Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. Fréttir Ólafur G. Einarsson, þingflokksformaöur Sjálfstæðisflokksins, um álmálið: Sjálfstseðisflokkurinn kemur ekki til hjálpar „Þingflokkurinn heíiir ekki fundað um þetta mál. Enda engin ástæða til. Þetta mál er í höndum ríkisstjórnar- innar. Það er ósköp einfalt. Þaö stendur ekki til að Sjálfstæðisflokk- urinn hjálpi ríkisstjóminni eða iðn- aðarráðherranum við að koma þessu máli í gegnum þingiö. Viö munum að ríkisstjórnin var mynduð í kring- um þaö að ná saman um stærri mál og þiggja ekki aðstoð Sjálfstæðis- flokksins til að koma stærri málum í gegn. Ef myndast annar meirihluti en stendur að ríkisstjórninni þá er hún fallin og við bíðum eftir að sjá hvernig henni vegnar í þessu máli,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. - Áttu von á að ríkisstjórnin springi vegna álmálsins? „Nei, því miður á ég ekki von á því. Ég vona að ríkisstjórnin springi sem fyrst,“ sagði Ólafur. „Fyrir Uggur að Atlantalmenn vilja byggja álver á Keihsnesi ef af veröur og ráðherra ætlar að staðfesta með \ undirskrift sinni að hann sé prívat pg persónulega á þeirri skoöun líka. í umverfismálum og skattamálum eru margir endar lausir og um raf- orkuverð er heldur ekki samkomu- lag. Það er ekki búið að leggja málið fyrir stjórn Landsvirkjunar. Það er ekki tímabært fyrir ráðherra að semja um neitt fyrr en það samþykki hennar liggur fyrir,“ sagði Páll Pét- ursson, formaður þmgflokks Fram- sóknarflokksins, en á þingflokks- fundi í gær komu fram margar at- hugasemdir við álsamningana. „Ef stjórnarflokkarnir eru ekki til- búnir aö fara með álmálið í þingið af eigin rammleik þá veröur þetta ekki stjórnarfrumvarp. í yfirlýsingu forsætisráðherra frá stjórnarmynd- uninni sagði að ef stórmál yrðu af- greidd í trássi við einhvem hluta af stjómarliðinu svo að hjálp stjórnar- andstöðu þyrfti til þá liti hann svo á að nýr meirihluti hefði myndast. Ég hef trú á að álmáhö verði flutt sem stjómarfrumvarp en óskynsamlegar yfirlýsingar iðnaðarráðherra, þar sem hann lætur að því liggja aö hann þurfi ekki samþykki ríkisstjórnar til undirskrifta, lofa ekki góðu. Hann þarf samþykki ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna til að skrifa undir eitthvað sem máh skiptir,“ sagði Páll Pétursson. Framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins ræddi málið á fundi í gær. Ákveðið var að kalla saman mið- stjórn flokksins til frekari umræðna umálmálið. -sme/hlh Ungur íslendingur af dönskum ættum án ríkisfangs: Ég er eins íslenskur og menn geta verið - þarf að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til Alþingis „Það var óskaplega einkennilegt að uppgötva allt í einu að ég var án nokkurs ríkisfangs, hvorki íslenskur ríkisborgari né danskur. Ég er hins vegar eins íslenskur og menn geta verið, fæddur hér og uppahnn og fuhur af ættjarðarást og þjóðremb- ingi. Nú blasir við mér að sækja um íslenskan ríkisborgararétt tÚ Al- þingis eins og hver annar útlending- ur en shkir hlutir em afgreiddir einu sinni á ári,“ sagði Þorvaldur Flemm- ingh Jensen, 23 ára bókari á skrif- stofu ToUstjóraembættisins, í sam- tali við DV. Þorvaldur á íslenska móður en danskan föður. Hann segist hafa upp- götvað fyrir thvUjun að hann var alveg án ríkisfangs. Þannig var að bróðir hans, sem er tveimur árum yngri, ætlaði til náms erlendis og sótti því um námslán. Hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna var honum hins vegar tilkynnt að útlendingar gætu ekki fengið námslán hér. Hánn rak auðvitað í rogastans og fór að athuga málið. Þá kom í ljós að lögum er varðar ríkisfang var breytt 1982 og þeirri klásúlu komið þar fyrir að menn sem væru útlendir í aöra ætt- ina yrðu að tilkynna það sérstaklega fyrir 23 ára