Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ófarír í eltingaleik Eltingaleikurinn við austurríska steinhöggvara gæti verið uppistaða í nýrri grínmynd um löggulíf. Knúnir af daglegum fréttum um framgang Mörtls og félaga fara eftirlitsmenn af ýmsu tagi á vettvang og ná engum ár- angri, því að Mörtl gefur þeim jafnan langt nef. Þegar beðið er um að fá að skoða farteskið, er því hafnað. Þegar krafizt er, að Mörtl mæti á ákveðnum stað, mætir hann ekki. Þegar settur er á hann yfir- frakki, fer hann án hans. Þegar steinhöggvarar eru stöðvaðir í tolli, senda þeir sýnishorn sín í pósti. Sumir þættir eftirlitsvaldsins standa meira að segja með steinhöggvurum, enda eru þeir hér á vegum Bif- reiðastöðvar íslands, sem ber á þeim alla ábyrgð. í sér- stakri undanþágunefnd veitti Birgir Þorgilsson ferða- málastjóri Mörtl leyfi til að halda áfram iðju sinni! Þetta er dæmigert þriðja heims vandamál, sem felst í, að útlendingar umgangast okkur eins og apa og kom- ast upp með það. Þýzk ferðaskrifstofa var formlega vör- uð við að senda hingað stjórnlausan ferðahóp, en tók ekkert mark á því, af því að hún taldi sig mundu sleppa. Þessi hópur slapp tiltölulega ódýrt frá vandanum. Hið sama er að segja um hina frægu útlendinga, sem fóru á fjallatrukk inn á Kjalveg áður en hann var opnað- ur og voru sóttir þangað í þyrlu. Þeir greiddu 2000 króna sekt og hafa sagt þá gamansögu víða um heim. Sumir íslendingar skilja ekki, af hverju er verið að amast við þessu fólki. Öldum saman hefur ekkert verið sagt, þótt heimamenn og gestir taki sjaldgæfa steina og steingervinga, brjóti dropasteina, geri þarfir sínar í bergvatnsár og stundi berserksakstur um víðan völl. Vandamálið felst í, að nú gengur þetta ekki lengur. ísland er illu heilli orðið ferðamannaland, þar sem íjöldi manna hefur hagsmuni og lifibrauð af ferðafólki. Álag á viðkvæmum hálendisstöðum er orðið óhóflegt. Reglur og eftirlit miðast ekki við þetta mikla og nýja álag. Raunasögur þessa sumars gefa Alþingi og ríkisstjórn rækilegt tilefni til að nota næsta vetur til að gefa út ný lög og reglugerðir um ýmis atriði, sem varða umgengni við ísland. Það er verðugt verkefni fyrir dugmikinn umhverfisráðherra að taka forustu í því máli. Um töku steina og steingervinga, svo og plantna, sem margar hverjar eru sjaldséðar, þurfa að gilda nákvæm- ar reglur eins og þegar gilda um töku fugla og eggja. Við brotum á slíku, svo og við brotum á reglum um aðra umgengni, þarf að setja hörð viðurlög. Við þurfum að breyta þeirri þriðja heims ímynd, að hér búi þjóð, sem láti vandalisma yfir sig ganga, og koma okkur upp þeirri ímynd, að vandalar komist ekki upp með moðreyk hér á landi. Við megum ekki láta innlenda hagsmunaaðila spilla þessari breytingu. Umfram allt þurfum við sem þjóð að átta okkur á, að þetta er alvörumál, en ekki meinsemi. Við megum ekki láta þætti þessa máls vera í höndum manna, sem ekki skilja það og geta ekki hreyft sig fyrir silkihönskum sínum og þriðja heims undirgefni við útlendinga. Það er ekki eingöngu vegna útlendinga, að við þurfum að setja strangar umgengnisreglur og fylgja þeim eftir í alvöru. Við þurfum líka að mannast sjálfír. Hin gamla, kærulausa umgengni fyrri fámennis- og einangrunar- tíma gengur ekki á fjölmennis- og ferðatíma nútímans. Við