Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Spumingin Lesendur Óttastu jarðskjálfta? Víglundur Árnason: Það getur nú farið eftir ýmsu. Rúnar Kristjánsson: Já, en þó ég búi á Selfossi held ég að Suðurlands- skjálftinn sé ekkert á leiðinni. Sigríður Eggertsdóttir: Mér varð ekki sama þegar ég frétti um það sem gerðist í San Francisco. Gunnar Hólm: Ég óttast ekki jarð- skjálfta þar sem ég á heima enda bý ég á ísafirði. Halldór Gíslason: Ég hugsa nú lítið um slíkt. Kristborg Ásta Reynisdóttir: Nei, ég óttast ekki jarðskjálfta. Kyndug kynning Kjartan hringdi: Síðastliðið sunnudagskvöld var í fréttum sjónvarpsins (RÚV) stutt kynningarmynd um hinn fræga skemmtistað, Rauðu mylluna í París. Þetta var einkar kyndug kynning og texti sá sem þulurinn las með mynd- inni átti ekkert skylt við þann stað sem Rauða myllan er í dag. Látið var í veðri vaka að þessi vin- sæli og þekkti skemmtistaður væri allt að því eins konar klámbúlla sem Frakkar skömmuðust sín fyrir og vildu sem minnst af vita. - Þetta er eins fjarri sanni og frekast getur ver- ið, í fyrsta lagi eru Frakkar ákaflega stoltir af Rauðu myllunni og hafa margir fyrir sið að fara á hverja sýn- ingu sem þar er haldin. Hver sýning getur gengið eitt eða tvö ár ef hún er vel heppnuð. í öðru lagi á Rauða myllan ekkert skylt við klámbúllu eða nektarsýningu af neinni tegund þótt uppistaða í mörgum dansatrið- um séu fáklæddir dansarar. Fyrir þá sem ekki vita er Rauða myllan skemmtistaöur þar sem fólk kemur og kaupir sig inn á tveggja tíma skemmtun með fjölbreyttri dag- skrá. Fólk situr við borð sín og horf- Úr skemmtiatriði í Rauðu myllunni, einum frægasta skemmtistað heims. ir á skemmtiatriðin. Veitingar eru ekki aðrar meðan á sýningu stendur en þær sem eru innifaldar í miðan- um, kampavínsflaska eöa óáfengir drykkir fyrir þá sem ekki vilja vín. Þama em sýningar tvær á kvöldi um helgar og er einkar fróðlegt að sjá hve vel skipulögð dagskráin er, allt frá byrjun til enda. Þarna koma fram hinir færustu skemmtikraftar og em oftast í samræmi við þá dag- skrá sem sett er upp hverju sinni. - En Rauða myllan er, hvað sem kynn- ingu íslenska ríkissjónvarpsins líö- ur, einn víðfrægasti skemmtistaður í heimi og um leið sá siðsamasti, ef siðferði er annars til umræðu. Það er mikill munur á Rauðu myllunni að því leyti og flestum skemmtistöð- um á íslandi þar sem „skemmtun" fólks gengur aðallega út á það að hella ofan í sig eldvatni og slangra milli borða og bardiska. á Rauðu myllunni Þungt undir fæti í framfaraátt: Alltaf Alþýðubandalagíð Guðm. Guðmundsson skrifar: Við íslendingar erum nú að fara ixm í erfitt samdráttarskeið. Alls er óvíst hvenær því lýkur eða hvort því lýkur yfirleitt nokkum tíma. At- vinnulífið á við mikinn vanda að etja og sá vandi hefur verið að hlaðast upp nokkur undanfarin ár. Það má hiklaut taka undir það heiti sem þessum vanda er gefið í nýju fjár- lagafmmvarpi, en þar er talað um „skipulagskreppu". Það virðist samt svo að þjóðinni sé ekki enn ljóst hverjir þaö em sem fyrst og fremst em ábyrgir fyrir þess- um vanda okkar. Frá því fyrst var farið að ræða um stóriöju hér á landi vom það alþýðubandalagsmenn sem Jóhann Sigurðsson hríngdi: Það hefur nokkuð verið rætt nú undanfarið um Þjóðarbókhlöðuna og m.a. sagt að ekki færri en 13 fram- kvæmdaáætlanir hafi verið gerðar til að fullgera húsiö. Fé þaö sem átt hefur að renha til smíði þessarar vandræðabyggingar hefur svo verið notað í annað, eins og títt er um tekj- ur þær sem ríkið tekur til sín. Ég sé hins vegar ekki hvers vegna svo mikil áhersla er sí og æ lögð á að fullgera Þjóðarbókhlöðuna. Er hún eins nauðsynleg og sumir vilja vera láta? Ég held ekki. Og það sem meira er; ég held að engin nauðsyn sé á þessari byggingu fyrir þjóðar- heildina og þess vegna ætti aö sleppa því að fullgera bygginguna fyrir upp- haflegt