Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARpAGUR J7,,FE^RýAIl .1990, Fréttir___________________________________________________________________________________dv Gífurlegur munur á lífeyrissjóðsgreiðslum miðað við full réttindi: Sá hæsti með nær nítján- faldan verkamannalvfeyri Miklar umræöur hafa átt sér staö um stööu lífeyrissjóðanna í landinu. Margur reikningshesturinn heldur því fram að hinir almennu lífeyris- sjóðir séu í raun gjaldþrota og geti innan skamms tíma ekki skilað eig- endum sínum þeim lífeyri sem upp- haflega var til ætlast. Hrikalegt óréttlæti Hvort sem það er rétt eða ekki þá viðgengst eitthvert hrikalegasta óréttlæti sem hugsast getur innan lífeyrissjóðakerfisins í landinu. Öll- um þorra manna með full lífeyris- sjóðsréttindi, sem fá greiðslur úr líf- eyrissjóðum, eru skömmtuð smánar- upphæð. Svo eru aftur á móti aðrir sem fá mjög ríflegar greiðslur, svo sem opinberir starfsmenn og banka- menn. Konungarnir eru svo alþingis- menn, ráðherrar og bankastjórar. Þess eru dæmi að þessir menn hækki í launum þegar þeir fara á eftirlaun. Þökk sé lífeyrissjóðakerfmu. Mismunandi uppbygging Lífeyrisréttindi fólks eru byggð upp innan lífeyrissjóðakerfisins með mjög misjöfnum hætti. Mestur fjöldi lífeyrissjóða er innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða. Þar í hópi eru allir lífeynssjóðir félaga í Alþýðu- sambandi íslands. í ölfum þeim lífeyrissjóðum býr fólk við ákveðinn stigaútreikning sem mælir ævitekjur manna. Laun eru oftast lág í byrjun, hæst um mið- bik starfsferilsins en lægri undir lok hans. Notuð eru grundvallarlaun tU viðmiðunar við að finna út stig- in. Hjá sjóðum innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða eru notuð dag- vinnulaun verkamanna. í febrúar 1990 eru þessi grundvallarlaun 40.867 krónur á mánuði. Sá sem borgar til lífeyrissjóðs af þessum launum fær eitt stig á ári. Þannig hefur það veriö þar til nú fyrir skömmu að fólk greið- ir til sjóðanna af allri eftirvinnu líka og fær brot úr stigi fyrir það. Það kemur því aftur á móti ekki til góða fyrr en eftir mörg ár. Þeir sem greiða af hærri launum en viðmiðunar- tölunni fá Ueiri stig og þeir sem greiða af lægri launum fá þá færri. Grundvallarlaunin hækka í takt við almennar launahækkanir í landinu. Þeir verst settu Allir lífeyrissjóðirnir innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða eru stofnaðir um 1970. Tökum dæmi af manni sem öðlast full réttindi til greiðslu úr lífeyrissjóði í dag og hefur í 20 ár greitt til sjóðsins eftir grund- vallarlaunum hvers tíma. Hann hef- ur öðlast 20 stig innan sjóðsins. Stiga- fjöldinn er þvi næst margfaldaður með tölunni 1,8 og þar með er fundin prósentan sem hann fær greitt eftir af grundvallarlaununum. í þessu dæmi, sem við tókum, myndi útkoman verða 20 stig, sinn- um 1,8, sem er þá 36 prósent. Þessi maður fengi því 36 prósent af 40.867 króna grundvallarlaunum eða 14.712 krónur#á mánuði. Hafl hann greitt af hærri launum en grundvaliar- Óréttlæti lífeyrissjóða Grundvallariaun eru höfö til viömiöunar hvaö varöar Dagsbrúnarmanninn, sem er ISAL (Sambandi al- mennra lífeyrissj.), og skrifstofumann f LSL (Lands sambandi lífeyrissjóöa). Lifeyrisgreiðslur félaga I Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins miðast við 18. If. eftir20ára starf. Alþingismaðurinn hefur tuttugu ára þihgsetu að baki, átta ára ráö dóm og átta ára\ starf senj^bánka- stjóri DVJRJ laununum öðlast hann fleiri stig og um leið hærra prósentuhlutfall og meiri peninga. Aftur á móti hafa langflestir greitt í lífeyrissjóðina samkvæmt grundvallarlaununum. Örlítið skárra Hjá lífeyrissjóðum innan Lands- sambands lífeyrissjóða, þar sem eru til að mynda Lífeyrissjóður verslun- armanna og Lífeyrissjóður starfs- manna Sambandsins, er uppbygg- ingin eins og hjá sjóðum innan SAL. Þeir sjóöir eru þó nokkru eldri, eða síðan um og fyrir 1960. Grundvallar- launin, sem greitt er eftir, eru nokkru hærri en hjá SAL-sjóðunum. Sem dæmi má nefna að nú í febrúar eru grundvallarlaunin hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna 60.175 krónur á mánuði. Ef miðað er við 20 ára rétt- indi, eins og hjá lífeyrisþegum SAL, fengi félagi í Lífeyrissjóöi verslunar- manna í dag 21.663 krónur á mán- uði. Aftur á móti fengi maður, sem byriaði að greiða í sjóðinn sam- kvæmt grundvallarlaunum árið 1960 og fer á lífeyrisgreiðslur nú, þvi 54 ent af 60.175 eða 32.495 krónur á mánuði. Loks fer það að batna Tökum svo dæmi af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar fá menn 2 prósent fyrir hvert ár í fullu starfi sem iðgjöld hafa verið greidd af. Þessi sjóður er stofnaður árið 1955. Sá sem er orðinn 60 ára og hefur samanlagð- an aldur og starfsaldur hjá ríkinu 95 ár getur látiö af störfum og hefur Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson rétt á fullum lífeyrisbótum. Ef við tökum dæmi af manni sem lætur af störfum eftir þessari reglu þá hefur hann unnið í 35 ár hjá ríkinu. Hann hefur þá náð 70 prósentum og fær greiddan lífeyri sem nemur 70 pró- sentum af hæstlaunaða starfinu sem hann gegndi hjá ríkinu á síðustu 10 árum starfsferilsins. Þar er miðað við dagvinnulaun og alla persónu- uppbót samkvæmt kjarasamningum. Laun opinberra starfsmanna eru aö sjálfsögðu afar misjöfn. Um það bil 40 prósent af starfsmönnum ríkis- ins voru með 55 þúsund krónur í laun á mánuði um síðustu áramót. Aftur á móti voru meðallaun allra ríkis- starfsmanna 63 þúsund krónur á mánuði. Sá sem er í hópi þessara 40 prósent starfsmanna ríkisins, sem eru með 55 þúsund krónur mánuði og fóru á lífeyrisgreiðslur um síðustu áramót og eru með 20 ára réttindi eins og hæst getur orðið hjá félögum í lífeyr- issjóðum SAL, fær 40 prósent af þess- ari upphæð, eða 22 þúsund krónur á mánuði. Hafi hann 30 ára réttindi fær hann 60 prósent, eða 33 þúsund krón- ur. Ef við höldum áfram og miöum við opinberan starfsmann með 100 þús- und krónur á mánuði í dagvinnu, einhverja launauppbót og lætur af störfum 60 ára þá fær hann 70 þús- und krónur á mánuði í lífeyris- greiðslu. Aðallinn í lífeyrismálunum Tökum nú dæmi af alþingismönn- um. Lífeyrissjóður þeirra er sérdeild innan Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins og hefur engin áhrif á rétt þeirra í öðrum deildum sjóðsins. Fyrrverandi þingmenn fá lífeyris- greiðslur þegar þeir verða 65 ára eða ef samanlagður aidur og tvöfaldur sá tími, sem þeir hafa setið á þingi, nær 95 árum eða ef þeir verða 75 prósent