skulum láta ófarirnar í hinum skondna eltinga- leik við Mörtl verða kornið sem fyllir mælinn, svo að við séum á næsta sumri búin að ná tökum á verkefninu. Jónas Kristjánsson Ozal vís til að efla Saddam gegn Kúrdum Enn er herjað á Kúrda í írak þannig að þeir eru varnarlausir við. En nú eru þar ekki að verki hersveitir Saddams Husseins. í þetta skipti hefur stjórn NATÓ- ríkisins Tyrklands ákveðið að sýna Kúrdum í tvo heimana. Þegar þetta er ritað höföu tyrkneskar herflug- vélar farið hátt í hundrað viður- kenndar árásarferðir til að varpa sprengjum og skjóta eldflaugum á skotmörk í norðanverðum Kúrda- byggðum írans, það er að segja á fjallaþorp og flóttamannahreysi. Ekki er látið uppi í Ankara hve víða þyrlubornar skyndiárásar- sveitir Tyrklandshers hafa verið látnar beita sér á jörðu niðri, aðeins staðfest að árásum sé einnig haldið uppi með þeim hætti. Um þær mundir sem Turgut Ozal Tyrklandsforseti var að búa sig undir takmarkaða þátttöku í fjöl- þjóðahernaðinum gegn írak reyndi hann að bæta ímynd Tyrklands gagnvart umheiminum með því aö létta langri kúgun á tug eða tylft milljóna Kúrda í Tyrklandi að því marki að ekki skyldi lengur vera refsivert að þeir mæltust við á eig- in móðurmáli á almannafæri. Slík tilslökun við undirþjóðina mætti harðri andspyrnu á Tyrklands- þingi. Hrakleg meðferð tyrkneskra landamæravarða, hermanna og embættismanna á aðframkomnum skörum Kúrda á flótta frá írak komst í heimsfréttir síðastliðið vor. Sérstaklega var þess gætt að að- komufólkið kæmist sem fæst niður af reginijöllum til byggða og þar með í samband við verulegan fjölda Tyrklands-Kúrda, þótt það þýddi mun verri aðbúð, meira manntjón af kulda og vosbúð og langtum erf- iðara hjálparstarf alþjóðlegra stofnana en ella. Eftirrekstur tyrkneskra stjórn- valda að losna sem fyrst við Kúrd- ana frá írak átti svo drýgstan þátt í því að Bandaríkin og nokkur Evr- ópuríki, sem tóku beinan þátt í Persaflóastríðinu, ákváðu að senda herlið til Norður-íraks að koma þar upp griðlandi fyrir flóttafólkið, svo frambærilegt væri fyrir Tyrki að losa sig við það í snatri. Ekkert svipað var gert fyrir landflótta Kúrda í írak, sem munu þó hafa verið stórum fleiri en í Tyrklandi. Atburðarásin, sem nú hefur leitt til umfangsmikilla hernaðarað- gerða gegn Kúrdum af Tyrklands hálfu, hófst með því að tyrkneskar sérsveitir, sem lengi hafa haft það hlutverk að kúga Kúrda, drápu í öndverðum síðasta mánuði að minnsta kosti tylft manna í borg- inni Diyarbakir í Kúrdistan og ná- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson lægum þorpum. Við það vaknaði til lífsins sá hópur Kúrda sem kall- ar sig Kúrdneska verkamanna- flokkinn (skammstafað á þeirra máli PKK) og um áraraðir hefur svarað kúgun tyrkneskra yfirvalda með skyndiárásum á öryggissveitir þeirra og hermenn, svo og hermd- arverkum, einatt gagnvart öðrum Kúrdum. Fyrir nokkru var tíu þýskum ferðamönnum rænt í fjallahéraði í Kúrdistan. Nokkru síðar hvarf sjö manna tyrkneskur herflokkur og er tahð að mönnum PKK hafi tek- ist að fanga hann. Loks var eldflaug skotið á tyrkneska varðstöð skammt frá landamærunum að ír- ak síðastliðinn sunnudag. Þar féllu níu hermenn og einn óbreyttur borgari. Tyrklandsstjórn tekur þá árás til sannindamerkis um að PKK hafi komið sér upp bækistöðvum