Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR1993 9 Það var heldur betur líf í tusk- unum í brúðkaupi einu í Sörm- land í Svíþjóö um helgina. Slags- mál brutust út við nágranna, hnífar og byssur voru á lofti og brúðguminn þurfti að dúsa brúð- kaupsnóttina í tugthúsinu. Á meðan brúðkaupsveislan fór fram hélt nágrannakona upp á afmæli sitt. Gestir völsuöu milli veislusala og það endaði með því aö brúðguminn sakaði afmælis- gesti um að hafa stolið frá sér verkjatöflum. Afmælisgestir læstu sig þá inni en brúðguminn sparkaði í dyrnar og barði, með hnif á lofti. Afmæl- isbamið hélt því einnig fram að hann hefði miöað á sig byssu. Lögreglan kom og hirti brúð- hjónin en brúðurin fékk að fara heim eftir yflrheyrslur. Ekta- makinn varð hins vegar eftir i fangaklefanum. SASneyðisttil aðrennasaman viðannaðfélag Efnorræna flugfélagið SAS ætl- ar sér að lifa af sem alþjóðlegt flugfélag er það tilneytt aö eiga samstarf viö önnur evrópsk flug- félög. Þetta kom fram í grein í blaðinu Ugebrevet Mandag Morgen í gær. í greininni segir að ótti manna um framtíð Kastrupflugvallar sé mjög ýktur. Þvert á möti útilokar blaðið ekki að öll starfsemi á vell- inum muni fara vaxandi. Þá segir blaðið að ótti manna við fjöldauppsagnir hjá SAS sé ekki á rökum reistur þar sem fé- lagið hafl þegar sagt upp fjölda starfemanna. Aftur á móti sé hætta á að allir missi vinnuna ef ekki kemur til samruna SAS við önnur flugfélög. SAS hefur verið að ræða við KLM, Swissair og austurriska flugfélagið um samvinnu eða samruna. SkórniríÚkra- ínuvoruaðeins líktækir Mikið skóæði greip um sig í úkraínsku borginni Ivano- Frankivsk fyrir skömmu þegar sýrlenskir skór komu í verslanir bæjarins. Karlmenn með næmt auga fyrir tísku og glæsileik tifu þá út eins og heitar lummur. En ekki leið á löngu uns sólam- ir fóru að flagna af, líturinn tók að renna og loks duttu skórnir alveg í sundur. Itar-Tass fréttastofan sagði að rannsókn hefði leitt í Ijós að tískuskómir hefðu verið gerðir :fyrir lik f sýrlenskum úfförum. Einhver óprúttinn einkaaðili hafði hins vegar flutt þá inn og selt fyrir dágóðan ógóða. Söngvarivill syngjaáSuður- skautslandinu Japönsk ferðaskrifstofa ieitar nú að tuttugu ferðamötmum sem eru til í aö borga sem svarar tæp- um átta hundmð þúsund íslensk- um krónum til að slást í hópinn með japanska poppsöngvaranum Yasunori Sugawara sera ætlar að halda fyrstu tónleika Suður- skautslandsins í næsta mánuði. Sugawara æöar að halda tón- Ieikana í þágu heimsfriðar og til að hvetja umheiminn til að vemda umhverfið. Söngvarinn kom talsverðu róti á hugi roanna þegar hann söng á toppi FujifjaUsins árið 1988. TT, Rit'zau og Reuter ______________________________________________Útlönd Mannréttindabrot ekki ný af nálinni 1 Malaví: Andófsmenn taldir hæfir í krókódílafæði Stjómvöld í Afríkuríkinu Malaví hika ekki við að hafa í hótunum við eða jafnvel myrða andstæðinga sína. Þau hafa opinberlega lýst því yfir að alhr malavískir andófsmenn sem berjast fyrir lýðræði „yrðu haíðir í krókódílafóður". Þetta kemur fram í skýrslu Inter- national Press Institute, IPI, um Malaví frá því í ágúst í fyrra. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra er nú staddur í Malaví þar sem hann afhendir þarlendum fiskiskip sem smiðuð voru hér á landi og eru liður í þróunaraöstoð íslendinga. Höft á tjáningarfrelsi í Malavi hafa mannréttindabrot verið ástunduð lengi og tjáningar- frelsið er að sama skapi heft. Stjóm- arflokkur dr. Hastings Kamuzu Banda Malavíforseti hefur tögl og hagldir í fjölmiðlum landsins. Banda, forseta til lífstíðar, hefur helj- artak á öllum fjölmiðlum landsins. Ekkert dagblað eða tímarit í Malaví mundi þora að birta „falskar" fréttir eða gagnrýna umfjöllun um landið. Eina dagblað landsins, Daily Tim- es, og tímaritið Malawi News eru í eigu fyrirtækja Banda forseta. Ríkis- stjórnin hefur töghn og hagldimar í öllum prentmiðlum landsins, svo og í útvarpinu og fréttastofu Malaví. Stjórnvöld hafa gert það ljóst að fjölmiðlar Malaví eiga