öryrkjar eða meira, burtséð frá aldri. Þeir fá 2 prósent fyrir hvert ár fyrstu 5 árin og samsvarandi fyrir hluta úr ári. Fyrir þingsetu í 9 ár hafa þeir öðlast 30 prósent, fyrir 12 ár 40 prósent, fyrir 15 ár 50 prósent, fyrir 18 ár 55 prósent og fyrir 21 ár 60 prósent. Fyrir hvert ár umfram 21 ár fá þeir 2 prósent en fara ekki hærra en í 70 prósent af þingmanns- launum. Nú er þingfararkaup 159 þúsund krónur á mánuði. Þingmaöur, sem fær lífeyri eftir 15 ára setu á þingi, fær því 79 þúsund krónur á mánuði. Konungarnir Ráðherrar eiga sér líka sérstaka deild innan Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Fyrir hvert ár fær ráðherra 6 prósent og samsvarandi fyrir hvern byrjaðan mánuö. Hann getur þó aldrei öölast rétt á meiru en 50 prósentum af ráðherralaunum. Það þýðir að maður, sem er samtals rúm 8 ár ráðherra á sínum ferli, hef- ur öðlast full lífeyrisréttindi og fær greitt hlutfall af ráðherralaunum eins og þau eru á hverjum tíma. Ef við tökum dæmi af manni sem hefur verið alþingismaður í 15 ár, ráðherra í 8 ár og á orðið rétt á lífeyr- isgreiðslum þá fær hann 79 þúsund krónur sem fyrrverandi alþingis- maður og 51 þúsund krónur sem fyrrverandi ráöherra eða 130 þúsund krónur á mánuði. Hafi þessi maður unnið hjá hinu opinbera áður en hann varð þingmaður fær hann greitt úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eftir þeim punktum sem hann hefur áunnið sér. Hafi menn verið alþingismenn, ráðherrar og enda svo sem banka- stjórar (Sverrir Hermannsson, Tóm- as Árnason og Geir Hallgrímsson) þá er til sérstakur lifeyrissjóöur bankastjóra sem þeir fá líka greitt úr. Það bætist við það sem þeir fá úr lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Staðan er því sú að verkamaður í Dagsbrún með full réttindi, sem fer á lífeyrisgreiðslur í dag, fær 14.700 krónur og alþingismaður eftir 20 ár, eða jafnlangan tíma og verkamaður- inn, 95.400 krónur. Hafi hann verið ráðherra í 8 ár bætast 51 þúsund krónur við og ljúki hann ferlinum sem bankastjóri í 8 ár bætast við 131 þúsund krónur, það eru 50 prósent af bankastjóralaunum, og þá er líf- eyririnn orðinn 277 þúsund krónur á mánuði. Hann hækkar sem sé í laun- um um 15 þúsund krónur á mánuöi við að láta af störfum sem banka- stjóri hafi ferillinn verið alþingis- maður, ráðherra og bankastjóri. -S.dór Hallinn aukist um 800 milljónir Miðað við útreikninga fjármála- ráðuneytisins stefnir nú í aö hall- inn á ríkissjóði verði um 800 miilj- ón krónum meiri en gert var ráð fyrir þegar Alþingi samþykkti fjár- lögin. Hallinn verður því um 3,7 miiljarðar en ekki 2,9 milljarðar. Ástæðan fyrir auknum halla er tvíþætt. Annars vegar samþykkti ríkisstjórnin bein útgjöld upp á um 1,3 milljarða í tengslum við samn- ingana. Á móti skar hún niður út- gjöld um rúmar 900 milljgnir. Mis- munurinn er 400 milljónir. Hins vegar hafa breyttar launa- og verð- lagsforsendur þau áhrif á afkomu ríkissjóðs að útgjöldin dragast saman um 1,7 til 1,8 milljarða en tekjurnar minnka hins vegar um 2,2 milljarða. Tekjutap ríkissjóðs vegna minni verðbólgu og lægri launa er því um 400 milljónir. Sam- anlagt eykur þetta halla ríkissjóðs því um 800 milljónir króna. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.