Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 46
MIDVIK&riÁGWM1 ÆHMfel. Afmæli Jón Múli Ámason Jón Múli Arnason, tónskáld og útvarpsmaður, Keldulandi 19, Reykjavík, verður sjötugur á páska- dag. Starfsferill Jón Múli fæddist á Vopnafirði og ólst þar upp fyrstu árin en flutti með foreldrum sínum til Reykjavík- ur og síðan til Seyðisfjarðar er hann var níu ára. Þau fluttu svo aftur til Reykjavíkur er Jón Múli var þrettán ára og hefur hann búið þar síðan. Hann varð stúdent frá MR1940, lauk prófi í forspjallsvísindum og efnafræði frá HI1941 og var við nám í trompetleik og tónfræði við Tón- listarskólann í Reykjavík. Á námsárunum var hann jafnan til sjós á sumrin, háseti á togurum, línuveiðurum og mótorbátum. Hann starfaði hjá RÚV á árunum 1946-1986, fyrst á fréttastofu en var svo lengst af þulur, auk þess sem hann starfaði á leiklistardeild og var fulltrúi á tónlistardeild. Þá hefur Jón Múli haft umsjón með jass- þáttum í Ríkisútvarpinu frá því áö- ur en hann hóf þar föst störf en slík- ir þættir hans hafa nú verið fastir dagskrárliðir í meira en tuttugu og flmm ár samfellt. Jón Múli er í hópi ástsælustu tón- skálda þjóðarinnar. Hann er höf- undur laganna í hinum vinsælu söngleikjum Deleríum búbónis, sem sýndur var í Iðnó 1961 og tíu árum síðar í Þjóðleikhúsinu, sem og í Færeyjum, og Járnhausnum, sem var hátíðarsýning Þjóðleikhússins í tilefni fimmtán ára afmælis þess 1965. Þá samdi hann sönglögin í Rjúkandi ráði, 1959, og Allra meina bót, 1961, auk þess sem hann hefur samið fjölda annarra vinsælla dæg- urlaga. Hann var í Nordjazz-ráði 1974-1978 og í Útvarpsráði 1978-1982. Fjölskylda Fyrsta kona Jóns var Þórunn Gyð- ríður Einarsdóttir, f. 7.10.1924. For- eldrar hennar voru Einar Scheving Thorsteinsson kaupmaður og kona hans, Hólmfríður Álbertsdóttir. Dóttir þeirra er Hólmfríður, f. 6.8. 1947, starfsstúlka á Droplaugarstöð- um og á hún einn son, Jón Múla. Önnur kona Jóns var Guðrún Jóna Einarsdóttir, f. 25.3.1926, syst- ir Þórunnar. Dætur Jóns og Guð- rúnar eru Ragnheiður Gyða, f. 15.1. 1957, dagskrárritstjóri við rás eitt, og Oddrún Vala, f. 3.10.1962, starfs- maðurviðRUV. Þriðja kona Jóns er Ragnheiöur Ásta Pétursdóttir, f. 28.5.1941. For- eldrar hennar eru Pétur Pétursson útvarpsþulur og kona hans, Ingi- björg Birna Jónsdóttir. Dóttir Jóns og Ragnheiðar er Sól- veig Anna, f. 29.5.1975. Systkini Jóns Múla: Valgerður, f. 8.12.1918, húsmóðir og verkakonaí Reykjavík, var gift Óla Hermanns- syni lögfræðingi og eiga þau sjö börn; Jónas, f. 28.5.1923, rithöfund- ur og fyrrv. alþingismaður, kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau fimm börn; Guðríður, f. 26.5.1925, d. 21.10.1988, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhannesi Valdimarssyni, leigu- bílstjóra í Reykjavík, og eru dætur hennar þrjár; Ragnheiður, f. 26.5. 1925, var gift Richard Nicholas, veð- urathugunarmanni í Bandaríkjun- um, og eiga þau sex börn. Foreldrar Jóns Múla voru Árni Jónsson frá Múla, f. 24.8.1891, d. 2.4.1947, alþingismaður í Reykjavík, og kona hans, Ragnheiður Jónas- dóttir, f. 16.11.1892, d. 27.11.1956, húsmóðir. Ætt Faðir Árna var Jón, alþingismað- ur í Múla í Aðaldal, bróðir Sigríðar, langömmu Sveins Skorra Höskulds- sonar prófessors. Hálfbróðir Jóns, samfeðra, var Sigurður, skáld á Arnarvatni, faðir Málmfríðar al- þingismanns og Arnheiðar ís- lenskufræðings. Jón var