Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 6
V t.'liAÖÖARDÁtGMH ;10.'Á(QTJST '1991., 6 Utlönd Ástandið er hörmulegt meðal albönsku flóttamannanna á Ítalíu. Margir hafa veikst en aðrir eru sárir eftir viðskipti við lögregluna. Hér má sjá sjúkan albanskan flóttamann borinn inn á fótboltaleikvanginn í Bari. Slmamynd Reuter Albanirnir verða allir sendir heim - margir eru sjúkir eftir erfiðan flótta til Ítalíu Eyðnisjúkur hommií framboð Thomas Duane, 37 ára gamall hommi, sem er í framboði til borgarráðs í New York, hefur við- urkennt opinberlega að hann hafi árið 1988 fengið vitneskju um að hann væri sýktur af eyðni. Aö- stoðarmenn Duane segja að hann sé fyrsti eyðnisjúklingurinn sem sækist eftir umtalsverðu embætti í Bandaríkjunum. Duane hélt blaðamannafund þar sem hann skýrði frá hvemig komið væri. Hann sagðist hafa sent væntanlegum kjósendum sínum bréf þár sem skýrt væri frá sýkíngunni og-jafnframt að lrann væri við góða heilsu og tilbúinn að taka sæti i borgarráðinu. Duane ert framboði í því hverfí á Manhattan þar sem hommar eru fjölmennir. Hann segist sig- urviss en helsti keppinautur hans um borgarráðssætiö í hverfinu er Líz Abzug. Hún er lesbia. Thomas Duane er fyrsfi eyóni- sjúkiingurinn til að fara i framboö í Bandaríkjunum. Simamynd Reuter Schwarzkopf hættirher- mennsku Norman Schwarzkopf hers- höfðingi ávarpaði liðsmenn sína í Bandaríkjaher í síðasta sinn í gær. Meö athööiinni lauk ferli hershöfðingja í hernum eftir 35 ára þjónustu. í Persaflóastríðinu komst Schwarzkopf í röð fremstu stríðshetja Bandaríkjanna og nýtur gífurlegra vinsælda þar í landi. Schwarzkopf kvaddi herinn í bækístöðvum sínum í Tampa í Flórída. Um leið setti hann eftir- mann sinninn í embætti. Sá heit- ir Joshep Hoar og er hvergi nærri eins frægur og fyrirrennarinn. Schwarzkopf hefur látiö i veðri vaka að hann ætli einkum að stunda golf á næstu árum og hef- ur keypt hús nærri golfvelii. Þá hefur hann fengið 5 milljónir Bandaríkjadala greiddar fyrir- fram fyrir að skrifa ævisögu sína. Walesavillreka seðlabanka- stjórarm Leeh Walesa, forsoti Póllands, hefur krafist þess að seðlabanka- stjóri landsins viki úr embætti eftir alvarlegasta bankahneyksli í sögu landsins. Forsetinn getur ekki rekiö bankastjórann ur embætti en Walesa segir að hann muni leggja tiliögu þess efnis fyr- ir neðri deild þingsins. Bankastjóranum, Grzegorz Wojtowicz, er gefiö að sök að hafa ekki gætt nægilega vel að hags- munum seölabankans meðan iægra settir erabættismenn not- uöúhann til að svíkja fé úr opin- berura sjóðum. Wojtowicz er ekki gefið að sök að hafa sjálfur tekið þátt í svindl- inu. Áður hefur næstæðstistjóm- andi bankans veriö handtekinn vegna aöiidar að málínu. Reuter Þúsundir albanskra flóttamanna bíða þess nú að verða sendir heim eftir að hafa komist við illan leik til Ítalíu. Talið er að um sjö þúsund þeirra séu innilokaðir á fótboltaleik- vangi í Bari á Suður-Ítalíu og fjöl- margir eru í öðrum hafnarborgum. í Bari hefur verið róstusamt meðal Albananna og í gær voru margir þeirra illa á sig komnir eftir að hafa staðið úti í sól og hita í þrönginni á leikvanginum. Margir lögðu upp frá heimalandinu án þess að hafa með sér vatn og vistir. Þetta fólk var nær dauða en lífi þegar til Ítalíu kom og varð að kalla til lækna að bjarga því vegna ofþornunar. „Afskipti stofnunarinnar af bank- anum voru fullkomlega lögleg og reyndust mjög gagnleg í aðgerðum okkar gegn bankanum sjáltum," er haft eftir Richard Kerr, aðstoðarfor- stjóra bandarísku leyniþjónustunn- ar CLA, vegna stöðugra vangaveltna um að leyniþjónustan hafi ekki hreinan skjöld í einu stórbrotnasta bankahneyksli sögunnar. Þar er átt við hrun BCCI bankans