Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUÐAGUR 7. 'JÚNÍ' 1989. 15 Að loknu verk- falli háskólamanna Islenska þjóðin hefur aldrei verið menntaðri en í dag. Öli sú þekking, sem við búum yfir, hefur kostað mikla íjármuni. Nú mætti ætla að íslendingar væru þess vegna betur undir búnir að takast á við hin ýmsu mál sem koma upp í nútíma- þjóðfélagi. Einnig mætti ætla að siðferði þjóðarinnar og félags- þroskinn væri á framabraut. En það er öðru nær. Við það að menntun og þekking eykst vex í sama hlutfalli ágimdin. Menn rupla, ræna og krefjast, lög- lega og ólöglega. Það virðist ekki skipta máli hvort verðmætin, sem menn sópa til sín, eru brennivín, biðlaun eða eitthvað annað. Menntunin, þekkingin, snýst fyrst og síðast um hvemig menn geta auðgað sjálfa sig. Alltof margir hugsa í veraldlegum gæðum, drash, dauðum hlutum og flakki út um öll heimsins höf. Láfsgæða- kapphlaupið er í algleymingi enda er þjóðin komin með allt niður um sig. Þetta er hin raunsanna mynd af því efnahagsástandi og þeirri siðfræði sem þjóðin býr við í dag. Útrás í fégræðgi? Mikið hefur verið lagt upp úr menntun enda er mennt máttur og þekking. Menntunar ætti samt eng- inn að afla sér aðeins til að fá útrás í fégræðgi. Menntamenn ráða nánast öllu í efnahags- og atvinnulífi lands- manna í dag og hafa aldrei ráðið meirn frá upphafi. Á sama tíma og þekkingin er jafnmikil og raun ber vitni er allt efnahags- og atvinnulíf Kjallariim Gísli Gunnlaugsson verslunarmaður landsmanna í rúst. Eru einhver tengsl þarna á milli? Hvað er að? Ekki er það menntunarskorturinn. Það skyldi þó ekki vera að stór hluti menntafólks í dag séu sjálf- umglaðir oflátungar, sem láta reynslu þjóðarinnar lönd og leið en treysta eingöngu á eigin reikni- formúlur, fengnar frá erlendum stórþjóðum og eiga oft lítið erindi í okkar htla samfélag. Það skyldi þó ekki vera að eigið ofmat þessara aðha sé ástæða fyrir því hvernig komið er. En hver ber ábyrgðina? Ekki þeir sem hljóta laun sam- kvæmt ábyrgð starfsins sem mikið er rætt um þegar samningar standa yfir. - Nei, það er hinn venjulegi íslendingur, fyrirvinna þjóðarinn- ar, sem borgar brúsann. Nemendur í gíslingu Kjaradeilu ríkisins við Bandalag háskólamanna er nýlokið og verð- ur sér kapítuh í sögu þjóðarinnar. Þama voru í verkfalh margir sem jafnvel bjuggu við góð kjör. í upphafi kjaradeilna var mörkuð sú stefna að láta sömu laun ganga til ahra stétta þjóðfélagsins. Þessi stefna var mörkuð vegna stöðu at- vinnuveganna og þjóðarbúsins og átti fuhan rétt á sér. Háskólamenn gátu ekki hugsað sér að hljóta sömu kjarabætur og aðrir og efndu til stórátaka. Innan raða BHM eru háskóla- menntaðir kennarar. Þeir brugðu hart við og tóku nemendur sína í gíshngu. Skiptu á menntun þeirra og fiárhagslegri afkomu og eigin kjörum. Það er staðreynd að kjör kennara voru ekki verri en annat?;a laun- þega þjóðfélagsins. Laun þeirra margra voru nánast góð miðað við vinnutímalengd. Mjög víða í skól- um er dagaflöldi við kennslu u.