Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990. 33 Pólitískt villidýr - kratinn Ámundi Ámundason í nærmynd Ámundi Ámundason umboðsmað- ur vann allmikið aö prófkjöri Nýs vettvangs fyrir stuttu, auk þess sem hann gaf kost á sér í framboðinu. Ámundi er tæplega 45 ára gamall og hann hefur verið krati frá barnæsku. Ámundi starfar nú fyrir Alþýðu- flokkinn og skipulagði meðal annars ferðalag Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars um landið undir nafninu Á rauðu ljósi. Hann var kosningastjóri krata fyrir kosningarnar 1987 og hef- ur tekið að sér ýmis verkefni tengd flokknum. Þá vann Ámundi um tíma hjá SÁÁ og sá m.a. um sjónvarps- bingóið á Stöð 2. Ámundi er fráskilinn þriggja barna faðir. Flestir hafa heyrt nafns hans getið enda hefur hann komið víða við. Sjálfur segist hann einungis hafa gaman af að koma hlutum af stað og síðan langi hann að gera eitthvað nýtt. Til að forvitnast nánar um Ámunda haföi helgarblaðið samband við nokkra sem hann hefur umgeng- ist á undanförnum árum. Meðal þess sem Ámundi er þekktastur fyrir er umboðsstarf fyrir hljómsveitir og skemmtikrafta en í því starfi var hann í sautján ár. Rúnar Júlíusson tónlistarmaður kynntist Ámunda þegar hann bauðst til að gerast umboösmaður Hljóma stuttu eftir að hljómsveitin var stofn- uö. Ámundi hafði áður unnið í síld bæði í landi og til sjós og var meðal annars á Elliða frá Sandgerði. Rúnar segir að Ámundi hafl alla tíð reynst sér vel pg þeir hafi oft samband enn í dag. „Ámundi fann ábyggilega pen- ingalykt af okkur hér fyrir sunnan. Hann skipulagði fyrstu tónleika- hringferð Hljóma um landið og stóð sig mjög vel, gerði góðan bisness. Gagnvart mér og mínu liði var hann alltaf heiðarlegur. Ámundi er marg- þættur og flókinn persónuleiki. Hann hefur sína kosti og galla eins og allir en hefur alltaf reynst mér vel. Þegar hann fær áhuga á verkefn- um er hann fljótur að framkvæma, stundum meira af kappi en forsjá. Hann er dugnaðarforkur ef hann tek- ur það í sig og klár,“ sagði Rúnar. „Ámundi sá um skipulagningu, upp- gjör og peningamá! fyrir okkur. Hann reyndi fyrir sér sem skemmti- kraftur á einum stað sem við komum á og sagði brandara en sem betur fer hætti hann því fljótlega. Hann sagði söguna af þrúna hestinum,“ sagði Rúnar ennfremur. „Við erum ágætir vinir og hann hefur alltaf verið mér hjálplegur. Ámundi var skemmtana- stjóri hjá Danshöllinni í haust og þá vorum við í nokkru samstarfi." Fórsnemma að vinna Ámundi Ámundason ólst upp í Meðalholtinu hjá móður sinni og tveimur systrum. Kristbjörg systir hans er nokkrum árum eldri en þau systkinin voru mjög samrýnd sem börn. „Ámundi er ósköp góður drengur. Hann var mikiö mömmu- barn og ákaflega góður við móður okkar. Ámundi var mjög ungur þeg- ar hann byrjaði að bera út blöð og selja merki. Eg myndi segja að hann hafi verið glaðlegt barn, dálítill prakkari sem hafði mjög mikinn áhuga á íþróttum. Hann var og er mikill Framari. Sem barn var Ámundi ekkert sérstaklega skap- mikill en það breyttist með aldrinum. Strax í barnæsku var hann athafna- mikill og þurfti alltaf að vera að. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að skipta sér af pólitík og síðan hefur hann verið baráttumað- ur fyrir Alþýðuflokkinn," segir Kristbjörg. Ámundi var í Austurbæjarskóla en hætti námi til að getafarið á vinnu- markaðinn. Þegar hann var átta ára giftist móðir hans aftur en Kristbjörg segist halda aö Ámundi hafl aldrei getað sætt sig við fósturföðurinn. „Hann hefur alltaf sóst eftir vinskap við eldri menn og ég gæti best trúað að það væri vegna föðurleysis," sagði hún. „Ámundi var alltaf duglegur að vinna. Það var helst að halla færi undan hjá honum þegar hann byrj- aði að flytja inn erlendar hljómsveit- ir en í eitt skiptið varð hann fyrir miklu tapi," segir Kristbjörg. „Ef Ámundi veit að eitthvað bjátar á hjá fólki þá er hann fyrstur manna til hjálpar. Það versta er hversu ör og skapmikill hann er og það er áreiðan- lega verst fyrir hann sjálfan.