Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. íþróttir Englandi Gunnar Sveinbjömascai, DV, Englandi: • Chelsea hefur boöiö 750 þúsund sterlings- pund í skoska lands- liðsmanninn Tommy Boyd hjá Motherwell. Skotarnir hafa fyrir sitt leyti samþykkt til- boöið en leikmaðurinn á sjálfur eftir að gefa svar. Boyd er miö- vörður og er jafnfram fyrirliði liðsins en hann mun þó ekki yfir- gefa Motherwell á meöan liöið er enn með í skosku bikarkeppn- inni. lan Wright eftirsóttur • lan Wright, framheiji Crystal Palaee, er eftirsóttur leikmaður. Félög á meginlandinu hafa sýnt honum áhuga að undanfornu og útsendarar ffá þýska félaginu Bayem Múnchen gerðu sér ferö til Englands um helgina til að sjá hann leika með Palace. Þjóöverj- arnir urðu ekki fyrir vonbrigðum því Wright lék feikivel og skoraði annað marka Palace í leiknum sem var gegn Leeds á útvelli. Graham leitar leikmanna • George Graham, stjóri Arse- nal, leitar nú aö leikmanni til að styrkja hópinn á Highbury og hefur að undanfömu beint spjót- um sínum að leikmönnum frá meginlandinu. Pólverjinn Piotr Socsynski og Þjóðverjinn Tomas Steinbruckner vom báðir undir smásjánni en ekkert varö úr því. Nýjasta dæmiö er félagi Amórs Guöjohnsens hjá Bordeaux, Patrick Vervoort. Belginn kostaði franska félagið 1,2 milljónir punda frá Anderiecht en Arsenal fengi hann fyrir mun lægri upp- hæð ef svo bæri undir. Platt lærir ítölsku • Davíd Platt, leikmaður Aston Villa, hefúr viðurkennt að hann sér farinn aö læra ítölsku. Platt bætti því reyndar við að hann væri einnig að nema frönsku en að hvorugt málanámskeiðanna væri í tengslum við hugsanlega knattspymuiðkun á megin- landinu. Platt segir að það sé ein- faldlega góður valkostur að geta talað meíra en sitt eigið móður- mál. Gascoigne á batavegi • Terry Venables, stjóri Totten- ham, er vongóður um að Paul Gascoigne verði orðinn góður af meiðslunum þegar Spurs mætir Arsenal i umdanúrslitum bikars- ins í næsta mánuði. Venables seg- ir aö Gazza sé á undan áætlun á bataveginum og þá megi einnig fastlega gera ráð fyrir því að David Howells verði líka töbúinn í slaginn eftir uppskurö á hné og kjálkabrot á næturklúbbi. Butcher kaupir leikmenn • Terry Butcher, stjóri Co- ventry, sankar nú að sér leik- mönnum til aö bjarga liðinu frá falli. Robert Rosario og Kenny Samson voru keyptir í síðustu viku og nú er Butcher tilbúinn að ganga frá endanlega kaupum á Stewart Robson irá West Ham United fyrir 250 þúsund pund. Stewart hefur ekki náð að festa sig í sessi ftjá „Hammers“ en það- an kom hann frá Arsenal. Þess má geta að Samson kostaði 100 þúsund pund frá QPR en Rosario kostaði 500 þúsund pund frá Nor- wich City. Atkinson vegnar vel • Árangur Sheffield Wednesday undir stjóm Ron Atkinson hefur vakið mikla athygli og ekki síst á Spáni þar sem „Big Ron“ starfaði í skamman tíma. Forráðamenn Sporting Gijon vildu fa hann í sínar raðir en Atkinson hafði engan áhuga á sliku og sagöist ýmislegt eiga ógert hjá Sheffield Wednesday. Urslitarimma hjá ÍBKogKR - í Keflavík í kvöld klukkan 20 Keflvíkingar og KR-ingar mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknatjleik. Leik- urinn fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst klukkan 20. Það lið sem sigrar í kvöld mætir síðan Njarðvíkingum í úrshtaleik en þeir sigruðu Grindvíkinga örugglega í tveimur viðureignum. Fyrsti leikur Keflvíkinga og KR- inga fór fram í Keflavík sl. föstudags- kvöld og fóru þá KR-ingar með sigur af hólmi, 71-84. Önnur viðureignin fór síðan fram í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið var og þá hefndu