Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 2
18 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Ef þú VÍIt Út að borða VEITINGAHÚS - MEÐ VÍNI A. Hansen Vesturgötu 4. Hf., sími 651 693. American Style Skipholti 70, sími 686838. Argentína Barónsstígur 11 a, sími 19555. Arnarhóll Hverfisgötu 8-10, sími 18833. Asía Laugavegi 10, sími 626210 Askur Suðurlandsbraut 4, sími 38550 Suðurlandsbraut 14, sími 81344. Á alþingi Þönglabakka 6 (Mjóddin), s. 79911. Árberg Ármúla 21, sími 686022. Bandidos Hverfisgötu 56, sími 21 630 Bæjarins besti fiskur Naustin, sími 18484 Café Hressó Austurstræti 18, sími 14353. Duus hús v/Fischersund, sími 14446. Eldvagninn Laugavegi 73, sími 622631. Fimman Hafnarstræti 5, sími 11212. Fjörukráin Strandgötu 55, sími 651213. Fógetinn, Aðalstræti 10, sími 16323. Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22, sími 11556. Gullni haninn Laugavegi 178, sími 34780. Hallargarðurinn Húsi verslunarinnar, sími 30400. Hard Rock Café Kringlunni. sími 689888. Hjá Kim Ármúla 34, sími 31 381. Hornið Hafnarstræti 1 5. sími 1 3340. Hótel Ðorg Pósthússtræti 11, sími 11440. Hótel Holt Bergstaðastræti 37. sími 25700. Hótel island v/Ármúla, sími 6871 1 1 . Hótel Lind Rauóarárstíg 18, sími 623350. Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg. sími 25224. Hótel Saga Grillið. sími 25033. Súlnasalur. sími 20221. Skrúður, sími 29900. Hrafninn, Skipholti 37. sími 685670. Ítalía Laugavegi 11, sími 24630. Jónatan Livingston mávur. Tryggvagötu 4-6. sími 1 5520 Kabarett, Matkrá Austurstræti 4, sími 10292. Kaffivagninn Grandagarði, sími 15932. Kínahofið Nýbýlavegi 20. sími 45022. Kína-Húsið Lækjargötu 8, sími 11014. Kringlukráin Kringlunni 4. sími 680878. Krókurinn Nýbýlavegi 26. sími 46080. Lauga-ás, Suöurlandsbraut 2. sími 689509. Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími 14430. Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 621988 Mamma Rósa Hamraborg 11. sími 42166 Mandaríninn Tryggvagötu 26, sími 23950. Mongolian Barbecue Grensásvegi 7, sími 688311 Myllan, kaffihús Kringlunni, sími 689040. Naustið Vesturgötu 6 8, sími 17759. Ópera Lækjargötu 2. sími 29499. Pétursklaustur Laugavegi 73. sími 23433. Pizza Hut Hótel Esju. sími 680809 Pizzahúsið Grensásvegi 10. sími 39933. Pizzaramí Hringbraut 11 9, sími 21066. Pizzusmiðjan Smiðjuvegi 14 D, sími 72177 Potturinn og pannan Brautarholti 22, sími 11 690. Punktur og pasta Amtmannsstíg 1. sími 1 3303. Rauða Ijónið Eiðistorgi, sími 611414. Rauði sófinn Laugavegi 126. sími 16566, 612095 Samlokur og fiskur Hafnarstræti 5, sími 18484. Setrið Sigtúni 38, sími 689000. Siam, Skólavörðurstíg 22. sími 28208. Singapore Reykjavíkurvegi 68. sími 54999. Sjanghæ Laugavegi 28, sími 16513. Staupasteinn Smiðjuvegi 14 D. sími 607347 Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími 16480. Sælkerinn Austurstræti 22. sími 11633. Taj Mahal, Tandori og Sushi bar. Laugavegi 34a, sími 13088. Tveir vinir og annar í fríi. Laugavegi 45. sími 21255. Veitingahúsiö 22 Laugavegi 22, sími 13628. Við Tjörnina Tempíarasundi 3. sími 18666. Viva Strætó Lækjagötu 2. ölkeldan Laugavegi 22. sími 621036. