Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Fréttir Samningar viö erlenda togara um að landa þorski hér á landi: Kaupa 30 þúsund tonn af þorski af Rússum á ári Ljóst er að fiskvinnslustöðvar eru í auknum mæli famar að kaupa þorsk af Rússum veiddan í Barents- hafi. Þá eru Hafnfirðingar í samning- um viö eigendur þýskra togara, sem veiða í Grænlandshafi, um að landa þorski á fiskmarkaðinn í Hafnarfirði í haust og næsta vetur. „Ég held aö Rússa-þorskurinn verði enginn bjarghringm- fyrir vinnsluna í landi. Menn munu fara hægt af stað. Ég hef verið að spá því að á heilu ári, hvort sem við miðum við kvótaárið eða almanaksárið, veröi keyptar á milli 20 og 30 þúsund lestir af þorski af Rússunum. Vissu- lega mun þetta bæta vinnslunni upp að hluta skeröinguna á þorskmagn- inu,“ sagði Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu- verðið er nú um 100 krónur fyrir slægðan og hausaðan þorsk Vænum þorski landað: „Eg held að Rússaþorskurinn verði enginn bjarg- hringur fyrir vinnsluna í landi,“ segir Arnar Sigurmundsson. stöðva, í samtali við DV. Hann sagði að kvótaskerðingin í þorski nú væri um 60 þúsund lestir upp úr sjó. Það þýðir um það bil 50 þúsund lestir af slægðum þorski og gera mætti ráð fyrir því aö vinnslan í landi hefði fengið um 35 þúsund lestir af því magni, hitt hefði fari á erlendan markað. „Og ef við segjum að hægt verði að kaupa 20 til 30 þúsund lestir af Rússum þá fer það nokkuð upp í skerðinguna. Hitt er annað að verðið fyrir þennan fisk er eins og þaö ger- ist hæst á fiskmörkuðum hér eða um 100 krónur fyrir kílóið. Þess ber þó að geta að þá er þorskurinn hausaður og frystur. Ég er þess fullviss að fisk- verkendur era fyrst og fremst að kaupa þennan þorsk til að fylla út daginn, eins og það er kallað, vinna þennan fisk eftir hendinni þegar hrá- efni vantar. Menn munu ekki byggja vinnsluna á þessu," sagöi Arnar. Amar sagði að ísleridingar væru búnir á ná tökum á að þíða fiskinn til vinnslu. Mest af þessum þorski muni fara í salt, alla vega til að byrja með. Amar sagði að það væri svo mikil aukning í þorskveiðum í Bar- entshafi að vandalítið væri að fá þennan fisk. „Ég tel þetta aðeins af hinu góða og maður undrast nú hvers vegna ekki var búið að heimila löndum úr erlendum fiskiskipum hér á landi fyrr,“ sagði Amar Sigurmundsson. -S.dór Þjóðverjar vilja landa Græn- landsþorski í Hafnarfirði - ganga frá sammngum 1 október, segir Guðmundur Ámi Stefánsson Togaraútgerðarmenn frá Cuxha- ven í Þýskalandi hafa verið í viðræð- um við Hafnfirðinga um að togarar þeirra landi á Fiskmarkaði Hafnar- fjarðar ákveðnu magni af þorski í vetur. Þetta mál er svo til frá gengið, aðeins eftir að undirrita samninga. „Þetta hefur verið að geijast í nokkuð langan tíma. Þeir hafa verið með viljayfirlýsingu um málið til skoðunar og munu koma hingað til lands í næsta mánuði og undirrita samninga um að landa hér á fisk- markaðnum ákveðnu magni af þorski af Grænlandsmiðum. Það hef- ur verið rætt um allt að 5 þúsund lestir en þeir eiga 15 þúsund lesta kvóta," sagði Guðmundur Ámi Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Guðmundur sagði að togarar þessa útgerðarfyrirtækis hefðu í fyrravet- ur landað í Færeyjum. Þar fengu þeir 110 krónur fyrir kílóið, frían ís og lágt löndunargjald. Nú ráða Fær- eyingar ekki við þetta fjárhagslega. Þjóðverjamir þekkja verðið á fisk- mörkuðunum hér og segja að það sé hagstæðara fyrir þá að fá 90 til 100 krónur fyrir kílóið af þorski hér en 120 til 130 krónur í Bretlandi. Ástæð- an er sú að siglingin til íslands af Grænlandsmiðum er svo miklu styttri en til Bretlands, þannig aö bæði sparast olía og tími. „Ég hitti forstjóra þessa fyrirtækis síðast þegar hann var hér á landi í sumar. Þaö var ljóst að hann var búinn að reikna þetta dæmi alveg í botn. Hann gerþekkti fiskmarkaðs- verðið hér og var með það alveg á hreinu hvaða verð hann þyrfti að fá hér til þess að löndun á íslandi borg- aði sig. Og nú er sem sé ljóst að hann og fleiri Þjóðveijar koma hingaö til lands 24. október. til að undirrita samning um að landa þorski á fisk- markaðnum í Hafnarfirði,“ sagði GuðmundurÁmi. -S.dór Háskólinn á Akureyri: Aukinásókní hjúkrunarfræði Gyifi Krótjánsson, DV, Akureyri: „Ef þessi þróun heldur áfram kann að fara svo á komandi árum að viö verðum að fara að beita fjöldatakmörkunum