hand- an landamæranna á griðlandi Kúrda í írak. Fyrirskipaði hún því hefndarárásir á þá staði sem hún telur líklegasta til að hýsa menn PKK. Talsmenn Kúrda í írak segja hins vegar að árásir Tyrkja hafi drepið saklaust flóttafólk svo tug- um skipti. En Tyrklandsstjórn kveðst ekki ætla að láta hér við sitja. Hún kveðst ætla að lýsa fimm kílómetra ræmu fram með landamærunum íraksmegin bannsvæði. Verði hvert mannsbarn sem þar sjáist drepið umsvifalaust. Verði af þessu áformi fær málið samstundis á sig afdrifaríka póli- tíska vídd. Drápsræma meðfram landamærunum af Tyrkja hálfu lokaði Kúrda í írak inni. Þeir ættu þess ekki lengur kost að bregðast við ofsóknum af hálfu Saddams Husseins með því að flýja að tyrk- nesku landamærunum og vekja þannig athygli umheimsins á neyð sinni. Myndir og lýsingar frétta- manna á ástandinu þar urðu til þess að George Bush Bandaríkja- forseta varð ekki stætt á þeim ásetningi að láta stjórn sína engu varða örlög Kúrda. í hartnær tvo mánuði hefur stað- ið í Bagdad samningaþóf milli ír- aksstjórnar og fulltrúa Kúrda í norðurhluta landsins um sjálf- stjóm þeim til handa. Samnings- staða fomstumanna stærstu stjórnmálahreyfinga Kúrda, þeirra Massouds Barzani og Jalals Tala- bani, byggist fyrst og fremst á því að fólk þeirra eigi undankomuleið, eins og í vor, reyni Saddam enn að beita ofbeldi. Sú staða væri úr sög- unni, lokaði Tyrklandsstjórn landamærunum með þeim hætti sem hún hefur nú boðað. Ekki er vafl á að Turgut Ozal og stjóm hans er meinilla við að sá hluti Kúrdistan, sem tiiheyrir írak, verði sjálfstjórnarsvæði. Við það hlytu að magnast kröfur Kúrda í Tyrklandi til viðurkenningar á menningarlegum og stjórnarfars- legum réttindum sér til handa. Fram tfl þessa hefur íraksstjórn ekki æmt né skræmt gagnvart yflr- lýstu áformi Tyrkja að teygja yfir- ráð sín fimm kílómetra inn í írak meðfram landamærum ríkjanna endilöngum. Engu er líkara en þeir Ozal og Saddam hafl gert með sér þegjandi samkomulag um að setja Kúrda í írak í úlfakreppu á ný. Verndarsvæðið norðan 36. breidd- arbaugs og viðbragðssveit banda- manna í Tyrklandi til að gæta þess dygðu lítt þegar til lengdar lætur geri Tyrklandsstjórn alvöru úr áformi sínu. Hernaðarmáttur Tyrklands, ekki síst flugvéla- og þyrlukostur sem dygði til að gera ófært að landa- mærunum frá írak, byggist fyrst og fremst á bandarískum vopna- og fégjöfum. Fyrir þrem vikum var George Bush í opinberri heimsókn í Tyrklandi og átti þá langar við- ræður við Ozal og lýsti yflr þéttri samstöðu þeirra. Óhugsandi er annað en mál Kúrda í írak hafi borið þar á góma. Ofurselji Ozai þá náð og miskunn Saddams Hus- seins á ný verður því að álykta að það sé gert með bandarísku sam- þykki. Væri það verðugt framhald sögunnar frá 1975, þegar Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráð- herra, sveik uppreisnarher Kúrda, sem hann hafði látið CIA vopna og kosta, í hendur írökum. Þá stýrði frelsisbaráttu Kúrda Mustafa Barz- ani, faðir Massouds þess sem nú reynir að ná samningum við Sadd- am á grundvelli vestrænnar vernd- ar. Magnús Torfi Ólafsson Turgut Ozal Tyrklandsforseti (t.v.) heilsar Akbar Velayati, utanríkisráðherra Irans, á ráðstefnu rikja islamstrú- armanna í Istanbul. Símamynd Reuter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.