Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1992. 23 x>v________________________________________________ Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum Iþróttir „Ræktunin rússnesk rúlletta“ - segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur Efstu hryssurnar í fjögurra vetra flokknum. Frá hægri Rakel og Ragnar Altreðsson, ösp og Reynir Aðalsteinsson, Dagsbrún og Vignir Jónasson, Valdís og Jóhann Þorsteinsson og Rauðaglóð og Bjarni Marinósson. Ef tekið er mið af íjölda ræktun- arbúa, sem sýndu á fjórðungsmót- inu, þá er framtíðin björt hjá -rækt- endum á Vesturlandi. Fimmtán bú sýndu, sex gripir frá hverju búi, margt frægra og eftirsóttra kynbóta- gripa. Val sýningarhrossa kyn- bótabúanna var misjafnt, allt frá því aö vera það besta úr stóðinu eða að vera ræktað undan ákveðnum kyn- bótagripum. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur komst á flug í kynning- um á kynbótahrossum og sagði: „Hrossarækt er rússnesk rúlletta. Mennimir ákveða en guð ræður hvað úr verður," og var að leggja áherslu á fallvaltleika ræktunar- markmiða. Nokkrir ræktunarstaðir sýndu fleiri einstakhnga en aðrir. Sex ein- staklingamir komu frá Skáney, fjór- ir frá Sigmundarstöðum og tvær hryssur frá Nýjabæ auk afkvæma- hryssu. Frá Stóra-Langadal komu tvö kynbótahross auk fimm gæðinga í A- og B-flokki. Sjö stóðhestar yfir 8,00 Dæmdir voru 15 stóðhestar sem einstaklingar auk Blakks frá Reykj- um sem var dæmdur fýrir afkvæmi. 6 stóðhestanna vom sex vetra og eldri, 4 fimm vetra og 5 fjögurra vetra. Blakkur frá Reykjum undan Hrafni frá Holtsmúla og Litla-Venusi frá Reykjum fékk 120 stig fyrir 24 af- kvæmi. Blakkur er sagður gefa myndarleg hross, of fáa skörunga og sé því ekki framfarahestur til undan- eldis og hlýtur 2. verðlaun. Töluverður munur var á einkunn- um eldri hestanna og þeirra yngri. Fjórir sex vetra hestanna komu inn á mótiö með einkunn yfir 8,00 og einn fimm vetra hestanna. Aðrir vom töluvert lægri. Dagur frá Kjarnholtum undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Blíðu frá Gerðum kom inn á mótið með 8,16 úr forskoðun en hækkaöi vem- lega og hlaut nú 8,24 og stóð efstur sex vetra hestanna og reyndar allra stóðhesta mótsins. Dagur fékk 7,90 fyrir byggingu og 8,57 fyrir hæfileika og er í eigu Hrs. Vesturlands. Þengill frá Hólum kom inn á mótið með hæstu aðaleinkunn sex vetra stóðhests úr forskoðun 8,18 en fékk nú 8,08 og var í öðru sæti. Þengill er undan Hervari frá Sauðárkróki og Þrá frá Hólum og hlaut 8,28 fyrir byggingu og 7,89 fyrir hæfileika. Hann er í eigu hrs.: Vesturl., Skag., A-Hún. og V-Hún. Silfurtoppur frá Sigmundarstöðum kom inn á mótið með 8,04 úr forskoð- un en hlaut nú 8,07 í aðaleinkunn sem kom honum í þriðja sætið. Sitf- urtoppur hlaut 8,15 fyrir byggingu og 7,99 fyrir hæfileika. Silfurtoppur er undan Hamri frá Litla-Bergi og Bliku frá Sigmundarstöðum og er í eigu Reynis Aðalsteinssonar. Tveir aðrir stóðhestar fengu yfir 8,00: Ori- on frá Litla-Bergi 8,07 og Tvistm- frá Innri-Skeljabrekku 8,03 og Sviðar frá Heinabergi hlaut 7,96. Seimurfékksömu einkunnir og fyrr Seimur frá Víðivöllum-Fremri, fimm vetra, kom inn með hæstu hæfileikaeinkunn stóðhests úr for- skoðun 8,57 og 8,10 í aðaleinkunn. Seimur hlaut sömu einkunnir nú 7,63 fyrir byggingu og 8,57 fyrir hæfileika og 8,10 í aðaleinkunn. Seimur er und- an Hervari frá Sauðárkróki eins og Þengill frá Hólum og Maddónu frá Sveinatungu og er í eigu feðganna Þorvaldar Jósepssonar og Jóseps V. Þorvaldssonar. Léttir frá Grundarfirði kom inn með 7,98 úr forskoðun en hækkaði. Hann hlaut nú 7,98 fyrir byggingu, 8,19 fyrir hæfileika og 8,08 í aðaleink- unn. Léttir er undan Viðari frá Við- vík og Sunnu frá Fáskrúöabakka og er í eigu Bjama Eyjólfssonar. Þytur frá Brimilsvöllum kom inn á mótið með 7,94 í aðaleinkunn. Hann hlaut nú 8,10 fyrir byggingu, 7,99 fyr- ir hæfileika og 7,99 í aðaleinkunn. Þytur er undan Loga og Iðu frá Brim- ilsvöllum