Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 2, DESEMBER 1991. Hreint loft, laust við tóbaksreyk, er grundvallarþóttur í réttinum til heilnæms og ómengaðs umhverfis. TÓBAKSVARNANEFND BILALEIGA við Flugvallarveg ARNARFLUGS - gegnt Slökkvistöðinni Jólatilboð 50% afsláttur af daggjöldum í desember : 61-44-00 Simi 91 Fax 91-61 •44915 * HITAR * NUDDAR * STYÐUR VIÐ MJÓBAKIÐ Þú setur bakhjarlinn í sætið og setur í samband við sígarettukveikjara og þá ert þú kominn með vellíðan. Allt þetta fyrir aðeins kr. 4.900. BÍLARAF H/F BORGARTÚNI 19, SÍMI 24700 - 624090 OFUR-HLJÓÐMAGNARI Herntt Tækið kemur að noturr hvar sem er: I skóla, í bíói, í leikhúsi á ráðstefnum. Vlð að hlusta á: útvarp, sjónvarp, án þess að hækka upp úr öllu valdi. RÖKRÁS HF. Bíldshöfða 18 - S. 91-671020 Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. - „Undarlegt var að ekki skyldi nást samstaða í þeirri ríkisstjórn um hátekjuskatt...“ Ráðvillt ríkisstjórn „Velferö á varanlegum grunni" heitir hvíta bókin sem hefir að geyma stefnuskrá ríkisstjórnar- innar. - Ekki vantar það að nafnið er faUegt og getur sjálfsagt vakið vonir hjá þeim sem leggja trúnað á að þessi ríkisstjóm hafi yfirleitt vilja á að skapa velferð í landinu. - En það þurfa þó að vera einhver takmörk fyrir þvi hve lengi fólk lætur blekkja sig. Því hvaða gildi hafa „orð, orð innantóm"? Það besta sem ég sé við þessa rík- isstjóm er hve hún spilar djarft og gengur miskunnarlaust fram í árásum sínum á þjóðfélagið. Þetta kann að hljóma dálítið und- arlega en svona er það nú samt því að ég fæ ekki séð að henni geti tek- ist að blekkja fólk lengur. - Jafnvel sumir stjórnarliðar eru búnir að fá nóg og fordæma vinnubrögðin, minnsta kosti hreppaflutningana. Það er rétt eins og ríkisstjómin haldi að hún geti bara hvað sem er. Þegar hún hefir gert fyrirtækin gjaldþrota með hávaxtastefnu sinni. Þá er næst að leggja niður heilu byggðarlögin, reka fólkið frá heimilum sínum og planta því svo niður hvar sem henni þóknast. Þetta taldi Bjöm Bjamason, einn af nýhðum íhaidsins á Alþingi, að gæti átt vel við í dag þótt það hefði ekki þótt viðeigandi fyrir 20 árum. Engu skila heldur taka Að mörgu leyti minnir ástandið í þjóðfélaginu nú á það sem var þegar ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar gafst upp og nýfrjálshyggjan svokallaða hafði rústað þjóðfélagið svo að aht virtist komið í strand. Þá fékk ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar það hlutverk að reisa atvinnuvegina úr rúst og koma fyrirtækjunum til bjargar. - Margt tókst þeirri ríkisstjóm vel þó að henni mistækist annað, eins og það að leggja niður lánskjara- vísitöluna sem hún virtist þó vilja gera. En það er eins og einhverjar óvættir komi í veg fyrir að við henni verði hróflað. Þetta er einna líkast því að sá sem hefir orðið uppvis að þjófnaði yrði að fá að halda áfram að stela alla ævi. - Þá má segja að undarlegt var að ekki skyldi nást samstaöa í þeirri ríkisstjóm um hátekjuskatt og að skattleggja fjármagnstekjur. Kjallariim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður En samt sem áður tókst meö góðri samvinnu ríkisstjómarinnar og aðila vinmnnarkaðarins að bæta svo afkomu atvinnuveganna og þjóðarbúsins að samkvæmt þjóðar- sáttinni átti launafólk orðið inni kjarabætur sem ákveðið var að standa skh á. En þá kemur upp ný staða, stjóm Davíðs Oddssonar komin th valda og hefir haft uppi aht önnur viðhorf en standa skil á einu eða neinu heldur einbeitt sér að kjaraskerðingu og niðurskurði á velferðarkerfmu af slíkri hörku að með óhkindum er að nokkur ríkisstjórn skuh þora að gera slíkt. Hin hörðu gildi Davíð Oddsson hefir líklega ekki áttað sig á því ennþá að þaö er ekki unnt að stjóma nútímaþjóðfélagi með því að láta hömlulausa frjáls- hyggju ráða ferðinni. - Það leit út fyrir að Þorsteinn Pálsson hefði skhið þetta eftir að hafa veitt slíkri ríkisstjórn forystu í tvö ár. Var það kannski þess vegna að honum var bolað út úr formennsku flokksins á svo sérkennilegan hátt? Þurftu harðhnumenn harðsvíraðri foringja th þess að geta duglega þjarmað að þjóðfélaginu með kröt- um? - Sagði Þorsteinn ekki, eftir að úrslit kosninganna voru kynnt, að nú hefðu „hörðu gildin“ í Sjálf- stæðisflokknum sigrað? Líklega er ekki ástæða th að rengja það. Var ekki þeirra tími kominn? Var það ekki þess vegna að Davíð Oddsson fékk svo dularfuha köllun og vissi að hans tími var kominn? Vissi að einmitt á þessum fundi ætti hinn mikli leiðtogi þeirra að birtast und- ir kjörorðinu „mannúð og mhdi“? „Viðeyjarundrið“ Eins og vitað er gerist margt í póhtík og póhtískar ieikfléttur geta verið margslungnar og skapað hin furðulegustu fyrirbæri. Hvernig hefði th dæmis „Viðeyjarundrið" getað fæðst ef Jón Baldvin og Dav- íð Oddsson hefðu ekki náð saman og hvernig hefði það átt að geta gerst ef Davíð hefði ekki orðið formaður Sjálfstæðisflokksins? - Þannig leiðir svo eitt af öðru. Þjóð- in heföi ekki fengið þessa ríkis- stjóm. Og eins og Jón Baldvin sagði hefði hann ekki haft óbundnar hendur að semja um hvað sem hann vhdi við EB. Og hatturinn frægi líklega óseldur enn og ef th vih óseljanlegur, hvað þá að vera kominn á stah! - Og með öhu óvíst að Jón Sigurösson hefði þá getað fullyrt við fréttamenn aö ekki væri nógu lengi búið að draga ráðherra á asnaeyrunum í álmáhnu. - Svona getur pólitík stundum verið skrítin! Aðalheiður Jónsdóttir „Davíö Oddsson heflr líklega ekki áttaö sig á því ennþá að þaö er ekki unnt að stjórna nútímaþjóðfélagi með því að láta hömlulausa frjálshyggju ráða ferð- inni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.