Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989. 3 dv Vidtalið Fréttir Islenska fiskeldisfélagið á Simdunum: Missti þúsund urriða Forfallinn KR-ingur Nafn: Jónas Krisfinsson Aldur: 29 ára Staða: Forstöðumaður Giyms „Ég er forfallixin KR-ingur. ; Aöaláhugamálin eru því KR og knattspyma. Þegar ég var strákur spilaði ég fótbolta í yngri flokkunum með KR en hætti svo að mestu að spila þeg- ar ég eltist. Þess í stað sit ég í: stjórn knattspyrnudeildar KR,“ segir Jónas Kristinsson, nýráð- inn forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Glyms. „Ég fer á alla leiki sem KR spilar, sama hvort þeir eru úti á landi eða í Reykjavík. Ég myndi jafnvel fara til Græn- lands til að sjá þá leika ef þeir spiluðu þar. Ég var nokkuð ánægður með liðið i sumar, við áttum ekki von á að okkur gengi jafnvel og raun bar vitni en við verðum enn betri næsta sumar.“ Skemmtilegt að ryksuga „Mér finnst gaman að fara út að borða góðan mat. Sjálfur er ég ekkert sérstaklega iðinn við að elda en ég tek raig nú samt stundum til og laga mat heima, Ég er hins vegar miklu dugiegri við að taka til hendinni við að ryksuga en elda. Það finnst mér ágætisstarf, þvi að maður hefur gott næði til að hugsa um leið og maður svífur um með ryk- sugana. Eg er vesturbæingur, þó svo ég hafi átt heima í Breiðhoitinu í nokkur ár. Fjölskylda min flufti upp í Breiöholt þegar ég var 14 ára. Ég var aldrei almennilega sátt- ur við að búa í Breiðholtinu og var fljótur að flytja aftur í vest- urbæinn þegar ég haföi aldur og peninga til. , ,Fritímaf ræðlngur“ „Ég fór í framhaldsnám i Lundi í Svíþjóð og það má eigin- lega titla mig sem nokkurs kon- ar frítímafræðing. Nám mitt byggðist að mestu á þvi að læra að skipuleggja írítima fólks á öllum aldri svo og aðstoða hópa og félagasamtök við skipulagn- ingu á félagsstarfi. Þetta er í raun og veru mjög hagnýtt nám. Þegar ég kom heim eftir flögurra ára dvöl í Svíþjóð fór ég að vinna hjá íþrótta- og tóm- stundaráöi Reykjavíkurborgar. Fyrst varð ég forstöðumaður Þróttheima en svo Ársels og nú hef ég veriö ráðinn forstöðu- maöur Glyras." t sambúð „Ég er ógiftur en í sambuð með Ásdísi Evu Hannesdóttur og saman eigum viö þriggja ára gutta, Jónas Óla. Mér líst ágætlega á mitt nýja starf. Það er ágæt aðstaða í hús- inu iyrir raargs konar félagsað- stöðu þó aö ýmislegt þurfi að lagfæra og færa til betri vegar. í framtíðinni veröur þetta fiöl- nota hús þar sem ýmsir hópar fá inni fyrir félagsstarf sítt.“ -J.Mar „Það er rétt aö við misstum nærri eitt þúsund urriða í sjóinn þegar við vorum að færa fiskinn á milli nóta hér úti á Sundum. Hins vegar tel ég engar líkur á að sá fiskur sékominn upp í Hvítá. í fyrsta lagi var hann ekki útlitsskemmdur, eins og sá sem þar hefur verið að veiðast samkvæmt fréttum, hvorki á uggum né annars staðar. Auk þess hefur hann verið að dóla fyrir framan Áburðarverk- smiðjuna og menn hafa náð þar upp einhverjum hundruðum í net,“ sagði Eyjólfur Friðgeirsson, eigandi ís- lenska fiskeldisfélagsins, við DV. Fleiri aöilar, sem þekkja þetta mál, telja óhklegt að þessi urriöi hafi farið upp í Hvítá. Bent er á að þegar urrið- inn slapp úr nótinni hafi hann verið mjög feitur og fallegur. Aftur á móti er sá fiskur, sem menn hafa tekið í net á þessu svæði, orðinn horaður. Engu er líkara en að hann hafi alls ekki lært að bjarga sér efdr að hann slapp og hætt var að fóðra hann. Samt er aldrei hægt að fullyrða neitt um það hvort eitthvað af urrrið- anum hafi farið upp í Borgarfiörð og þaðan í Hvítá. Ekki eru fleiri eldis- stöðvar með urriða á Sundunum við Reykjavík en íslenska fiskeldisfélag- ið. -S.dór Nú fer að styttast í nýjan áratug. í tilefni af því erum við með tilboð á öllum vörum í verslunum okkar. 15% staðgreiðsluafslátt eða.5% og greiðslukjör. Þar á meðal eru nokkur frábær tæki, með því fullkomnasta sem þekkist í myndbandstækjum og hljómtækjastæðum með enn meiri afslætti. Hér eru nokkur dæmi: SAMSUNG RE-553 ÖRBYLGJUOFN 17 lítra ■ 500 w ■ Snúningsdiskur ■ 5 hitastillingar. RÉTT VERÐ KR. 19.595,- PANASONIC RX-C31 FERÐATÆKI 20 w ■ Lausir hátalarar (2 way) ■ Tónjafnari 5 banda ■ FM stereo, LB, MB, SB ■ Rafmagn 220 volt og rafhlöður NÓVEMBERTILBOÐ KR. 14.950,- STGR. RETT VERÐ KR. 11.500,- NOVEMBERTILBOÐ KR. 7.990,- STGR. SONY SLV-401 MYNDBANDSTÆKI ISONY XO-D20CD HLJÓMTÆKJASTÆÐA Digital: mynd I mynd, upptöku og afspilunar skjár 4 hausar Truflunarlaus kyrrmynd ■ Hæg mynd með stillanlegum hraða Sjálfvirk myndleitun upptökulið (index search) ■ Teljari sem telur minútur og sekúndur ■ Móttakari 60 stöðva minni (Hyperband) Sérútbúið fyrir myndklippingar frá t.d. myndavélum ■ Fjarstýring með 60 stýritökkum og upplýsingaborði RÉTT VERÐ KR. 76.740,- NÓVEMBERTILBOÐ KR. 49.980,- STGR. Magnari 60 wött ■ Útvarp FM stereo, LB, MB ■ 36 stöðva minni Tónjafnari 2x5 bönd ■ Kassettutæki tvöfalt, Dolby ■ Plötuspilari hálfsjálfvirkur ■ Geislaspilari 16 bita (4 times oversampling) ■ Fjarstýring stýrir bæði samstæðu og geislaspilara ■ 80 w hátalarar (3 way) RÉTT VERÐ KR. 77.930,- NÓVEMBERTILBOÐ KR. 59.950,- STGR. JAPISS BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ AKM SKffWGAlAI-SÍVI 96 25611

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.