Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1990, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990. Útlönd_________________________________________ Ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Bretlandi: íhaldsf lokki spáð sigri undir forystu Heseltine - Verkamannaflokkurinn hefur haft yfirhöndina síðustu 18 mánuði Margrét Thatcher hefur mætt framboði Michaels Heseltine til embættis leiðtoga íhaldsflokksins af hörku og seg- ist staðráðin í að sitja áfram. Hún hefur enn meirihluta þingmanna flokksins að baki sér. Simamynd Reuter Nýjustu skoðanakannanir í Bret- landi sýna að íhaldsflokkurinn er mun líklegri til að sigra í kosningun- um 1992 ef hann nýtur forystu He- seltines en ef Thatcher heldur áfram að leiða flokkinn. Lundúnablaðið The Times birti i morgun nýja skoðanakönnun þar sem fram kemur að íhaldsflokkurinn fengi 49% atkvæða en Verkamanna- flokkurinn 39% ef Heseltine verður i forystu fyrir íhaldsmönnum. Þetta er í fyrsta sinn í 18 mánuði að íhalds- flokkurinn mælist með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn. Þegar kjósendur voru spurðir hvernig þeir myndu verja atkvæöi sínu ef Thatcher yrði áfram leiðtogi íhaldsmanna reyndist Verkamanna- flokkurinn hafa forystu með 45% at- kvæða á móti 41% íhaldsmanna. Skoðanakannanir síðustu daga hafa sýnt að Heseltine nýtur mun meira fylgis meðal almennings en Thatcher. Talið er fullvíst að þaö dragi úr líkum á að hún verði endur- kjörin sem leiðtogi flokks síns. Marg- ir þingmenn hafa enn ekki gert upp hug sinn og eru vísir til að leggjast á sveif með Heseltine þegar aö leið- togakjörinu kemur á þriöjudaginn. Talið er að Thatcher hafi enn sem komið er meira fylgi innan þing- flokksins en það er hann sem velur flokknum leiðtoga. Thatcher hefur tekið þá ákvörðun að berjast af hörku gegn Heseltine og leggja hann að velli þegar í fyrstu umferð kosn- inganna. Thatcher vísar óspart til 11 ára fer- ils síns sem forsætisráðherra og sagði í breska þinginu í gær að hún hefði ekki í hyggju að hætta. „Ég hef leitt flokkinn til sigurs í þremur al- mennum kosningum og held áfram aö leiða hann,“ sagði Thatcher, við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Stjórnmálaskýrendur eru almennt sammála um að hnignandi efnahag- Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álfaland 4, þingl. eig. Stefán Ó. Magn- ússon, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Fjárheimtan hf. og Eggert B. Ólafsson hdl. Espigerði 4, íb. 084)1, þingl. eig. Stein- grímur Felixson, mánud. 19. nóvt 1990 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Ólafur B. Amason hdl. Fiskeldisstöð að Laxalóni, þingl. eig. Laxalón hf., mánud. 19. nóv. 1990 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jónatansson hdl. Gerðhamrar 9, þingl. eig. Hreinn Hjartarson og Iðunn Á. Hilmarsd., mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðendur eru íslandsbanki hf., Kristinn Hallgrímsson hdl., Andri Amason hdl., Gjaldskil sf., tollstjórinn í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hrl., Hallgrímur B. Geirsson hrl., Bjöm ÓlafurH allgrímsson hrl, Fjárheimtan hf., Jón Þórarinsson hdl., Valgeir Pálsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Guðmundur Óli Guðmundsson hdl., Guðmundur Markússon hrl., Hróbjartur Jónatansson hdl., Jón Þórarinsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl., Klemens Eggertsson hdl., Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Kristín Briem hdl. ur í Bretlandi á síðustu mánuðum ráði mestu um afstöðu þingmanna íhaldsflokksins til leiðtoga síns. Þótt deilur um afstöðuna til Evrópu- bandalagsins hafi orðið til að ýta Heseltine út í framboð nú eru íhalds- menn ekki að kjósa um stefnu Thatc- her í þeim efnum. Heseltine leggur áherslu á að Hellusund 6A, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen Ósvaldsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Sigurmar Albertsson hrl. Koilufell 39, þingl. eig. Magnús Egg- ertsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Valgarður Sig- urðsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTID Í REYKJAVl'K Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álftahólar 8, hluti, þingl. eig. Matthí- as Hansson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka fslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Barmahlíð 21, hluti, þingl. eig. Sævar Egilsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Fjár- heimtan hf. og Ólafur Sigurgeirsson hdl. Thatcher hafi gert vel til þessa en að nú sé kominn tími til að skipta um leiðtoga því að járnfrúnni sé farið að förlast í stjórn efnahagsmála. Margir ihaldsmenn efast með Heseltine um aö Thatcher sé treystandi til að stjórna næsta kjörtímabil. Heseltine er þegar farinn að tala um breytta efnahagsstefnu. Hann Bergstaðastræti 43, neðri hæð, þingl. eig. Guðmundur I. Bjamason hf., mánud. 19. nóv. 1990 kl. 13.45. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Bergþómgata 2, hluti, þingl. eig. Bárður Sigurðsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Dalsel 33, 00-01, þingl. eig. Sigrún Jónsdóttir, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er fslands- bank': hf. Dúfhahólar 4, 7. hæð C, tal. eig. Guð- ríður Svavarsdóttir, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl., Jón Ingólfsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Dverghamrar 14, hluti, þingl. eig. Magnús Einarsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Þórður S. Gunnarsson hrl. Eldshöfði 2, hluti, tal. eig. Aðalbraut hf., mánud. 19. nóv. 1990 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Jón Ingólfsson hdl. og tollstjórinn í Reykjavík. Eyjagata 5, hluti, þingl. eig. Fiska- naust hf., mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Atli Gíslason hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Fífusel 12, hluti, þingl. eig. Jens Þor- steinsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Ólafur Sigurgeirsson hdl. og íslandsbanki hf. vill aö ríkið taki aftur að sér ýmis verkefni sem Thatcher hefur vísað til sveitarstjórna eða almennings- hlutafélaga. íhaldsmenn eru þegar farnir aö deila um þá hugmynd Hes- eltine að ríkið taki meiri þátt í rekstri skólakerfisins en verið hefur í tið Thatcher. Reuter Frostaskjól 28, þingl. eig. Margrét Georgsdóttir, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Fjár- heimtan hf. og Tlyggingastoí'nun rík- isins. Gnoðarvogur 34, 1. hæð t.v., þingl. eig. Dýrleif Tiyggvadóttir, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Skúli Bjamason hdl. Grettisgata 2, hluti, tal. eig. Guð- mundur Þórarinsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Tiygg- ingastofhun ríkisins. Grettisgata 40, tal. eig. ísak V. Jó- hannsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em íslands- banki hf. og Skúli J. Pálmason hrl. Hagamelur 12, hluti, þingl. eig. Karl Jóhann Þorsteinsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Hilmar Ingimundarson hrl. Hólmgarður 7, efri hæð, þingl. eig. Ómar Einarsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Skúli J. Pálmascjn hrl. og Ásgeir Þór Áma- son hdl. Hringbraut 80, 1. hæö t.v., þingl. eig. Steingrímur Pétursson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Ævar Guðmundsson hdl. og Bjami Ásgeirsson hdl. Kleifarás 13, þingl. eig. Guttormur Einarsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Sigur Heseltines væri Bandaríkja- stjórnað skapi Það kæmi sér mjög vel fyrir Bandaríkjastjórn ef Michael He- seltine heföi betur í slagnum við Margréti Thatcher um embætti leiðtoga íhaldsflokksins. Þetta er í það minnsta álit margra sér- fræðinga um bandarísk stjórn- mál. Rökin fyrir þessu eru öðru fremur þau að Heseltine vill að Bretar taki meiri þátt í samstarfi rikja Evrópu en til þessa og þar með fylgir að hlutur Evrópuríkja í rekstri NATO verði meiri en nú er. Bandaríkjamenn eru þess mjög fýsandi að útgjöld þeirra til varna Evrópu minnki og hægt verði að draga úr gífurlegum fjár- lagahalla þar vestra. Heseltine er kunnur „haukur" í vamarmálum og viU auka út- gjöld Breta til varnarmála. En að Evrópumálunum slepptum er lít- ill munur á hugmyndum Thatc- hers og Heseltines í utanríkis- málum. Ónefndur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu sagði við fréttamann Reuters að stjóm sín vildi helst að Thatc- her sæti áfram að völdum í Bret- landi Ástæöan er að samband forseta Bandaríkjanna við Thatc- her hefur verið mjög gott og ekki víst hvort þeim gengur eins vel að vingast við Heseltine. Heseltine hefur þegar gefið út yfirlýsingar um aö hann ætli ekki að breyta utanríkisstefnu Breta að neinu öðru leyti en því sem snertir Evrópumálin. Stjóm- málaskýrendur segja að Heselt- ine hafi með yfirlýsingum sínum um utanríkismál verið að tala til Bandaríkjamanna og viljað full- vissa þá um að þeir þyrftu ekkert að óttast þó breskir íhaldsmenn fengju nýja leiðtoga. Reuter Kleppsvegur 38, hluti, þingl. eig. Jón Gunnar Þorkelsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Fjárheimtan hf., Baldur Guðlaugsson hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands, Lands- banki Islands og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Ljósheimar 14A, 4. hæð, þingl. eig. Reynir Kristinsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústaísson hrl. Melhagi 4, þingl. eig. Torfi Ólafsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.00. Upp- boðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins. Skálagerði 5, hluti, þingL eig. Rögn- valdur Sigurðsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Islands. Torfufell 46, 3. hæð vinstri, þingl. eig. Edda Axelsdóttir o.fl., mánud. 19. nóv. 1990 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Íslandsbanki, Ásgeir Þór Ámason hdl., Valgeir Pálsson hdl., Halldór Þ. Birgisson hdl. og Sigurmar Albertsson hrl. Þvottalaugablettur 27, tal. eig. Jón Guðmundsson, mánud. 19. nóv. 1990 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.