Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUÐAGUR 10. APRÍI. 1991. Ráðherrahroki gagnvart smábátaeigendum Pennastrik ráöherra er núna meö öfugum formerkjum, þ.e.a.s. strokleðrið snýr niður, og núna á að ganga frá þeim mönnum sem stundað hafa smábátaútgerð, þannig að þeir geti ekki séð fjöl- skyldum sínum farborða né staðið undir þeim fjárskuldbindingum sem þeir hafa farið út í. Hvað segir svo ráöherra þegar hann kemur fram í fjölmiðlum? Jú. „Enginn bað þessa menn að fara út í þetta.“ Ef það á að kallast að skella skollaeyrum við einhverju þá er Halldór Ásgrímsson sérfræðingur í því. Sala og búferlaflutningar Aðvaranir af hálfu Landssam- bands smábátaeigenda um fjölgun smábáta voru að engu hafðar held- ur leyft nánast að raðsmíða á ann- að hundrað nýja báta inn í kerfið að ógleymdum bátum sem aldrei stóð til að sjósetja meira til veiða. Allir ætla að græða á einfeldnings- skap ráðherra sem verður að kall- ast meö eindæmum. Er þetta ráð- herra sem fer í fararbroddi flokks sem kennir sig við byggðastefnu? - Ég segi, nei. Hvemig er með hina stjórnmála- flokkana sem voru í stjórn? Hvern- ig í ósköpunum fór frumvarp ráð- herra í gegnum þingið? Eftir rúm þrjú ár þurfa margir af þeim mönnum, sen stundað hafa smábátaútgerð og hafa haft það að aðalatvinnu sinni, aö selja sín hús og báta sem verða þá varla sölu- hæfir á útsölu eftir síðustu aðför ráðherra og flytja sig á suðvestur- hornið og leita eftir atvinnu þar. Eða er það ekki markmið smala- KjáQariiui Brynjólfur Lárusson trillusjómaður, Bolungarvík mennskunnar í dag? Hvar ætlar hroki og einstrengingsháttur Hall- dórs Ásgrímssonar að enda? Er ekki kominn tími til að Hall- dór Ásgrímsson fari í langt frí, svo hann geti ekki lagt líf fleiri hundr- uð manna í rúst með duttlungafull- um ákvörðunum sínum? Hverjir eru það svo sem hafa efni á því að kaupa kvótann sér til eign- ar? Ekki smábátaeigendur. Því kílóið af þorski kostar kr. 160,00. T.d. 15 tonn af þorski kosta í dag óveidd úr sjó kr. 2.400.000,00 til eignar. Það eru stórútgerðirnar sem hafa komist í feitt, einn smábátur með 20-50 tonna kvóta virðist ekki vera mikill biti fyrir þá, nánast undan- tekningarlaust eru þessir bátar staðgreiddir. Eina hálmstráið Vinnslustöðvar í sjávarútvegi hafa getað treyst á afla smábáta og vinnslu hans í landi, því hann er ekki fluttur út né verkaður í fljót- andi fiskvinnslustöðvum úti á sjó. Afleiðing aðgerða ráðherra verður aukið atvinnuleysi hjá fiskverkun- arfólki og öðrum sem tengjast sjáv- arútvegi á einn eða annan hátt. Eina hálmstráið, sem undirritað- ur sér fyrir sér núna, er að bann- dagakerfið verði látið standa eftir rúm þrjú ár. Það etur mönnum ekki út í þá geðveiki að gera smá- báta út allt árið um kring með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Reyndar hefur það vakið furðu mína að slysavarnafélög um land allt hafi ekki látið í sér heyra hvað þetta varðar. Úthald smábáta myndi undirrit- aöur telja eðlilegt 6-8 mánuði á ,JEr ekki kominn tími til að Halldór Asgrímsson fari 1 langt frí, svo hann geti ekki lagt líf fleiri hundruð manna í rúst með duttlungafullum ákvörðun- um sínum?“ ar? Ekki smábátaeigendur." ári, sem ætti að teljast nokkuð eðli- legt miðað við stærð báta og veður- far. Undirritaður veit um tillögu sem lögð var fram á síðasta aðalfundi Landssambands smábátaeigenda og var komið til nefndar á vegum sjávarútvegsráðuneytis það varð- andi að skilið verði milli Unu- og handfæraveiða, þar sem vitað er að línuveiðar eru mun afkasta- meiri veiðiskapur, og handfæra- veiðar gefnar frjálsar með bann- veiðidögum. Óvissa er óþolandi Það hlýtur að vera allflestum ljóst að færabátar geta ekki aflað svo mikið á úthaldinu