Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 23
Ia*§§a setti sexmet Ragnheiöur Runólfsdóttir frá Akranesi setti sex íslandsmet á innan- hússmeistaramótinu í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Þá gerði Birna Björnsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sér lítið fyrir og sló fimm met í unglingaílokki. Sjá bls. 32 Tiede- mann kemur ekki . Nú þykir fullljóst að austur-þýski handknattleiksþjálfarinn Paul Tie- demann muni ekki koma til starfa á íslandi. Samkvæmt heimildum, sem DV hefur aflað s'ér frá Austur-Þýska- landi, á Tiedemann við veikindi aö stríða og ólíklegt er talið að hann snúi sér aftur að þjálfun. Tiedemann þjálfaði landslið Aust- ur-Þjóðverja í tæpa tvo áratugi, áöur en hann hætti störfum á síðasta ári. Sem kunnugt er hefur Handknatt- leikssamband íslands um nokkurt skeið sótt þaö fast að fá hann sem landsliðsþjálfara en líkurnar á að af því verði hafa minnkað jafnt og þétt síöustu vikurnar. -VS Gullið til Guðjóns - sjá bls. 34 Úrslitin í unglinga- handbolta - sjá bls. 30 Valur féll á víta- keppni - sjá bls. 28-29 Geir setti heimsmet - í 200 metra bringusundi í flokki A-8 Heimsmet var sett á innanhúss- meistararaóti íslands í sundi um helgina. Metið setti Geir Sverrisson úr Njarðvík er hann synti 200 metra bringusund karla á tímanum 2:49,03 mínútum. Aö sögn Guðmundar Ámasonar hj á sundsambandinu átti Geir sjálf- ur eldra metið og var það 2:52,25 mínútur. Guðmundur kvað heimsmetið sett í flokki A-8, í Qokki hreyfi- hamlaðra, en Geir er fatlaður íþróttamaöur. Þjálfari Geirs er Noröurlanda- methafinn Eðvarð Þór Eðvarðsson úr. Njarðvík. Þess má geta að Geir vann til verðlauna á ólympíuleikum fatl- aðra sem fram fóru í Seoul í haust. Hann vann þar silfurverðlaun i 100 metra bringusundi, kom þá í mark á 1:21,25 mínútum. -JÖG Tómas Holton á förum til Noregs? - leikur aö öflum likindum ekki meö Val á næsta tímabifl Miklar líkur eru á aö Tómas Hol- ton, landsliðsmaður í körfuknattleik, yfirgefi herbúðir Vals fyrir næsta leiktímabil. Tómas, sem hefur verið burðarás- inn í liði Valsmanna undanfarin ár, stefnir út en hann hefur nú sótt um skólavist í íþróttaháskólanum í Osló í Noregi. „Ég er fastákveðin að fara ef ég fæ skólavist og stefni líklegast aö því aö komast að hjá einhverju liði þarna úti,“ sagði Tómas í samtali við DV í gærdag. „Ég hef enn ekki fengið svar frá skólanum en á von á því um miðjan apríl," sagði Tómas í samtalinu. Tómas Holton hóf að leika með meistaraflokki Vals árið 1983. Á hann nú ríflega 200 leiki að baki í meistaraflokki. Ef fer sem horfir má ætla að áfallið verði gríðarlegt fyrir Valsmenn en erfitt verður fyrir félagið að fylla skarð þessa skemmtilega leikmanns. -JÖG Öruggt að ég fer í vor - Sigurður Jónsson settur út úr liöi Sheff. Wed. „Það má heita öruggt að ég fari frá Sheffield Wednesday eftir þetta keppnistímabil. Það hafa nokkur fé- lög haft samband við mig nú síðustu dagana en ég á þó ekki von á að neitt gerist fyrir fimmtudaginn, en þá verður markaðnum hér í Englandi lokað til vorsins," sagði Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður hjá Sheffield Wednesday, í samtali viö DV í gær. „Ég hef áhuga á að leika áfram hér í 1. deildinni en er einnig spenntur fyrir því að þreifa fyrir mér á megin- landi Evrópu og sjá hvað er þar 1 boði,“ sagði Sigurður. Siguröur var settur út úr liði Sheff. Wed. fyrir leikinn við Luton í 1. deild ensku knattspyrnunnar á laugardag- inn. Ron Atkinson lét liðið leika stíf- an varnarleik og það vann þar dýr- mætan útisigur, 0-1, og bætti með því veruléga stöðu sína í fallbarátt- unni. „Gegn Everton um síðustu helgi var ég settur í stöðu hægri útherja, og fékk nánast aldrei boltann. Síðan breytti Ron Atkinson um leikaöferð og valdi mig ekki í liðið fyrir leikinn gegn Luton. Ég fór þó með liðinu en var ekki varamaður. Atkinson gerir alltaf 2-3 breytingar á hðinu milli leikja og hann hefur staðið sig mjög vel síöan hann tók við af Peter Eustace sem framkvæmdastjóri, - hann er toppmaður í sínu fagi,“ sagði Sigurður Jónsson. -VS Júgóslavl meö Hæðargarðsflðinu í 1. defldinni: Micic spilar með Víkingi „Við erum ánægðir með þennan leikmann. Hann virðist í mjög góðu líkamsformi og hefur staðið sig eink- ar vel með Víkingsliðinu á æfingum. Það er búið að ganga frá félagaskipt- um, það var gert á fimmtudag. Júgó- slavinn verður því orðinn löglegur með Víkingsliöinu um miðjan maí.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Georgs- son, einn ráðamanna knattspyrnu- deildar Víkings, í samtali við DV í gær. Var hann spurður hvort félagið úr Hæðargarðinum hefði fengið til sín júgóslavneska leikmanninn, Goran Micic, sem æft hefur með liðinu að undanfórnu. Að sögn Sigurðar Inga, er Júgó- slavi þessi mjög fjölhæfur og hpur sóknarmaður: „Hann hefur verið duglegur við að skora mörk og við munum reyna. hann í æfingaleik gegn Val á mið- vikudag." Micic, sem er 27 ára gamall, lék með 1. deildar liðinu Radnicki í heimalandi sínu að sögn Sigurðar Inga. Það félag er nú um miðja deild í Júgóslaviu en hafnaði í 7. sæti á síðasta vori. -JÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.