Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. Heimasætc er ósigran< - segir Ámi Kópsson kafari og íslands- og bikarmeistari í tor Árni Kópsson, bikar- og íslands- meistari í torfæruakstri, er sannkall- aður ævintýramaöur. Árni er fædd- ur og uppaÚnn á Patreksfirði en býr nú á Bíldudal. Áhugi hans á torfæru- akstri vaknaði fyrir aðeins tveimur árum. Hann keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar og nú í sumar sýndi hann frábæran árangur. Það sem vekur kannski mesta athygli er að Árni keppir á heimasmíðuðum bíl, Heimasætunni, en slíkt hafði ekki þekkst í torfærunni áður en Árni byijaði. Mörgum finnst glannaskap- urinn mikili í torfæruakstrinum en Árni er ekki sammála því enda öllu vanur. Árni starfar sem kafari, auk þess sem hann vinnur við viðgerðir á bílum, bátum og vélum. Það er þó ekki bíladellunni fyrir að fara hjá honum, að eigin sögn. „Ég smíðaði Heimasætuna í vor, eftir að hafa hitt kunningja minn, Gunnar Guðjónsson, sem er mikill áhugamaður um torfæruakstur, en hann sýndi mér myndbönd með tor- færuakstri. Ég hafði ekki hugsað mér að vera með í sumar en eftir að hafa horft á nokkur myndbönd snerist mér hugur. Ég byijaði að smíða bíl- inn sextán dögum fyrir fyrstu keppni. Það segir þó kannski ekki nema hálfa söguna að bíllinn hafi verið smíðaður á sextán dögum. Ég þurfti að útvega mér hluti í hann úr öllum áttum en þeir voru úr flugvél- um, bátum og bílum,“ segir Ámi. Smíðaðibíl 14 ára Hann smíðaði einnig bíl veturinn ’88 og bar hann einnig heimasætu- nafnið. „Sá bíll stóð sig vel og mér gekk vel á honum í fyrrasumar. Síð- an seldi ég hann,“ segir Ámi. Heima- sætunafnið var eingöngu vahð vegna þess að það er gott íslenskt orð og hann segist kúnna vel við það. „Bara ein af þessum hugdettum mínum,“ segir hann. En það var ekki fyrsti bíllinn því Árni smíðaöi bíl þegar hann var að- eins fjórtán ára gamall. „Ég fékk engan frið með hann því löggan var alltaf á eftir mér,“ segir Ámi. Hann segist hafa byijað ungur aö velta fyr- ir sér ýmsum möguleikum og alltaf verið að prófa eitthvað nýtt. „Það er ekki hægt að segja að ég sé með bíla- dellu því venjulega bíla skoða ég aldrei. Bíla álít ég bara'vera farar- tæki sem farið er í á milli húsa. Tor- færubíll er aHt annað dæmi. Þar er hlutur búinn til með það fyrir augum að keppa á og það þarf ákveöna út- sjónarsemi til að allt gangi upp. Mað- ur þarf að velta vöngum yfir hvaða hluti hægt er að nota og hvaða hlutir ganga ekki. Þyngdarlögmál bílsins skiptir svo að segja öHu máh og út- færslur, t.d. þarf að ná jafnri fjöðran á öllum hjólum.“ Enginhætta á ferð Ámi hefur selt Heimasætuna ’89 en hún hefur vakið mikla athygli þar sem engin hindrun' hefur stöðvað hana ennþá. Margir telja að í torfæruakstrinum séu menn að leika sér að eigin Hfi og þykir þetta glannaskapur mikiU. Þó hefur fjöldi fólks áhuga á að horfa á slíka keppni og undanfarið hefur sá hópur enn stækkað. Nú eru það fimm til sex þúsund manns sem I kafarabúningnum. Arni hefur valið sér tvær hættulegar greinar en segist þó hvergi banginn og allsendis laus viö lifhræðslu. DV-myndir KAE leggja leið sína í JósepsdaHnn til að horfa á torfærukeppni. „Þetta er aUs ekki hættuleg íþrótt,“ segir Árni. „Mér finnst ég öruggari í Heimasæt- unni í keppni en í venjulegum bíl á götum borgarinnar. Það getur ekkert komið fyrir í torfærukeppni ef fylgt er öllum þeim öryggisreglum sem settar eru. Við erum með fjögurra punkta belti, hjálm og veltibúr. Ég held að fólk sé að átta sig á því núna að torfæruaksturskeppni er „action“-íþrótt og ég er viss um að hún á eftir að njóta mun meiri vin- sælda en nú er. Bílasport er spenn- andi,“ segir Árni. „Fólk býst ekki við að neinn slasist en er samt hissa á að það skuli ekki gerast." Þúsundþjala- smiður Árni segist vera mjög ánægður meö þann árangur sem hann hefur náð í sumar og hugsanlega geti það orðið til þess að hann verði með á næsta ári aftur. „Ég vil auðvitaö ekki keppa nema vera framarlega," segir hann. Þegar Árni er spurður hvort hann muni þá smíða nýja Heimasætu að ári svarar hann: „Ég veit þaö ekki. ÆtU maður fari ekki heldur að snúa sér að einhveiju gáfulegu. Mér finnst gaman að smíða eitthvað nýtt - finna upp einhveija hluti." Arni hætti í skóla fjórtán ára en hann er svokaUaður þúsundþjala- smiöur. Árni hefur þó tekið eina önn á málmiðnaðarbraut í Iðnskólanum og er með svoköUuð Baader-réttindi í fiskvinnsluvélum. Árni hefur starf- aö á margvíslegum sviðum, gert við vélar og bíla og unnið í vélsmiðju. Á vetrum stundar hann sjó á rækjubát frá Bíldudal sem hann segir að gefi vel af sér. „Ég bjó um fjögurra ára skeið í Vestmannaeyjum og hef flakkað víða um landið og unnið. Mér Hkaði aldrei á Patreksfirði,” seg- ir hann. „Sá staður passar ekki fyrir mig.“ Keyptibúning og hoppaði Ut 1 SJO Árni haföi lengi haft áhuga á köfun og árið 1981 fjárfesti hann í búningi til aö reyna þetta áhugamál sitt. Nú starfar hann „free lance“ við köfun. „Ég tek að mér aUavega verkefni,” segir hann. „Þetta byrjaði allt með því að ég keypti mér notaðar græjur, fór niður á bryggju og hoppaði í sjó- inn. Spennan var aUt of mikil til að ég gæti orðið hræddur," segir hann. „I byijun var þetta leikur en ég náði því þó aldrei að verða sportkafari. AðaUega hef ég verið í botnhreinsun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.