessu tagi og ekkert er til sparað. Auk þess hittast helstu fræðimenn um ginseng á svokölluðum ginsengráðstefnum sem haldnar eru á nokkurra ára fresti. Þar bera vísindamennirnir saman bækur sínar og flytja niður- stöður rannsókna sinna. Að hverri ráðstefnu lokinni eru niðurstöð- umar birtar í bókaformi. Er jörðin fflöt? Tilefni greinar minnar er furðu- leg grein sem birtist á neytendasíðu DV fimmtudaginn 23.2. 1989. Þar kemur ungur blaðamaður fram í gervi litla drengsins í sögu H.C. Andersen, Nýju fótin keisarans. Greinin hét því sláandi en „sölu- lega“ nafni: „Ginseng: Ekkert sannað um áhrifamátt þess“. Hulunni var svipt af öllum þeim þúsundum um allan heim sem hafa lífsviðurværi sitt af því að rann- saka ginseng. Fótunum var kippt undan 5000 ára gamalli goðsögn og hún að engu gerð. Snemma í grein- inni er gefið í skyn á hverju mis- skilningur heimsbyggðarinnar byggist. „Rótin er stólparót, sem hefur stundum þótt líkjast mannsmynd og hefur það eflaust átt sinn þátt í trú manna á lækningakrafti henn- ar.“ Áðurnefnd grein Pá er al- mennt séð yfirfull af rangfærslum og misskilningi. Mér finnst þó síður en svo við hann að sakast vegna þess að greinin er vel skrifuð kópía af grein Þorbjargar Kjartansdóttur sem ber titilinn lyfjafræðingur. Greinilegt er við lestur greinar Þorbjargar, þar sem fjallar um hlutföll ginsenósíða, að hún gerir ekki greinarmun á rauöum ginseng og hvítum. Þorbjörg sýnir einnig ákveðna tvöfeldni meö því aö gagn- rýna að ekki sé alltaf um svonefnd tvöföld blindpróf aö ræöa. Þegar kemur að svokölluðum hliðarverk- unum styðst hún nánast eingöngu við ófullkomnustu „rannsóknir" sem birtar hafa verið á prenti. (1) (2) KjaUariim Siguröur Þórðarson stýrimaður ekki hafa neitt upplýsingagildi eins og áður segir verður ekki að öllu leyti sakast við blaðamanninn. Hann gerði þó tvenn mistök við samningu greinar sinnar. 1) Blaðamaðurinnfinnurmjögsér- stæða grein í tímariti, grein sem hvorki er vísindalega unnin né stefnumarkandi í rannsóknum á ginsengi, og breytir greininni í frétt á neytendasíðu. 2) Blaðamaðurinn ofmetur eigin hæfileika til að meta uppruna- legu greinina og spinna út frá henni. Dæmi um þetta er máls- grein eins og: Stundum er gefið íjölvítamín með ginsengi við til- raunir og áhrifin, ef einhver eru, eignuð ginsengi. Misskilningur blaðamannsins „Engar gamlar asískar heimildir greina frá skaðlegum áhrifum eða aukaverkunum ginsengs.“ Um miðja þessa öld hófu Sovét- menn mislukkaðar tilraunir til að rækta og rannsaka ginseng. í fyrstu urðu þeim á þau mistök að nota tilbúinn áburð við ræktunina, í því tilviki komu fram skaðleg áhrif á fólk sem ekki hafa átt sér stað síðar svo vitað sé. Kynlíf, krydd og áfengi Greinarhöfundur „gleymir" að geta um forsendu málsins en segir að tekiö sé fram að þeir sem taki ginseng eigi að halda sig frá kyn- lífi, kryddi og áfengi. Eins og þessi upptalning ber með sér hefur Þor- björg ekki einungis vit á lyfjum heldur einkar næman smekk á því hvað hrífur. Yamamoto sýndi árið 1973 fram á hvernig ginseng örvar frumuskiptingu og kjarnsýrufram- leiðslu í kynkirtlum. Sama ár skv. klínískri rannsókn Ishigami kem- ur fram að rúmur helmingur karl- manna, sem voru barnlausir vegna ónógrar sæöisframleiðslu, fengu bót á meini sínu eftir töku á gins- eng í 4-8 vikur. (3) Reyndar viöur- kennir Þorbjörg annars staðar í sömu grein að niðurstöðum beri saman um að ginseng örvi kyn- hvöt. Rannsókn Chung No Joo sýndi fram á hvernig ginseng stuðl- ar að afeitrun lifrarinnar, rafeinda- ljósmyndir sýndu hvernig ginseng verndaði lifrarfrumur fyrir skemmdum. Notuð var 12% áfeng- isblanda í stað vatns í 6 daga. (4) (Tvöf. blindpr.) Algengt er í Kóreu að fólk taki inn 3^4 g af extrakt áöur en það „dettur í það“ til að koma í veg fyrir timburmenn. Þetta með kryddið hefur líklega verið nauðsynlegt að hafa með stílsins vegna. Upplýsingar og fræðsla Þótt ég telji áðumefnda DV grein stafar af því að upprunalegi grein- arhöfundurinn átti sennilega við aö starfrækt er heilsuvörubúð í Rvík sem selur blöndu af fjölvíta- mínum og hvítu ginsengi. Lokaorð Dagblaðið var á sínum tíma brautryðjandi í neytendamálum. Einn helsti frumkvöðull á því sviði var núverandi ritstjóri, Jónas Kristjánsson. Mér hefur alltaf þótt vænt um DV og vil manna síst sjá neytendasíðuna veröa æsifrétta- mennsku að bráð. Erlendis standa samtök neytenda og neytendablöð fyrir fræðslu á mismunandi inni- haldi og gæðum mismunandi gins- engtegunda. Það mest auglýsta er ekki alltaf best. Ginseng hefur einnig mismunandi geymsluþol eftir því hvort það er hvítt eða rautt. Rautt ginseng geymist mjög lengi vegna meðhöndlunar sem þaö fær eða 5 ár a.m.k. (5) Eftir langa geymslu getur virkni t.d. brenglast vegna þess að ákveð- in ginsengoxíð detta út. Vonandi fáum við að sjá öfgalausa og hlut- læga fræðslugrein í þeim dúr í framtíðinni. Sigurður Þórðarson. Heimildir: 1. Baranov, A.I. J. Ethnopharm. 6,339 (1982) 2. Sigel, R.K. Jama 241, 1614 (1979) 3. E.Y. Park o.fl. Proceeding of the third international ginseng symposium 1980. 4. ChoungNo Joo Proceeding of the third international ginseng symposium 1984, Korea Ginseng and Tobacco Research Institute, Daejeon, Korea. 5. A. Wolter. Fyrirlestur á náms- stefnu vitundarinnar 5. mars 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.