fyrst og fremst að skýra frá starfi og athöfnum þjóð- arleiðtogans. Fjölmiðlar í Malaví em taldir vera þeir undirgefnustu á byggðu bóli. Blaðamenn þar em opinberir starfs- menn en þrátt fyrir hollustu sína hafa þeir engu að síður orðið fyrir barðinu á leyniþjónustu forsetans. Eftirþankar ástkonunnar Mál þriggja blaðamanna er gott dæmi um hætturnar sem þeir búa við. Árið 1985 flutti ástkona hins ókvænta forseta, Cecilia Tamanda Kadzamirwa, ræðu á ráðstefnu á vegum Sameinuou þjóðanna um konur þar sem hún sagði m.a. að maðurinn gæti ekki lifað án konunn- ar. Fréttamennimir skýrðu frá þessu. Ástkonan fékk eftirþanka daginn eftir þar sem hún hefur líklega talið að orð sín gætu móðgað forsetann. Fréttamennimir þrír voru þá hand- teknir og sakaðir um að fara ekki rétt með enda þótt útskrift ræðunnar staðfesti fréttaflutning þeirra. Þeir sátu í fangelsi í eitt ár fyrir vikiö og misstu vinnuna að auki. Belgískir flóttamenn frá Saír ganga á land í Kongó undir árvökulum augum hermanna frá löndunum tveim. Símamynd Reuier Uppreisn hermanna í Saír kveðin í kútinn: Þúsund féllu í Kinshasa Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa týnt lífi í uppþotunum í Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkisins Saír, undanfama daga, að því er bráðabirgðastjóm landsins skýrði frá í gær. Starfsmenn hjálparstofnana hafa staðfest dauða 65 manna að minnsta kosti frá því á fimmtudag þegar her- menn gerðu uppreisn og fóm ræn- andi og ruplandi um borgina. Willy Claes, utanríkisráðherra Belgíu, sagði að þrjú hundmð manns hiö minnsta hefðu látið lífið. Jean-Joseph Mukendi, náinn að- stoðarmaður Étienne Tshisekedi for- sætisráðherra, sagði að flestir hinna folinu væra hermenn sem úrvals- sveitir hliðhoflar Mobutu forseta hefðu stráfellt þegar uppreisnin var kveðin niður. „Það vantar mjög marga hermenn við nafnakafl," sagði hann. Heyra mátti skothríð öðm hveiju í Kinshasa í gærkvöldi, fimmta kvöldið í röö. Rólegt var þó yfir borg- inni á meðan dagsbirtu naut. Óformlegt útgöngubann er í ghdi í borginni og loka íbúamir að sér eftir að skyggja tekur. Margir misstu allt sem þeir áttu í gripdeildunum. Harðvítug valdabarátta fer fram milh forsetans og forsæhsráðherr- ans um innleiðingu íjölflokkakerfis sem mundi binda enda á 28 ára valda- feril forsetans. Hermennimir gengu berserksgang þegar þeir gátu ekki eytt launum sín- um sem þeir fengu greidd í nýjum seðlum. Rúmlega eitt þúsund útlendingar hafa flúið Saír frá því uppþotin byrj- UÖU. Reuter Málaliðiákærð- urfyrir hiutdeild aðmorði Franski málaiiðínn Bob Denard sem gerði allt vitlaust í Afríku- ríkjum á sjöunda áratugnum með málaliðahóp sínum, „hinum hræðhegu", var handtekinn í París í gær og ákærður fyrir að hafa aðstoöað við morðið á afrísk- um forseta. Denar sem er 63 ára var hand- tekinn þegar hann sneri heim úr sjálfskipaðri útiegð í Suður-Afr- íku. Honum var stungið inn í La Santé fangelsið eftir að honum hafði verið lesin ákæran vegna morðsins á Ahmed Abdahah, for- seta Komorœyja, árið 1989. Den- ard var þá yfirmaður lífvarðar forsetans. sakaðurum Peter Hintze, aðalritari flokks kristilegra demókrata í Þýska- landi, flokks Kohls kanslara, sagði í gær að bhnt hatur hefði knúið rithöfundinn Gúnther Grass til aö kaha þýska stjóm- málamenn „snoðinkolla með hálsbindi“. „Á sama hátt og lianp rak áróð- ur gegn sameiningu þýsku ríkj- annaræðsthann nú frami blindu hatri gegn þeim sem í öhum lýð- ræðisflokkunum láta sig varða friðsamlega sambúð útlendinga og Þjóðveria í landi okkar,“ sagöí í yfirlýsingu flokksmannsins. Grass sagöi í viðtah við tímarit- ið Newsweek að helstu stjóm- málaleiötogar landsins heíðu kýnt undir framgang nasista í Þýskalandi. „Ég ht á þá sem snoð- inkoha raeð hálsbindi og vel snyrt hár,“ sagðiGrass. Reuter SKOUTSALA ^\ Upphá kvenkuldastígvél m/rennilás og yfirvídd CCCO Skóverslun Þórðar Laugavegi41, sími 13570. Borgarnesi Brákarbraut 3, sími 93-71904. Kirkjustræti 8, sími 14181.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.