Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Side 5
FíMMTUráGUR 24/OKTÓBER 1991: 5 Fréttir Guðmundur J. Guðmundsson, fráfarandi formaður Verkamannasambands- ins, litur yfir salinn. DV-mynd BG Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Jökuls: Bölmóðurinn nær ekki inn á þingið „Það er hressilegur tónn í fólki á þinginu. Það er enginn hér í vinnu- veitendasambandsástandi. Bölmóð- ur þeirra nær ekki inn á þingið. Mér sýnist líka að þetta ætli að verða gott vinnuþing. Grunntónninn í ræð- um manna um kjaramál er sá að halda verðbólgunni í skefjum en taka það sem lofað var í síðustu kjara- samningum sem var aukinn kaup- máttur. Einnig er mikið rætt um tekjujöfnun í þjóðfélaginu, meðal annars í gegnum skattakerflð," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Homafirði, í samtali við DV í gær. Hið eiginlega þingstarf á þingi Verkamannasambandsins hófst í gær. Áætlað er að þinginu ljúki síð- degis á morgun. Rétt til þingsetu hafa 149 fulltrúar frá 53 aðildarfélögum. Það er einu félagi færra en var á síðasta þingi sambandsins. Ástæðan er sú a$ tvö verkalýðsfélög hafa sameinast. f að- ildarfélögum Verkamannasambands íslands eru nú 27.500 félagar. Eins og áður hefur komið fram ætla þeir Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður sambandsins, og Karl Steinar Guðnason, varaformaður þess, ekki að gefa kost á sér áfram. Einnig hefur Ragna Bergmann, formaður Framsóknar í Reykjavík, ákveðið að gefa ekki kost á sér í stjórn sambandsins þar sem hún hefur setið. -S.dór Sjávarafurðir sem áfram verða tollaðar á Evrópumarkaði: 12-18 prósent tollur á rækju - nokkrar aðrar tegundir með 8-16 prósent toll Enda þótt mikill ávinningur sé af samningnum um evrópska efnahags- svæðið fyrir íslenskan sjávarútveg eru samt nokkrar fisktegundir sem tollar verða ekki felldir niður af né lækkaðir. Fyrir ákveðin byggðarlög í landinu skiptir þetta miklu máli, eins og til að mynda rækjufram- leiðsluna á Vestfjörðum og hörpu- skelvinnsluna við Breiðafjörð. Þegar EES-samningurinn tekur gildi 1. janúar 1993 verða 6 tegundir sjávarfangs, sem veiðast við Island, áfram fulltollaðar. Af þeim tegund- um skipta 5 okkur máh, það eru heil- söltuð síld, humar, lax, rækja og hörpuskel. Síðan er það makríll en hann veiðum við ekki. Tollur á þessum vörum er og verð- ur áfram: Heilsöltuð síld, 12% tollur Ferskur lax, 8% tollur Heill humar, 8% tollur Humarhalar, 16% tollur Rækja, 12% til 18% tollur eftir teg- undum Hörpuskel, 8% tollur Að sögn fróðra manna skipta tollar af heilsaltaðri síld á mörkuðum vest- ur-Evrópu litlu máli. Megnið afþeirri síldarflökum miklu máli fyrir okk- vöru fer á aðra markaði. Aftur á ur. móti skiptir tollaafnám á söltuöum -S.dór 20-35% AFSLÁTTUR Á 40 NOTUÐUM BÍLUM SEM TEKNIR HAFA VERIÐ UPP í NÝJA ÞETTA EINSTAKA TILBOÐ STENDUR AÐEINS í FÁA DAGA OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17 B I L ASA L A SÆVARHÖFÐA 2 ® 674848

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.