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: 800 króna máltíð við ísaumaða dúka Enginn matreiðslumeistari hefur enn ógnað ríki Rúnars Marvins- sonar við Tjömina. Þar hefur verið bezta veitingahús landsins, allt frá því er þau Sigríður og Rúnar fluttu rekstur sinn frá Búðum á Snæfells- nesi. Og ekki hefur eldhúsið staðn- að, því að þar er veriö að gera til- raunir með japanska matreiðslu- þætti. Sem betur fer hafa menn áttað sig á gæðum Tjarnarinnar. Fyrst voru það sérvitringar og ungt fólk, sem héldu staðnum uppi. Nú eru gestirnir orðnir meiri þverskurður af þjóðfélaginu. Það sýnir, að þessi matstofa er ekki lengur framúr- stefna, heldur hluti af hefðinni. Hún er orðin klassísk. Útúrdúr um ráðuneytið Þetta hefur sína galla. Staðall við- skiptavina lækkar. Utanríkisráðu- neytið spillti til dæmis hádegis- verði um daginn. Meðan gestir á öðrum borðum sátu að snæðingi, fór ráðuneytið að púa stóra vindla, sem lömuðu lyktarskyn nágranna. Erlendir gestir ráðuneytisins kunnu að haga sér og reyktu ekki. En ráðuneytið reykti. Mér finnst, að gestgjafar Tjarnar- innar eigi að geta sagt gestum, sem ekki kunna mannasiði, að tvær reyk- og kaffistofur fylgia staðnum, að hætti fínna veitingahúsa í út- löndum. í þessar setustofur geta menn farið eftir matinn til að reykja og jafnvel borðað þar eftir- rétt, ef þeir eru viðþolslausir. Þetta má til dæmis gera með því að hafa ekki öskubakka á matar- borðum. Ef gestir biðja um ösku- bakka, má bjóða þeim, hvort þeir vilji ekki heldur fá kaffíð inni í reykstofunum. Þannig má gera gesti meðvitaða um, að vindla- reykingar þeirra hafa áhrif á ánægjuna, sem aðrir gestir hafa af matnum. Ég er ekki að tala um heilsuna, heldur ánægjuna. Þetta skiptir máli, þegar veitinga- hús þykist vera með alveg sérstak- lega vandaða og ilmríka mat- reiðslu. Þannig er þetta í Þremur frökkum hjá Úlfari Eysteinssyni og þannig er þetta víða um heim. Það er eins og íslenzkir veitingamenn haldi, að öskubakkar séu heilagir. Það voru hrákadallar líka einu sinni. Þeir hafa nú verið aflagðir, jafnvel í utanríkisráöuneytinu. Alvarlegra er, að utanríkisráðu- neytið skuli ráða fólk til risnu- starfa án námskeiðs í mannasiðum og að árum saman skuli menn vera þar í risnuvinnu, án þess að afla sér pottþéttrar þekkingar á lág- marksatriðum í risnu, svo sem um matreiðslu og val á drykkjarfóng- um. í útúrdúr minnist ég, að í ráð- herraveizlu á1 slandi fékk ég versta mat, sem ég hef fengið á ævinni. Það var í desember 1984, þegar for- sætisráðherra Svía kom í heim- sókn. Mér er þaö minnisstætt enn. Saman fer stíll og matreiðsla í setustofum Tjarnarinnar eru útskorin fyrirstríðshúsgögn, eins og sjá mátti hjá grónum borgurum á eftirstríðsárunum. Ekkert nú- tímalegt er í bland við stíhnn. Bar- inn er gamall og homskápurinn er gamall. Útskotinn gluggi kórónar fyrirs ríðsáhrifm. Saria næmi Sigríðar húsfreyju fyi ir stfí kemur fram í veitingasöl- un í tveimur samhggjandi stofum og tveimur lokuðum herbergjum. Öh húsgögn era gömul; borð, stólar og veggskápar. Á borðum eru bláir dúkar, þar á ofan ísaumaðir dúkar, ýmist með flatsaumi, krossaumi eða hekli, og efst er glerplata til að verja saumaskapinn. Gluggatjöld eru hekluð. Parket á gólfi, hvítmálaðir veggir og tréverk, milt blómaveggfóður og gifslistar í lofti stuðla að einstak- lega notalegu og tímalausu and- rúmslofti í veitingastofunum. Það er mikið lán, að saman skuli fara stíll og matreiðsla í tveimur beztu veitingahúsum landsins. Þótt Tjörnin sé á kvöldin einn hinna dýru veitingastaða borgar- innar, er annað uppi á teningnum í hádeginu. Ég efast um, að