Keflvíkingar ófaranna í fyrsta leikn- um og sigruðu, 75-92. Ef tekið er mið af fyrri leikjum lið- anna stefnir allt í hörkuleik í Kefla- vík í kvöld. KR-ingar hafa verið á góðum skriði að undanförnu en Kefl- víkingar náðu loks að sína sitt rétta andlit í síðari hálfleik í leiknum á sunnudagskvöldið. Bæði liðin tefla fram sínum sterk- ustu leikmönnum í kvöld. Matthías Einarsson kemur inn í KR-liðið að nýju en hann var frá vegna veikinda í leiknum á sunnudagskvöldið var. -JKS Bo og Hólmbert fara til Parísar - og fylgjast með leikium Frakka og Albana Bo Johansson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, mun halda til Frakk- lands frá Svíþjóð fyrir helgina og fylgjast með leik Frakklands og Al- baníu í París. Báðar þessar þjóðir leika í sama riðli og Ísland í for- keppni Evrópumóts landsliða. Bo Johansson mun einnig fylgjast með leik 21-árs liðanna en þar hittir hann nýráðinn þjálfara 21-árs lands- liðs íslands, Hólmbert Friðjónsson. Bo Johansson mun síðan koma til íslands til að undirbúa landsliðið fyr- ir komandi verkefni. Landsliösins bíða verkefni gegn Englendingum, Wales og Möltu en leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikina í Evrópukeppninni í sumar. -JKS Jökull og Ragn- heiður sigruðu - í A-flokkum á FM-mótinu 1 skvassi FM-mót í skvassi var haldið á dög- unum að Stórhöfða 17. Keppt var í þremur flokkum karla og einum flokki kvenna. Um var að ræða jafnt og skemmtilegt mót þar sem kepp- endur lögðu allt í sölurnar. Jökull Jörgensen varð sigurvegari í A-flokki karla, Arnar Arinbjarnar- son varð annar og Kristján Sigurðs- son þriðji. Úrslitin komu skemmti- lega á óvart. Arnar hefur lengi verið ósigrandi en Jökull sigraði í úrslita- leiknum, 3-0. • í B-flokki karla sigraði Höröur Þorsteinsson, Hjalti Sölvason varð annar og Matthías Kjeld þriðji. • Jóhannes sigraði í C-flokki karla og John Frantz varð annar. Þriðji varð Hjálmar Steindórsson. • í A-flokki kvenna sigraði Ragn- heiður Víkingsdóttir. Elín Blöndal varð í öðru sæti og Ellen Björns-' dóttir í því þriöja. Þess má geta að Vestfirðingar mættu til mótsins með frítt föruneyti og virðist sem íþróttin eigi nú vax- andi vinsældum að fagna úti á lands- byggðinni. -SK Sportstúfar m Englendingar sigruðu íra, 3-0, í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu í London í gærkvöldi. Rod- ney Wallace, Alan Shearer og Jason Cundy skoruðu mörkin. Þaö eru Englendingar og Pólverjar sem berj- ast um sigur í 7. riðli. Skotar sigruöu Búlgara 1-0, og náðu þeim þar með að stigum á toppi 2. riöils. Forseti Bordeaux sagði af sér Forseti franska knattspyrnuliðsins Bordeaux, sem Arnór Guðjohnsen leikur með, sagði af sér í gær og hætti þar með tilraunum sínum til að koma í veg fyrir aö félagið yrði lýst gjaldþrota. Forsetinn, Jean- Pierre Derose, tók við embættinu í febrúar en sagði af sér eftir að dóm- ari í máli félagsins sagði að 30 milljón dollara lán sem hann hafði útvegað frá Panama dygði ekki til að afstýra gjaldþrotinu. Gerard Gili, þjálfari Bordeaux, sagði í gær að leikmenn liðsins væru einhuga um að halda félaginu í 1. deild og þeir myndu sjálf- ir kaupa lestarmiða til að komast í útileik gegn Nancy í næstu viku ef engir peningar yrðu fyrir hendi til að borga ferðina! Breskt taugastríð Mikið taugastríð er í gangi fyrir Evr- ópuleik Englendinga og íra í knatt- spyrnu í kvöld en írar koma á Wem- bley með aðeins eitt tap á bakinu í síðustu 23 leikjum sínum. Jack Charlton, landsliðseinvaldur íra, neitaöi að gefa upp sitt byrjunarlið í gær fyrr en hann væri búinn að sjá enska liðiö og þá ákvað Graham