Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Alvarlegur ágreiningur Sérkennilegar deilur hafa staðið um Fiskveiðasjóð. Einkavæðingamefnd á vegum forsætisráðuneytisins hefur gert tillögur um að taka verulegan hluta sjóðsins og selja hann og láta andvirðið renna í ríkissjóð. Þetta skal gert í nafni einkavæðingar, hvernig svo sem það kemur heim og saman. Þessu hefur Krislján Ragnars- son, formaður Landssambands útvegsmanna, mótmælt, enda tekur hann fram að bæði útgerð og sjómenn hafi greitt í sjóðinn og eigi sinn hlut í honum. Það sé ekki ríkisins að ráðskast með þá innstæðu og Kristján dreg- ur í efa að Alþingi muni nokkru sinni samþykkja þá „eignaupptöku“. Þessi ummæh Kristjáns urðu tilefni skætings í hans garð. Skörin hefur hins vegar færst upp í bekkinn þegar forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa verið að senda hvor öðrum kveðjur og snuprur í svipuðum anda. Þorsteinn Pálsson hafnar „einkavæðingaráformum“ nefndarinnar og Davíð Oddsson svarar Þorsteini með því að segja að hann „komi að málinu úr sérkennilegri átt, enda verið suður í Róm“. Þorsteinn svarar á móti og telur ummæli forsætisráðherra ekki svaraverð, en vill þó skýra „frumhlaup“ Davíðs á þann hátt að hann sé að verja undirmenn sína! Að því er varðar þessa fiskveiðasjóðsdeilu efnislega, þá hafa báðir nokkuð til síns máls. Ríkissjóður hefur vissulega lagt fram fé til sjóðsins og ríkissjóður getur auðvitað lagt til að hlutur hans í Fiskveiðasjóði sé seld- ur á hlutabréfamarkaði. Hins vegar er það jafn fráleitt að hægt sé að ákveða að sjóðurinn sem slíkur sé einka- væddur og andvirðið renni allt í ríkissjóð. Það er áreið- anlega rétt hjá Kristjáni Ragnarssyni að það má mikið vera ef sú ráðstöfun hefur fylgi á Alþingi. Á hinn bóginn má segja að deilur um framtíð Fisk- veiðasjóð séu ekki lengur tímabærar eftir þau geigvæn- legu tíðindi um ástand þorskstofnsins og ætla má að bæði Fiskveiðasjóður, útvegsmenn, sjómenn og ráðherr- ar hafi öðrum hnöppum að hneppa en einkavæðingu á sjóði, sem aðallega byggir veð sín og eignir á verðmæt- um sem eru kannske að engu orðin. Þau eru ekki hátt skrifuð, verðmætin í hlutabréfamarkaði sjávarútvegs- ins um þessar mundir. Deila þeirra Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar er þó alvarleg að því leyti að hún staðfestir enn einu sinni djúpstæðan ágreining og stirt andrúmsloft milli þessara tveggja ráðherra. Það er lítið stjómmálasam- band þar á milli og eru þó þessir tveir ráðherrar 1 for- ystu sama flokksins. Meðan það andar svo köldu á milli forsætisráðherra annars vegar og sjávarútvegsráðherra hins vegar dregur það úr líkum á því að samstaða náist um þau langstærstu hagsmunamál sem þjóðin á við að glíma. Deila um Fiskveiðasjóð er aðeins toppurinn af ísjakanum. Skoðanir eru algjörlega öndverðar í fleiri málum og stærri málum og hlýtur sá ágreiningur að verða til mikilla trafala þegar ríkisstjómin þarf að leggja línumar í þeirri uppstokkun og endurhæfingu sem sjáv- arútvegurinn stendur frammi fyrir. Þessar deilur vérður að seýa niður. Ríkisstjómin verður að vera samstiga ef einhver árangur á að nást. Menn geta hent gaman að strákapörum og orðahnipp- ingum um teorískar vangaveltur um örlög einstakra sjóða, en það er ekkert gamanmál ef forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra geta ekki talað öðravísi saman en með skætingi þegar kemur að heildarstefnumótun í stærsta atvinnuvegi landsmanna. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. H. Ross Perot. - „Þriðjl kosturinn, mótmælaatkvæði sem gæti haft mikil áhrif... “ Að taka mark áPerot Svo mætti virðast að aUt væri klippt og skorið í forsetakosning- unum í Bándaríkjunum í haust. En allt í einu er kominn jóker í spilið. Sá er Ross Perot, sem getur gert kosningabaráttuna aö skrípaleik og hefur þegar snúið við þeim venjulegu gildum sem fylgja for- setakosningum. Til að byija með er Ross Perot svo fáránlega ríkur aö jafnvel John F. Kennedy stenst ekki samanburð, en Perot er fidltrúi þess hóps Bandaríkjamanna sem auðguðust í tíð Reagans og skilja ekki hvers vegna þeir ættu ekki að halda því áfram. Utan og innan flokka Fyrirkomulag kosninga í Banda- ríkjunum er engan veginn lýöræð- islegt. Ríkin eru 50 og sú regla gUd- ir að sá frambjóðandi