að um eitt- hvert verulegt magn sé að ræða. Veður og smæð bátanna sjá fyrir því, svo og banndagarnir. Fengist slík tillaga samþykkt yröi það til að létta þungu fargi af mörg- um, þvi þessi óvissa, sem fylgt hef- ur þessum umræðum undanfarna mánuði, hefur lagst þungt á marga. Geta smábátaeigendur' haldið sinni útgerð áfram eftir rúm þrjú ár eða sitja þeir uppi með verð- lausan bát og atvinnulausir? Þessi óvissa er hreint óþolandi og ekki mönnum bjóðandi, síst þar sem svo mikill hluti smábáta er utan af landi, þar sem litla vinnu er yfirleitt að fá og fjölbreytni í at- vinnu litil. Undirritaður skorar á þá flokka, sem bjóða fram til næstu alþingis- kosninga í vor, að koma með grein- argóða stefnuskrá um stjórnun fiskveiða fyrir smábátaútgerð á komandi árum, svo menn geti verið rólegir en búi ekki alltaf við þá óvissu að eiga yfir höfði sér að vera sviptir atvinnunni og geta þá ekki séð sér og sínum farborða né staðið við fjárskuldbindingar sem farið var út í í góðri trú. Góðir smábátaútgerðarmenn. Það fer að líða að kosningum og undir okkur komiö núna að fylgj- ast með og sjá hver af flokkunum ber hag smábátaútgerðar fyrir brjósti og kemur með viöunandi lausn á þeim málum, svo við getum horft björtum augum til framtíðar- innar. Atkvæði okkar skipta veru- legu máh þar sem skráðir smábáta- eigendur hjá Landssambandi smá- bátaeigenda eru 2.600-2.700 að tölu. X-um við þann flokk sem gefur okkur skýra stefnu og sanngjarna tilvist. Brynjólfur Lárusson Rekstur heilbrigðisþjónustu á Islandi Ingimundur Gíslason Ég sat í stól og var að lesa í Kvöld- blaðinu. Þar var grein eftir Karl Karlsson bifvélavirkja. Fyrirsögn- in var „Brot úr samtímasögu" og var greinin eitthvað á þessa leið: Málefni bifreiðatrygginga „Einu sinni voru málefni bif- reiðatrygginga og viðgerða niðri í skúffu í tryggingamálaráðuneyti. Þá voru þessi mál að margra áliti í góðu lagi. Menn þurftu ekki að bíða lengi eftir viðgerð á bílum sín- um og menn gátu valiö hvert þeir fóru með þá til viðgerðar. Fólk leit- aði til þeirra sem þaö treysti og sumir gerðu meira að segja við bíla sína sjálfir. Aðrir kvörtuðu yfir háum ið- gjöldum og töldu tryggingafélögin maka krókinn með okri og jafnvel einokun og samráði um að halda verði trygginga uppi. í miðopnu- grein fjallaöi Þjóðfylkingin um stórgróða tryggingafélaga. Bifvéla- virkjar og bifreiðasmiðir voru sagðir hátekjumenn, enda vinnu- tíminn oft langur. Iðgjald fyrir bif- reiðatryggingar var stór liöur út- gjalda svo til hverrar fiö'lskyldu. Raddir heyrðust um að ástand allra þessara mála væri í miklum ólestri og krafa um úrbætur varð æ há- værari. Lagt var til aö stofnað yrði sér- stakt bifreiöatrygginga- og við- gerðaraðuneyti. Þá væri unnt að koma skipulagi á þessi mál til veru- legra hagsbóta fyrir tryggingataka og viðgerðarverkstæöi. Nýskipan þessara mála yrði örugglega til að beina þróun viöhalds og viðgeröa á bifreiðum í ákveðinn farveg. Þann- ig fengju stjórnvöld betri upplýs- KjaUajinn Ingimundur Gíslason augnlæknir á St. Jósefsspitala, Landakoti ríkið innheimti. Á móti framlagi ríkistrygginga greiddi fólk svo fast gjald fyrir hverja komu á verk- stæði. Nefskatturinn varð fljótlega mjög óvinsæll. Svo kom kreppan Árin liðu. Hið nýja ráðuneyti óx og dafnaði. Starfsmönnum þess fiölgaði. Fjöldi laga og reglugerða leit dagsins ljós. Bifreiðaráðherra úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lagði fyrir Alþingi áætlun um að allir bílar yrðu í lagi áriö 2000. Al- þingi samþykkti að nefskatturinn óvinsæli skyldi niður lagður og tryggingagjaldið fellt inn í almenn fiárlög. Þannig varð þetta iögjald fólksins til bifreiðatrygginga smátt og smátt að „hluta af kostnaði hins opinbera til greiðslu bifreiðaviö- „Sjómaður á Eskifirði var ósáttur við að mega ekki sjálfur gera við bílinn sinn. Hann leitaði réttar síns til dóm- stóla landsins með þeim rökum að bannið væri brot á stjórnarskrá lýð- veldisins. Hæstiréttur dæmdi ríkis- valdinu 1 hag.