sonur Jóns, skálds á Helluvaði í Mývatns- sveit, Hinrikssonar, b. á Heiðarbót í Reykjahverfi í Aðaldal, Hinriks- sonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurðardóttir. Móðir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir „harðabónda“ í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ætt- föður Harðabóndaættarinnar. Móð- ir Jóns í Múla var Friðrika Helga- dóttir, b. á Skútustöðum í Mývatns- sveit, ættföður Skútastaðaættarinn- ar, Ásmundssonar. Móðir Árna í Múla var Valgerður Jónsdóttir, b. og þjóðfundarmanns á Lundar- brekku, Jónssonar, prests í Reykja- hlíð og ættföður Reykjahlíðarættar- innar, Þorsteinssonar. Móðir Val- gerðar var Kristbjörg Kristjánsdótt- ir, b. á Illugastöðum í Fnjóskadal, Jónssonar. Móðurbróðir Jóns var Helgi frá Brennu. Ragnheiður var dóttir Jón- asar, steinsmiðs í Reykjavík, Guð- brandssonar, sjómanns í Reykjavík, Guðnasonar, b. í Reynisholti í Jón Múli Árnason. Mýrdal, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðný Jónsdóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Jónsson- ar, sýslumanns í Holti í Mýrdal, Sig- urðssonar. Móðir Jóns var Kristín Eyvindsdóttir, „duggusmiðs", Jóns- sonar, langafa Jóns í Dúðu, langafa Magnúsar Kjarans stórkaupmanns. Móðir Guðnýjar var Guðrún Þor- steinsdóttir, systir Nikulásar, lang- afa Elínar, langömmu Jóns Svein- björnssonar prófessors. Móðir Jón- asar var Ragnheiður Pálsdóttir, timburmanns í Rvík, Guðnasonar, sem var ættaður úr Húnavatnssýsl- unni. Móðir Ragnheiðar var Guðríð- ur Jónsdóttir, sjómanns í Reykja- vík, Ingimundarsonar. Jón Múli verður að heiman á af- mælisdaginn. Ingimundur Ingimundarson Ingimundur Ingimundarson, Hóli Bjarnafirði, verður áttræður á laug- ardaginn kemur. Starfsferill Ingimundur fæddist á Svanshóli í Kaldrananeshreppi. Hann stundaði nám í íþróttaskólanum Haukadal á árunum 1930-1931 og varð búfræð- ingur frá Hvanneyri árið 1938. Á árunum 1942-1982 var Ingimundur bóndi á Svanshóli, en byggði þá húsið Hól í Svanshólslandi þar sem þau hjónin búa nú. Hann var einnig sundkennari á annan áratug frá árinu 1931 og kenndi m.a. fyrstur sund í Sælingsdalslaug í Dalasýslu árið 1932. Ingimundur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, hann var í hreppsnefnd Kaldrananeshrepps 1942-1946, odd- viti 1954-1974, í stjórn Búnaöarsam- bands Strandamanna 1971-1985, umboðsmaður skattstjóra 1970- 1982, sýslunefndarmaður 1974-1986, i stjórn Kf. Steingrímsfjarðar 1974- Erlendur Einarsson, fyrrv. for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, til heimilis að Selvogs- grunni 27, Reykjavík, verður sjötug- urálaugardaginn. Starfsferill Erlendur fæddist í Vík í Mýrdal og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann 1939-41, var í bankanámi í New York 1944-45, námi í vátryggingum í Manchester og London 1946 og námi Harvard Business School í Bandaríkjunum 1952. Erlendur starfaði við Kaupfélag Skaftfellinga í Vík 1936-41, viö Landsbankann 1942-46 en hóf störf hjá áíS 1946. Hann vann að stofnun Samvinnutrygginga fyrir Samband- ið og varð framkvæmdastjóri þeirra við stofnun 1946. Erlendur var ráð- inn forstjóri SÍS í ársbyrjun 1955 og gegndi þvi starfi til haustsins 1986 er hann lét af störfum vegna aldurs. Erlendur var stjórnarformaður Samvinnutrygginga 1955-88, er full- trúi í miðstjórn ICA - Alþjóðasam- vinnusambandsins föá 1955, var stjórnarformaður