sem hefur meirihluta fær aUa fuUtrúa síns flokks á þinginu sem velur fram- bjóöandann. Sá sem lendir í minni- hiuta er einfaldlega úr leik, rétt eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Það er einmitt þess vegna sem Ross Perot gæti áett aUt á annan endann. Hann er nefnilega utan flokka. Ekkert meinar fuUtrúum á þingum repúblíkana eða demó- krata að hafna annaðhvort George Bush eða BiU Clinton og Kjósa þess í stað Ross Perot, sem er bæði utan flokka og innan þeirra beggja. Þar með er ekki sagt að Ross Per- ot sé vænlegt forsetaefni. Skoðanir hans á efnahagsmálum hefðu Uk- lega átt vel við á tímum Neander- dalsmanna í Þýskaiandi fyrir æva- löngu. Hans hugmyndir eru satt að segja svo utan við almenna vitund að það eina sem suðurríkjamenn muna um Ross Perot er að hann gaf svörtum manni einu sinni far- gjald í strætó. - Þess háttar kunna menn aö meta í Georgíu. En Perot er engu að síður maöur sem auðgaðist á því að selja þaö sem var ekki tíl, fyrir fé sem myndi kannski verða tU, ef efnahagsaö- stæður leyfðu, sem og varð, og græddi ekki bara milfjón, heldur miUjarð doUara. Efnahagsmál Engu að síður er Ross Perot mað- ur sem taka verður mark á, vegna þess hvemig kerfið er. Svo háttar tíl að hvert ríki kýs ákveðinn fjölda kjörmanna, sem er samanlagöur fiöldi þingmanna í báðum deUdum Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður þingsins, og í flestum ríkjum fær sá sem fær meirihluta líka aUa kjörmenn. Þetta kerfi hefur gert repúblíkönum kleift að hafa for- setaembættið síðustu áratugi, enda þótt demókratar séu í yfirgnæfandi meirihluta meðal kjósenda. Nú, þegar Perot er kominn í dæmið, gæti svo farið að enginn fengi hreinan meirihluta kjör- manna og þá ætti fulltrúadeUd þingsins að skera úr. Þaö hefur aðeins einu sinni gerst. Árið 1824, þegar minnihlutinn kaus John Quincy Adams þótt Andrew Jack- son hefði fengið meirihluta kjör- manna í kosningunum. Perot er maðurinn sem gæti látið það hneyksU endurtaka sig. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er Pe- rot nú tekinn alvarlega, vegna þess að hann gæti komið í veg fyrir aö CUnton eða Bush fengju aUa kjör- menn í stærstu ríkjunum, sem eru Kalifomía, New York og Pennsyl- vanía auk Texas. Meðal almenn- ings er almenn óánægja með þróun mála og einkum með Bush forseta. Hann féUi fyrir nokkum veginn hvaða gagnframbjóðanda sem væri, þó ekki fyrir BUl Clinton. Nafnlaus demókrati - hver sem hann er - hefur vinninginn gagn- vart Bush. - Perot er hvorugt, hann er eins og hann er, þriðji kostur- inn, mótmælaatkvæði sem gæti haft mikU áhrif. Texas Það er augljóst að kosningamar í haust verða öðmvísi en kosningar hafa verið síðustu ár. Efnahags- ástandið í Bandaríkjunum er ekki gott og þá Uta menn upp tU hetju á borð við Perot, sem hefur risið úr engu. Perot boðar enga sérstaka hagfræði, hann viU halda áfram eins og aUt var undir stjóm Reag- ans. Bush í hans augum og margra annarra er svikari, hann hækkaði skatta og sveik yfirstéttina sem hann tUheyrir sjálfur. En auðæfi Perots em svo stórkostleg að hann er hugsanlega maður sem gæti bókstaflega keypt forsetaembættið, og ef svo færi, sem ekki er líklegt, væri forystuhlutverk Bandaríkj- anna í heimsmálunum úr sögunni. En hver er Ross Perot? Hann er maður sem hefur í áranna rás stað: ið aftast í allri íhaldssemi og boðað siðferði Viktoríutímans í Englandi, þvert ofan í augljósa hluti. I mörg undanfarin ár hefur hann styrkt fjárhagslega aUs konar „kristUega starfsemi", þar með taUð sjón- varpsprédikanir og biblíufjas sem er landlægt í Texas. Hann hefur lagt fram ótrúlega fiármuni tíl stuðnings við ólíkustu hluti, þar á meðal Bush forseta og The Flat Earth Society, en sjálfur er hann látlaus og yfirvegaður, ef frá er taUð stöðugt gort hans af fort- íð sinni í landgönguUöinu í Kóreu. Ross Perot er engu að síður maður sem taka veröur alvarlega, hann er þriðji kostminn sem bandarískir kjósendur hafa um að velja í nóv- ember og hann gæti skipt sköpum ef mjótt verður á mununum. Gunnar Eyþórsson „Nú, þegar Perot er kominn í dæmið, gæti svo farið að enginn fengi hreinan meirihluta kjörmanna og þá ætti full- trúadeild þingsins að skera úr.,Það hefur aðeins einu sinni gerst. Árið 1824... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.