aldur að þeir óskuðu eft- ir að hafa íslenskt ríkisfang. Þorvald- ur haföi þá þegar „misst af lestinni" þar sem hann var orðinn 23 ára. En þar með var ekki öll sagan sögð. Danir höfðu ekki ósvipaö ákvæði í sínum lögum um ríkisfang en þar þurfti að tilkynna ósk um ríkisfang fyrir 22 ára aldur. Þannig stóð Þor- valdur skyndilega uppi sem maöur án ríkisfangs, landlaus maður. „Þetta er hið einkennilegasta mál. Ég hef íslenskan passa sem ég end- urnýjaði síðast 1987 og var alveg grunlaus um að nokkuð væri að í smabandi við ríkisfang mitt. Það er einkennilegt aö fólki sem eins er ástatt um og mér skuli ekki vera til- kynnt um þessa tilkynningaskyldu um ríkisfang með fyrirvara." Þorvaldur hefur útvegað sér um- Ég er eins íslenskur og menn geta verið, segir Þorvaldur. Hann vaknaði upp við það einn góðan veðurdag aö hann hefur ekkert rikisfang. DV-mynd Brynjar Gauti sóknareyðublað um íslenskan ríkis- broagararétt upp á fimm blaösíður. Þar er honum meöal annars gert að tilgreina hvað þaö sé sem „bindur umsækjanda við þetta land“ og, til aö kóróna allt, í hvaöa landi hann hafl nú ríkisfang." „Nú þarf á ég að fá tvo „valin- kunna" menn til aö lýsa mér og votta að ég segi rétt frá og bíða eins og hver annar útlendingur eftir að öðl- ast íslenskan ríkisborgararétt," sagði íslendingurinn Þorvaldur FlemmingJensen. -hlh KA fær stækkun á íþróttasvæðinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Bæjarráð Akureyrar mæhr með því að Knattspymufélagi Akur- eyrar, KA, verði veitt stækkun á svæði félagsins, austan Lundar- skóla að Dalsbraut. Jafnframt leggur bæjarráð til að KA fái afnot af fyrirhuguðu götu- stæði Dalsbrautar austan íþrótta- svæðisins á meðan ekki verður far- ið í framkvæmdir við fyrirhugaöa Dalsbraut eða breyting gerö á skipulagi. Þessi loftmynd af oliuleiðslu Olís var tekin í fyrradag. Á myndinni er ekki annað að sjá en olía smiti enn frá leiðslunni. Hallur Árnason hafnsögumað- ur telur það þó útilokað þar sem sjór sé í leiðslunni. DV-mynd GVA Olía úr fj örunum á haf út: Ekki ætlunin að þvo fjörurnar - segirHalIurÁmasonhafnsögumaöur „Það getur svo sem vel komið heim og saman að þarna sé olía að skolast úr bryggjunni við Laugarnes á haf út. Það er hins vegar útilokað að nokkur leki sé úr leiðslunni ennþá því hún er full af sjó,“ sagði Hallur Árnason hafnsögumaður en á mynd- um sem teknar voru yfir lekastaðn- um við Laugarnes virðist sem enn berist olía í sjóinn. - En hefur aldrei komiö til greina að þvo fjörurnar eins og gert er víða erlendis þegar olíuslys eiga sér staö? „Þetta er nú ekki sambærilegt við þau atvik. Ef mikil svartolía hefði verið í fjörunum hefði komið til greina að moka henni upp úr fjörun- um en um það var ekki að ræða,“ sagði Hallur. Þá kannaðist Hallur ekki við nein- ar upplýsingar um leka út af Laugar- nesi í upphafi september en í DV 4. september var frétt um að sterk oliu- lykt hefði fundist út af Laugarnesi. Þrátt fyrir eftirgrennslan fundust engar upplýsingar um leka þá. -SMJ Rannsókn á olíulekanum: Olíuleiðslan verður tekin upp - segir siglingamálastjóri „Næsta skref í þessu máli verður það að taka lögnina upp og rannsaka hana. Hún verður væntanlega tekin upp í vikunni og bíðum við eftir stór- straumsfjöru til þess,“ sagði Magnús Jóhannsson siglingamálastjóri þegar hann var spurður um framkvæmd rannsóknar á olíulekanum viö Laug- ames. Magnús sagðist ekki vera trúaður á að-neitt læki lengur í sjóinn úr leiðslunni enda væri óheimilt að nota hana. Tvenns konar rannsókn er í gangi á máhnu. Annars vegar rannsókn rannsóknarlögreglunnar á atburða- rásinni, það er að segja hvenær byri- aði að leká, og hins vegar rannsókn Sighngamálastofnunar á ástandi leiðslunnar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.