Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Fréttir Jón Baldvin eftir fund ríkisstjómarinnar í gærkvöldi: Mikill léttir að f ull sam- staða er í ríkisstjórninni - fékk fullt umboð til að ljúka samningum um evrópska efnahagssvæðið „Innan ríkisstjórnarinnar var full samstaöa um þaö hvernig standa skuli aö endasprettinum í samning- um um evrópska efnahagssvæöið. Fyrir mér er það mikill léttir. Og ég efa stórlega að slík samstaöa heföi náðst í ríkisstjórn sem skipuð væri efasemdamönnum í Alþýöubanda- lagi,“ sagöi Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra eftir fund rík- isstjómarinnar í gærkvöldi. Á fundi ríkisstjórnarinnar var samþykkt að aöalsamningamaður íslands, Hannes Hafstein sendiherra, setjist aö nýju viö samningaborð EFTA og EB. í samþykkt, sem gerö var á fundinum, er ítrekað það sjón- armiö íslendinga að endanlegur samningur geti ekki talist viðunandi, né í jafnvægi, nema tollar verði felld- ir niður af íslenskum sjávarafurðum til jafnvægis við opnun íslensks markaðar fyrir iðnvarning, þjón- ustustarfsemi og vissar tegundir suðrænna landbúnaðarafurða. Skýrt er tekið fram í samþykkt rík- isstjórnarinnar að ekki komi til álita aö heimila ríkjum EB aðgang að ís- lenskri fiskveiðilögsögu í stað tolla- lækanna á sjávarafurðum. í þessu sambandi er bent á að fiskistofnar viö strendur íslands séu þegar full- nýttir og því þurfi íslenskir sjómenn þegar að sæta ströngum aflatak- mörkunum til að koma í veg fyrir hrun á fiskistofnum. Loks er minnt á þá skyldu strandríkja, samkvæmt alþjóðalögum, að sjá til þess að ekki sé sé gengið of nærri auðlindum sjáv- ar. Aö sögn Jóns Baldvins hefur hann tröllatrú á að samningar náist á næstunni milli EB og EFTA um myndun evrópsks efnahagssvæðis. Hins vegar muni það ráðast á ráð- herrafundi, sem haldinn verður í Brussel þann 13. maí næstkomandi, hvort hægt verði að ganga frá samn- ingsdrögunum í lok næsta mánaðar eins og stefnt sé að. Jón Baldvin segir að innan EB sé aukinn skilningur á sérstööu íslands í sjávarútvegsmálum. Þannig hafi til dæmis ítalski utanríkisráðherrann lýst því yfir nú um helgina að hann áliti rök íslendinga réttmæt og heitið milligöngu um lausn gagnvart Spán- verjum í þessu máli. Jón Baldvin segir þennan stuðning mikilvægan, ekki síst í ljósi náinna og góðra sam- skipta Ítalíu og Spánar. Jón Baldvin kvaðst ekki trúaður á að íslendingar yrðu neyddir til mik- illa Qárútláta vegna þess sjóðs sem EB hefur óskað eftir að EFTA-ríkin stofni til stuðnings vanþróaðri ríkj- um bandalagsins. „Við lítum svo á, rétt eins og önnur EFTA-ríki, að þessi sjóður eigi að vera afgangsstærð sem beri að meta þegar endanlegur samningur liggur fyrir. Öll framlög í hann hljóta að verða metin á grundvelli jafnvægis- hugtaksins. Okkar framlag mun því ráðast af þeim kjörum sem við fáum fyrir sjávarafurðir okkar. Innan EFTA er sérstaða okkar mikil hvað varðar tollfrelsis- og fríverslunarkjör innan EB vegna þess hversu háðir við erum útflutningi á sjávarafurð- um. Innan EFTA erum við því á svip- uðum báti og Spánverjar innan EB og ættum því að fá einhverja uppbót til að ná jafnvægi rétt eins og þeir.