Samvinnulífeyr- issjóðsins 1955-86, sat í stjóm NAF 1985, Og bóksali 1944-1976. Ingi- mundur gekkst einnig fyrir stofnun Sparisjóðs Kaldrananeshrepps, var einn stofnanda Héraðssambands Strandamanna árið 1944 og formað- ur þess til ársins 1949. Hann var stofnandi og umboðsmaður stúk- unnar Hrannar meöan hún starfaði 1938-1943 og gekkst fyrir stofnun Sjúkrasamlags Kaldrananeshrepps og var í stjórn þess fyrstu árin. Ingi- mundur hefur einnig sinnt ýmsum öömm trúnaðarstörfum og átt sæti í stjórnum fleiri félaga, sumra um áratuga skeið. Fjölskylda Ingimundur kvæntist 20.4.1942 Ingibjörgu Sigvaldadóttur, f. 20.10. 1912, dóttur Sigvalda Guðmunds- sonar b. að Sandnesi í Kaldrananes- hreppi og Guðbjargar Einarsdóttur. Börn þeirra Ingimundar og Ingi- bjargar eru: Sigvaldi, f. 29.1.1944, íþróttakennari, kvæntur Sigurrósu G. Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú - norræna samvinnusambandsins og NAE - norræna útflutningssam- bandsins 1955-87 og varaformaður stjórnar NAF1983-86, í stjóm INGEBA - Alþjóðasamvinnubank- ans í Basel 1984-88, fulltrúi íslensku samvinnuhreyfingarinnar á öllum þingum ICA frá 1948, í stjórn ís- landsnefndar ICC - Alþjóöaverslun- arráðsins 1983-90, í nefnd dr. Pehr G. Gyllenhammars, aöalforstjóra Volvo, um aukna efnahagssam- vinnu Norðurlanda 1984-85 og í stjórn norrænu iðnþróunarstofnun- arinnar frá stofnun 1986, í stjórn Þróunarfélags íslands frá 1989, beitti sér fyrir stofnun Samvinnu- bankans og var stjórnarformaður hans 1962-87, stjórnarformaður Osta- og smjörsölunnar 1958-88, stjórnarformaöur Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum 1955-86 og í Bretlandi 1980-87, stjórnarformaður Samvinnuferða frá 1975-0g í stjórn Samvinnuferða- Landsýnar 1987, í stjórn Bréfaskóla SÍS og ASÍ þar til skólann varð eign fleiri aðila, í miðstjórn Framsóknar- flokksins 1955-86 og í framkvæmda- stjórn um árabil til 1985, í stjórn Krabbameinsfélags íslands 1955-90, börn; Ingimundur, f. 29.1.1944, íþróttakennari ogforst.m. Sund- laugar Kópavogs, kvæntur Ragn- heiði Elínu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn; Pétur, f. 2.5.1946, húsa- smíðameistari, kvæntur Margréti H. Ingadóttur og eiga þau tvö böm; Svanur Ásmundur, f. 7.7.1948, mál- arameistari, kvæntur Steinunni M. Guðjónsdóttur og eiga þau tvö börn; og Ólafur, f. 3.12.1951, húsasmiður og b. á Svanshóli, kvæntur Hallfríöi F. Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn. Börn Sigvalda og Sigurrósar eru: Þóra Kristín, f. 12.5.1967; Jón Ingi, f. 10.1.1972; og Gunnar Örn, f. 13.5. 1978. Sigvaldi átti fyrir Helgu Ingi- björgu, f. 26.6.1965, en móðir hennar er Herdís Skarphéðinsdóttir. Börn Ingimundar og Ragnheiðar eru: Ingimundur, f. 18.8.1968; og Guð- björg Harpa, f. 20.2.1972. Börn Pét- urs og Margrétar em: Ingi Örn, f. 22.7.1972 og Pétur Már, f. 11.5.1978. Börn Svans Ásmundar og Steinunn- í stjórn Almenna bókafélagsins um árabil til 1989, í stjórn Landakots- spítala frá 1976 og forgöngumaður um stofnun JC á íslandi. Erlendur hefur verið sæmdur stórriddarkrossi íslensku fálkaorð- unnar, riddarakrossi með stjörnu finnsku lejonorðunnar og heiðurs- merki íþróttasambands Islands. Fjölskylda Erlendur kvæntist 13.4.1946 Margréti Helgadóttur, f. 13.8.1922, húsfrú en hún er dóttir Helga Jóns- sonar, b. í Seglbúðum í Landbroti, og Gyðríðar Pálsdóttur húsfreyju. Böm Erlends og