Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. 9 Utlönd Settiópíumí auka viðskiptin Kokkur viö mötuneyti lögreglu- skólans í Peking í Kína hefur við- urkennt að hafa blandað ópíum saman við matinn í von um að auka viðskiptin. Að sögn urðu nokkrir háðir matnum og fóru í meðferð. Kokkurinn bauð upp á sér- stakan kryddrétt sem naut mik- illa vinsæida þótt enginn vissi hvefju í hann var blandaö. Þegar leið á matartímann fóru almennir borösiðir út um þúfur og var því ákveðið að rannsaka hvað kokk- urinn hefði í raun og veru á boð- stólum. Tvötígrisdýrí Bóndi nokkur í Lámerick-sýsiu á írandi ætlar aö gefa 13 ára gam- alli dóttur sinni tvö tigrisdýr í jólagjöf. Um er að ræða sjaldgæfa Síberíutigra. Nábúar Stafford Taylor, en svo heitir bóndi, eru ekki sáttir við að iá tígrisdýr í sýsluna og segja að hann geti ekki ábyrgst að dýr- ir sleppi ekki úr haldi og valdið tjóni bæði á mönnum og skepn- um. Taylor segir að tigrisdýrin séu síst hættulegri en t.d. naut sem sveitungar hans geti aldrei haft í böndum. Tígridýrin eru keypt frá fjöl- leikahúsi í Lundúnum. Þau eru fjögurra ára gömul, karldýr og kvendýr, og ætlar fyrri eigandi að fásér ljón 1 stað þeirra. Taylor bóndi vonast til að tígrisyrðlingar komi í heiminn í vor. Ebbe Carlson helsjúkur af Svíinn Ebbe Carlson viður- kenndi um helgina opinberlega að hann væri sýktur af eyðni og ætti ekki langt ólifað. Ebbe varð heimsífægur þegar hann fékk heimild dómsmálaráöherra Svi- þjóðar til að hefja á eigin spýtur rannsókn á morðinu á Olof Palme. Ráðherrann varð aö segja af sér vegna málsins. Ebbe hefur unnið við bókaút- gáfu frá árinu 1985. Hann segist hafa smitast um líkt leyti og hann hóf störf við útgáfuna. Mörgum þótti sem Ebbe væri um of heill- aður af reifurum og glæpasögum þegar hann hóf rannsókn á Palme-morðinu. sökunarástrtðinu Blöö í Japan segjast hafa íýrir þvi áreiðardegar heimildir að nú i vikunni veröi samþykkt á þingi sérstök áiyktum þar sem beðist er afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyijöldinni. Þann 7. desember verða liöin 50 ár frá árásinni á öotastöð Bandaríkjanna á Peari Harbor. Dagsins verður minnst með mik- iffi viöhöfn í Bandaríkjunum nú eins og alltaf áður en í Japan hefur á liðnum árum litiö veriö geöð um atburði þessa dags. í japönskum sögubókum er gjam- an fjallað um stríðið sem mistök. Duke í fram- David Duke, fyrrum æðsti- prestur hiá Ku Klux Kian, hefur ákveðiö að leita eftir stuðningi repúblikana gegn George Bush sem forsetaefni þegar flokks- menn velja frambjóðanda sinn fyrir næstu kosningar. Reuter og TT Líbanskir mannræningjar sleppa gísl: Cicippio losnar í dag Líbanskir mannræningjar öl- kynntu að þeir æUuðu að láta Banda- ríkjamanninn Joseph Cicippio laus- an í Beirút í dag eftir að þeir fengu tryggingar fyrir því að Sameinuöu þjóðimar ætluðu að beita sér fyrir því að arabískir fangar í haldi í ísra- el og Evrópu yrðu látnir lausir. „Bylöngarsamtök rétöæösins (RJO) lýsa því yfir að þau æöa að láta Bandaríkjamanninn Joseph Cicippio lausan úr haldi við Be- aurivage hótelið í Beirút klukkan ellefu á mánudag," sagði í yfirlýsingu frá samtökunum sem var afhent al- þjóðlegri fréttastofu í Beirút. Með yfirlýsingunni, sem var hand- skrifuð, fylgdi svart-hvít ijósmynd af Cicippio sem hefur verið í haldi í meira en fimm ár og myndbandsupp- taka þar sem hann þakkar samtök- unum fyrir að hafa liöð eftir sér. „Ég krefst þess og vona að Banda- ríkjastjóm neyði ísraelsmenn öl að sleppa öllum fóngunum sem er hald- ið í Israel á sama háö og RJO æúar að láta mig lausan á morgun klukkan ellefu,“ sagöi Cicippio á myndbands- upptökunni. Cicippio leit þreytulegur út og var greinilega að lesa fyrirfram saminn texta. Hann baö eiginkonu sína, Ela- ham, að hitta sig við hótelið. Reuter Mannræningjar í Líbanon ætluðu að láta Bandaríkjamanninn Joseph Clcippio lausan klukkan ellefu i morgun. Simamynd Reuter * LIJAPIS Þú finnur mikið og gott úrval ferðatækja í verslunum okkar í Brautarholti og Kringlunni. Tækin færðu stór og smá, útvörp með eða án kassettutækis og jafnvel ferðatæki með fullkomnum geislaspilara. Verum hagsýn þessi jól og verslum í JAPIS. SON Y ris 204 KR. 7.980 STGR. Utvarp og kassettutæki m/ fm og miðbylgju SON Y CFD 50 KR.23.900 STGR. Fullkomið útvarp og kassettutæki með geislaspilara Panasonic ux dtss KR.39.980 STGR. Fullkomið útvarp með tvöföldu kassettutæki og geislaspilara. Panasonic iíx FS4io KR.7.990 STGR Útvarp og kassettutæki m/ fm og miðbylgju. Panasonic ux FS420 KR.9.980 STGR Utvarp og kassettutæki m/ fm og miðbylgju. SON Y ICF C240 0TVARPSVEKJARI Panasonic iíc 0004 útvarpsvekjaiu SON Y WA LKMAN FXIO V/\SA DISCO KR.2.740 STGR KR.3.680 STGR KR. 3.860 STGR. JAPIS* BRAUTARHOLTI 2 KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.