í byrjun síð- asta mánaðar. Orð Kerr eru hin opinbera skýring á hlut CIA í hneykslinu en æ færri taka þau trúanleg. Þeir eru fleiri sem telja að CIA hafi þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi ílækst í svikamill- una og á endanum farið að nota bankann eins og þeir sem notuðu hann í vafasömum tilgangi. Kenningar um heila svikamyfllu Kenningar hafa verið settar fram um að með því að grafa í skjölum BCCI megi finna tengsl milli Iran- Contrahneykslisins, Noriegamálsins í Panama og hugsanlegra samninga aðstoöarmanna Ronalds Reagan, fyrrum forseta, við írani um að þeir slepptu ekki bandarísku gíslunum þar í landi fyrr en Reagan væri sest- ur í forsetastól. Reynist þetta rétt er CIA í verri málum en stjórnendur stofnunarinn- Sjúkrahús í Bari eru full af fólki sem hefur veikst og einnig hafa nokkrir særst í átökum við lögreglu. Stórum hópi manna tókst að komast út af leikvanginum en flóttamenn- irnir voru hraktir til baka með bar- smíð og skothríð lögreglunnar. Þegar í gær hófst heimflutningur fólksins með flugvélum. Slíkir flutn- ingar taka þó langan tíma því að á einu skipinu komu t.d. tíu þúsund menn. Skipstjóranum var hótað líf- láti sigjdi hann ekki til hafnar í Bari, framhjá skipum strandgæslunnar sem reyndu að stöðva fór skipsins. Yfirvöld á Ítalíu segja að fólkið sé einkum að flýja matarskort í heima- ar vilja vera láta og raunar George Bush forseti einnig. Margir af nán- ustu samstarfsmönnum hans eru þá flæktir í málið, t.d. Robert Gates sem talinn er líklegur til að setjast næstur í forstjórastól hjá CLA. Ekki er dregið í efa að CIA hafi í upphafi komið sínum mönnum fyrir hjá bankanum til að njósna um hugs- anleg tengsl hans við hryðjuverka- hópa, eiturlyfjasmyglara og vopna- sala. Aðilar sem þessir notuðu bank- ann í starfsemi sinni, enda er nú far- ið að lesa úr skammstöfuninni BCCI sem Bank of Crooks and Criminals International. Það gæti útlagst sem Alþjóðabanki bófa og glæpamanna. Hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal var einn þeirra sem notuðu sér þjón- ustu bankans og huldufyrirtækja sem hann hafði á sínum snærum til að kaupa vopn. Eiturlyfjabarónar notuðu hann líka til að „þvo“ pen- inga sína og spilltir embættismenn í þriðja heiminum gátu með aðstoð hans nælt sér í fé sem annars átti að fara til hjálparstarfa. CIA-mönnum þótti best að segja ekkert Það var því ekki nema von að CIA teldi ákjósanlegt að láta sína menn fylgjast með hvað var að gerast hjá BCCI. Þegar svo kom á daginn að bankinn var auk alls annars ílæktur landinu. Vincenzo Scotti innanríkis- ráðherra segir að ríkisstjórn Albaníu geri ekkert til að draga úr flótta- mannastraumnum. T.d. hafi ítölsk ferja beðið þess frá því á miðvikudag að fá að fara inn í höfnina í Durres í Albaníu til að skila um 900 flótta- mönnum. ítalir hafa þegar sent sendinefnd til Albaníu og heitið því að aðstoða stjórnvöld við matargjafir í von um að það dragi úr straumi flóttamann- anna en finnast undirtektir dræmar. Nú er svo komið að ítalskt herskip er komið langt inn í landhelgi Alba- níu og reynir þar að stöðva för fleiri flóttaskipa. Reuter í ólöglegt fjármálabrask í Bandaríkj- unum sjálfum töldu stjómendur CIA að þeir misstu mikilvæga uppsprettu upplýsinga með því að koma BCCI á kné. Þetta er í það minnsta skýringin sem þeir gefa nú á því af hverju þeir sögðu ekki frá braskinu í tíma. Öðrum þykir trúlegra að CIA hafi þá þegar verið flækt í hneykslið sem nú hefur orið BCCI að falli. Því hafi þótt hentugast að hafa hljótt um starfsemi bankans, einkum til að leynimakk með fulltrúum klerka- stjórnarinnar í íran yrði ekki lýðum ljóst. CIA hafi t.d. ekki gert veður út af því þótt hluti af