Margrétar era Helga, f. 5.12.1949, meinatæknir í Reykjavík, gift Sigurði Árnasyni krabbameinslækni og eiga þau þrjú börn; Edda, f. 31.12.1950, píanóleik- ari í París, gift Olivier Manoury hljómlistarmanni og eiga þau einn son; Einar, f. 15.5.1954, ljósmynda- fræöingur, kvæntur Ástu Halldórs- dóttur fatahönnuði og eiga þau þijár dætur. Systur Erlends eru Steinunn F’ink, f. 1924, yfirhjúkrunarkona í Kali- forníu, gift Albert Fink lækni og eiga þau tvö börn, og Erla, f. 1930, ar eru: Guðjón, f. 21.9.1969; og Hrafnhildur, f. 27.8.1974. Börn Ólafs og Hallfríðar eru: Viktoría Rán, f. 28.7.1973; Finnur, f. 30.12.1984 og Saga, f. 10.6.1988. Sex elstu systkini Ingimundar, fædd á árunum 1900-1907, dóu öll ung. Þau sem komust til fullorðins- ára voru: Fríða, f. 22.11.1908 d. 1.6. 1983, húsmóðir á Klúku í Bjarnar- firði, gift Sigurði Arngrímssyni og eignuðust þau tólf börn; Sína Vil- helmína Svanborg, f. 19.7.1913 d. 12.12.1948, húsmóðir í Goðdal í Bjarnarfirði, gift Jóhanni Krist- mundssyni og eignuðust þau fimm börn; Guðjón, f. 12.1.1915, kennari á Sauðárkróki, kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur og eignuðust þau sjö börn; Sigríður Ingimundardótt- ir, f. 8.12.1917 d. 25.1.1986, iðn- verkakona á Akureyri, ógift og barnlaus; Arngrímur Jóhann, f. 21.7.1920 d. 9.3.1985, b. Odda í Bjarn- arfirði, kvæntur Þórdísi Loftsdóttur og eignuðust þau sex börn; og Sína íþróttakennari og skrifstofumaður á Sauðárkróki, gift Gísla Felixsyni rekstrarstjóra og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Erlends Einar Erlends- son, f.1895, d. 1987, skrifstofumaður, ogÞorgerður Jónsdóttir, f. 1897, húsfrú. Ætt Einar var sonur Erlendar, smiðs í Vík í Mýrdal, Björnssonar, b. á Dayrhólum, bróður Þuríðar, langömmu Bergsteins brunamála- stjóra og Ólafs G. Einarssonar þing- flokksformanns. Móðir Erlends var Ólöf Þorsteinsdóttir, b. í Eystri- Sólheimum, Þorsteinssonar, bróður Finns, langafa Péturs Guðfinnsson- ar, framkvæmdastjóra Ríkisstjón- varpsins, og afa Lárusar, afa Er- lends Lárussonar, forstöðumanns Tryggingaeftirlits ríkisins. Móðir Einars Erlendssonar var Ragnhild- ur, systir Þórunnar, ömmu Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra SKÝRR. Ragnhildur var dóttir Gísla, b. í Norður-Götu, Einarsson- ar, bróður Jóns á Fossi, föður El- deyjar-Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar forstjóra. Móðir Ragnhildar var Sigríður Tómas- Ingimundur Ingimundarson. Karolína, f. 29.8.1923 d. 24.4.1977, iðnverkakona á Akureyri og eignað- isthúneinadóttur. Foreldrar Ingimundar voru Ingi- mundur Jónsson b. á Svanshóli í Kaldrananeshreppi og Ólöf Ingi- mundardóttir. Ingimundur tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur aö Fjarðarseli 15 í Reykjavík, frá kl. 15 á afmælisdaginn. Erlendur Einarsson. dóttir frá Varmahlíð. Þorgerður var dóttir Jóns, smiðs í Höfðabrekku, Bryhjólfssonar, b. á Litlu-Heiði, Guðmundssonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún Hallgríms- dóttir, systir Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar. Móðir Guörúnar var Guðrún Ögmundsdóttir, systir Sæ- mundar, föður Tómasar Fjölnis- manns. Móðir Þorgerðar var Rann- veig Einarsdóttir, oddvita á Strönd í Meöallandi, Einarssonar, og Rann- veigar Magnúsdóttur. Erlendur veröur ekki á landinu á afmælisdaginn. Erlendur Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.