þ.b. 167 á ári. Undirbúningur undir kennslustarf, þátttaka í námskeið- um og sumarfrí eru því 198 dagar. Það fer ekki milli mála að frítími kennara er lengri en hjá öðrum stéttum þjóðfélagsins. Margir kennarar mæta aldrei til nám- skeiðahalds. Alltof margir taka þátt í námskeiðum aðeins að nafn- inu til, mæta einn til tvo fyrstu dagana, hverfa síðan á braut til einkaerinda. Auðvitað skulu kennarar njóta kjara samkv. vinnuframlegð sinni en kennsla á ekki að vera forrétt- indi til launa frekar en önnur störf í þjóðfélaginu. Nýgerðir kjarasamningar hækk- uðu laun háskólamenntaðra kenn- ara um 19,8% sé miðað við heilt ár. Flestir hefðu tahð þetta nóg. Nei, kné er látið fylgja kviði og nemum haldið áfram í gíshngu. í nefndum samningum náðust fram tvöföld laun við kennslu og próf í sumar. Þarna sjá kennarar sér leik á borði að tryggja sér vel launaða sumar- vinnu. Blásið var í herlúðra og nemum skipað að mæta strax eða í ágústmánuði í kennslu og próf. Nemendur sem féþúfa Þessi annar kinnhestur kennara á nemendur á skömmum tíma hef- ur eftirfarandi afleiðingar. Sumir nemendur tapa sumarvinnu sinni. Aðrir tapa a.m.k. 2-8 vikum í vinnu auk kostnaðar sem varð vegna verkfahsins. Miðað viö þá launa- hækkun, sem varð við síðasta ASÍ- samning, tekur það nemann rúm tvö ár að ná upp nefndu tekjutapi. Kennarar ná upp sínu tekjutapi á fáum mánuðum. í nokkrum skólum fer fram svo- kallað námsmat. Ef neminn nær ekki lágmarkseinkunn út úr mat- inu hefur hann rétt á að taka próf. Það skal þakka þeim aðilum sem framkvæma skólalok á þennan manneskjulega nátt. Þetta er eina leiðin eins og málum var komið. Það er firra að nota nemendur sem féþúfu. Það hefur ekki þekkst fyrr í sögu vinnudeilna á íslandi að þeir sem í verkfalh voru fengju viðurkenn- ingu á aðgerðum með fiárgreiðsl- um. Þetta varð niðurstaðan í ný- gerðum kjarasamningum BHM. Þama er komið fordæmi sem aðilar í komandi kjaradeilum á íslandi skulu muna eftir. Annar þolandi verkfahsins (átt er við kennara í HÍK) fékk greiddar kr. 20.000 fyrir að hafa staðið í verkfalh (í þessu samb. er e.t.v. hjákátlegt að tala um þolanda). Hinn þolandinn, nemendur, situr uppi með áður- nefnt tjón. í þessari stöðu er óhjákvæmhegt annað en að leita réttar síns. Eðh- legt er að málið fari fyrir dómstóla. Nemendur eiga skilyrðislaust aö fá greiddar fiónabætur. Hvort greiðsla kemur frá HÍK eða ríkis- sjóði gildir einu. Mikih meirihluti þjóðarinnar stendur með nemend- um í þessu máli. GísU Gunnlaugsson „Nemendur eiga skilyrðislaust að fá greiddar tjónabætur. Hvort greiðsla kemur frá HÍK eða ríkissjóði gildir einu.“ Endurreisn breska Verkamannaílokksins: Breytingar í evrópskum stfl Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins. - Vill að flokkurinn geri Bretland á ný að forystuafli í samvinnu Evrópurikja. Gagnrýnin endurskoðun á stefn- um og áherslum er hlutur sem ger- ast verður innan stómmálaafla ef þau ætla ekki að glata tengslum við þjóðfélag samtímans. Úrelding við- horfa, jafnvel róttækustu viðhorfa, getur verið ör. Það sem taldist rót- tækni árið 1969 eða 1979 telst ekki endfiega róttækni árið 1989. Breski Verkamannaflokkurinn var dæmi um slíka úreldingu. Þessi flokkur, sem þó taldi sjálfan sig róttækan, var hreinlega orðinn að íhalds- sömu fyrirbæri og hann fékk harð- an dóm kjósenda sem slíkur árið 1983 þegar hann hlaut minnst kjör- fylgi leiðandi sfiómmálaafla í landinu. Aftur hlaut Verkamanna- flokkurinn laka niðurstöðu í kosn- ingunum 1987. Hvað gerði flokkurinn í máhnu? Breski Verkamannaflokkurinn fór í mikla og