hernaðaraöstoð til skæruliða í Afganistan endaði í höndum svikahrappa í stjómkerfi Pakistans með hjálp stjórnenda BCCI. Líklegt þykir að CIA hafi fyrir löngu vitað um það mál og einnig um not eiturlyíjasmyglara af bankanum. Haldi BCCI-málið enn áfram að vefja utan á sig getur það orðið Bush forseta skeinuhætt í komandi kosn- ingum. Hann hefur til þessa getað vikið frá sér öllum ásökunum um að tengjast meintu undirferli CIA-stjór- anna með aðstoð BCCI. Komi hins vegar fram afgerandi sannanir um afskipti'stuðmngsmanna Reagans af gíslamálinu í íran áriö 1980 þá verður vörnin erfið hjá forsetanum. CIA í vondum málum vegna verstu bankasvika sögunnar: Öll stóru heykslismálin tengjast BCCI-bankanum DV RániðáFrakkanum tiiræðiviðfriðinn Stjómvöld i Líbanon hafa hrugöist ókvæða við þeim tiðind- um að Frakka var rænt í Beirút skömmu eftir að mannræningjar slepptu Bretanum John McCarty. Sami al-Khatib, innanríkisráð- herra Líbanons, sagði í gær að ránið á Frakkanum væri tilræði viö friðinn í landinu. Nú voru lið- in tvö ár frá síöasta manm'áni í landinu og vonir um að öllum gislamálum þar lyki hafa dofnað verulega þegar mannræningjar fóru á kreik á ný. líeuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERÐTR. (%) hæst Sparisjóðsbaekurób. Sparireikningar 5,5-7 Lb 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar.alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 5,5-7 Lb.lb 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,5-9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERÐBÆTUR (innantímabils) 12-13,5 Lb.Sp Vísitölubundnir reikn. 6-10,8 Bb Gengisbundir reikningar 6-10,8 Bb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Visitölubundinkjör 6,25-7 Bb óverðtr. kjör INNL. GJALDEYRISR. 15-16 Bb Bandarikjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9-9,6 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÓVERÐTR. (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 20,5-21 Allirnema LB Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 21-22 Sp.lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 23,75-24 Bb Skuldabréf . 9,75-10,25 Bb AFURÐALÁN Isl. krónur 18,25-20,5 Lb SDR 9,5-9,75 lb,Sp Bandarikjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 12,8-.13,5 Sp Vestur-þýsk mörk 10,5-10,75 Bb Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí 18,9 Verðtr. lán júli VÍSITÖLUR 9.8 Lánskjaravisitala ágúst 3158 stig Lánskjaravísitala júlí 3121 stig Byggingavísitala ágúst 596 stig Byggingavísitala ágúst 186,3 stig Framfærsluvisitala júli 156,0 stig Húsaleiguvisitala 2,6% hækkun 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,837 Einingabréf 2 3,130 Einingabréf 3 3,828 Skammtímabréf 1,947 Kjarabréf 5,726 Markbréf 3,061 Tekjubréf 2,160 Skyndibréf 1,700 Sjóðsbréf 1 2,795 Sjóðsbréf 2 1,924 Sjóðsbréf 3 1,931 Sjóðsbréf 4 1,690 Sjóðsbréf 5 1,163 Vaxtarbréf 1,9734 Valbréf 1.8494 islandsbréf 1,218 Fjórðungsbréf 1,124 Þingbréf 1,214 Öndvegisbréf 1,198 Sýslubréf 1,232 Reiðubréf 1,184 Heimsbréf 1,124 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,76 5,96 Flugleiðir 2,45 2,55 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71 Islandsbanki hf. 1,66 1,76 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1,76 Eignfél. Iðnaöarb. ,2.43 2,53 Eignfél. Verslb. 1.74 1,82 Grandi hf. 2,70 2,80 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,30 7,62 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,58 4.72 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,11 1,16 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = lslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtasl í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.