margir, sem skoða hádegistilboð á plaköt- um hér og þar við Laugaveginn, þar sem þreytulegur matur upp úr hitakössum kostar 800-900 krónur, geri sér grein fyrir, að súpa, sér- matreiddur aðalréttur og kaffí í bezta veitingahúsi bæjarins kostar ekki nema 800 krónur. Japönsk áhrif Ég prófaði súpu og rétt dagsins í hádegisverð í Tjörninni. Súpan var bragðsterk laxasúpa í hefðbundn- um stíl með sveskjum og fiskyst- ingi. Þetta var mjög góð súpa og laxabitarnir voru ekki þurrir eins og stundum vill brenna við í súpum af þessu tagi. Súpunni fylgdu volg- ar og góðar hveitibollur með smjöri. Aðalrétturinn var pönnusteiktur karfi, alveg frábærlega vel mat- reiddur, með ostfylhngu, rauð- vínssósu, kapers og snögg-gufu- soðnu grænmeti. Með góðu kaffi á eftir kostaði þetta ekki nema 800 krónur. í hádeginu hef ég líka prófað sem forrétt kryddleginn lax í soja og appelsínusafa. Þetta var í japönsk- um sushi-stíl, en bara miklu betur og nærfæmislegar gert en á flest- um sushi-börum. Sushi felst einkum í að kryddleg- inn er fiskur, en ekki eldaður eða hitaður, og borinn fram á litlum hrísgrjónabollum, sem eru soönar með þangi. Sojasósa á vel við þessa matreiðslu. Tilraunir með sushi eru eðlilegt framhald af matreiðslunni, sem fyrst vakti athygli á Búðum. Rúnar hefur alltaf verið mikið fyrir að láta sjávarrétti liggja í kryddlegi. Kinnar og gellur í kryddlegi hafa löngum verið einstaklega vel heppnaðar hjá honum. Japanskt sushi er einmitt sú matreiðsluhefð fiskrétta, sem hæst rís í heiminum. Þess vegna er sushi beinlínis sjálf- sagður þáttur í framboði Tjarnar- innar. Ég fékk líka smjörsteikta ýsu með banana og snöggsoðnu grænmeti. Hún var óralangt frá hinni ömur- legu og þjóðlegu matreiðslu, sem tíðkaðist í mínu ungdæmi. Sama er að segja um hnetusteiktan silung með sinnepssósu. Þetta voru fyrir- taks réttir, engu síðri en þeir hefðu verið á dýrari matseðli kvöldsins. í kvöldverð prófaði ég meira af japönsku sushi. Það voru fimm eða sex mismunandi tegundir af fiski og fiskihakki með piparrót og mildri sojasósu. Annar forréttur var alveg einstaklega, raunar ótrú- lega meyr og safaríkur hörpufiskur í humarsósu, blandaðri tómati og hvítlauk. Þetta var eftirminnilegur hörpufiskur, enda er slíkur matur yfirleitt þurr og seigur í veitinga- húsum. Skólaganga er hættuleg Ég var ekki eins ánægður með aðalréttina. Tindabikkja með vín- berjum, kapers og pernod hefur lengi verið sérgrein Rúnars. Hún var í góðu lagi í þetta sinn, en ekki eins nákvæmlega matreidd og ég hafði fengið nokkrum dögum áður hjá Úlfari í Þrem frökkum. Ekkert fannst mér varið í soðinn lax með smjöri. Hann var nákvæmlega eins þurr og safalaus og í öðrum veit- ingahúsum. Þessir tveir aðairéttir segja mér gamalkunna sögu. Rúnar hefur í sumar meira eða minna verið í fríi frá störfum. Merkinu halda uppi í eldhúsinu lærðir menn, sem aö ein- hverju leyti eru kúgaðir af skóla- genginni matreiðsluhefð, ættaðri frá Danmörku fyrirstríðsáranna. Snilligáfa rúmast ekki í skólum og Rúnar er sjálfur blessunarlega laus við skólagöngu í matreiðslu. Hann hefði aldrei gleymt laxinum í pottinum. Hinn heföbundni eftirréttur stað- arins er þung og seig súkkulaði- kaka, áreiðanlega hræðilega fit- andi, en alveg unaðsleg á bragðið. Skyrkakan, sem líka var í boði, reyndist öllu hversdagslegri, en áreiöanlega ekki eins fitandi. Þótt setja megi út á sumt, svo