Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 9
Utlönd Erfingjar Núrejevsíslag um auðæfin Búist er við að lögerfingjar rússneska ballettdansarans Ru- dolfs Núrejev fari í hár saman þegar kemur að þvi að skipta reytunum síðar í vetur. Eigiur dansarans eru metnar á einn til einn og hálfan nulljarð íslenskra króna. Núrejev lét eftir sig erfðaskrá þar sem hann lýsti vilja sinum til að láta háar fjárhæöir renna í sjóð til styrktar efnilegum döns- urum. Erfingjamir eru að sögn ósáttir við þetta. Til málaferla gæti komið þegar eigniraar verða metnar endanlega og getur reynst torveit að komast að nið- urstöðu því Núrejev ijárfcstí einkum í listaverkum. Vændiskonur fylgja knatt- Rúmeníu Lögreglumenn í mörgum ríkj- um Vestur-Evrópu hafa undan- farna mánuði orðið að fást við nýja tegund af knattspymubull- um þegar liö frá Rúmeníu koma í heimsókn. i stað dauðadrukk- inna óróakarla fylgja vændiskon- ur rúmensku liöunum. Vændiskonurnar nota tækifær- ið þegar ferð fellur vestur og reyna að drýgja tekjuraar með því að selja áhorfendum hlíöu sina. Lögxeglunni þykir síst betra að fást viö þær rumensku en fíl- eílda snoðinkolla frá Hollandi. Stálusígarettum fyrir áttatíu Sex menn hafa verið ákærðir í Málmey í Svíþjóð fyrir að stela sígarettum fyrir átta milljónir sænskra króna eöa um áttatíu milljónir íslenskra. Mennirnir rændu tvo fiutningabíla hlaðna sígarettum í haust. hýfið var selt á markaði þar sem Pólverjar koma jafnan og selja Svíum vaming frá heima- landi sínu. Því leit svo út sem síg- aretturnar væru komnar frá Pól- landi. Sala á fyrsta farminum gekk svo vel að mennirnir ákváðu að halda þessum gróöa- vegi áíram og rændu annan bíl en þá komst lögreglan i máliö. Norðmenn helming brenni- vínsásvörtu Norska áfengisemkasaian stendur höllum iæti vegna þess að Norömenn snúa viðskiptum sínum í æ ríkara mæli til smygl- ara og bruggara. Þarmig er talið að þeir kaupi nú í það minnsta '10% af brennivíninu, sem þeir drekka, á svörtum markaði. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að verðlag í áfengisút- sölumun þykir alltof hátt. Sprútt- salar eiga því auövelt með að koma vöru sinni í verð. Rændikonu með70milljónir íveskinu :: Þýskur töskuþjófur komst f feitt þegar hann hrifsaði veski af konu á níræðisaldri á brautarstöö í Hamborg. Sú gamla var með jatn- virði 70 miUjóna íslenskra króna í veskinu. Ekki er vitað hvort til- viijun réð að konan var rænd. TT, Ritzau og Reuter Karl Bretaprins búinn kjafta frá sér konu og krúnu: Meirihluti Breta vill ekki Karl fyrir kóng - ástarsímtaliö viö Camillu Parker Bowles undirrótin að óánægju Díönu Bretar eru búnir að missa trúna á Karli erfðaprinsi sínum. Skoðanakannan- ir sýna að hann á ekki lengur þjóðina óskipta að baki sér eftir að alþjóð (ékk að vita um framhjáhald hans með Camillu Parker Bowles. Simamynd Reuter Meirihluti Breta er búinn að missa trúna á Karh prinsi sem kóngi. Ný skoðanakönnun sýnir að 53% að- spurðra segja að Karl sé óhæfur til að erfa krúnuna. Könnunin var gerð eftír að blöð birtu í gær ástarsímtal ríkiserfingjans og Camillu Parker Bowles. Áður hafði Karl notíð yfirgnæfandi stuðnings þjóðar sinnar þótt margir teldu að konungdómur hans væri í hættu vegna vandræða með drottn- ingarefni. Nú hefur breska þjóðin skipt um skoðun og þeim íjölgar dag frá degi sem telja að Karl hafi gerst sekur um hjúskaparbrot með daðri sínu við Camillu. Diana fékk upptöku af símtalinu í hendur á síðasta ári - eða jafnvel fyrr - og eftír það var hún ráðin í að skilja við Karl. Þau skildu að borði og sæng í lok síðasta árs og nú er sagt að Díana vilji lögskilnað. Karl Bretaprins er því langleiðina búinn að kjafta frá sér konu og krúnu. Ihaldssömum Bretum líst ógæfulega á að fá slíkan mann fyrir konung. Díana hefur nú unnið samúð Breta að nýju. Hún er orðin þolandinn í hjónabandinu og flestum þykir eðh- legt að húnn líði Karh ekki að flangsa út og suður með giftri konu. í símtal- inu umdeilda tjáir prinsinn Camillu ást sína og lýsir einlægri þrá sinni eftir að komast á fund hennar einu sinni enn. Símtahð var tekið upp árið 1989 og þá þegar hefur Díana verið full efa- semda um heilindi Karls í hjóna- bandinu. Hugsanlegt er að símtahð hafi verið tekiö upp að undirlagi Dí- önu þótt það sé eldtí vitað. Menn vita þó fyrir víst að hún reiddist illa þeg- ar hún heyrði rödd manns síns og ástarhjal hans við Camillu. Reuter LYSTIGARÐUR ATLANTSHAFSINS - MADEIRA Ein vika frá 350 enskum pundum fyrir tvo. Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur, sími 91-24595 eða faxnr. 91-17175. HÉR ER DOREMI FONN HAGKAUP | OONUSj Jakki og hnébuxur Jakki og pils Vexti, buxur, skyrta, slaufa Kápur Frakkar SUÐURLANDSBRAUT52 V/FAKAFEN SÍMI68 39 19 JTbMA Við höfum lœkkað verðið ótrúlega mikið og bjóðum ttú vönduð bamaföt á verði sem er sjaldséð. Verðdæmi: Gallajakki og buxur 3.190.- Gallabuxur frá 690.- 2.990.- Rúllukragabolir 790.- 2.990.- Gammósíur 790.- 2.990.- Gallapils 690.- 2.900.- íþróttagallar 1.290.- 2.900.- Gallajakkar 1.290.- Komið og gerið verulega góð kaup. Opið frá kl.10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugardögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.