Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 7 Fréttir Bama- og imglingageðdeild Landspítalans: Deildinni lokað í þrjá mánuði Bama- og unglingageðdeild Land- spítalans verður lokað í júní, júlí og ágúst. Á deildinni dvelja nú sex börn. Eitt þeirra er ungur drengur sem þarf á lengri meðferð að halda. Að sögn forsvarsmanna deildar- innar búa auk þess tvö þessara sex barna við erfiðar heimilisaðstæður en þau verða samt sem áður að fara tíl síns heima þar sem ekki er hægt að finna þeim annan samastað. Fjögur börn bíða nú meðferðar á deildinni en ekki verður hægt að veita þeim viðeigandi læknishjálp fyrr en í haust vegna lokunarinnar. „Lokunin kemur harðast niður á börnunum sem eru á biðlista. Við höfum oft útskrifað börn á vorin og tekið þau aftur inn á haustin. Sumar- ið höfum við notað til að taka böm inn til rannsókna því það getur verið erfitt að leggja þau inn á meðan þau eru í skólanum. En í sumar munum við ekki geta sinnt þessari þjón- ustu,“ segir HaUa Þorbjömsdóttir, læknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. „Það var lokað á unghngageðdeild- inni í fyrra og það reyndist mjög illa því að það tók langan tíma að koma starfsemi deildarinnar í fyrra horf eftir að hún var opnuð á nýjan leik. Það er því mjög óheppilegt að loka svona lengi.“ Að sögn Höllu hefur starfsfólk deildarinnar mótmælt lokuninni við heilbrigðisráðherra en talað fyrir daufum eyrum. -J.Mar Kaupfélag Svalbarðseyrar: Bændurnir kraf ðir um 60 milljónir Gylfi Krisljáiissan, DV, Akureyii: „Nú á að fara að ganga að okkur, annað vil ég ekki segja um málið á þessu stigi,“ segir einn fjögurra bænda sem á sínum tíma gengust í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir Kaupfé- lag Svalbarðseyrar í Eyjafirði en Kaupfélagið varð síðar gjaldþrota. Þetta mál hefur árum saman verið að velkjast í kerflnu og einn hluti þess er m.a. til meðferðar fyrir Hæstarétti. Heildarupphæðin sem bændunum fjórum er gert að greiða íslandsbanka sem á kröfurnar á þá, nemur um 60 milljónum króna. A bíla- og búvélasýningu okkar í Borgarnesi eru nokkrar gerðir BTB yfírbygginga og hinar þekktu ZEPRO vörulyftur á MAN og MERCEDES BENZ flutningabílum. jinn 21 .mars kl. 13.00 -17.00 og~sunnudaginn 22.mars kl. 10.00 -17.00 í Brákarey. Peugeot 106 ber höfundum sínum fagurt vitni, listasmiðunum sem lögðu alla hæfileika sína, metnað og hugvit í að gera þennan glæsilega bíl sem fullkomnastan. Hnitmiðuð hönnun gerir Peugeot 106 lipran, lifandi og rúmgóðan borgarbíl. íslendingar gera þá kröfu til bíla að þeir standist erfiða prófraun á misjöfnum vegum. Meistara- smiðir Peugeot höfðu að leiðarljósi að finna sem næst fullkomið samræmi milli stærðar hans og þyngdar og þess hversu kraftmikill bíllinn er. Niðurstaðan er sú að Peugeot 106 hefur reynst afbragðs vel úti á vegum og með eindæmum sparneytinn. Peugeot 106 er ekki stór bíll, en hann hefur marga stóra kosti. Verð frá 672.500 kr. JÖFUR NYBÝLAVEGI 2 . SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.