“ Orginal náungi Ómar Valdimarsson, fyrrum fréttamaður, vann mikið fyrir hljóm- sveitir á sínum tíma og kynntist Ámunda vel á þeim árum. Ómar sagði að margt væri hægt að segia um Ámunda og kannski margt slæmt. „Það skrýtna er að þrátt fyrir að margir popparar, sem hann starf- aöi fyrir, telji sig hafa farið verr út úr þeim viðskiptum en hann þá er öllum frekar hlýtt til hans. Hann er skemmtilega orginal náungi,“ sagði Ómar. „Ámundi var atkvæðamikill umboðsmaður í kringum 1970 og hann var einnig í hljómplötuútgáfu ÁÁ records. Hann gaf út plötur með Jóhanni G., Roof Tops, Pelikan, Nátt- úru og fyrstu Stuðmannaplöturnar." Ómar starfaði á skrifstofunni hjá Ámunda í nokkra mánuði og segist hafa verið lærlingur. „Hann var rosalega hugmyndaríkur, duglegur og kunni bransann mjög vel. Ámundi er útsjónarsamur en samt voru eilíf illindi í kringum hann. Menn voru sífellt að koma og rukka. Það var verulegur umgangur á skrifstofunni og hljóðfæraleikarar héngu oft þarna eins og þeir ættu ekki í önnur hús að venda. Ámundi hefur gott brjóst- vit og veit nokk hvað gengur í fólk. Hann er aö vissu leyti fljúgandi mælskur en með sérkennilegt tungu- tak. Hann tvinnar saman málshætti sem enginn annar gæti gert og allt tómt rugl. Þjófur úr heiðskíru lofti eða Þjófur úr bæjarlæknum gæti verið komið frá Ámunda. Stundum held ég að hann geri í þessu því hann hefur gaman af að skemmta fólki. Ámundi var alltaf frægur fyrir hvernig hann orðaði hlutina. Það má segja um Ámunda að hann hafi gott hjarta. Hann heldur með lítil- magnanum - er sannur krati.“ Orka og sprengi- kraftur Alþýðuflokksmaðurinn Birgir Dýrfjörð er góður vinur Ámunda. „Ég er búinn að þekkja Ámunda vel sl. sjö ár og vissi hver hann var þar á undan í gegnum flokkinn. Ámundi hefur í sér alveg ótrúlega orku og sprengikraft þannig að ég hef engu líku kynnst. Hann hefur mikla og góða eðlisgreind þrátt fyrir litla skólagöngu. Það eru í honum inn- sæiseiginleikar að sjá kjarna atriða og mála en hefur ekki tamda skap- gerð, langt frá því. Okkar á milli köllum við hann pólitíska villidýrið. Á sumum sviðum hefur hann hæfi- leika í ríkari mæli en margir aðrir, t.d. fortöluhæfileika og dugnað. Kappið er stundum svolítið'a undan forsjánni. Slysahættan liggur í þeim sem geta afkastað miklu; ekki þeim sem gera ekki neitt. Ég hef stundum sagt að eina leiðin til að komast hjá að gera afglöp sé að gera ekki neitt. Ámundi er hugmyndaríkur og fljótur að hrinda í framkvæmd, stundum of fljótur," sagði Birgir. Ekki bera allir Ámunda vel söguna og Birgir segir það ekkert skrítið. „Maðurinn er mjög áreitinn í um- gengni, eins og slíkir karakterar eru, og það pirrar oft þá sem með honum eru. Hann getur verið suðari mikill en tekur rökum þó að það sé í fæstum tilfellum sem menn komast að með þau. Ámundi er samt hjálpsamur og hefur tekiö á sig lykkjur til að leggja fólki lið og þá óskylt pólitík. En Ámundi er ótrúlega viðkvæm per- sóna. Ég veit að hann var snemma mjög sjálfbjarga og aflaði sér íjár með blaðasölu," sagði Birgir. „Ámundi er afkastamikill og hamhleypa og mér hefur fundist helsti galli hans vera fljótfærni,“ sagði Birgir Dýrfjörð ennfremur. Eftirtektarvert ungmenni í Meðalholtinu var Pétur Pétursson þulur nágranni Ámunda og var hann heimagangur á heimili Péturs Ámundi Ámundason hefur komið víða við og flestir eru sammála um að hann búi yfir ófrúlegri orku og sé athafnamaður hinn mesti. Hann á þó bæði vini jafnt sem óvini innan flokks og utan. DV-mynd Hanna og Birnu, eiginkonu hans, sem barn og unglingur. „Viö hjónin kynntumst Ámunda sem ákaflega eftirtektarverðum ung- um manni og góðum dreng. Hann átti mörg systkini og móðir hans var alþýðukona sem ekki hafði úr miklu að spila. Ég ætla ekki að gera Ámunda að dýrhngi en á þessum árum bar hann hag móður sinnar og systkina mjög fyrir brjósti. Mjög snemma byrjaði hann að afla sér tekna og var ákaflega duglegur blaðasali. Hann