Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Page 5
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989. 5 >v________________Fréttir Kópavogssorpið í kerfisumfjöllun Hollustuvemd ríkisins bíður nú umsagna séraðila um hugmyndir stjórnvalda í Kópavogi um bráða- birgðaurðun á sorpi frá Kópavogi rétt viö Seljahverfið í Breiðholti. Hollustuvemd óskaði umsagna frá náttúruvemdarráði og skipulags- yfirvöldum í Kópavogi eins og reglu- gerð gerir ráð fyrir. Vegna nálægðar við byggð í Reykjavík var einnig farið fram á umsögn frá borgarverkfræðingi þar og vegna þess möguleika að grunn- vatn geti spillst var leitað til Orku- stofnunar. Þessir aðilar hafa frest fram í næstu viku til að skila áliti sínu og búast má við tilmælum frá Hollustu- vernd til ráðuneytis vegna málsins um miðjan júnímánuð. Nokkurrar óánægju mun nú gæta innan Hollustuverndar ríkisins vegna erindis Kópavogsbæjar. Telja margir starfsmanna stofnunarinnar ótækt að hægt sé að nota hana sem peð í pólitískum deilum. Einn starfsmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við DV að auk þess væm menn þar htið hrifnir af að Jjalla um enn einn öskuhauginn á Reykjavíkursvæðinu. Hins vegar yrði tekið á þessu máli af fullri al- vöm enda verði Kópavogsbúar ein- hvern veginn að leysa sín mál. -HV Tölvumál Ríkisútvarpsins: „Við höfum aldrei þegið umboðslaun“ Þorsteinn Einarsson verkfræðing- ur og starfsmaður Vistfangs hf., sem séð hefur um tölvumál Ríkisútvarps- ins, gerir eftirfarandi athugasemd við ummæli Bjarna Júlíussonar í DV fyrr í vikunni: „Bjarni Júlíusson lætur í ljós þá skoðun sína í viðtali við DV að margt hefði mátt fara betur hvað varðar tölvuvæðingu Ríkisútvarpsins. Bjarni er aö vinna að trúnaðar- skýrslu um málefni Ríkisútvarpsins og því örugglega fær um að tjá sína skoðun á því. Hins vegar gefur hann í skyn að óeðlilega hafi verið staðið að tölvukaupum hjá Ríkisútvarpinu. Hann nefnir að fyrirtæki tíðki að ráðleggja kaup á ákveðnum tölvu- búnaði og fái umboðslaun fyrir hjá seljanda tölvubúnaðarins án þess að þeir sem þeir veita ráðgjöfina viti um það. Vegna þessara ummæla vil ég taka fram að hvorki ég né það fyrir- tæki, sem ég stafa hjá, hefur þegið umboðslaun vegna tölvukaupa Rík- isútvarpsins. Við höfum aldrei þegiö umboðslaun af neinu tagi vegna ráö- gjafar sem við höfum veitt um tölvu- kaup.“ -JGH Heimsbikarmót 1 skák: Jóhann teflir í Rotterdam Heimsbikarmót í skák er nú að hefjast í Rotterdam í Hollandi og er það næstsíðasta mótið í þessari törn. Jóhann Hjartarson stórmeistari tefl- ir á mótinu og er það síðasta mótið sem hann teflir á en lokamótið verð- ur í Svíþjóð í ágúst. Engin leið er að segja fyrir um það hver verður sigurvegarinn í heildar- keppninni og hlýtur 100.000 dala að- alverðlaun. Karpov teflir á báðum mótunum sem eftir eru og verður að sigra á þeim báðum til aö komast fram fyrir Kasparov. Sem kunnugt er eru það þrjú bestu mótin sem ráða lokaniðurstöðu. -SMJ SEARS OG ROEBUCK KYNNA: ÆVINTÝRAHEIMUR BANDARÍSKRAR HÁGÆDAVÖRU í FAXAFENI11 Sumarhúsgögn frá kr. 29.700 settið, 4 stólar og borð. Grind úr plasthúðuðu áli. Rólusett. Verð frá kr. 18.400,- asvelnpokar. Verí kr. 3.150 - einnig nota sem rumtcppi) I D Faxafeni 11 - við Hagkaupspianið í Skeifunni Símar 670288 og 678588 lorrs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.