Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Veiðivon Kíkt inn á flugukastæfingu hjá Ármönnum: „Það er feiknarlega gaman að veiða fiska" - sagði flugukastarinn ungi, Þormóður Ingi Heimisson Kolbeinn Grímsson segir áhugasömum nemendum til um fluguveiði. Þormóður Ingi Heimisson sveiflar flugustönginni fimlega á kastæfingu hjá Ármönnum síðustu helgi. DV-myndir G.Bender „Það er ekki langt fyrir mig að fara og veiða, í Hamarsána á Vatnsnesi, og þar veiöist bæði lax og silungur," sagði Þormóður Ingi Heimisson, 12 ára, en hann var sá yngsti sem mætti á kastæfingu hjá Ármönnum í Kenn- araháskólanum síðustu helgi. En Þormóður býr úti á Vatnsnesi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Þó Þormóður sé aðeins 12 ára sveiflaöi hann flugu- stönginni listavel. „Hann er feikna kastari," sögðu kennararnir sem sögðu honum til hjá Ármönnum þennan morguninn. „Ég veiddi fimm laxa síðasta sumar í Hamarsá og töluvert af bleikjum en þær voru margar smáar. Stærsti laxinn, sem ég hef veitt, var fimm pund. Mér fmnst líka gaman að veiða fisk á maðk. Bændur hafa ræktað ána upp hjá okkur og það er farið að skila árangri. Mér finnst feiknar- lega gaman að veiða fiska,“ sagði Þormóður og hélt áfram að æfa sig. Það er greinilega komin spenna í veiðimenn, það er ekki langt í að veiðitíminn byrji fyrir alvöru. Fullt er á námskeiöin hjá Ármönnum þessa dagana. Enda ekki nema fáir dagar þangað til sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöru, þá verða veiði- vötnin opnuð og síðan laxveiðiárnar. -G.Bender Kastaó, kastað og kastaö. Þjóðar- spaug DV Nær- sýnin Hraölyginn bóndi í Skagafirði komst eitt sinn svo aö oröi um sveitunga sinn: „Hann Sigursteinn er svo nærsýnn að hann verður að sofa með gleraugu til að geta þekkt mennina sem hann dreymir um.“ Gaman aðjarða í dag Bræður tveir á Vesturlandi misstu fóður sinn. Þegar jarðar- fórin fór ff am var úrhellisrign- ing og slæmt veður. Nokkrum dögum síðar voru bræðumir við túnslátt og var veður þá mjög gott Þegar komið var fram undir hádegi strýkur ann- ar þeirra svitann af enni sínu og segir: „Það er nú meiri bliðan í dag. “ „Segðu það nú,“ gall við í hin- um. „Það hefði verið virkilega gaman að jarða hann pabba í dag.“ Maturinn Símon vinnumaður lýsti svo vistinni á sveitabæ einum: „Fijótlega eftir að ég hóf störf á Ytra-Fjalli drapst gömul hryssa og þá átum við hana. Viku síöar drapst gömul gylta og þá átum við hana. Mánuði síðar dó mamma bóndans í hárri elli og.. .þá fór ég úr vist- inni.“ Finnur þú fimm breytingai? 147 Og þetta er uppáhaldsstóllinn minn... Nafn:......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 147 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fertugustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. GuðnýHilmarsdóttir, Vesturási 51,110 Reykjavík 2. Sigurgeir Már, Fannafold 115, Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.