“ Jón Baldvin segir þá afstöðu EB að veita EFTA-ríkjunum ekki íhlut- unarrétt í ákvörðunarferli EB ekki torvelda samninginn um evrópska efnahagssvæðið. í því sambandi bendir hann á að ekki standi til að veita Evrópubandalaginu íhlutunar- rétt í ákvarðanaferli EFTA-ríkjanna. Jón Baldvin segir hið sameiginlega efnahagssvæði verða stjórnað af EES-ráðinu, sem í eigi sæti ráðherrar EFTA-ríkjanna ásamt fulltrúm fram- kvæmdastjórnar EB og aðildarríkj- anna, og að þar verði engin ákvörðun tekin nema á grundvelli samstöð- unnar. -kaa Þau björguðu skólabróður sínum Þessi þrjú börn björguðu skóiabróður sínum sem var hætt kominn í sundlauginni á Höfn t Hornafirði siðastliðinn fimmtudag. Krakkarnir voru að leika sér í dýpri enda laugarinnar þegar drengurinn saup skyndilega vatn og byrj- aði að sökkva. Krökkunum tókst að ná t drenginn og koma honum að bakkanum þar sem sundkennari tók viö honum. Þá var hann nánast hættur að anda. Drengurinn náöi sér þó skömmu síðar. Börnin eru öll nemendur í Nesjaskóla. Frá vinstri: Einar Páll Benediktsson frá Seljavöllum í Nesjum, Guðrún Arna Kristjánsdóttir, sem á heima á Hæðargarði 1 í Nesjum, og Ásmundur Sigfússon frá Fornustekkum i Nesjum. DV-mynd Ragnar Imsland Kvartað undan gæsaskyttum Margir hafa gert lögreglunni á Egilsstöðum viðvart um ólöglega gæsaveiði á undanförnum dögum. Þrátt fyrir tíðar eftirlitsferðir lög- reglunnar um nágrannasveitirnar hafa þó engar gæsaskyttur enn náöst. Þaö eru einkum bændur sem hafa kvartað undan ágangi skotveiði- manna. Munu þeir ósjaldan hafa sko- tið rollur og annað kvikt á túnum í stað þeirra fugla sem þeir sækjast eftir. Enn hefur lögreglunni á Egils- stöðum þó ekki verið tilkynnt um slík slysaskot á þessu vori. -kaa íslandsmót í parakeppni í bridge: Dröf n og Ásgeir sigruðu á góðum endaspretti Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson náðu að tryggja sér sig- ur á íslandsmótinu í parakeppni í bridge sem fram fór um helgina. Kristjana Steingrímsdóttir og Sig- urður B. Þorsteinsson urðu í öðru sæti en Jacqui McGreal og Þorlákur Jónsson í því þriðja. Alls tóku 36 pör þátt í mótinu sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Mótið var spilað 4. og 5. maí í húsi Bridgesambandsins. Eftir að fyrri keppnisdeginum lauk voru Dröfn og Ásgeir rétt fyrir ofan miðjan hóp keppenda með 23 stig í plús. Mótið leiddu þá Þorlákur Jónsson og Jac- qui McGreal. Síðari keppnisdaginn skoruðu Dröfn og Ásgeir látlaust, samtals 200 stig, og enduðu meö 223 stig í plús. Kristjana og Sigurður B. enduðu með 206 stig og Jacqui og Þorlákur með 204 stig. Fyrirfram var búist við því að pörin Esther Jakobs- dóttir-Hrólfur Hjaltason og Hjördís Eyþórsdóttir-Ásmundur Pálsson myndu blanda sér í toppbaráttuna, en þeim gekk ekki sem skyldi. Esther og Hrólfur höfnuðu í 6. sæti og Hjör- dís og Ásmundur í 9. sæti. Mótinu stjórnaði Agnar Jörgens- son af röggsemi að vanda en Júlíus Snorrason sá um tölvuútreikning að þessu sinni. ÍS Vllhjálmur Þ. Vilhjálmsson um næsta borgarstjóra Reykjavíkur: Enginn treður sér í stól Davíðs „Ég tel það fráleitt að næsti borgar- stjóri verði sóttur út fyrir hóp borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Með- al borgarfulltrúanna eru margir hæfir menn sem valdiö gætu starf- inu. Það er hins vegar mjög mikil- vægt að það náist eining um þann sem valinn verður í embættið. Það væri því óæskilegt ef greidd væru atkvæöi milli manna. Slíkt myndi óhjákvæmilega draga dilk á eftir sér,“ segir Magnús L. Sveinsson, for- seti borgarstjórnar. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokks mun í vikunni taka ákvörðun um eftirmann Davíðs Oddssonar í stól borgarstjóra. Þeir borgarfulltrú- ar sem einkum eru nefndir sem lík- legir arftakar eru þau Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjeldsted, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Árni Sigfússon. Meirihluti með Vilhjálmi? Samkvæmt heimildum DV eru mjög skiptar skoðanir innan borgar- stjórnarflokksins um hver eigi að hljóta embættið. Þó mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson njóta stuðnings flestra. Einnig nýtur hann töluverðs stuönings meðal embættismanna Reykjavíkurborgar. Hins vegar mun það vera vilji Davíðs og þeirra borg- arfulltrúa sem honum eru nánastir að fá Árna Sigfússon í embættið. Katrín Fjeldsted þykir mun umdeild- ari kandídat en þeir Árni og Vil- hjálmur en nýtur þó stuðnings þeirra sem vílja sjá áherslubreytingar við stjórn borgarinnar. Innan borgar- stjórnarflokksins nýtur hún lítils fylgis. Stuðninginn sækir hún fyrst og fremst til kvenna og frjálslyndra manna innan Sjálfstæðisflokksins. Að sögn þeirra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem DV hefur rætt við heyrir þaö til undantekninga að greidd séu atkvæði innan borgar- stjórnarflokksins. Yfirleitt sé leitað málamiðlana til að koma í veg fyrir ágreining. Verði þessi leið farin við val á næsta borgarstjóra telja margir líklegast að Magnús L. Sveinsson verði fyrir valinu. Ekki létt að setjast í stól Davíðs „Ég sækist ekki eftir því að verða borgarstjóri. Hins vegar neita ég því ekki að margir hafa orðað það við mig að þeir vilji fá mig sem næsta borgarstjóra. Það er hins vegar mjög mikilvægt að það náist eining um þetta og því verður að leita allra ráða til að tryggja þaö. Það hafa allir skyldur í þeim efnum. Þetta er um- fangsmikið starf og út af fyrir sig verður það ekki létt að setjast í stól Davíðs Oddssonar. Hins vegar skilur hann við mjög gott bú,“ segir Magnús L. Sveinsson. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vildi í samtali við DV í gær sem minnst tjá sig um baráttuna um borgarstjóra- sætið. „Það hafa ýmsir varaborgar- fulltrúar og aðalfulltrúar rætt þessi mál viö mig. Annars væri ég ekki að velta þessu fyrir mér. Ég vil hins vegar ekki nafngreina þá né tiltaka einhvern fjölda. Það treður sér eng- inn inn í þetta embætti. Menn verða að njóta stuönings og trausts. Það verða því einhverjir aðrir en ég að meta mína möguleika í þessu sam- bandi,“ sagði hann. Árni Sigfússon segir það skipta miklu fyrir bæði borgarbúa og Sjálf- stæöisflokkinn aö það verði tekin lýðræðisleg ákvörðun um næsta borgarstjóra. Á þeim grundvelli seg- ist hann tilbúinn til aö sætta sig við niöurstööuna, hver sem hún verður. Aöspurður kvaðst hann ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að greidd verði at- kvæði innan borgarstjórnarflokks- ins við val á næsta borgarstjóra „Ég hef fundið fyrir mjög mikíum og sterkum stuðningi innan borgar- stjórnarflokksins og meðal flokks- manna. Hins vegar er mér nokkuð ljóst að aðrir einstaklingar hafa aöra drauma en að ég verði næsti borgar- stjóri. Ég tel mig hins vegar ekki vera í neinni kosningabaráttu og hefði ekki talið að þetta gerðist þann- ig innan þessa hóps sem myndar borgarstjórnarflokkinn,“ segir Árni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Katrínu Fjeldsted. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.