verkefni hennar. Hér vantar byggingar af allt öðram toga en fyrir bækur og rannsóknir á bókmenntum voram. Hér vantar t.d. nauðsynlega sjúkrahús fyrir lang- legusjúklinga, ekki síst aldraða, fyrir geðsjúka og fyrir öryrkja, svo eitt- hvað sé nefnt af því bráðnauðsyn- lega. - Þjóðarbókhlöðuhúsið mætti vel samnýta fyrir t.d. tvennt eða þrennt af því sem hér er nefnt. Inn- rétting er að mestu ófrágengin og hæst létu í sér heyra og fundu henni allt til foráttu. - Enn era þeir við sama heygarðshomið og beijast allt hvað af tekur gegn því að erlendir aðilar taki þátt í uppbyggingu at- vinnulífs hér á landi. Það ætti því öllum landsmönnum að vera ljóst að Alþýðubandalagið er í grundvallaratriðum andvígt því aö hér verði komið upp varanlegum umbótum í atvinnulífi þjóðarinnar. Þessi flokkur virðist einnig staðfast- ur í baráttu gegn hvers konar fram- forum öðram, hvort sem þær era í formi samvinnu við erlenda aðila eða ekki. Varaflugvöllur á Norðurlandi fyrir Nato er eitt dæmið, en hann gæti t.d. verið stórt skref í baráttunni varla er svo mikill kostnaður við að endurhanna alla innréttingu í Þjóð- arbókhlöðuhúsinu til þess að það mætti nýtast t.d. fyrir langlegudeild aldraða - en ég tel að þar kreppi skór- inn einna mest - og svo húsrými fyr- ir þá sem era geðsjúkir. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar gegn byggöaröskun í landinu. Þótt það sé almennur vilji lands- manna að kannað verði til hlítar hvort við eigum möguleika á frekari stóriðjuframkvæmdum, stækkun á álverinu í Straumsvík, byggingu varaflugvallar af fullkominni stærð og að taka fullan þátt í viðræðum við Evrópubandalagið án þess að stefna að beinni aðild við það er eins og þaö séu álög á íslenskri stjómarstefnu að láta Alþýðubandalagið og forustu þess hafa neitunarvald í þessum málum. - Þaö ætlar því að verða þungt undir fæti fyrir þessa fámennu þjóð í því að snúa af villu síns vegar og taka stefnu í framfaraátt. og þá um leið á þá sem eru í forsvari fyrir heilbrigðismálum hér að leggj- ast á eitt til að fá Þjóöarbókhlöðuhús- ið til afnota fyrir einhvem mikilvæg- an þátt heilbrigðiskerfisins, t.d. þá sem ég nefndi hér. - Ég sé ekki að þetta hús geti nýst fyrir mikilvægari starfsemi. H pii K.Sn. skrifar: Ákaflega þykir mér það mikill Ijóður á mæR þess fólks »sem 'gjaman kann' vel skil á ööram tungumálum en íslensku, hvem- ig það sumt tafsar og hikar í ffam- burði sínum í mæltu máli, með t.d. Eee eða uuu eða aaa og eh... milli setninga. Því miður virðist mér sem þetta' beri einkum við þá vel menntað fólk tjáir sig blaðalaust. Þá tekur steininn úr þegar sá höfðingi ís- lenskur, sem valinn var í farar- brodd málræktarátaks, er svo illilega háður þessu hiksti eða stami að sár raun er að hlusta á þennan talsmann islenskrar tungu. - Fólk getur orðið svo hátt sett á íslandi að enginn treystir sér til að nafngreina það þá að er fundið. Þegar hins vegar íjallað er beint um málræktarátakið, svo sem gert er hér, þá er aðeins aö vona að hver og einn taki til sín eftir efnum og ástæöum. Fyrirmynd getur verið bæði góð og slæm og illt er ef fyrirmyndin situr á háum tróni og misþyrmir málinu. í Sólar- geisl- anum Ánægður viðskiptavinur skrif- ar: Mig langar til að koma á ff am- færi innilegu þakklæti til starfs- manns Sólargeislans, Hverfis- götu 105 í Reykjavík. - Ég var stödd í bænum laugardaginn 14. þ.m. og datt þá í hug að skella mér í ljós. Þar sem ég var stödd nálægt Hlemmi fór ég í Sólargeislann. Þar í afgreiðslunni var ungur maður sem veitti mér þá bestu þjónustu sem ég hefi fengið á jjjósastofú. - Þakka ég þessum starfsmanni frábæra þjónustu. Hús Þjóðarbókhlöðunnar, fullfrágengið að utan. - Það mætti samnýta t.d. fyrir einhverja þætti heilbrigðisþjónustunnar, segir hér m.a. Sleppið Þjóðarbókhlöðunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.