barðist móti norðan- storminum með blaðabunkann og ekkert sást nema lítið nef sem stakkst undan hettunni,“ segir Pétur Pétursson. Fyrir jól og afmæli geymdu Pétur og Birna fyrir Ámunda gjafir sem ætlaðar voru móöur hans. „Strax á ungaaldri hafði hann mikla hugsun á því að yinna og hjálpa öðrum. Hann var röskur og duglegur að hverju sem hann gekk en þrauthugsaði ekki alltaf hver endalok yrðu á hverju máli,“ segir Pétur. Birna Jónsdóttir, eiginkona Péturs, segir Ámunda einn besta ungling sem inn á þeirra heimili hafi komið og lýsir honum sem afskaplega vilj- ugum dreng. ívinnuhjá Pétri þul Á sínum tíma rak Pétur söluturn í Hreyfilshúsinu við Kalkofnsveg og þar var Ámundi við snúninga og ýmis störf. „Áhugi hans á vinnunni hjá mér var mikill en þegar hann eltist dvínaði hann og önnur hugðar- efni komu í staðinn. Áhugasvið hans varð strax býsna víðfeðmt og fljót- lega hafði hann mikið umleikis. Seinna hvarf Ámundi okkur í reyk- skýi viðskipta og athafna. Mér hefur alltaf virst Ámundi knúinn áfram af starfslönguninni einni saman.“ Pétur sagði sögu af Ámunda og snertir hún einn starfsmann Péturs sem Ámunda fannst afar duglegur og vildi strákur líkjast honum í hví- vetna. Ámundi sagði: „Hann Villi er svo duglegur að hann getur afgreitt fimm í einu og þá er hann með aðra höndina uppi í hillu en hina í pen- ingaskúffunni." Georg Ólafsson verðlagsstjóri er jafnaldri Ámunda og gamall leik- félagi. „Það sem einkenndi Ámunda mjög fljótt var þessi mikli dugnaður og kraftur. Þegar hann var fimm, sex ára var hann byrjaður að selja blöð, aðallega Mánudagsblaðið sem gefið var út á þessum tíma. Mér sýnist þessi sami kraftur einkenna hann í dag þó ég þekki ekki mikið til hans starfa seinni árin,“ segir Georg. „Við spiluöum fótbolta með Fram og á þessum árum vorum við meist- arar í okkar flokki. Sami krafturinn einkenndi hann í fótboltanum og hann var seigur að skora mörk.“ Tekur áhættu Nokkrir viðmælendur blaðsins vildu ekki ræða um Ámunda undir nafni en létu engu síður skoöanir sínar í ljós. Margir líktu Ámunda við leikstjóra sem setji menn og atburði á svið, nánast semji leikrit. Einn lýsti Ámunda sem ofsalega duglegum og nánast því manískum í vinnubrögð- um. í formannsslagnum innan Alþýðu- flokksins veðjaði Ámundi á Jón Baldvin. „Hann hefur lag á því að veðja á sigurvegara og tekur áhættu í þeim efnum líkt og í peningamálum. Hann tók Jón Baldvin aö sér og nú síðast veðjaði hann á Ólínu," sagði einn. Ámundi þykir taka mjög ein- arða afstöðu með eða á móti fólki og því missir hann tiltrú margra. Hann er umdeildur innan flokksins og menn eru annaðhvort með honum eða á móti, ekkert þar á milli. „Marg: ir innan flokksins eru mjög ósáttir með að Jón Baldvin skuli hafa valið sér Ámunda sem sinn nánasta að- stoðarmann. Ferill hans sem um- boðsmanns var æði skrautlegur og hann skildi víöa eftir sig skuldir. Þær sögur voru óspart rifjaðar upp af flokksmönnum þegar hann gerðist samstarfsmaður Jóns Baldvins," segir maður sem þekkir vel til innan Alþýðuflokksins. Einn sagði að Ámundi væri erfiður í samstarfi og nánast því keyrði yfir fólk. „Hann er duglegur og fær margar hugmynd- ir. Sumar hafa gefist vel, eins og fundaherferðin undir heitinu „Hverjir eiga ísland?“. Aðrar hafa skilað minna, eins og herferðin sem kallaðist Á rauðu ljósi.“ Hugsarekki til enda Ámundi starfaði fyrir Styrktarfé- lag SÁÁ og var sjónvarpsbingóið, sem unnið var i samstarfi við Stöð 2, runnið undan riljum hans. Hug- myndin þótti góð og margir tóku þátt í hinu vikulega bingói. Það fór aö lokum út um þúfur og þykir eitt dæmið um hugmyndir Ámunda sem gleymst hefur að hugsa til enda. Fjáröflunarleiðir hans fyrir flokk- inn hafa aftur á móti gefist mjög vel. „Hann er mjög kræfur maður og duglegur að afla flokknum fjár. Hann er nánast því uppáþrengjandi og not- ar forystumenn flokksins óspart,“ sagði einn flokksmaður. -ELA/-JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.