Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990. 35 Lífestm Það skiptir neytandann miklu máli hvar hann kaupir kartöflur, en munur á hæsta og lægsta verði á þeim var 500%. DV kannar grænmetismarkaðinn: litið framboð af sveppum - mikill verðmunur á kartöflum og hvítkáli DV kannaði verö á grænmeti í eft- irtöldum verslunum: Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Bónusi í Faxafeni, Hag- kaupi Skeifunni, Kjötstöðinni Glæsibæ og Miklagarði við Sund. Verslunin Bónus selur sitt grænmeti í stykkjatali meðan aðrar verslanir selja eftir vigt. Til að fá samanburð á verðinu hjá Bónus og hinum versl- ununum er stykkjaverö umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverö. Meðalverð á tómötum lækkar um heil 76% og er nú 190 krónur. Ódýr- astir voru þeir í Bónusi 121, næst- ódýrastir í Kjötstöðinni 145, síðan kom Fjarðarkaup 195, Hagkaup 244 og dýrastir voru þeir í Miklagarði á 245 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 102%. Meðalverð á gúrkum hækkar um 20% milli vikna og er nú 239 krónur. Ódýrastar voru þær í Bónusi 124, þar á.eftir kom Kjötstöðin 198, Mikligarð- ur 238, Fjarðarkaup 247 og langdýr- astar voru þær í Hagkaupi 389 krón- ur. Munur á hæsta og lægsta verði var 214%. Sveppir fengust ekki nema á tveim- ur af stöðunum að þessu sinni, Miklagarði og Hagkaupi. Þeir kostuðu jafnmikið í kílóvigt eða 456 Meðal tilboðsvara hjá versluninni Bónusi í Faxafeni er Ljómasmjörlíki i 500 g umbúðum á 93 krónur stk. Einnig fengust Cocoa Puffs, 475 g pakkar, á 199, DDS ilórsykur á 49 krónur í hálfs kílóa pakkningum og Juvel hveiti á 59 krónur hver 2 kíló. Fjarðarkaup bauð upp á strásykur frá Dansukker, kílóverð 59 krónur, gervijólatré, 1 metri og 20 cm á hæð, á 1355,_Fixies barnableyjur, 72 stk., á krónur, sem er jafnframt meðalverð- ið. Meðalverðið hækkar um 5% frá síðustu viku. Meðalverð á grænum vinberjum hækkar um 32% og er nú 236 krón- ur. Vínber voru ódýrust í Bónusi 196, en næstódýrust í Kjötstöðinni 239. Neytendur Þar á eftir kom Hagkaup 245, Mikli- garður 246 og dýrust voru vínber í Fjarðarkaupi 257 krónur. Munur á lægsta verði og hæsta var 26%. Meðalverð á grænni papriku hækkaði um 7% og er nú 231 króna. Ódýrust var paprikan í Bónusi 128, en hinir búðirnar voru allar í svipuð- um verðflokki, Mikligarður 244, Fjarðarkaup 257, Hagkaup 263 og Kjötstöðin 264. Munur á hæsta og lægsta verði var 106%. Meðalverð á kartöflum lækkar um 17% og er nú 49 krónur kílóverðið. Mikill munur er á verði milli búða, ódýrastar voru þær í Kjötstöðinni 19 1598 krónur og Walt Disney jólagjafa- pappír, 70cm x 2 metrar, á 71 krónu rúlluna. Hagkaup, Skeifunni, var með Nóa Síríus suðusúkkulaöi, 200 g, á krónur 162, Cinderella rúsínur í 500 g dollum á 99, Bonduelle grænar baunir í 400 g dósum á 39 og kiwi ávexti á kíló- verðinu 149 krónur. Kjötstöðin, Glæsibæ, seldi nauta- hakk á tilboðsverðinu 595 kr. kílóið, krónur, næstódýrastar í Miklagarði 25, Bónus 50, Fjarðarkaup 55 og dýr- astar í Hagkaupi 95. Munur á hæsta verði er mikill, heil 500%. Meðalverð á blómkáh lækkaöi lítil- lega eða um 7% og er nú 175 krónur. Ódýrast var það í Fjarðarkaupi 148, þar á eftir í Miklagarði 175, Hagkaup 179 og dýrast var blómkál í Kjötstöð- inni 198. Blómkál var ekki til í versl- uninni Bónusi. Munur á hæsta og lægsta veröi var 34%. Meðalverð á hvítkáli hækkaði um 58% frá í síðustu viku og er nú 79 krónur. Ódýrast var hægt að versla hvítkál i Bónusi á 40 krónur, næst- ódýrast var það í Miklagarði 59. Næst kom Hagkaup 69, Fjarðarkaup 79 og dýrast var hvítkálið í Kjötstöð- inni 149 krónur. Munur á lægsta og hæsta verði var heil 373%. Meðalverð á gulrótum hækkaði lít- ið eitt eða um 1% og er nú 211 krón- ur. Lægsta verðið á gulrótunum var í Bónusi 183, næstlægst í Fjarðar- kaupi 190, Miklagarði 224, Hagkaup 229 og dýrastar voru þær í Kjötstöð- inni 231 króna. Munur á lægsta og hæstaverðivar26%. ÍS Dole annans 456 g á 99 þrjár dollur saman, Scottex servíettur, 200 stk., á 199 og Myllu heilhveitibrauð, niður- skorin. á 95 krónur stykkið. Mikhgarður við Sund var með allt lambakjöt í kjötborði sínu á 20% af- slætti. Einnig fékkst á tilboðsverði Cirkel kaffi, 500 g, á 199, Haust hafra- kex, 250 g, á 99 og Nopa þvottaefni í þriggja kílóa pökkum á 299 krónur. Sértilboð og afsláttur: Lambakjöt á 20% afslætti Vínber St é 500 400 - 300- & Tómatar Verð í krónum | \ ! 1 l 1 100 - 1 / 190 XJ Aprfl Muí Jú'nl Júil ÁgúsSepL Oki Nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.