“ ingar og yfirsýn yfir þennan mála- flokk og þá mætti gera viðeigandi ráöstafanir til að minnka útgjöld alls almennings til viðgerða og við- halds á bílum. Ákveðið var með lögum aö færa bifreiðatryggingar frá tryggingafé- lögum til ríkis og um leið var lagð- ur á verulega hár nefskattur sem gerða“. Svo kom kreppan. Hún var stundum kölluö „móðuharðindi af manna völdum". Fjármál ríkisins voru í ólestri og með-miklum halla ár eftir ár. Margs konar niður- skurðartillögur voru ræddar. Fjármálaráðherra, sem ekki var í þingflokki Alþýðubandalagsins, sagði í umræðu um fiárlög að koma yrði böndum á verkstæðiskóngana. „Þessir menn líta á bílaviðgerðir sem eins konar „bisness" og skirr- ast ekki við að gera sér vandræði samborgaranna að féþúfu.“ Hann ákvað nokkru síðar að verðandi bifvélavirkjar skyldu greiða mun hærra gjald fyrir sveinsbréf sín og meistarabréf en aðrir iönaðar- menn. Hann ræddi við sjónvarpsfrétta- menn fyrir framan stjórnarráðs- húsið við Lækjartorg á leið sinni á ríkisstjórnarfund og sagði að bif- vélavirkjar með sjálfvirkt Gullkort í hendi teldu sig greinilega geta gert frjálst út á hin óþrjótandi mið Bifreiðatryggingastofnunarinnar. Fjármagn á fiárlögum til bílavið- gerða var skoriö niður um fiögur prósent. Verkstæðin voru neydd til að veita ríkinu umtalsveröan magnafslátt. Bifreiðaverkstæöum var bannað að taka sérstakt gjald fyrir varahluti. Mörg þeirra urðu gjaldþrota. Bifreiðaráðherra úr þingflokki Framsóknarflokksins sagði í ræðu á Alþingi að saman færi fiármála- leg og rekstrarleg ábyrgð. Ákveðið var að ríkiö tæki aö sér allan rekst- ur bifreiðaverkstæða á íslandi. Byggð voru ný, rúmgóð og glæsileg verkstæöi um allt land. Til að „bæta viðgerðir bifreiða og auka þannig öryggið í umferðinni" var með lögum lagt bann við tóm- stundaviögeröum. Sjómaður á Eskifirði var ósáttur við að mega ekki sjálfur gera við bílinn sinn. Hann leitaöi réttar síns til dómstóla landsins með þeim rökum að bann- iö væri brot á stjórnarskrá lýðveld- isins. Hæstiréttur dæmdi ríkis- valdinu í hag. Lagtfram frumvarp um ... Atvinnugrein þessi er nú á heljar þröm. Bifvélavirkjar vinna nú auk vakta fastan dagvinnutíma á milli níu og fimm. Þeir eru í vaktafríum margar vikur á ári. Biðtími fyrir pláss til bílaréttinga er nú eitt og hálft ár. Hægt er að fá tíma fyrir viðgerð á lakkskemmdum eftir þrjá mánuði. Kvörtunum yfir lélegri þjónustu og slælegum vinnubrögð- um rignir yfir stjórnvöld. Víða má sjá bilaða bíla, sem staðið hafa óhreyfðir mánuðum saman, með- fram vegum landsins. Sums staðar hafa menn tekið að gera við bíla á laun. Lögreglan hefur þurft að gera heilu verkstæðin upptæk. Nýlega fannst eitt þessara ólöglegu verk- stæða í gamalli hlöðu í eyðifirði í Múlasveit við norðanveröan Breiðafiörð. Heyrst hefur að forsætisráðherra hyggist skipa nefnd til að vinna að lausn á vanda bifreiðatrygginga og bifreiðaviðgerða á íslandi. Bif- reiöaráðherra hefur á Alþingi lagt fram frumvarp um Bifreiöavara- hlutaverslun íslands." Skyndilega vaknaði ég við vond- an draum. Kaldan svita lagði af enni og mig verkjaði í höfuð og hnakká. Mér leið þó strax betur þegar ég var búinn með kornflexið mitt með rúsínum og sykri ofan á og hafði drukkið fyrsta kaffibolla dagsins. Frásögnin í Kvöldblaöinu hafi bara birst mér í draumi og svo fiallaði hún að mestu um bíla og aðra dauða hluti en ekki lifandi fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.