Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Menning Málverk mín eru unnin úr íslensk- um efnivið - seglr Haukur Dor, sem er í heimsókn í tilefni sýningar sinnar í Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á málverkum eftir Hauk Dór, en hann hefur búiö erlendis um margra ára skeið. Hann býr nú í Danmörku nánar tiltekiö í bænum Farum sem er rétt fyrir utan Kaupmannahöfn En áður hefur hann búið í Bandaríkjunum og á Spáni. Þegar Haukur Dór flutti frá íslandi var hann aðal- lega þekktur fyrir keramikverk sín, og fyrst vann hann aðallega við keramik erlendis en málaði einnig. Nokkur ár eru liðin síðan hann söðlaði alveg yfir í málaralistina og hefur hann haldið sýningar á mál- verkum sínum hér heima, í Danmörku og í Þýska- landi. í tilefni af opnun sýningar sinnar í Gallerí Borg er Haukur Dór í heimsókn hér á landi og var hann spurður hvemær hann hélt síðast sýningu hér heima. „Ég hélt stóra sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir tveim- ur árum, en hef síðan haft sýningar í Danmörku og síðast í Arósum í janúar. Þótt Haukur Dór búi ekki á íslandi bera verk hans það með sér að ísland er honum kært og sækir hann allan efnivið til íslands: „Mitt mottó er að öll mín málverk séu unnin upp úr íslenskum efnivið," segir Haukur Dór. „Ég bý ekki á íslandi og hef þá að að sjálfsögðu ekki landið fyrir framan mig þegar ég er að mála heldur vinn ég eftir minni og mála svo mínar útfærslur á þeim minningum." í umsögn Aðalsteins Ingólfssonar um verk Hauks Dórs í sýningarskrá segir eitthvað á þessa leið: „í dag eru málverk Hauks Dórs öðruvísi en áður, minna er um innri baráttu einstaklingsins, en meira um sam- band nútíma íslendings við gróía náttúru og dulúð landsins. Út úr ókyrru landslagi málverka hans rísa lifandi verur sem eru bæði einstaklega mannlegar og gróflega ómannlegar. Á þróunarferli málverksins, finnur Haukur Dór lausn á árekstri ólíkra frumefna og sýnir okkur jafnvægi milli manns, dulúðar og frum- legs landslags." Myndir Hauks Dórs á sýningu hans í Gallerí Borg Haukur Dór listmálari við eitt málverk sitt sem hann nefnir Þing. DV-mynd Brynjar Gauti. eru allar málaðar á síðustu tveimur árum og eru mis- stórar. Stærstu myndirnar eru 200x180 cm en þær minnstueru 56x76 cm. -HK 0HITACHI |f RÖNNING ...alveg Benz myndbandstœki! VTM 728 FAGURGRÆN - VATNSÞOUN Henta á svalir - verandir og til útstíllinga. Hagstætt verð! Breidd 200 cm og 400 cm 4 TEGUNDIR Tennís velúr (2 og 4 m) kr. 790,- Tennís velúr T (2 og 4 m) kr. 890,- Grass Green (2 m) kr. 985,- Pavitex-Luxus (2 m) kr. 1.590,- Við sníðum eftir þínu máli. Opið laugardaga kl. 10-14. TEPPABCDIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 Kjartan leikstýrir eigin verki í Þjóð- leikhúsinu Hafnar eru í Þjóðleikhúsinu æfing- ar á nýju leikriti, Gleðispili, eftir Kjartan Ragnarsson og mun hann leikstýra verkinu sjálfur. Er þetta fyrsta leiksýningin sem Stefán Bald- ursson, nýráðinn þjóðleikhússtjóri mun hafa veg og vanda af. Þá er þetta einnig í fyrsta skiptið sem Kjartan leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Á þriðja tug leikara tekur þátt í sýn- ingunni en með helstu hlutverk fara Sigurður Siguijónsson, Örn Ámason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Nú standa yfir í Borgarleikhúsinu sýningar á Dampskipinu ísland eftir Kjartan en það samdi hann fyrir Nemendaleikhúsið. Það er því skammt á milli stórra verkefna hjá Kjartani. Eins og í Dampskipinu er Kjartan í söguskoðun í Gleðispilinu. Leikritið gerist í Kaupmannahöfn, París og á íslandi á 18. öld. Aðalper- sónan er Sigurður Pétursson, sýslu- maður og leikskáld, en vinur hans og verndari, Geir Vídalín, leikskáld og síðar biskup, hefur einnig miklu hlutverki að gegna. Upplýsingin er á næsta leiti, nýjar hugmyndir eru að festa rætur og evrópski aðallinn er að missa tökin. Sigurður verður sem ungur námsmaður fyrir sterkum áhrifum af hugmyndaólgunni en réttlætiskennd hans á enga samleið með dönsku yfirvaldi þótt hann sé umboðsmaður þess. Áætlaö er að hefja sýningar á Gleðispili í lok sept- ember. Sýnir í Stokk- hólmi Niðurstaða landkönnunar nefnist málverkasýning sem verður opnuð í Gallery Westlund í Stokkhólmi. Það er Daníel Magnússon sem sýnir verk sín á þessari sýningu. Daníel vinnur verk í handteipað eldhúsfílabein, tré og akríl með blandaðri tækni. Verkin á sýningu Daníels eru öll unnin á þessu ári. 0 Daníel Magnússon myndlistarmað ur. F0RELDRAR ÁRA KJ ARiyff H,J V(), STvNGVM Á sjöunda starfsári okkar bjóðum við upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá undir stjórn reyndra leiðbeinenda: Reiðnámskeið, íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, sund, kvöldvökur o.fl. s I tilefni þjóðarsáttar höldum við verðinu óbreyttu frá því í fyrra: 1 vika kr. 15.800, 2 vikur kr. 29.800. Staðfestingargjald fyrir 1 viku kr. 5.800, fyrir 2 vikur kr. 9.800. Systkinaafsláttur: 1 vika kr. 1.200, 2 vikur kr. 2.400. 2. júní - 8. júní, 1 vika 9. júní- 15. júní, 1 vika 16. júní - 22. júní, 1 vika 23. júní - 29. júní, 1-2 vikur 29. júní - 6. júlí, 1 vika 7. júlí - 13. júlí, 1 vika TIMABIL: 14. júlí - 20. júlí, 1 vika 21. júlí - 27. júlí, 1-2 vikur 27. júlí - 2. ágúst, 1 vika 5. ágúst - 11. ágúst, 1 vika 11. ágúst - 17. ágúst, 1 vika Innritun fer fram á skrifstofu SH.Verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði. Samkort SÍMI 65 22 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.