sem hér hefur verið gert, stendur þó, sem verið hefur um nokkurra ára bil, að Við Tjörnina er bezta mat- stofa á íslandi, næst á undan Þrem- ur frökkum. Athyglisvert er, að báðir þessir staðir sérhæfa sig í sjávarréttum. Jónas Kristjánsson Þrír Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14, sími 23939. Ölkjallarinn Pósthússtræti 1 7, sími 1 3344. Ölver v/Álfheima. sími 686220. AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92. simi 21818. Fiðlarinn. Skipagötu 14, simi 27100. Hlóðir Geislagötu 7. sími 22504 og 22600 Hótel KEA Hafnarstræti 87-89. sími 22200. Hótel Stefanía. Hafnarstræti 83-85. simi 26366 Laxdalshús Aðalstræti 11, sími 26680. Sjallinn Geislagötu 14. sími 22970. Smiðjan Kaupvangsstræti 3. simi 21818. Uppinn Ráöhústorgi 9, sími 241 99 VESTMANNAEYJAR: Bjössabar Bárustíg 11. sími 1 2950. Muninn Vestmannabraut 28, sími 11422 Skansinn/Gestgjafinn Heiðarvegi 1. sími 12577. Skútinn Kirkjuvegi 21. sími 11420. KEFLAVÍK: Edinborg Hafnargötu 30. sími 12000. Glaumberg/Sjávargull Vesturbraut 1 7. sími 1 4040. Glóðin Hafnargötu 62. simi 11777 Flughótelið Hafnargötu 57. sími 1 5222. Ráin Hafnargata 19 sími 14601. SUÐURLAND: Gjáin Austurvegi 2. Selfossi. sími 22555. Hótel Selfoss Eyravegi 2. Selfossi, sími 22500 Hótel Örk, Nóagrill Breiðumörk 1, Hverag., s. 34700. Inghóil Austurvegi 46. Self.. sími 21 356. Skíðaskálinn, Hveradölum v/Suðurlandsveg. sími 98-34414 VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS Arnargrill Arnarbakka 2, sími 77540. Á næstu grösum Laugavegi 26, sími 28410. Bigga-bar - pizza Tryggvagötu 18, sími 28060. Blásteinn Hraunbæ 102, sími 673311. Ðleiki pardusinn Hjallahrauni 13, sími 652525. Brauðstofan Gleymmérei Nóatúni 17. sími 15355. Chick King Suðurveri, Stigahlíð 45- 47, s. 38890. Eikapíta Hverfisgötu 82, sími 25522. Eldsmiðjan Bragagötu 38 A. sími 14248. Gafl-inn Dalshrauni 1 3. sími 54424. Gnoðagrill Gnoðavogi 44. sími 678555 Hér-inn Laugavegi 72, sími 19144. Höfðakaffi Vagnhöfða 10. sími 696075. Ingóifsbrunnur Aðalstræti 9, sími 1 3620. Jón bakan Nýbýlavegi 14. sími 46614 Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni 1 5. sími 50828. Lauga-ás Laugarásvegi 1. sími 31 620. Lúxus kaffi Skipholti 50b. sími 83410. Marinós pizza Njálsgötu 26, sími 22610. Mokka-Expresso-Kaffi Skólavörðustíg 3a. sími 21174 Múlakaffi v/Hallarmúla, sími 37737. Nespizza, Austurströnd 8, Austurströnd 8. sími 61 2030. Norræna húsið Hringbraut. sími 21522. Næturgrillið heimsendingarþj.. sími 77444. Óli prik Hamraborg 14. sími 40344. Pizzahúsið Öldugötu 29. sími 623833. Pizzaofninn Gerðubergi, sími 79011. Pizza snögg-sneið Skólavörðustíg 2. sími 13320 Gerðubergi, sími 79011 Pítan Skipholti 50 C, sími 6881 50. Selbitinn Eiðistorgi 13 15, sími 611070. Smáréttir Lækjargötu 2, sími 1 3480. Smiðjukaffi Smiöjuvegi 14d. sími 72177. Sprengisandur Bústaðavegi 1 53. sími 33679. Sundakaffi Sundahöfn. sími 36320. Tíu dropar Laugavegi 27. - sími 1 9380. Toppurinn Bíldshöfða 12. sími 672025. Uxinn Álfheimum 74, sími 685660. Veitingahöllin Húsi verslunarinnar. sími 30400. Vogakaffi Smiðjuvegi 50. sími 38533. Western Fried, Mosfellssveit v/Vesturlandsveg. sími 667373. Winny’s Laugavegi 116, sími 25171. AKUREYRI: Crown Chicken Skipagötu 12, sími 21464. Keflavík: Langbest, pizzustaður Hafnargötu 62. sími 14777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.