gagnrýna sjálfskrufn- ingu sem nú hefur skilað árangri. Undir forystu NeUs Kinnock, for- manns flokksins, imnu fiölmargir starfshópar að mótun nýrrar stefnuskrár sem sá loks dagsins fiós 19. maí síðasthðinn. Þar er stefna flokksins fyrir næstu kosn- ingar, sem líklega verða haldnar 1991, mótuð. Endurreisn almenns velferðar- kerfls, aukinn jöfnuður í lífskjör- um, breytt skattheimta, efld nátt- úmvemd, aukið samstarf við önn- ur Evrópulönd, efld iðnvæðing þar KjaUaiiim Einar Heimisson háskólanemi, Freiburg, Vestur-Þýskalandi sem frjáls markaður ræður ferð- inni, í samráöi við en án teljandi afskipta stjómvalda. Þetta er kjarninn í hinni nýju stefnuskrá breska Verkamannaflokksins. Einstaklingsfrelsið Frelsi einstaklingsins og það hvernig það verður best tryggt er sígUt deUuefni í evrópskum - og ekki síst breskum - stjórnmálum. íhaldsflokkurinn breski hefur út- nefnt sjálfan sig forystuafl í því að tryggja persónufrelsið. Á sama tíma hefur flokkurinn fiölgað svo boðum og bönnum í landinu að annað eins þekkist varla í vestræn- um heimi: stórhertar refsingar eiga að stöðva glæpaverk, umræða hef- ur verið mikU um dauðarefsingu, sömuleiðis fangelsun eða merk- ingu eyðnisjúkhnga, lögbundin að- för að samkynhneigöu fólki og síð- ast en ekki síst aðför að prentfrelsi í landinu. íhaldsflokkurinn vUl stórherða eftirlit stjórnvalda með því sem skrifað er í landinu og auka refsingar í þeim efnum. Með öðrum orðum: Vald ríkisins yflr athöfnum einstaklingsins er stóraukið. Sfiórnarstefna breska íhalds- flokksins hefur fengið skarpa aug- lýsingu á evrópskum vettvangi á þeim tíu árum sem hðin eru frá því að hann tók við völdum: hegðun breskra knattspymuunnenda er- lendis er auðvitað ekkert annað en þjóðfélagsspegUl sem íhaldsflokk- urinn neitar að horfa í. Öðru nær. Hann byrjar á öfugum enda. Telur að knattspymuunnendur hagi sér betur ef þeir eigi lengri tukthúsvist á hættu. Bresk fangelsi - iðulega frá Viktoríutímanum - em líka yfirfull, kannski þrír menn í eins manns klefa en á sama tíma haga knattspyrnuunnendur sér verr og verr: þarna er stjórnarstefna íhaldsflokksins spegluð á skarpan hátt. Uppsveifla Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn em álíka stórir í skoðanakönnunum um þessar mundir, báðir njóta um 43 prósent fylgis. Verkamannaflokkurinn vih gera Bretland á ný að forystuafh í samvinnu Evrópuríkja. í samræmi við það hefur formað- ur hans, Neil Kinnock, gefið í skyn að Verkamannaflokkurinn hyggist skipa sér við hhð annarra breiðra landstjómarafla í evrópskum sfiórnmálum: við hhð franskra, sænskra og vestur-þýskra jafnað- armanna. Evrópskir vinstri menn skynja víða uppsveiflu um þessar mundir. Sú uppsveifla er tengd stöðugri, róttækri endurskoðun markmiða og viðhorfa. íslendingar verða að fylgjast með þessari þróun og draga af henni lærdóm. Þær hræringar sem verða í evrópsku stjórnmála- lífi um þessar mundir hljóta að verða íslenskum vinstrimönnum umhugsunarefni - og vonandi meira en aðeins umhugsunarefni: breytinga í evrópskum stíl er þörf á vinstri væng íslenskra stjóm- mála. Einar Heimisson „Þær hræringar, sem veröa í evrópsku stórnmálalífi um þessar mundir, hljóta að veröa íslenskum vinstri mönnum umhugsunar efni. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.