Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐ JUDAGUR 2. FEBRÚAR1993 23 Memiing Fréttir Sissy Spacek (fyrir miðri mynd) leikur hvita Suðurríkjakonu sem vaknar til meðvitundar um það órétti sem svörtum er beitt. Regnboginn - Hin langa leiö heim: ★★ Ekið með Whoopie The Long Walk Home fjallar um frægt mál árið 1955 þegar svertingjar í bænum Montgomery í Alabama kusu að sniðganga strætisvagna vegna reglu sem skyldaði þá til að halda sig bakatil í vagninum. Sagan er sögð frá sjónarhóh svartrar heimihsþemu (Goldberg) og hús- móður hennar (Spacek). Spacek leikur dæmigerð yfirstéttar suðurríkja- kona, sem hefur ekki annað fyrir stafni en að skipuleggja endalaus teboð og bridgeklúbba. Hún vaknar smám saman til meðvitundar um óréttlætið í þjóðfélaginu þegar hún fer að sækja þemuna sína í vinnuna og loks taka þátt í að keyra fólk á milli staða, í óþökk eiginmannsins. Sagan tek- ur líka til fjölskyldu þemunnar og hvernig meðlimirnir bregðast við álag- inu sem fylgir sniðgöngu strætóanna. Myndin greinir á formúlukenndan hátt frá mismuninum á heimilunum tveimur og ástandinu í þjóðfélaginu. Samúð áhorfandans er ljós frá byrj- Kvikmyndir Gísli Einarsson un og engin spuming hverjir eru góðir og hveijir vondir. Það em að vísu engir hvítir í hópi þeirra góðu í byrjun, heldur snýst húsmóðurinni hug- ur þegar líður á myndina. Þetta finnst mér vera betri leið th að fjalla um kynþáttahatur en að láta „góðu“ hvítu mennina lumbra á „vondu“ hvítu mönnunum. Persónurnar í myndinni eru almennt sannfærandi og vel leiknar en meðhöndlun efnisins er ekki nógu sterk th að neitt nýtt komi fram. The Long Walk Home (Band.1990) 97 mín. Handrit: John Cork. Leikstjórn: Richard Pearce (No Mercy, Country). Leikarar: Sissi Spacek JFK), Whoopie Goidberg, Dwight Schuitz (Fat Man and Little Boy), Ving Rhames, Dylan Baker, Erika Alexander. Háskólabíó: Raddir í myrkri: lA Sárir sálfræðingar Whispers in the Dark er ótrúlega misheppnuð tilraun til að gera trylh með sálfræði- og kynlífsívafi. Annabella Sciorra leikur sálfræðing sem fæst við það að hlusta á kyn- lífsóra sjúkhnga sinna. Þetta æsir hana svo upp að hún flækist í ástarþrí- hyming sem leiðir af sér morð, að sjálfsögðu. Fórnarlambið er sá sjúkling- ur (Unger), sem hún hafði einna mest gaman af að hlusta á og þeir gran- uðu em ástmaður þeirra beggja (Sheridan) og annar sjúkUngm: (Leguiz- iamo) sem er Ustamaður með vafasama fortíð. Sálfræðingurinn er ekki gáfaðri en svo að hann flækir máUð bara enn meira og leggur sig stöðugt í hættu þrátt fyrir dygga aðstoð löggu (LaPagUa). Handritið á þessari mynd er næstum því of heimskulegt til að vera satt. Sálfræðingar hafa oft verið misnotaðir í spennumyndum en ég er viss um að þeir hafa aldrei, aldrei fengið eins hroðalega útreið og hér. Aðalhetjan, sálfræðingurinn, er ein leiðinlegasta bíópersóna sem sést hefur. Hún er alveg rosalegt fómarlamb, UtU og músarleg, sífeUt í ein- hverju hugarangri og gerir ekkert nema mistök. Hún var of vitlaus til þess að hægt væri að hafa samúð með henni. Hún hagar sér aldrei eins og sérfræðingi sæmir en enginn bendir henni á það, ekki einu sinni sál- Kvikmyndir Gísli Einarsson fræðingurinn hennar (Alda). Spurð að því af hverju hún lætur ekki elsk- hugann (sem er grunaður um morð og barði í gamla daga eiginkonu sína) róa, svarar hún „Ég elska hann“. Ég þarf varla að taka fram að handritið er skrifað af karlmanni. Meðan morðgátan dregst á langinn verður hún sífeUt ótrúlegri og sál- fræðuvafið er orðið svo mikið að aUir fá að minnsta kosti eina hugarang- urs-senu sem hægir enn meira á myndinni. Kynlífið datt hins vegar upp fyrir fljótlega eftir bytjunina, því miður. Það hefði ekki veitt af einhveiju til að dreifa huganum. Um miðja mynd er sú litla eftirvænting, sem óvissan um útkomuna olh, horfin með öllu. Þegar loksins kemur að afhjúpuninni þá er það ein sú kostulegasta ég hef séö fyrr og síðar. í stað þess að vera dramatískur hápunktur myndarinnar þá er hún eina tækifærið til að hlæja dátt. Whispers in the Dark (Band. 1992) 102 mín. Handrit & leikstjórn: Christopher Crowe. Leikarar: Annabella Sciorra (Hand that Rock the Cradle, Jungle Fever), Jamey Sheridan, Anthony LaPaglia (Betsy's Wedding, One Good Cop), Jill Clayburgh, John Leguziamo (Regarding Henry), Deborah Unger ('Till There Was You), Alan Alda. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með þessum spUavítum en það hefur enn ekkert komið tU okkar sem bendir tU þess að um sömu umsvif sé að ræöa eða að sama fyrirkomu- Iag sé á þessu og var í haust Mun- urinn er að í haust vorum við bún- ir að fylgjast með þcssum stöðum i töluverðan tíma og búnir að fá rökstuddar grunsemdir umaðom brot á áfengislöggjöfmni og hegn- ingarlögunum væri að ræða en nú höfum við engar slikar rökstuddar grunsemdir," segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn um starfrækslu spUavita í höfuðborg- inni en spUaviti, sem lokað var í haust, hafa hafið starfsemi sína að „Menn, sem spUa upp á peninga, eru ekki að bijóta lög nema þeir hafi af því atvinnu, korni öðrum til þátttöku í því eða hagnist á því aö láta veömál eða fjárhættuspU fara fram í húsnæði sem þeir hafh um- ráð yfir. Menn hafa verið að reyna að færa sig inn á það að gera þetta án þess að þaö bijóti í bága við lög og það er meðal annars gert með þvi að stofna klúbba þar sem menn koma saman til að stunda þessa iöju. Slik ldúbbastarfsemi þarf þö ekki að gera svona rekstur lögleg- an,“ segir Guðmundur. -r Hann segir að frumvarp, sem er í smíðum á Alþingi, um að lögleyfa spUavíti hér á landi breyti engu um aðgerðir lögreglunnar varðandi spilavítin. „Áfengislöggjöfin og hegningar- lögin gUda, sama hvað þessu frum- varpi líður. Hins vegar verðum við að fara varlega í þvi að leggja hald á ðármuni pg tæki. Við getum ekki gert það nema fyrir liggi að framin hafi verið brot með tækjunum og þau hafi veriö notuð í refsiverðu skyni, “ segir Guömundur. -ból Mermingr Spunnið í skottís - Tommy Smith og Djazzkvartett Reykjavíkur Það voru reyndar ekki leiknir skottísar á tónleikum skoska saxófónleikarans Tommys Smith á Café Sólon íslandus fóstudagskvöldið 29. janúar. Með gestinum frá Skotlandi lék Djazzkvartett Reykjavíkur. Áður en tónleikamir hófust sást bregða fyrir á staðn- um ungum manni vel klæddum og datt kannski ein- hveijum í hug að þar væri kominn sölumaður herra- fatnaðar úr verslun handan götunnar. Svo reyndist þó ekki vera því að þetta var Tommy Smith, stjama kvöldsins. Það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi sýnt stjömuleik sem hreif gesti efri hæðar Sólons íslandus með sér. Ekki spilltu fyrir þægilegar og kímn- ar kynningar hans milli laga. Flutt vom frumsamin lög eftir Tómas, Sigurð og Tommy í bland við önnur þekktari. Að vísu em ís- lensku lögin sum hver orðin nqkkuð kunn meðal þeirra sem stunda djasstónleika eitthvað aö ráöi. Fjög- ur verk vom flutt eftir Tommy Smith og bám að sumu leyti með sér keim af tónsmíðum tónskálda með klass- ískt tónlistaruppeldi. „Dayhght" sem samið var í til- efni þessarar Islandsferðar var alllangt, skiptist í a.m.k. þijá kafla ef ekki fleiri og komu mismunandi taktafbrigði þar við sögu. „Reflections“ sagði höfund- urinn vera undir áhrifum frá Eric Satie, að þvi leyti til að báðir höfðu þeir átt skoska móður. Einstaklega fallegt verk. Hin tvö vom einnig athyghsverð og fufl af stemningu. Djasskvartettinn reykvíski var þama ekki bara sem undirleikarar fýrir Mr. Smith, heldur lék með af lífi og. sál. Vom allir Uðsmenn hans í toppformi. Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Sigurður Flosason, alto- sax, áttu hvert sólóið öðm betra. Eyþór lék yfirleitt styttri sóló en blásaramir, gerði afskaplega vel og því betur sem á leið. Sigurður þarf kannski að gæta sín M örUtið á vissum „likkum" sem em að veröa eins kon- ar vörumerki hans. Smámunir kannski. Tómas R. bassaleikari og Einar Valur trommari kyntu rækilega undir í alveg ótrúlegri sveiflu á stundum. Hér vom á Djass Ingvi Þór Kormáksson ferð verðugir samspilarar þessa ömgga og tilfinninga- ríka skoska tenórleikara. Tommy lék ekki bara með hljómsveitinni í hefld, heldur leiddi hann hvem og einn hinna með sér í tvfliðaleik; Eyþór í „Reflecti- ons“, Tómas í „MUdew“ og Einar í tveimur öðmm lögum. í laglínum hljómuðu saxamir vel saman, báðir hæverskir en ákveðnir. Sem sagt, mjög skemmtilegir tónleikar, sérstaklega þegar fór að heyrast almenni- lega í bassanum eftir hlé. Hljómburður var þó ekki meö besta móti. Þaö glumdi í trommunum og það lét oft hátt í lúðrunum þótt ekki væm þeir uppmagnaðir. Tommy Smith og Djazzkvartett Reykjavíkur á Sóloni íslandus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.