Ta- ylor, einvaldur Englendinga, að gefa ekki heldur upp sitt lið! Hann sagði þó öruggt að David Seaman frá Arse- nal myndi verja enska markið. PAOK Evrópumeistari PAOK Saloniki frá Grikk- landi varð í gærkvöldi Evrópumeistari bikarhafa í körfuknattleik með því að sigra CAI Zaragoza frá Spáni, 76-72, í úrslitaleik í Genf. • Jón Kristjánsson reynir að brjótast í gegnum vörn Litháen i leiknum í gærkvö Júlíus Jónasson, sem skoraði flest mörk íslands, er lengst til hægri. - tryggðu nauman sigur Island íslenska handknattleikslandsliðið þurfti engan glansleik til að sigrast á Litháen í fyrstu viöureign þjóðanna í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 22-20. Sigurinn var minni en efni stóðu til en tvö mörk á síðustu 90 sekúndunum tryggðu íslenskan sigur eftir að Litháen hafði náð að jafna metin. Staðan í hálfleik var 12-11, íslandi í hag, og munurinn var eitt til tvö mörk allan síðari hálfleikinn. Leikurinn reis aldrei hátt, þrátt fyrir jafnræðið, enda var hann fyrst og fremst táknrænn í sjálfstæðisbaráttu Litháa. „Það var erfitt að leika gegn Litháum, þeir voru með góða vörn og mark- vörslu, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskt landslið lendir í vandræð- um með vörn sem er leikin framar- lega,“ sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði íslands, í samtali við DV eftir leikinn. „Leikmenn Litháen léku mjög skyn- samlega, spiluðu í samræmi við getu og vissu hvað þeir gátu leyft sér. Það er aldrei auðvelt að leika gegn slíkum andstæðingi. Við höfðum oft tækifæri til að stinga þá af en nýttum þau ekki, og það var slæmt-aö nýta ekki fjögur vítaköst," sagði Jakob. Enginn íslensku leikmannanna náði að sýna sitt besta í leiknum. Jakob var þó drjúgur viö að krækja í vítaköst og Sigurður Bjarnason komst vel frá síðari hálfleiknum. Guðmundur Hrafnkels- sön varði 5 skot í fyrri hálfleiknum og Sigmar Þröstur Óskarsson 6 í þeim síð- Sextán íslandsmet slegin í sundinu - á íslandsmóti íþróttasambands fatlaðra Sextán íslandsmet i sundi féllu á ís- ÓlafurEiríkssonogJónB.Ásgeirsson3 landsmótiiþróttasambandsfatlaðrasem • Elvar Thorarensen, Akri, sigraði haldiö var í Reykjavík og á Seltjarnar- 1. deild einstaklingskeppninnar í bocci nesi um síðustu helgi. og hann vann einnig í tveim flokkum Rut Sverrisdóttir, Óðni, og HaUdór borðtennis. Elsa Stefánsdóttir, ÍFR, o Guðbergsson, ÍFR, settu sin þrjú metin Jón G. Hafsteinsson, Ösp, unnu líka hvort, Jón B. Ásgeirsson, ÍFR, Birkir R. tveim flokkum í borðtennis. Gunnarsson, ÍFR, Jón H. Jónsson, ÍFR, • Amar Klemensson, Viljanum, sigi og Karen Friðriksdóttir, ÍFR, settu tvö aði í flokki hreyfihamlaðra í lyftingut met hvert og þau Ólafur Eiríksson, ÍFR, og Magnús P. Korntopp, Ösp, í flokl og Lilja M. Snorradóttir, SH, sitt metið þroskaheftra. hvort. • Leifur Karlsson, ÍFR, sigraði í bof Sérstaka afreksbikara i sundi hlutu fimi en einnig var haldið opið bogflmi Sigrún H. Hrafnsdóttir, Ösp, Rut Sverr- mót fatlaðra og ófatlaðra og þar sigrat isdóttir, Óðni, Jón B. Ásgeirssön, ÍFR, Þröstur Steinþórsson, ÍFR, í karlaflokk og Jón H. Jónsson, ÍFR, fyrir bestan ár- Ester Finnsdóttir, ÍFR, í kvennaflokl angur í einstökum flokkum. og Ólafur Ólafsson, ÍFR, í unglingr Gunnar Þ. Gunnarsson, Ösp, vann í flokki. flestum sundgreinunum, 5 talsins, en Keppendur á mótinu voru 225 talsin Halldór Guðbergsson, Rut Sverrisdóttir, og komu þeir frá 16 félögum en þetta va Sigrún H. Hrafnsdóttir og Lilja M. Qölmennasta íslandsmót fatlaðra fr Snorradóttir unnu í 4 greinum hvert og upphafi. -V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.