við inntöku nýnemaá hjukrunarbraut," segir Sigriður Halldórsdóttir, forstöðu- maður heilbrigðisdeildar Háskól- ans á Akureyri, en fleiri nýnemar eru nú í lýúkrunarfræðura við skólann en áður hefur verið. Alls hófu 27 nemendur nám í hjúkrunarfræðum við skólann í haust og hafa þeir aldrei veriö fleiri þrátt fyrir strangari inn- tökuskilyrði en áður. ídag mælir Dagfari ísf irsk framúrstef na Meðan bæjarfulltrúar í velflestum bæjarfélögum og kaupstöðum landsins halda fundi til að útkljá sín pólitísku ágreiningsefni hafa þeir á ísafirði annan háttinn á. Meðan menn rífast og greiða at- kvæði upp á gamla móðinn í bæjar- stjómum annars staðar er boðiö upp í slagsmál á ísafirði. Þetta era ný vinnubrögð í pólitíkinni og skemmtileg tilbreyting frá þeirri lognmollu sem tíökast í stjóm- málaumræðum á íslandi. ísfirðing- ar hafa löngum verið framúr- stefnumenn. Síöastliðið fóstudagskvöld var haldið matarboð í bænum í tilefni af norrænni byggðaráðstefnu. Bæj- arstjórinn notaði þá tækifærið til að ganga í skrokk á forseta bæjar- stjómar. Sagt er að hann hafi ráð- ist að forsetanum, bragðið honum og sparkað síðan nokkrum sinnum í höfuð hans. „Ég er eins og filamaðurinn, allur vafinn um höfuðið og heldur óásjá- legur. Auk áverka á höfði losnaöi tannbrú í munni sem þarf að bora niöur,“ sagði forseti bæjarsljómar eftir þennan atburð og lét það fylgja frásögninni aö ekM stæði tÍL að kæra bæjarstjórann fyrir þetta lít- ilræði sem ekkert er. Er ekki annaö aö heyra en vel fari á með þeim félögum enda hefur bæjarstjórinn beðist afsökunar og ekM munu verða neinir eftirmálar. Forsetinn hefur fyrirgefið bæjarstjóranum með bros á vör. Þannig fara svona árásir bæjar- stjóra á bæjarfulltrúa fram í mesta bróðemi og er öðrum bæjarstjóm- armönnum til eftirbreytni. Það hlýtur líka að vera norrænum koll- egum okkar til fróöleiks að fylgjast með því hvemig deilumál era útMjáð á íslandi, eða að minnsta kosti á ísafirði, og var þess vegna vel til fundið hjá þeim ísfirðingum að nota matarboðið með hinum erlendu gestum til að demonstrera vinfengi sitt með þessum hætti. EkM er ástæða til aö lögregla né heldur saksóknari ríMsins fari að hafa afsMpti af þessu máh. Lík- amsárásir varða að vísu við hegn- ingarlög og jafnan er það svo að árásarmönnum er stungið í gæslu- varðhald þegar þeir era staðnir aö verM enda hættulegir umhverfi sínu og ekM treystandi til að vera innan um annað fólk. Öðra máli gegnir um bæjarstjórann á ísafirði sem ræðst að forseta bæjarstjómar í matarveislum og skilur forsetann eftir í líM fílamanns. Hann verður hvorM kærður né settur á bak við lás og slá vegna þess að árás hans á fílamánninn, sem sijórnar bæjar- stjóminni, er liður í stjóm þeirra beggja á bæjarmálum ísfirðinga. Svona nokkurs konar sýnikennsla fyrir útlendinga. EkM fylgir sögunni hvert tilefni barsmíðanna hafi verið. Eða hvort nokkurt tilefni hafi verið yfirleitt, annað en vinahót bæjarstjórans gagnvart forseta sínum eða kannsM er það kækur hjá honum og hefur oft gerst áöur án þess að þaö hafi komist í hámæh. Hvað veit maðuf hvaö þeir gera í bæjar- stjóminni sjálfri eða á lokuðum fundum þegar bæjarstjórinn sér ástæðu til að sparka nokkrum sinnum í hausinn á forsetanum þegar erlendir gestir era viðstadd- ir? Árás af þessu tagi getur líka ver- ið nauðsynleg útrás fyrir bæjar- stjórann eftir langar og strangar fundasetur daginn út og daginn inn og kominn tími til að útMjá málin með einu vel útilátnu sparM þegar forsetinn hggur vel við sparkinu! AUavega tekur forseti bæjar- stjómar þessu vel og enda þótt hann líti út eins og fílamaður dag- inn eftir sér hann ekM ástæðu til að erfa þessa líkamsárás bæjar- stjórans sem starfar áreiðanlega vel og samviskulega fyrir bæjar- stjómina á milU þess sem hann sparkar í forsetann. Gott væri að þeir í sóknarnefndunum í Keflavík og Kópavogi tileinkuðu sér þetta kristilega hugarfar og spörkuöu heiðarlega hver í annan og tækjust svo hendur að því loknu, í stað þess að standa í endalausu þrefi og víghólabardögum þar sem hvergi sér á neinum manni. ísfirsM bæjarstjórinn hefur bryddað upp á nýbreytni sem hugs- anlega á eftir að breiðast út, miðað við það hvaö fórnarlambið tekur þessari nýlundu vel. Fyrir utan skemmtunina sem norrænu gest- imar hafa haft af þessu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.