og er í eigu Gunnars Tryggvasonar. Mökkur frá Stóra- Langadal fékk 7,83 í aðaleinkunn. Lítill munur var á fjögurra vetra stóðhestunum. Núpur frá Söðuls- holti undan Kjarval frá Sauðárkróki og Sunnu frá Fáskrúðsbakka stóð efstur. Hann fékk 7,78 fyrir byggingu, 7,97 fyrir hæfileika og 7,87 í aðaleink- unn. Núpur er í eigu Gústafs ívars- sonar. Tímon frá Lýsuhóli undan Otri frá Sauðárkróki og Flugu frá Hoftúnum fékk 7,85 fyrir byggingu, 7,83 fyrir hæfileika og 7,84 í aðaleinkunn. Tím- on er í eigu Margrétar Hallsdóttur. Sleipnir frá Skáney, undan Stíg- anda frá Sauðárkróki og Rönd frá Skáney var í þriðja sæti. Hann fékk 8,05 fyrir byggingu, 7,61 fyrir hæfi- leika og 7,83 í aðaleinkunn. Sleipnir er í eigu Bjama Marinóssonar. Hrókur frá Akranesi fékk 7,81 í aðaleinkunn og Brúnblesi frá Kol- beinsá 7,77. Tvær hryssur hlut 1. verðlaun fyrir afkvæmi Dæmdar vom 33 hryssur auk tveggja fyrir afkvæmi. Aldís Ólafar Guðbrandsdóttir frá Nýjabæ, undan Ófeigi frá Hvanneyri og Nótt frá Nýjabæ hlaut 7,84 í aðaleinkunn fyr- ir sex afkvæmi, 7,65 fyrir byggingu en 8,04 fyrir hæfileika, 1. verðlaun og 1. sæti. Þokkadís frá Neðra-Ási undan Þokka frá Viðvík og Huldu frá Neðra-Ási hlaut 7,80 fyrir fjögur af- kvæmi, 7,94 fyrir byggingu, 7,72 fyrir hæfileika, 1. verðlaun og 2. sæti. Þokkadís er í eigu Sigurbjöms Garð- arssonar. Fimm af tólf sex vetra hryssum fengu yfir 8,00. Brá frá Sigmundar- stöðum kom inn á mótið með hæstu árseinkunn hryssu 8,32, þar af hæstu hæfileikaeinkunn kynbótahross 8,79, en lækkaði nú fyrir hæfileika. Brá stóð efst sex vetra hryssnanna og hlaut 7,85 fyrir byggingu, 8,57 fyrir hæfileika og 8,21 í aðaleinkunn. Brá er undan Viðari frá Viðvík og Brynju frá Sigmundarstöðum og er í eigu Reynis Aðalsteinssonar. Ör frá Stóra-Dal kom næst með 8,06 í aöaleinkunn, Ör hlaut 7,85 fyrir byggingu, 8,27 fyrir hæfileika. Ör er undan Örvari frá Hömmm og Frökk frá Stóra-Dal og er í eigu Karls B. Björnssonar. Perla frá ósi fékk 7,70 fyrir bygg- ingu, 8,40 fyrir hæfileika pg 8,05 í aðaleinkunn. Hún er undan Blakk frá ReyKjum og Tinnu frá Kröggólfs- stöðum og er í eigu Jóns Helgasonar. Draumey frá Sveinatungu hlaut 8,05 í aðaleinkimn og Hera frá Bjam- arhöfn 8,00. Skáneyjarhryssur vöktu athygli Athygli vöktu flórar fimm vetra hryssur frá Skáney, þrjár undan Eldi frá Hólum en sú fjórða undan Hrafni frá Eskiholti. Efst stóð þó Þóra frá Gillastöðum með 8,06 í aðaleinkunn. Hún fékk 7,95 fyrir byggingu, 8,17 fyrir hæfileika, er undan Dalvari frá Hrappsstöðum og Jörp frá Efri-Brú. Þóra er í eigu Jóns Ægissonar. Gletta írá Stakkhamri fékk 7,85 fyr- ir byggingu, 8,14 fyrir hæfileika og 8,00 í aðaleinkunn. Hún er undan Viðari frá Viðvík og Pílu frá Stakk- hamri og er í eigu Bjarna Alexand- erssonar. Svarta Þoka frá Borgamesi hlaut 7,75 fyrir byggingu, 8,11 fyrir hæfi- leika og 7,93 í aðaleinkunn. Hún er undan Goða frá Ásum og Dúnu frá Feijubakka IV og er í eigu Gígju D. Einarsdóttur. Efst íjögurra vetra hryssnanna er Rakel frá Hnjúki með 7,89 í aðaleink- unn. Rakel hlaut 8,18 fyrir byggingu og 7,61 fyrir hæfileika. Hún er undan Adam frá meðalfelh og Hrefnu frá Hnjúki og er í eigu Hafþórs A. Ragn- arssonar. Ösp frá Sigmundarstöðum kom næst með 7,88 í aðaleinkunn. Ösp hlaut 7,60 fyrir byggingu, 8,16 fyrir hæfileika, er undan Öfeigi frá Hvanneyri og Gátu frá Húsafelli og er í eigu Reynis Aðalsteinssonar. Dagsbrún frá Hrappsstöðum kom þriðja með 7,81 í aðaleinkunn. Hún hlaut 7,85 fyrir byggingu, 7,77 fyrir hæfileika, er undan Otri frá Sauðár- króki og Dúkku frá Hrappsstöðum og er í eigu Alvildu Þ. Elísdóttur. -E.J. SAMSKIPA- deildin KR-VÖLLUR I KVÖLD KL. 20 ÍSLANDSBANKALEIKURINN KR-FH Skeljungur hf. ínkMtrtXjHtynShalvenjiHslmxt adidas Tölvupappír FffWS llll FORMPRENT Skeljungurhf. Emkmrrtxoó tyn Shet vúnx t klanu ISLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! ÍSLANDSBANKI STYRKIR ÞENNAN LEIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.